Ísafold - 08.08.1883, Blaðsíða 4

Ísafold - 08.08.1883, Blaðsíða 4
ið er til útgjalda þeirra, sem greidd hafa ver- ið af þessum gjaldlið undanfarin ár«. Bptir þessari fjárhagasáætlun nefndarinn- arverður svo afgangurinn eptir fjárhagstíma- bilið 1884—1885 alls 6433 kr. 24 a. f>etta ágrip af fj árlagnefndarálitinu ber með sjer, hverjar af áður töldum fjárbænum (ísaf. X 15) nefndin hefir tekið til greina og hverjum hún hefir synjað um áheyrn. Bn hún hefir þar á ofan látið þessa áður ótalda beiðendur synjandi frá sjer fara: Jón JBreiðfjörð, er bað um endurgjald á 227 kr. fyrir kostnað í fjárkláðamálinu eptir skipun Jóns heitins ritara; SteinþórBjarnarson, erbaðum 400—500 kr. styrk til að fullkomast í steinsmíði; Ólaf stúdent Ólafsson, er bað um 600 kr. í ferðastyrk til að kynna sjer fiskirækt í út- löndum ; jporvald læknir Jónssorwá Isafirði, er bað um hálf laun 5. læknishjeraðs fyrir tímann frá 1. jan. 1879 til 1. júní 1881, og í annan stað um launaviðbót; Sira Kjartan Einarsson á Húsavík, er bað um 300 kr. uppbót á Húsavíkurbrauði á ári um fram það sem lög á kveða; Siglfirðinga, er báðu um styrk til barna- skóla á Siglufirði (skólinn eigi kominn á fót); Háyfirdómara Jón Pjetursson, er bað um 200 kr. til bókakaupa handa yfirrjettinum ; Sigurð Sigurðsson kennara er bað um 300 kr. styrk til að gefa út frakkneska málmynda lýsing ; Síra Magnús Jónsson í Laufási, er bað um 600 kr. styrk til að gefa út bók um bind- indi; H. Kr. Briðriksson yfirkennara, er bað um 1000 kr. næsta ár í ferðastyrk til útlanda. Framsögumaður í fjárlagamálinu er Hall- dór Kr. Priðriksson. |>eir Benidikt Sveinsson og Jón Ólafsson hafa borið upp svo látandi frumvarp til laga um farmgjald skipa : »Af öllum skipum, sem frá útlöndum koma og ætluð eru til að flytja vörur eða farþegja til landsins eða frá því, skal greiða 1 krónu af hverri smálest (Ton) í lestarúmi skipsins. Nú flytur skip póst, og skal þá dregið 1 smálestarrúm frá lestarúmi skipsins, nema sannað sje, að póst- sendingar skipti meiru rúmi í skipinu, þá skal það rúm frádraga. Gjald þetta skal skipstjóri geiða sýslumanni, bæjarfógeta eða umboðsmanni þeirra, þeim er rita skal á skjöl skipsins á höfn þeirri, er skipið kem- ur fyrst á. Komi skipið á fleiri hafnir í sömu ferð skal enga borgun greiða fyrir áteiknun skipaskjalanna, en bera skulu þau með sjer, að farmgjaldið hafi verið greitt. Gjaldið rennur í landssjóð að frádregnum 2 af hundraði til gjaldheimtumanns. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1884 og frá sama tíma skulu úr lögum numin þau ákvæði í 62. gr. aukatekjureglugjörðar 10. sept. 1830, er til slíkra skipa náðu«. Landbímaðarlaga-neindm í efri deild hefir klippt úr stjórnarfrumvarpinu allt nema 6. og 7. kapítula, er hún vill gera að lögum útaf fyrir sig og kalla »lög um bygging, ábúð og úttekt jarða« í 34 greinum en með ýmsum breytingum, viðaukum og úrnámi, líkt og nefndin í efri deild 1879 fór fram á enda skýrskotar hún ýtarlega til þess nefnd- arálits. Er svo að sjá sem efri deild ætli að fallast á tillögur nefndarinnar hjer um bil allar afdráttarlaust. Meiri hluti nefndar í lfrv .frá Magnúsi And- rjessyni um brú á Olvesá, fyrir 80000 kr. úr landsjóði, þeir Grímur Thomsen og H. Kr. Briðriksson, vildi fresta því fyrirtæki þangað til búið sje