Ísafold - 08.08.1883, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.08.1883, Blaðsíða 2
70 þar, kunna ekki í bóklegri búfræði nema ein- tóman graut«. »Jeg þekkti þetta ekki neitt, þegar jeg dvaldi á Stend, því jeg hafði eng- an mælikvarða til að miða við; jeg fjekk vitnisburð á við þá beztu: ágætiseinkunn í öllum bóknámsgreinunum ; en slðan jeg hefi lært að þekkja hvað vísindi eru og hvað heimtað er hjá menntuðum mönnum, fekk jeg að sjá, hvaða sannindi voru í því að gefa slíka vitnisburði og hversu maður er dreg- inn á tálar á þann hátt. Vjer trúum venju- lega því, sem okkur er sagt til lofs, en ekki því þegar vjer erum lastaðir. Eöng hugmynd um eigin dugnað er svo seiglíft djöflakyn, að það verður ekki einu sinni út rekið með föstum og bænahaldi«. Höf. ber fyrir sig Smith landyrkjustjóra í Norvegi um það, að það hafi lengi viðgeng- izt í hinum norsku búnaðarskólum, að gefa þar ofgóðar einkunnir, þar ámeðal á Stend. Hafi hann gert sjer ferð þangað (að Stend) haustið 1880, en kennarar og prófdómendur snúið þegar við blaðinu og gefið langt um lakari einkunnir en tíðkazt hafði áður, rjett í það sinn; en fullt af ágætiseinkunnum bæði undan og eptir. »Sökum þessara á- gætu einkunna halda allir að þeir sjeu fjarskavel að sjer, enda hef jeg ekki talað við neinn búfræðing frá Stend, sem ekki hefir álitið sjálfan sig fyllilega færan íhvern sjó, þar á meðal fortakslaust til að vera yfirkennari á búnaðarskólum«. En það verði þeir alls ekki einu sinni fyrir það, þó þeir dvelji á eptir einn vetur eða part úr vetri við landbúnaðarháskólann í Danmórku; þar lesi þeir hvorki nje læri nokkurn hlut að gagni, þótt þeir hlýði á nokkra fyrirlestra, með því að hinn góði vitnisburður þeirra frá Stend valdi því, að þeir halda að sjer sje lít- illa ábóta vant, auk þess sem ábyrgð og að- hald vantar, er ekkert próf er öðrum þræði. »Sannleikurinn er sá, að búfræðingarnir frá Stend þurfa að lesa að minnsta kosti hálft annað ár við landbúnaðarháskóla til þess að geta tekið próf í fyrra partinum af búfræð- inni og 2-3 ár til þess að geta tekið próf í henni allri«. »Að halda að þessir drengir, frá skólanum í Stend sjeu færir um að vera leiðtogar þjóðarinnar í nokkurri sannri menntun, og að gera sig ánægðan með slíkt hálfverk sem grundvöll fyrir framförum bún- aðar hjer á landi, það er vissulega óþolandi fyrir hvern sem betur þekkir til«. Höf. segir hins vegar að þrátt fyrir allt þetta detti sjer ekki í hug að segja, að áminntir búfræðingar sjeu ekki nýtir til margs annars nje að þeir hafi ekki lært töluvert í verknaði á Stend. þeir sjeu góð- ir til að ferðast um og leiðbeina bændum, og til að standa fyrir fyrirmyndarbúum ; «en allsendis óhæfir til að vera yfirkennarar og leiðtogar nokkurra verulegra búnaðarskóla á voru landi þeirra er því nafni megi nefna. Allt þetta mun nú reynslan hafa sýnt mönn- um fram á og sannfært menn um svo sem að 10-20 árum liðnum«. Hvanneyri í Borgarfirði telur höf. bezt fallna jörð undir einn búnaðarskóla fyrir allt landið. þar megi gera tilraunir með flestallt, er að búnaði lýtur hjer á landi, jafnvel með varp, lax og silung; sje mesta heyskaparjörð og vel í sveit komið. Skóla- stofnun þar mundi kosta 50,000 kr.: jörðin hiis, gripir