Ísafold - 08.08.1883, Blaðsíða 1

Ísafold - 08.08.1883, Blaðsíða 1
Árgangurinn, 32 blöð, kostar 3 kr. innanlands, en í Danm., Svíþjóð og Norvegi um 3^ kr., i óöiuui löndum 4 kr. Borgist í júlím. innanlands, erlendis fyrir fram. ISAFOLD. Auglýsingar kosta þett hver- lína : aur> Jmeð meginletri ..10 (með smáletri.... 8 Jmeð meginletri... 15 \með smáletri...12 X 18. Reykjavík, miðvikudaginn 8. águstmán. 1883. 69. Innlendar frjettir. Um búfræóinga og búnað- arskóla 70. Hinn nafnfrægi hugvekjusafnsstyrkur. 71. Frá alþingi V. 72. Hitt og þetta. Auglýsingar. Skrifstofa ísafoldar er í isaíoldarprentsmið- ju, við Bakarastiginn, 1. sal. Afgreiðslustofa ísafoldar er á sama staó. Afgreiðsiust. ísafoldarprentsmið u er á s. st. Alþingisfundir í neori deild að jafnaði hvern rúm- helgan dag á hádegi, ög í efri deild kl. I e. m. Brauð laust: Árnes 4/8 811. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. 1 — 2. Iðnaðarsýning í Rvík opin . hvern dag kl. 4—6. íþökubókasafn opið hvern |)rd. og ld. 2—3. Landsbókasafnið opið hvern md., mvd. og Id. 12 — 3. Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd. og ld. 4 — 5. Reykjavík 8. ágúst. Alþingismál nú orðin 84. Ellefu frumvörp orðin að lögum frá alþingi; níu felld; fimm tekin aptur. TVeir fundir í neðri deild á hverjum degi nú orðið. Eundir til undirbúnings alþingismálum í hjeraði voru haldnir í vor í júnímánuði í öll- um kjördæmum landsins nema höfuðstaðn- um (Eeykjavík), Mýrasýslu, ísafjarðarsýslu, Strandasýslu og Vesturskaptafellssýslu. þetta er það helzta, er upp var borið á þessum fundum, lauslega frá sagt: Stjórnarskrárendurskoðunarmálinu var hreyft í Dalasýslu, Skagaf., báðum kjördæm- um þingeyinga og í Austurskaptafellssýslu. Dalamenu vildu að alþingi undirbyggi í sum- ar þær stjórnarskrárbreytingar, er lytu að því að gera alla stjórn sjerstakra málefna fyrir ísland með öllu óháða danskri ráðgjafastjórn og dönsku ríkisþingi. Skagfirðingar sömul., að stjórnarskráin væri tekin til umræðu í sumar, og lagaðir þeir gallar er á henni eru, þannig, að ráðgjafinn hafi fulla ábyrgð á gjörðum sínum fyrir alþingi, að alþingi hafi fullt forræði fjár þess, er veitt er til hinnar æðstu innlendu stjórnar, sem á öðru lands- fje, og að þingmenri sjeu allir þjóðkjörnir. Éundur Austurskaptfellinga var eindregið á því, að alþingi fengi sem fyrst í lög leitt breyt- ingar á stjórnarskránni. Sömuleiðis Norð- urþingeyingar, og vildu hafa þær í sömu stefnu og stjórnarskrárnefndin gerði á síðasta þingi. En langrækilegast var í þetta mál farið á almennum og fjölsóttum kjördæmis- fundi Suðurþingeyinga að Ljósavatni 8. júní; fundarstjóri Jón forseti Sigurðsson á Gaut- löndum. þessi fundur »óskaði einhuga, að alþingi undirbúi á þessu sumri breytingar á stjórnarskránni með því að sjá um, að aukaþing verði stofnað 1884 og með því að gera ákveðnar uppástungur til breyt- inganna. Samþykkti fundurinn í einu hljóði, að þær stjórnarskrárbreytingar væru: að hin æðsta stjórn landsins væri dregin inn í landið 'og látin bera fulla ábyrgð fyrir alþingi; að