Ísafold - 01.08.1883, Qupperneq 3
67
sje að koma hjer upp slíkri stofnun, sem
mundi gjöra oss miklu sjálfstæðari en vjer
erum nú í þessu efni. En að nota alþingis-
húsið til þess, ætti ekki að vera nema í hæsta
lagi rjett til bráðabirgða ; það verður að
byggjahús sjer á parti til þess. Reykjavík-
urbær hefir komið upp ágætri steinbyggingu
fyrir barnaskóla; en allt landið lætur sjer
nægja grautfúinn grindahjall fyrir latfnu-
skóla, og aurinn á Skildinganesmelum fyrir
háskóla !
"Vjer vitum raunar vel, að þetta mál muni
eiga eins langt í land og annað hjá oss, og
ekki fást fyr en eptir hart stríð og langa
þraut, þökk sje stjórnarköppunum og Dön-
um ; en langt strlð hefir -opt endað með sigri
þeirn til handa, sem margir sízt ætluðu.
Hörður.
Jón Ándrjesson Hjaltalín 4. sept.
19. des. 1882, og; 2. marz 1888. —
Herra ritstjóri! — Blað yðar varð svo greið
ugt 23. apríl þ. á., við Jón skólastjóra á
Möðruvöllum, að færa lesendum sínum
skýrslu hans, dags. 2. marz s. á., um það,
hvaðhinnalkunnibrjefkafli hans frá 4. sept.
1882, ætti eiginlega að þýða. Eptir þessari
skýrslu á bréfið, sem kafiinn stóð í, að hafa
verið lýsing á búskap höfundarins, síðan hann
kom til Islands, og hefir verið búlaus mað-
ur á Möðruvöllum. Haun kveðst hafa sagt,
meðal annars í brjefinu, að þó árferðið síðan
hefði verið illt, þá hefði það þó ekki verið
verra að tiltölu en opt væri í mörgum öðr-
um löndum(!), og þegar hann skrásetti þessi
orð, sem jeg hefi auðkennt, þá hafi hann
einkum haft í huga 3 árin af þeim 9 er hann
var í Skotlandi (!!).
Hinn umræddi brjefkafli er svo ljós, að
enginn skynsamlegur vegur er til að skilja
hann á þann hátt er hjer er beut til; og
engum ógöldruðum lesara mundi unnt að
geta sjer til, af efni brjefkaflans, að nokkur
slíkur hlutur sem hjer er skýrt frá hefði get-
að verið í huga höfundar 4. sept. 1882—
en það sjest glögglega að höfundi hefir dott-
iðíhug 19. desember að ganga svo fráfrum-
ritinu frá 4. sept. að reynandi væri á síðan,
þegar frá liði, að koma fram með slíka skýrslu
sem nú er hjer umtalsmál.
Hið sanna í þessu máli verður auðsæjast
með því að færa hjer til: —
1., frumritið frá4. sept. 1882.
2., orðrjetta þýðingu þess.
3., þýðingu Hjaltalíns í Er'óða, 19.
des. 1882,
ogsýna 4., hvernig Isafoldar skýrslan styðst
við þessa þýðingu, en ekki við frumritið.
1. Frumrit: —• »Many things have been
getting scant, such as coffee and sugar.
There is, however, no actual distress or fa-
mine about these parts. Although the
seasons have been severe, I must admit
that there i s no more failure of harvest
than in many other countries. The fishing
has been tolerably good«.
2. Orðrjett þýðing : — »Margir hlutir
hafa verið að ganga til þurðar svo sem kafli
og sykur. það er samt sem áður engin eig-
inleg neyð eða hungur um þessar hálfur«.
[Jeg þýði orðin eins og lesarar verða að
þýða þau, sem ekki vita, hvaða takmörkun
höfundur vill leggja í þau. Eins og þau
standa geta þau þýtt allt land (sbr. lat. þn
hisce partibus’). Höfundur telur að sig sje
ekki að saka um það, að þau eigi ekki við
annað en Eyjafjörð. Jeg tel þvert á móti,
að engan sje að saka um ónákvæmni þeirra
nema iiöfundinn sjálfan. — E. M.] »þó
hart hafi verið í ári, verð jeg að játa, að það
ER enginn meiri uppskerubrestur en í öðr-
um löndum. Fiskiafli hefir verið þolanlega
góður*.