verkfæri o. s. frv. Búfræði og gagnfræði skyldi kend þar samhliða, bú- frœðin í fyrirrúmi; verkleg búfræði mest- megnis að sumrinu. Skólinn þarf að vera svo úr garði gerður, að ekki einungis óment- aðir eða líttmentaðir menn geti numið þar, heldur og að gagnfræðingum, stúdentum og jafnvel prestaskólamönnum þyki engin læging að nema þar búfræði, og væri það mikilsvert mjög til útbreiðslu búfrœðisment- unar um landið. »þegar menn hafa ekki neina innlendahú- fræðinga til þess að standa fyrir þessum skóla« segir höfundurinn, »þá hljóta menn að taka útlendinga fyrir kennara. Sumum kann að þykja þetta vandkvæði; en hjer liggur ekki neitt annað fyrir hendi. þetta hafa útlendingar mátt sætta sig við í fyrstu, og þetta getum við líka notast við ; þannig urðu Norðmenn að fara að með að fá sjer yfirkennara við búnaðarskólann í Asi, og einnig hinn fyrsta ríkisbúfræðing og líka suma af kennurunum við hina minni skóla«. Mundi oss hægt af fá slíkan mann frá Nor- vegi, og mundi hann ílendast hjer, ef hann fengi viðunarleg kjör; hann yrði að vera reyndur að dugnaði,og ekki nýskroppinn út úr skólanum. Gott að fá valda útlendinga inn ílandið, sjeu þeir notaðir með þessum hætti til að kenna oss. En ekki varlegt að leyfa þeim að eignast hjer jarðir takmarkalaust. Höfundurinn lýkur máli sínu á þessa leið : [Hver er árangurinn orðinn af vorri þúsund ára dvöl á Islandi? Hann er sá, að okkur hefir farið aptur en ekki fram, síðan í forn- öld. Landið er langtum eyðilegra og gefur minna af sjer en þá, og landsmenn eru fá- tækari í öllu tilliti. Hefðum vjer ekki svo mörg dæmi fyrir okkur frá öðrum þjóðum um hið gagnstæða, myndi það sýnast fullreynt, að landinu gæti ekki orðið framfara auðið. En vjer vitum ekki hvar fiskur liggur undir steini, og við kunnum ekki að brúka okkur rjettilega. Landið hefir hina sömu frjósemi og hin sömu náttúrugæði til að bera og í fornöld, og veðurlagið er eins; þess vegna getur það með tímanum komið til og gefið eins mikið og meira af sjer en í fornöld. þ>að sama er að segja um okkur sjálfa, að vjer stöndum ekkert á baki forfeðrum vor- um til lífs eða sálar; það er einungis van- brúkanin, som gerir mismuninn. Engin óhaininga, hverju nafni sem nefnast kann, hefir orðið okkur til jafnmikils tjóns og það, að sá áhugi og dugnaður, og það andans fjör, sem einkendi forfeður vora, slokknað útaf og fjell í dá. Hversu mikinn áhuga, kapp og fjör hafa ekki manndrápin, bardagarnir. knattleikarnir, hestavígin, sundæfingarnar og fleiri slíkar íþróttir vakið ? En einkum hefir fyrirkomulagi með gamla alþingi átt' mikinn þátt í þessu, þar sem allir helztu menn landsins mættust árlega og dvöldu saman 2—3 vikur, og hefir þar verið margt rætt fleira en pótitík, sem mest var áhugamál fyrir höfðingjana. Hvar finnast nú slíkir menn, sem hafa þann sið eins og Guðmundur ríki »að ganga að hverju húsi, sem á..b®num er«, þegar hann kemur heim úr ferðalagi, til að líta eptir, hvort allt fer ílagi? Hvar finnast nú slíkir menn, er vilja gefa 20 hundraða fyrir einn læk til áveit- inga, eins og Grímur kögur gerði? Hvar finnast nii þeir menn, er áskilji sjer að fá að setja á vetur hjá landsetum sínum, og svo þegar þeir ekki hlýðnast og eru orðnir bjargarlausir, lætur slátra niður nokkru af sínum gripum, til þess að komast ekki sjálf- ur í voða, þó hann hjálpi öðrum, eins og Ketill Blundur gerði? Hvar finnast nú þeir menn, er láta sjer svo annt um engjar, tún.