konungur hafi að eins frest- andi neitunarvald í löggjafarmálum ; að al- þingi sje haldið á hverju ári og þingmenn kosnir til tveggja ára ; að þingmenn sjeu allir þjóðkjörnir, 12 í efri deild og 24 í neðri deild; að landinu sje skipt í 12 kjördæmi til kosninga í efri deild og sjeu viðhafðar tvöfaldar kosningar, sömuleiðis 24 (kjör- dæmi) til kosninga í neðri deild og kosning- ar einfaldar; að alþingi hafi óskert fjárráð og rjett til að skipa nefndir milli þinga; að stjórnarherra Islands mæti í eigin persónu á alþingi og haldi þar svörum uppi fyrir stjórnarinnar hönd ; að æðsti dómur lands- ins sje í landinu sjálfu; að á sambandi þjóð- kirkjunnar við ríkið megi breytingar gera með lögum«. Kirkjumálið var og rætt ýtarlega á þess- um fundi, og niðurstaðan sú, að aðalskil- yrði fyrir viðureisn kirkjunnar sje aðskiln- aður ríkis og kirkju. En á meðan þetta er að komast í kring, verði þingið að halda áfram í sömu stefnu og áður, sem sje að fá konunglega staðfestingu á lögum um kosn- ingu presta, og að fá því til vegar komið, að biskupsembættið sje af numið og að prófastsembættum sje fækkað þannig að einn prófastur sje fyrir hvern fjórðung landsins. Fundur Norðurþingeyinga, á Skinnastöðum, ályktaði að skora á alþing að semja lög um almennan kirkjufund sum- arið 1884 til þess að semja frumvörp til undirbúnings undir alþingi um endurbætur á kirkjuskipun hjer á landi. A fundi Barð- strendinga á Stað á Reykjanesi var stungið upp á amtspróföstum, til þess að bæta úr vísitazíuleysi biskups, með því að »ekki hafi dulizt fyrir mönnum, að af vísitazíum biskupa hafi leitt gott hjer á landi bæði í andlegu og enda í líkamlegu tilliti#. Aust- urskaptfellingar vildu, að söfnuðirnir hefðu fullt atkvæði um kosningu presta sinna. Sömuleiðis Norðurþingeyingar og Rangvell- ingar, og Rangv. þar að auki að aukinn væri með lögum rjettur og vald safnaðatrna til að losa sig við óhæfa presta. Brauðaskipunarbreytingu var farið fram á í Austurskaptafellssýslu (Sandfell). Afnámi amtmannaembættanna var haldið fram á fundi Barðstrendinga, Skagfirðinga (»nú þegar«), Austurskaptfellinga (sett fjórð- ungsráð í stað amtsráðanna). Afnám umhoðsmanna fóru Skagfirðingar fram á; skyldi fela hreppsnefndum bygging- arráð og umsjón þjóðjarðanna, en sýslu- mönnum innheimtu á afgjöldum þeirra. (Meira næst). Um bufræðinga og búnaðarskóla. Sveinn búfræðingur Sveinsson, sem efa- laust er orðinn langbezt að sjer af öllum bú- fræðingum vorum og ber líklega að öðru leyti manna bezt skynbragð á búnaðarmál- efni vor í flestum greinum, sjer í lagi búnað- arskólamálið, hefir ritað í sumar og látið prenta til útbýtingar meðal alþingismanna mjög eptirtektaverða grein um það mál, með fyrirsögninni: nFátt er of vandlega hugaðn. Hann byrjar á því, að »menn kenni veð- urlaginu um allar vorar svaðilfarir; en jeg get eigi betur sjeð« segir hann, »en að það hafi eins mikið verið að kenna vankunnáttu, verzlunareinokun og vöntun á útsjón, en vorharðindin hafa svo rekið smiðshöggið á«. »A hinum tveimur síðustu öldum fórust