3. Hjaltalíns þýðing : — »A mörgu hefir
orðið skortur, svo sem kafíi og sykri. En
samt sem áður er engin veruleg hungurs-
neyð eða hallæri hjer um sveitir. |>ó hart
hafi verið í ári, þá verð jeg að játa að upp-
skeru-brestur hefir ekki að sínu leyti
verið meiri hjer en o pt er í mörgum öðr-
um löndum. Fiskiafli hefir verið þolanlega
góður«.
4. Nú sjest glögglega hvernig Isafoldar-
skýrslan 2. marz er tilkomin. Frumritið seg-
ir: það er enginn meiri uppskerubrestur,
o. s. frv. þetta er getur við engan annan
tíma átt en árið 1882. Frumritið sannar
eins glögglega eins og 2 og 2 eru 4, að það er
allsendis ósatt, að höfundur sje að bera sam-
an árferði alls tímans, síðan hann kom til
íslands, við þrjú ár af þeim níu er hann var
í Skotlandi. Enn þegar höfundur var bú
inn (19. des.) að rangfæra orð sín : — »upp-
skerubrestur er engu meiri o. s. frv.«, og
búa til úr þeim : — »Eppskerubrestur hefir
ekki að sínu leyti verið meiri en opt er o. s
frv.«, þá þótti honum leggjandi út í að treysta
athugaleysi ritstjóra Isafoldar, og eptirlits-
leysi almennings, og koma fram með skýrslu
sína, sem frumritið sannar sje skrök eitt,
stutt á rangfærandi þýðingu. það eru
orð þessarrar rangfærslu, sem Hjaltalín
segist örugglega standa við. |>að eru hin
sömu orð er hann þakkar Guði fyrir að
sjeu sönn. Skýrslan sannar glögglega, að
hann stendur ekki við orð sín, og má hann
bezt vita hvað til ber.
I eptir-grein við þessa óheppilegu og
ekki alskostar ráðvöndu skýrslu kemur höf-
undur að merg málsins: kveðst vera
»miklu hræddari við hungursneyð að vetri
komandi (enn við hvað ?), ef illa árar«.
Greindir menn og gætnir voru í engum
vafa um það á Islandi í fyrra, um það leyti
Hjaltalín skrifaði, að brodds þeirrar neyðar
er árferðið 1882 steypti yfir mikinn hluta
lands, myndi kenna sárast að vetrarlagi
þessa árs sem nú líður, hvemig sem draði.
Enda virðist ekki þurfa að skoða lengi hug
sinn um slíkt, þegar björg og bjargarandvirði
sem mikill hluti landsmanna á að lifa af
ár, er eydd frá 18 og allt að 50 af hundr-
aði. Yiðbótin »ef illa árar« þýðir nú víst ekki
það eiginlega að engin hungursneyð verði
ef vel æri, heldur það, að ef illa æri fái
hræðsla höfundarins enn alvarlegri stað-
festing. Eg segi þetta, óhræddur um and-
mæli frá Möðruvöllum, því brjef sent það
an til Bretlands 1882 ber þss bezt vitni,
hvernig fólkinu þar leizt á árið, og búhag
manna »þar um sveitir«, þegar þau voru
ekki ætluð til að leiðbeina Bretum opin-
berlega hjer í samskotamálinu. Ef nú
skyldi verða hungursneyð, »þá verða þær
gjafir að litlu gagni, er nú eru upp jetnar«,
segir Hjaltalín, og þetta, einkum ef »litlu«
er breytt í »engu«, er óneitanlega satt, að
því leyti, að menn og skepnur deyja heldur,
enn jeta það upp aptur sem einu sinni er
jetið upp. Enn að öllu öðru leyti getur
víst verið vafi um sannleika þessara spek
ings orða. Um það er þó óþarfi að þrátta
við Hjaltalín sem stendur; með tímanum
fást þeim gild og óræk svör.
Eg get ekki lokið svo máli, að eg ekki
bendi mönnum á það, að frágangur Jóns
Hjaltalín áþýðingunni ábrjefi Guðbrandar í
Fróða er næsta óhreinn og óáreiðanlegur. Til
að komast hjá langmæli færi eg til að eins
eitt dæmi. Guðbrandur segir um sig
og niðursetningsstolpuna : — »in winter we
would gather Iceland moss together, or sit
at home capping verses«. Orðrjett: »á vetr-
um vorum við vön að tína fjallagrös bæði
sarnan, þ. e. fara á grasa fjall eða sitja Jieima
og kveðast á«. Hjer verður ekki á því
villzt, að það er sett hvað á móti öðru í
hugsuninni: við vorum að heiman að grasa-
safni eða heima að kveðast á. þetta sá nú
Hjaltalín var lygasaga; fer að klóra yfir
hana og ætlar að verða fínn, sem honum
er ekki lagið, og þýðir svo Guðbrand þannig:
— »A veturnar sátum við að tína grös« o. s.
frv., þ. e. að hreinsa þau. Nú veit Jón vel
að enska sögnin gather hefir aldrei þessa
þýðingu í neinum samböndum; hann veit
vel, að Guðbrandur er ekki það málflón, að
vit ekki þetta, sbr. skýringu hans á tína
( = hreinsa) to pick, sem er rjett, í Cleasbýs
orðbók.