- og úthaga, að þeir hlaði vörzlugarða, sem stundum eru yfir eina mílu á lengd, og sjást merki til enn í dag, eins og formnenn gerðu? En sögurnar geta um búnaðinn ein- ungis í hjáverkum og ekki öðruvísi. Jeg sje ekki eptir að bardagarnir og rnann- drápin lögðust af; en eg sje eptir því fjöri, kappi og áhuga, sem slokknaði rít með forn- aldarlífinu. En þessa kosti erhægtaðvekja upp aptur, ef menn læra að beita sjer rjetti- lega, eins og nágrannar vorir. Læri menn reglubundna vinnu á búnaðarskólunum, þá munu menn, er þeir.sjá ávexti'hennar, fá á- huga og ást á vinnunni, og læra þar með að hata og reka út djöfla letinnar og dáðleysis- ins. Og með því að læra áreiðanleg vísindi og sannindi, mun oss takast að kveða niður drauga og galdra, útilegumenn og huldufólk vanþekkingarinn, áhugaleysisins og heimsk- unnar. Nii á tímum notum vjer ef til vill tæpan þriðjung af vorum líkamlegu kröpt- um, og hjer um bil einn tíunda part af vor- um andlegu kröptum á móts við aðrarþjóð- ir ; þess vegna kunna svo fáir að ábyrgjast sjálfa sig hjer á landi; þess vegna erum vjer nú að hálfu leyti komnir á hrepp Norðurálf- unnar ; þess vegna verða nú allir okkur »of- jarlar«, og það enda líka Eæreyingar, ekki meiri garpar en þeir þó eru». Hinn nafnfrægi hugvekjusafns- styrkur. Um þetta mál hefir biskup- inn beðið ísafold fyrir svo látandi grein: Út af því, að ritstjóri Isafoldar hefir í blaði sínu gefið í skyn, að amtmaður Thor- berg, en ekki yfirborgstjóri H. Finsen hafi veitt styrk til að gefa út hið nýprentaða hug- vekjusafn og dróttar því að amtmanninum, að hann hafi veitt þenna styrk af hlutdrægni og sakir tengda við mig, skal jeg geta þess, að mjer er það kunnugt, að amtmaður Thor- berg bar þetta mál undir hinn þáverandi landshöfðingja, og með hans fullu samþykki og eptir fyrirmælum hans er þessi styrkur veittur (líklega af því að honum þykir fróð- leikur í guðsorði og trúir því, að ótti drottins sje upphaf vizkunnar). Aðaltilgangur minn með að sækja um styrk til að gefa út þetta hugvekjusafn var sá, að geta selt bókina með svo vægu verði, að sem flestir gætu eign- ast hana, og munu fæstar bækur prentaðar hjer á landi eptir arkatölunni vera jafnódýr- ar og þessi. Jeg get enn ekki sagt, hve hár kostnaðurinn muni verða, en prentunarreikn- ingurinn úr Isafoldarprentsmiðju er, auk prófarkalesturs, að upphæð 1011 kr. 98 a.; bandið hleypur um 550 kr., og er enn þá ó- taldar um umbúðir, flutningur út um landið og sölulaun til útsölumannanna. það er því hætt við, að þess verði langt að bíða að kostnaðurinn vinnist upp; því ætíð má búast við nokkrum vanskilum; en verði nokkur af- gangur, get jeg ekki sjeð, að það sje vítavert að ánafna hannprestsekknasjóðnum, úr því höfundarnir hafa leyft það, eða að það sje betra að stinga honum í sinn eigin vasa. Mjer virðist hið opinbera eiga að fara mest eptir því, í fjárveitingu, hvort eitthvert fyr- irtæki er þarflegt eða ekki, en síður eptir efnahag beiðandans; en um þetta er hinn

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.