Ísafold - 14.03.1883, Blaðsíða 1

Ísafold - 14.03.1883, Blaðsíða 1
Árgangurinn, 32blöð, kostar 3 kr. innanlands, en í Danm., Svíþjóð og Norvegi um 3*/2 kr., í öðium löndum 4 kr. Borgisti júlim. innanlands, erlendis fyrir fram. ÍSAFOLD, Auglýsin'gar kosta þetta hver lína : aur. inniend íraeð meginletri • .. 10 IIIIUUllUl \ * rl . • (með smaletn ... .. 8 • íMarímeðmeginletri- ..15 “ M smáletri... .p'öntun er bindandi fyrir ár. — Uppsögn til áraskipta með tveggja mánaða fyrirvara. X 6. Reykjavík, miðvikudaginn 14. marzmán. 18 8 3. Almenn kirkjusaga frá upphafi kristninnar til vorra tíma, höfundur: Helgi Hálfddnarson, 1. hepti. Reykjavík 1883. Rit það, sem byrjar með þessu hepti, er hin fyrsta almenna kirkjusaga, sem rituð er á íslenzkri tungu. jþað er mik- ilsvert fyrir islenzkar bókmenntir og sjerstaklega fyrir guðfræðisþekkingu vor íslendinga, að eiga von á að eign- ast ritaða á vorri tungu sögu kristn- innar, eina aðalfræðigrein guðfræðinnar. Höfundurinn á því meiri þakkir skilið, þegar þess er gætt, að hann hefur enga fyrirrennara að styðjast við, sem samið hafi almenna kirkjusögu á íslenzku á undan honum; hann er hjá oss hinn fyrsti, sem brýtur isinn í þessu efni, en það er jafnan erfitt og vandasamt verk. Af því að ekki liggur enn þá fyrir af þessu riti nema fyrsta heptið, er ekki unnt að kveða upp álit um það í heild þess. En eptir því sem þetta fyrsta hepti er úr garði gjört bæði að efnisvali, niðurskipun, meðferð á efninu og orðfæri, og með því að telja má víst, að höfundurinn muni halda áfram í sama anda og í sömu stefnu, er það fyllsta sannfæring vor, að þetta kirkju- sögurit muni verða ekki að eins ágæt kennslubók fyrir stúdenta prestaskólans, heldur og bók, sem bæði lærðir menn og leikir munu hafa fróðleik og ánægju af að lesa. þ’ví þó meðferð höfundarins og niðurskipun á efninu í riti þessu sje vísindaleg og fullnægi vísindalegum kröfum, þá hefur honum að voru áliti tekizt fimlega að sameina hið visinda- lega og alþýðlega, og að haga frásögu sinni og efnisútlistun svo, að bókin verður fullskiljanleg hverjum greindum alþýðumanni. Orðfærið er lipurt, frá- sagan ljós og gagnorð, og það svo, að höfundurinn segir víða frá jafnmiklu efni á einu blaði í bók sinni, eins og lesa má í mörgum kirkjusögum að teygt er sundur á mörg blöð (sbr. t. a. m. § 5 og § 6 um upphaf kristninnar á Gyð- ingalandi og í heiðnum löndum, § 16 og § 17 um guðsþjónustuna, siðferðið og kirkjuagann §19 um samhljóðun og stefnumun hinnar postullegu kenningar, § 33 um einingu kirkjunnar og stöðu Rómabiskups o. s. frv.). þ>au tíma- skipti, sem höfundurinn hefur sett, og ætlar að fylgja í frásögu sinni, verðum vjer að álíta mjög heppileg, því að þau eru byggð á lífskjörum kirkjunnar sjálfrar; en það er galli við sumar kirkjusögur, jafnvel frá síðari tímum, að tímabilaskiptin virðast að vera sett þar stundum næstum því af handahófi, en ekki vera miðuð við aðalstöðvarnar í gangi kirkjulífsins sjálfs. Sumir lesendur þessa heptis kunna, ef til vill, að sakna þess, að í inngang- inum er sleppt sumum þeim atriðum, sem menn vanalega finna tilgreind í almennum kirkjusögum, t. a. m. atrið- inu: um samband kirkjusögunnar við náskyldar vísindagreinir, um undirstöðu (fontes) kirkjusögunnar, og hjálparvís- indi (subsidia) hennar; enn fremur at- riðinu: um þær fræðigreinir, sem kirkju- sagan gefur yfirlit yfir og tekur inn í sig í stuttu ágripi, en sem stundum eru útlistaðar á yfirgripsmeiri hátt eins og sjerstakar fræðigreinir, t. a. m. kristni- boðssagan, saga trúarlærdómanna, trú- arjátningarfræði (Symbolik), hin kirkju- lega fornfræði (Archæologi), o. s. frv. En til þessa má svara: að þar eð þetta rit meðfram er ætlað til þess, að vera kennslubók fyrir stúdenta á prestaskól- anum, þá gefst kennaranum tækifæri til að fræða lærisveinana um þessi at- riði í hinni munnlegu tilsögn í kennslu- tímunum, og að því er aðra lesendur bókarinnar snertir, þá er höfundinum innanhandar, ef honum svo lízt, að til færa þessi atriði aptan við kirkjusög- una í eptirmála. í yfirlitinu yfir helztu kirkjusögurit að fornu og nýju (§ 4.) finnst oss, að geta hefði átt meðal kirkjusöguritara á 18. öld hins nafn- fræga guðfræðings J. L. Mosheim í Göttingen ý 1755, sem segja má um, að gjört hafi tímaskipti í niðurskipun og meðferð á kirkjusögunni, og þess- vegna er talinn að maklegleikum mesti kirkjusögusnillingur þeirra tíma, og sumir hafa jafnvel kallað hann „föður hinnar nýju kirkjusögu“. Aðalkirkju- sögurit hans: institutionum historiæ ecclesiasticæ antiquæ et recentioris libri IV, er og verður jafnan eitt hið fremsta snildarrit meðal kirkjusögurita. Vjer orðlengjum ekki framar um þetta fyrsta hepti í einstökum atriðum, en lýsum því áliti voru um það yfir- höfuð, að það sje trygging fyrir því, að kirkjusaga herra H. Hálfdánarson- ar muni verða íslenzkum bókmenntum til mikils sóma. Áframhaldsins biðum vjer því með eptirvæntingu og tilhlökk- un, og óskum þess, að höfundinum gefist tækifæri til, að geta lagt ritið allt sem fyrst fyrir almennings sjónir. Á landa vora, sem eru hneigðir fyrir sögulegan fróðleik, skorum vjer, að þeir láti sjer umhugað um, að útvega sjer og lesa vandlega þetta sögurit, sem flytur þeim lífssögu kristilegrar kirkju, þá sögu, sem er lifæð og kjarni mann- kynssögunnar. S. M. Aðsent. (Frá frú Th. Melsted). Skólastúlkur í Reykjavíkur kvenna- skóla veturinn 1882—83. (Niðurlag frá bls. 19). Jafnframt framanskrifuðu stúlknatali bið jeg hinn heiðraða ritstjóra Isafoldar að taka í blaðið eptirfylgjandi athugasemdir, sem jeg verð að gjöra út af viðbæti þeim, er hann setti aptan við grein mína um kvenna- skólann í Isafold 31. jan. þ. á. Meðal ann- ars segir ritstjórinn : «1 brjefi nefndarinnar 27. sept. 1881, kveðsthún að eins afsala sjer fyrir skólans hönd styrk, sem búið var að veita úr jafnaðarsjdðunum, að svo miklu leyti, sem hann væri bundinn skilyrðum, er nefndinni þætti óaðgengileg fyrir stofnun- ina». En brjef nefndarinnar, sem ritstjór- inn vitnar til, sem er ritað á dönsku, og jeg hef handa í millum, segir með berum orð- um: »At Komitéen har besluttet(\) at fort- s«fíeKvindeskolensHri/í(!), uden at ty til den Understöttelse af Landskassen, som Finants- loven stiller i Udsigt». Og litlu síðar í brjefinu : «at Komitéen giver Afkald paa den bevilgede Understöttelse frá Sönderamtets og Vesteramtets Kepartitions Fond», Nefndin afsegir þannig ekki »að einsn að þiggja styrk af jafnaðarsjóðum, S. og V. amtsins, held- ur og einnig þann styrk, sem af landssjdðn- um gat fengizt. þegar nú kvennaskólinn með talBverðri fyrirhöfn var kominn svo vel á veg, að hn.nn í öllu verulegu var orðinn opinber stofn- un — og það mátti heita rnikil framför — þá er það alveg óskiljanlegt, að nokkrum manni skyldi geta komið sú endaleysa til hugar: að það væri ísjárvert, að láta skól- ann framvegis njóta styrks af opinberum sjóði, og standa undir amtsráðinu, enda þótt nefndin sjálf yrði að vera amtsráðinu undirgefin. Hið sanna er, að nefndin — hún veit sjálf af hvaða ástæðum — brást þá algjörlega, eða gleymdi algjörlega mál-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.