að glöggva sig á, hvar hin fyrir- hugaða brú eigi að vera á þjórsá, með því líkaaðekki sjeu nein tiltök að veita neina upphæð til þess af eyðslufje landsins, og að skerða viðlagasjóðinn með gjöf stríði á móti eðli hans sem arðberandi innstæðu, er ekki virðist leyfilegt að rýra nema í ýtrustu neyð eða nauðsyn eða fyrir eitthvert það augnamið, semaugljóslegaog beinlínis snertir i allt landið. Leggur þar á móti til, að brúa og ferjusmiður sje fenginn á kostnað land- sjóðs, helzt frá Yesturheimi, til þess hjer á staðnum að rannsaka málið ýtarlega, ákveða brúarstæðið yfir þjórsá, og jafnframt íhuga | vandlega, hvort ekki er tiltækilegt að koma dragferjum eðasvifferjum við yfirbáðarámar. jpyrfti þessi maður sjálfsagt að vera nákunn- ugur þeim vatnsföllum í Vesturheimi, sem ísgangur er í, en sem þó eru notaðar drag- ferjur á.—Bn minnihlutinn, Magnús And- rjesson, segir um svifferjurnar, að þær kosti stórfje, eptir áætlun Windfeld-Hansens 56 þús. kr. á báðar árnar, og verði þó að dómi hans ekki notaðar nema þegar áin er íslaus, þ. e. ekki þegar mest liggur á. Auk þess mundi, ef slíkar ferjur væru settar á árnar verða látið þar við sitja, ekki fyrir sakir kosta þeirra, heldur af því að þá mundi horft í nýjan kostnað. Böst brú á Ölfusá einni mundi gera Arnesingum allt, en Kang- vellingum og Vesturskaptfellingum liálft það gagn, er búast mætti við af brúm yfir báðar árnar. það mæli og með því, að taka ekki fyrst fyrir nema aðra brúna, að vjer höfum enga reynslu í þeim efnum, enda virðist einnig nóg með tilliti til kostnaðarins að taka fyrir aðra brúna í einu. Neðri d. hefir fellt frv. umhækkun á brenni- vínstollinum, en samþykkt í þess stað frv. um viðbót við toll á tóbaki og um að heimta eigi skatt af lausafje árin 1884 og 1885, frá Eiríki Briem, þess efnis, að gjalda skuli til ársloka 1885 í viðbót við toll þann, er nú hvílir á áfengum drykkjum, er fluttir eru til landsins, jfa af tjeðum tolli og f af tóbaks- tollinum, og að eigi skuli heimta lausafjár- skattinn á fjárhagstímabilinu 1884 og 1885. þeir Benidikt Sveinsson og Tryggvi Gunn- arsson hafa borið upp og fengið samþykkta í neðri deild þingsályktunar tillögu um að setja uefnd til að íhuga skipulag hins lœrða skóla í Keykjavík. Kosnir í þessa nefnd: Magnús Andrjesson, Benidikt Sveinsson, og Arnljótur Ólafsson. Bnnfremur samþykkt í neðri d. þingsálykt- unar tillaga frá H. Kr. Briðr. um að skora á ráðherra Islands að hlutast til um, að greiddar verði búi Dr. Jóns sál. Hjaltalíns þær 750 kr., sem enn eru ógreiddar af 1000 kr., sem honum voru veittar í viður- kenningar skyni í síðustu fjárl. í eitt skipti fyrir öll. Hitt og þetta. — Frá keisarakrýningunni Moskwa í vor er með- al annars sögð þessi saga : J>að var kvöldið sem hin mikla dansveizla stóð, í Kreml. Veizlufólkið var mestallt eintómir konungar og drottningar eða aðrir kórónaðir höfðingjar. Fjöldi hirðmeyja höfðu það starf að færa þetta fólk úr purpurakápunum og taka við af þeim veldisprotunum, kórónunum, ríkiseplunum og öðrum tignarmerkjum áður tekið væri til að dansa, með því að slíkt er ekki ti annars en byrðarauka og trafala þá. þ>ar var og í þessari göfugu sveit blámannakonungur einn. Hann lagði frá sjer eigi einungis kesju sína, boga og örv- ar, heldur færði sig úr öllum fötunum og hafði