Ísafold - 28.05.1883, Blaðsíða 3

Ísafold - 28.05.1883, Blaðsíða 3
43 fái orðið það ofurefli, er menn flýji fyrir, hver sem getur. þetta væri óskandi að allir, en sjer í lagi hinir háttvirtu alþingismenn vorir vildu íhuga í tíma. Sitað í aprílmánuði 1883. Hreppsnefndarmaður. Mannalát. I blaðinu Norðanfara er getið hins minnilega sorgartilfellis, sem skeði að kveldi hins 7. júní seinastl., er þeir drukkn- uðn í Blöndu merkisbændurnir Hannes sál. Gíslason frá Bjósum í Svartárdal og Hannes Bjömsson frá Ljótshólum í Svína- dal. það er mjög líklegt, að einhver verði til þess, að lýsa í blöðunum helztu lífsatriðum hins fyrnefnda, því líf hans sannarlega verðskuldaði það, þar hann var sannur merkismaður og hafði nú um undanfarin ár stundað lækningar í hjer- aði sínu með góðri heppni. Hinn síðar- nefndi, Hannes sál Björnsson var tæpra 44 ára, þá hann ljezt og hafði hann alið allan sinn aldur í Svínavatnshreppi. For- eldrar hans voru merkishjónin Björn Hannesson (sem enn lifir og var hjá syni sínum) og Sólrún þórðardóttir og bjuggu þau hjón allan sinn búskap í Svínavatns- hreppi, fyrst á Kárastöðum og síðan á Bútsstöðum. Hannes sál. fór frá föður sínum vorið 1863 og byrjaði þá búskap á Ljótshólum og keypti þá jörð litlu síðar og bjó þar til dauðadags. Sama haust eða 1863 gekk hann að eiga heitmey sína, jómfrú Guðbjörgu Pjetursdóttir frá Befs- stöðum og lifðu þau saman í ástúðlegu hjónabandi 19J ár. Hjónaband þeirra Blessaöi guð með 3 börnum og dóu 2 ung, 1 lifir, efnileg dóttir 8 ára. Hann- es sál. var með skynsömustu mönnum, en hafði í samanburði við það, sem nú er títt, notið heldur lítillar menntunar í ung- dæmi sínu, en var samt mesti smekkmað- ur, sem sýnir sig bezt í því, hvernig hann bætti ábýlisjörð sína, bæði með haglegri húsagjörð og jarðabótum; því þetta hvort tveggja lýsir bæði fegurðartilfinning og vandvirkni samfara hagsýni. Hannes sál. var að upplagi glaðlyndur og mátti svo heita, að hann lífgaði alla, sem nutu hans návistar, því í gamanræðum var hann sjerlega orðheppinn, og skorti hann þá aldrei siðsamleg og vel valin gamanyrði. I allri framgöngu var hann hið mesta prúðmenni, kom jafnan fram gætinn og stilltur með blíðu viðmóti, en gat verið al- varlegur og einbeittur, ef hann sá það við eiga. Yorið 1880 var hann kosinn í hreppsnefndina og gegndi hann þeim störf- um eins og öðru, sem honum var falið á heudur, með greind og gætni. í orðsins fyllstu merkingu var Hannes sál. einhver sá bezti drengur og í lífi sínu gætti hann þeirrar aðalreglu, að reynast sjer og öðr- um hinn uppbyggilegasti maður. J. þ. þann 6. desember f. á. andaðist að Fremri-Hundadal í Dalasýslu óðalsbónd- inn Eisteinn Halldórsson, eptir 7 vikna þjáningarfulla sjúkdómlegu, á 56. aldurs- ári. Hann var fæddur á Alptaá í Mýra- sýslu, • en fluttist nngur með móður sinni að Grjóti i þverárhlíð, ólst upp og gipt- ist í sömu sveit eptirlifandi ekkju sinni, Hallgerði Jónsdóttur; bjuggu þau hjón mörg ár góðu búi á Arnbjargarlæk í f>ver- árhlíð, varð þeim 6 barna auðið, af hverj- um 3 efnilegar dætur eru á lífi. Eisteinn sálugi var ágætur fjelagsmaður, gestrisinn og hjálparfús við alla, er hans leituðu og átti í því fáa sína líka, umhyggjusamur og ástrikur ektamaki og faðir, og af öll- um,- er hann þekktu virtur og elskaður, og er því sárt saknaður af skildum og vanda- lausum. 