hj er úr hungri um 30,000 manns. — Jeg geri ráð fyrir að rækta megi af Islandi £ part eða um 300 ferh.mílur. Nú eru tún og engjar að öllu meðtöldu um 25 ferh.mílur. Af dag- sláttunni fást að meðaltali um 4000 pd. af beyi í Norvegi og um 5000 pd. í Danmörku; hjer á Islandi þar á móti 10—1200 pd., en með rækt fornmanna 3000 pd. ; með góðri rækt fæst því þetta hjer á landi«. þar næst víkur hann að aðalefninu, bún- aðarskólastofnunarmálinu, og leiðir á nýjan leik rök að því, að það sje ekki einungis mesta heimska að stofna marga smáskóla, sýsluskóla; heldur einnig óþarfi og óheppi- legt, að stofna fjóra búnaðarskóla á landinu, sem menn nú hafi í hyggju, enda sjeu 100,000 kr., eða 25,000 handa hverjum skóla, langtum of lítið til þess, eigi skólarnir að verða að liði. Rönghugmynd, að svo mikill munur sje á veðurlagi og búnaðarháttum víðs vegar um land, að búfræðingar, sem læri að gagni í einum skóla á landinu, sjeu ekki brúkanlegir eptir á hvar sem er um landið; við hverju mætti þáannars búast af búfræð- ingum, er lært hafa eingöngu erlendis ? Einn- ig heimska, að ímynda sjer að skólarnir mundu leiða það gott af sjer, að fólk í ná- grenni við þá tækju upp háttu þeirra; slíkt votti ekki reynslan erlendis og svipað dæmi höfum vjer fyrir augum um kaupstaði og betri prestsetur; beri ekki mikið á að fólk á næstu bæjum taki upp eptir þeim hreinlæti og hí- býlaprýði. »Menn læra ekki svo í svip, þótt þeir komi snöggvast á bæ; allt sem maður lærir verður maður að hafa tamið sjer og unnið sjálfur«. þar á móti segist höf. hafa sjeð skipta um á heimilum, þegar stúlkur, sem hafa dvalið á kvennaskóla, hafa komið heim aptur. — Hið eina rjetta sje að hafa ekki nema einn búnaðarskóla eða í hæsta lagi tvo. Hitt sje að sundra kröptunum og láta sig sjáandi flæða á sama skerinu sem Norð- menn, í stað þess að vjer ættum að láta oss þeirra dæmi að varnaði verða. Hvað eigi að taka til bragðs, þegar smáskólarnir sjeu allir komnir á hausinn og dottnir úr sögunni, »sem þeir munu gera á næsta 10 ára tíma- bili ?«. Óráð sje líka að láta þar við lenda, að lána sveitarfjelögum eða ömtunum fje til að stofna búnaðarskóla og smeygja sjer svo hjá öllum vanda, eins og þing og stjórn sýnist ætla sjer. »Ofan á allt þetta bætist þó annað, sem er enn þýðingarmeira, og það er, að enginn af þeim búfrceðingum, sem lcert hafa á Stend og sem menn bera nú það traust til, að þeir geti verið kennarar á þessum skólum, duga til þess eða hafa neina þekkingu til þess að vera forstöðumenn og yfirkennarar, svo að nokkur mynd verði ú«. Fyrir þessum búfræðingunum að líkindum óþægilegu sannindum, sem höf. segir sjer hafi orðið á að draga í lengstu lög að verða fyrstur til að láta þá heyra, til greinir hann ýms rök. Segir það hafa verið sið á Stend, eins og í mörgum öðrum hinna norsku skóla í fyrstu, að fara yfir heilmikið, en kenna það ekki nema að nafninu til og að hálfu leyti, enda hafi kennarinn á Stend verið lítt mennt- aður, »svo að þeir sem einungis hafa lært

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.