logs ekki annað eptir á kroppnam en hring í nef- inu og band yfir um brjóstið með orðu á. Meyj- arnar roðnuðu, sem lög gjöra ráð fyrir, og hljóð- uðu upp yfir sig; en hinn dökkvi jöfur skildi það svo sem þær væru að dást að fögru vaxtarlagi sínu og hneigðí sig fyrir þeim ljúfmannlega. Nú var kvaddur til túlkur og gerði hann konungi skiljan- legt, að honum mundi eigi stoða að vera svona fá- klæddur í danzveizlu keisara. Við þetta varð kon- ungur hinn æfasti, og ætlaði að stýfa höfuð frá bol á túlknum. Til allrar hamingju kom einn af stórfurstunum inn í því bili. Hann brá sjer til orðalaust og fór að tína á þann dökkva spjarirnar ' aptur. Hann ljet það svona vera. Gekk síðan inn í danssalinn, og/hagaði sjcr þar nokkurn veginn viðlíka siðsamlega og aðrir ílnir kórónuðu höfð- ! ingjar. Að öðru leyti segir þykja gott mannakjöt. sagan að honum muni Auglýsingar. /safold d að koma út ekki sjaldn- ar en á hverjum miðvikudegi um jing- tímann í sumar og fram til veturnótia. (þakkarávarp). þegar mislingarnir gengu hjer í fyrra vor, missti jeg úr þeim konu og barn og tvent annað af heimilis fólki mínu systur konu minnar og unnusta hennar; lá sjálfur í mislingunum hálfan mánuð og var vegra veikinda minna og annara á heimili mínu — það lögðust þar als 10 mjer alveg gagnslaus í 9 vikur. í þessum stöku bágindum mínum urðu ýmsir veglynd- ir menn til að rjetta mjer göfuga hjálpar- hönd. Nefni jeg þar til einkum frú Elínu, prestsekkju frá Vogsósum, sem, þótt mjer allsendis ókunnug, kom ótilkvödd á heimili mitt og aðstoðaði mig og mína í veikindun- um með einstökum mannkærleika og alúð. þar næst dómkirkjuprestur síra Hallgrímur Sveinsson, sem gaf mjer upp allt sem hann átti tilkall til út af greptun þessara fyr- nefndu 4 manna. Bnn fremur biskupinn, Dr. P. Pjetursson, sem gaf mjer bæði matvöru og peninga. Og að ógleymdum að endingu nágrönnum mínum og ýmsum kunningjum, sem hver fyrir sig hjálpuðu eptir megni. Ollum þessum mannvinum bið jeg Drottinn að umbuna eptir verðleikum. • Brekkukoti við Kvík, í júlí 1883. Guðmundur Magnússon. Bg fer á morgun austur í Kángárvalla- sýslu í þarfir Bornleifafjelagsins og verð í burtu um mánuð. Herra landfógeti A. Thorsteinson gerir svo vel að taka á móti þeim hlutum, er kynnu að koma til forn- gripasafnsins meðan jeg er í burtu, og geta menn samið við hann um verðið, þar sem því er að skipta; en Borngripasafnið gerir herra adjunkt Sigurður Sigurðarson svo vel að sýna fyrir mig á meðan á þeim tima, sem til er tekinn. Reykjavík 8. ágúst 1883. Sigurður Vigfússon. Til sölu á afgreiðslustofu Isafoldar: Gröndals Dýrafræði.................... 2:25 Gröndals Steinafræði ................. 1:80 Islandssaga þorkels Bjarnasonar...... 1:00 Ljóðmæli Gríms Thomsen ............... 1:00 Um sauðfjenað, eptir Guðm. Einarsson 0:90 U ndirstöðuatriði búf j árrækt arinnar, eptir sama........................ 0:50 Erlevs landafræði, önnur útgáfa....... 1:25 Um notkun manneldis í harðærum, ept- ir Dr. J. Hjaltalín (1878).......... 0:30 Efnilegur drengur komflrmeraður, sein lieíir lyst til að læra bókband, getur komizt að lijá undirskrifuðum undir eins. Reykjavík 3. ágúst 1883. Chr. Gemynthe. Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð í Ísaíöldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.