þetta, sem hjer er ofan af fiett, er nú
ekki fallegt á svipinn, sízt er þess er gætt,
að höfundurinn á að vera menntari ungra
sálna!
Cambridge, 6. júlí 1883. Eiríkur Magnússon.
Ub bbjefi úe Mýrasýslu. |>að munu
margir hafa glaðst af því þegar stjórnin við-
urkenndi ræktarsemi Eiríks meistara Magn-
ússonar í Cambridge við naustadda landa
sína með því að sæma hann nafnbót. En
því er miður, að enginn virðist hafa orðið
til að benda stjórninni á ýmsa menn, er hún
getur ekki þekkt, en sem sannarlega hafa í
harðæri því, er dunið hefir yfir landið hin
síðustu ár, hjálpað í kringum sig svo stór-
vægilega, að þeir ættu opinbera viðurkenn-
ing skilda fyrir það. Slíkir menn eru án
efa margir, um allt land, en jeg vil hjer
nefna til dæmis tvo hjer í sýslu. porbjörn
Sigurðsson á Helgavatni ljet úti vorið 1882
við ýmsa bændur, er í heyþrot komust, 100
hesta af heyi, en tók auk þess skepnur á
fóður til sín ; hann hjálpaði bjargþrota mönn-
um um 24 vættir af mat, en ber þó sjálfur
undir helming allra aukaútsvara í hrepp sín-
um. þessu líkt hefir hann þráfaldlega áð-
ur hjálpað alla sína löngu bíiskapartíð; sjálf-
ur hefir hann verið fyrirmynd annara í at-
orku, ráðdeild og siðprýði. Hann er 76 ára
og hefir búið í 51 ár og með atorku og ráð-
deild aflað sjer auðsþess, er hann aptur hef-
ir hjálpað með svo drengilega. porbjörn
Olafsson á Steinum er þar annar mesti
bjargvættur. Hvar sem einhver á bágt á
einhvern hátt, þar í grend, þá líður aldrei á
löngu að þorbjörn sje kominn þar með ráð
og liðveizlu. Hann hefir þessi ár hjálpað á
svo margan hátt og svo stórkostlega, að
þess munu fá dæmi, enda er hann höfðingi
í lund og hinn drenglyndasti maður. Gest-
risni hans er viðbrugðið.
I júní 1883. Bjettsýnn.
Frá alþingi.
. IV.
þessi 5 frumvörp, sem orðin eru að lög-
um frá alþingi síðan um daginn, eru:
5. Lög, er breyta tilskipun 5. sept. 1794
[skottulœkningalögin]: »Hver sá, sem hefir
um hönd lækningar, án þess að vera löggilt-
ur til læknisstarfa, og verður uppvfs að því,
að hafa gjört skaða með lækningatilraunum
sínum, skal, ef brot hans er ekki að öðru
leyti svo vaxið, að þyngri hegning liggi við
því að lögum, sæta sektum allt að 100 kr.
eða einföldu fangelsi allt að 4 mánuðum, og
þá brot er ítrekað, skal annaðhvort þessum
hegningum beitt, eður fangelsi við vatn og
bra,uð, ef mjög miklar sakir eru.
Akvarðanir 5. gr. í tilskipun um skottu-
lækningar 5. sept 1794 eru úr lögum numd-
ar«.
6. Lög um kosningu presta. Neðri deild
bætti aptan við frumvarpið svolátandi
10. gr.: »Lausn frá prestsembættum veitist
eptir sömu reglum og hingað til«; og breytti
9. gr. svo, að hún er nú þannig orðuð:
»Ekki er kosning sóknarmanna gild, nema
biskup staðfesti hana og gefi hinum kosna
köllunarbrjef. Nú synjar biskup um staðfest-
ing á kosningu, og hafa sóknarmenn rjett á
að kjósa að nýju. Synjibiskup í annað sinn um
staðfestingu, kjósa þeir enn aðnýju; ensynji
hann þriðja í sinni, og hafi sami maður hlot-