30. jan. þ. á. andaðist að Brekkukoti í þ>ingi í Húnavatnssýslu Tómas járn- smiður Jónsson. Hann var fæddur 28. nóv. 1817; nokkru eptir tvítugt fór hann norður á Akureyri og lærði þar járnsmíði hjá Benidikt þ>orsteinssyni, og varð hann mjög vel að sjer í því, enda kostaði hannjafnan að vanda sem mest allt, sem hann gjörði; leit hann við smíðar sínar, eins og annað er hann ljet eptir sig liggja, eigi svo mjög á það hvort hann fengi fyrirhöfn sína við verkið að fullu borgað, sem á hitt, að það væri svo trúlega og vandlega gjört, að það yrði honum til sóma hvar sem það kæmifram. Hann kvongaðist 1854 eptirlifandi ekkju sinni Guðrúnu Jóns- dóttir; hann hafði lengst af fyrir ómegð mikilli að sjá, og ávallt var hann fá- tækur; var honum það því tilfinnan- legra, sem hann var svo gjörður, að hann vildi láta sjer farast allt rausnar- lega. Abýlisjörð sína, sem er þjóðeign, bætti hann stórum með þúfnasljettun og vatnsveitingum; voru jarðabætur hans eins og annað gjörðar með mestu vandvirkni. í banalegu sinni, er nam fullu missiri, bar hann þjáningar sínar með sama þolgæði og undirgefni undir guðs vilja, eins og annað mótlæti, er honum bar að höndum í lífina. Meðal þeirra mörgu efnilegu ungu manna, er mislingarnir og afleiðingar þeirra kipptu burtu næstl. sumar, var^ yngismaður JÓN DANJELSSON frá þ>óroddsstöðum í Hrútafirði, og óvíða mun missirinn hafa orðið vandamönn- um jafntilfinnanlegur, því hann var hið eina, er eptir lifði af fjölda mörgum börnum ellimóðra foreldra, hinna góð- kunnu hjóna á jþóroddsstöðum, Danjels dannebrogsmanns Jónssonar og konu hans. Jón heitinn var fæddur 16. ág. 1861 j hann ólst upp í foreldrahúsum og hafði þar í stöðuga dvöl þangað til haustið 1881,! að hann fór suður til Reykjavíkur og! dvaldi þar við bóknám um veturinn ; I var hann einkum að búa sig undir að | gefa sig að verzlun; eptir að hann var| staðinn upp úr mislingunum í fyrra vor, j lagði hann á stað heimleiðis, en á Hey- i nesi á Akranesi sló honum niður apt- ur, og þar andaðist hann 14. júlí f. á. Jón heitinn var sjerlega stilltur, góð- viljaður og vandaður piltur, og allir, sem þekktu hann, áttu þar að sjá á bak góðu mannsefni. Hinn 27. nóvemb. f. á. andaðist merk- ismaðurinn Krisján Ólafsson Thorlacius bóndi á Fremri-Hvestu í Barðastrandar- sýslu. Hann var bróðursonur Arna riddara Thorlacius í Stykkishólmi og bróðir Ólafs hreppstjóra Thorlacius frá Dufansdal sem ljest í Reykjavík 1879. Kristján sál. var kvæntur Kristínu Guð- brandsdóttur kammerráðs Johnsens frá Feigsdal. Hann lætur eptir sig 6 börn. í mörg ár var hann hreppstjóri og sáttasemjari í Dalahrepp, hann var 55 ára gamall, búhöldur góður og val- menni. Veðuráttufar i Reykjavík í marzmánuði. Fyrstu daga mánaðarins var veður hvasst með mikilli úrkomu og lá útsynn- ingur undir, en síðan var veður óvenju- lega stillt og blítt allt til páska, er gjörði norðanveður opt með miklum gaddi og ofsa og einkum gjörði hjer aftaka rok með blindbil h. 30. I þessum mánuði hefur það viljað til, sem aldrei í mörg ár hefur að borið, að loptþyngdarmælirinn komst (h. 6.) upp fyrir 31 (31 enskir þumlungar eru = 39, 1045 Parísar-þuml.) og á mínum mæli, sem er enzkt aneroid- barometer gat vísirinn eigi komizt hærra. Loptþyngdarmæhrinn hefur yfir höfuð stað- ið óvenjulega hátt allan mánuðinn. 1. hvass á landsunnan með rigningu, gekk síðar til útsuðurs; 2. 3. sunnan út- sunnan með hryðjum, opt rokhvass; 4. útsunnan með bil um morguninn, hvass síðari part dags; 5. vestan útnorðan hvass; síðar lygn; 6. 7. 8. logn opt með svartri þoku; 9. hægur á útnorðan; 10. logn, fagurt veður, síðari part dags svört þoka; 11. logn, þoka; 12. hægur á útsunnan með nokkurri snjókomu; 13.—16. logn, bjart veður; 17.—20, hægur á austan, bjart og fagurt veður; 21.—23. logn, fag- urt veður; 24. logn, síðan útnorðan nokk- uð hvass með brimróti; 25. 26. hvass á norðan; 27. rokhvass á landnorðan með blindbil allan daginn; 28. hvass á norð- an með skafrenningi; 29. rokhvass á norðan með blindbil allan síðari part dags; 30. ofsaveður á norðan með blindbil; 31. útnorðan, vægari, með brimróti. Hitamælir hæstur (um hádegi) 1. 3. 20. 22. 23. 24.............+ 5° B Hitamælir lægstur (um hádegi) 26. 30 -s- 6° — Meðaltal á hádegi .....+ 1,4 — —- - nóttu.............= 1<>,8— Mestur kuldi á nóttu (aðfaran. h. 27.) — 9° — Loptþyngdarmælir hæstur h. 6. 31 —»— lægsturh. 30. 28,5 Að meðaltali................30,1 Rvílc */4—83. J. Jónasscn.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.