Ísafold - 08.08.1883, Blaðsíða 3

Ísafold - 08.08.1883, Blaðsíða 3
71 heiðraði ritstjóri ísafoldar mjer naumast samdóma, því annars talaði hann ekki svo mikið um auðlegð mína. Jeg er ekki sá auð- maðursem hann víst heldur—»margurhygg- ur auð í annars garði«, — en hefði jeg ekki nokkur efni gæti jeg ekki lagt út mörg hund- ruð króna fyrir fram upp í þann kostnað sem þetta fyrirtæki hefir í för með sjer. Reykjavík 21. júlí 1883. P. Pjetursson. Hver mundi hafa trúað því, að blessaður biskupinn, svo hógvær og ljúfmannlegur sem hann er vitanlega, hefði það til. að vera svona óhlífinn og slingur að færa til verri vegar gagn- meinlaus ummæli og engum manni til miska töluð. En sleppum því og víkj- um að aðalefninu. Mergurinn málsins er sá, að fjár- veiting þessi var allsendis óþörf og því óhæfileg, af því, að lafhægt hefði verið að koma hugvekjusafni þessu á prent styrklaust, að minnsta kosti ef nokkur sjerleg þörfhefði verið á slíkri bók. þ>að er löng og óyggjandi reynsla fyrir því, að guðsorðabækur seljast mjög vel hjer á landi, sjeu þær nýti- legar, og jafnvel þó það sje ekki. Stærðin á upplaginu á hugvekjusafninu sýnir og, að útgefandinn hefir búizt við ekki smáræðissölu afþví, eptir því sem hjer gerist. Fyrir því mundi hver for- leggjari hafa tekið að sjer viðstöðulaust að kosta hugvekjusafnið styrklaust, hefói hann, sem liklegt er, verið sam- dóma biskupnum um nauðsyn þess og nytsemi, og það með góðri ábatavon, jafnvel með því skilyrði að selja það við þessu væga verði, er hinn háæru- verðugi útgefandi annálar svo mjög. þ>að munar ekki lítið um það, að hand- ritið kostaði ekki neitt, enda er hægt að sýna með ofur einföldum reikningi, að þó mjög ríflega sje í lagt fyrir öll- um kostnaði, smáu og stóru, sem til verður tínt með öJlu móti, þar á með- al talin fyllsta leiga af öllum kostnað- inum í 3—4 ár, og auk þess dregið nokkuð töluvert frá fyrir vanhöldum, mundu samt verða eptir mörg hundruð krónur í hreinan ábata, ef upplagið selst upp að mestu leyti. Að ætla þennan afgang prestsekknasjóðnum, hefði verið harla lofsvert og líkzthinni alkunnu umhyggju biskupsins fyrir þeim mjög svo nytsamlega styrktar- sjóði. En að fara að ásælast landssjóð handa honum, eins og gert hefir verið með þessum 6oo kr., sem engin þörf var á til að koma út hugvekjusafninu, það var rangt. Svo vjer gerum að loflegu dæmi biskupsins og vitnum í heilaga ritningu, þá viljum vjer leyfa oss að taka það fram, að það er ekki nóg, að „biskup sje ekki ósæmilegs [eða óhæfilegs] á- vinnings gírugur“ fyrir sjálfan sig; hann má ekki heldur vera það fyrir aðra, hversu maklegir sem þeir kunna að vera. En það er óhæfilegt og rangt, að verja skattgjöldum landsmanna gagn- stætt tilgangi sínum og gagnstætt fyrir- mælpm fjárlaganna; en það er gert, þegar þeim er varið í bersýnilegan ó- þarfa. þ>að vita allir, að styrknum til vísindalegra og verklegra fyrirtækja má ekki verja öðru vísi en að þess sje þörf eða þar sem þess er þörf, hversu nytsamlegt sem fyrirtækið kann að vera. Hver maður, sem lítur óvilhöllum augum á þetta mál, mundi hiklaust skrifa undir þann dóm, að rjettara hefði verið af hinum mjög virðulega útgef- anda hugvekjusafnsins að fara aldrei að sækja um styrk handa því úr lands- sjóði; rjettara af hinum setta lands- höfðingja að fara ekki að koma bæn- arskjalinu á framfæri við hinn fasta landshöfðingja, hvort sem hann hefir mælt með því mikið eða lítið eða ekki neitt, úr því að honum þótti ekki leggj- andi út í að veita því áheyrn upp á sitt eindæmi; rjettara af hinum fasta lands- höfðingja að leggja málið á hylluna, er til hans kom, heldur en að svara því í prívatbrjefi á þá leið, að líklega mundi óhætt að eiga undir, að alþingi og yfirskoðunarmenn mundu ekki fara að hafa á móti slíkri veitingu—„fyrirmæl- in“ munu nú ekki hafa verið öflugri en þetta—; og loks rjettara af hinum setta landshöfðingja, að hafa þá að minnsta kosti styrkinn nokkuð órifari, til svo kostnaðarlítillar bókar, úr því honum var lagt á vald að skammta hann, og þar sem beinast liggur við, að ábyrgð- in fyrir veitinguna hvíli á honum, eptir öllum málavöxtum. Frá alþingi. v. þau tvö frumvörp, sem orðin eru lög frá alþingi síðan um daginn, eru: 10. Lög um fiskiveiðar hlutafjelaga og ein- stakra manna í landhelgi við ísland. 1. gr. Að eins búsettir menn á Islandi og innlend hlutafjelög hafa rjett til að fiska meðopnum bátum í landhelgi; þó erhlutafjelögumheim- ilt að reka þar síldarveiðar, ef meir en helmingur fjelagsfjárins er eign þegna Dana- konungs, og stjórn fjelagsins hefir aðsetur sitt á Islandi, og er skipuð mönnum, sem hjer á landi eru heimilisfastir.-—2. gr. Áður en fjelagið tekur til starfa, skulu samþykktir þess sýndar lögreglustjóra þar á staðnum, svo og breytingar þær, er eptiráverðagjörð- ar á þeim, og skal hann gæta þess, að þær sjeu lögum samkvæmar, og yfir höfuð hafa eptirlit með að lögum þessum sje fylgt. Að öðru leyti er fjelagið, að því er fiskiveiðar snertir, háð hinum almennu lögum um fiski- veiðar í landhelgi, fiskhelgi og nótlögum.—3. gr.Brot gegn lögum þessum varða sektum frá 20—2000 kr., er greiðast í landsjóð. Hið opinbera sækir slík mál, og skal með þau fara sem ineð opinber lögreglumál. 11. »Lög um breyting á 1. gr., 2. liði í tilskipun handa íslandi um skrásetning skipa 25. júní 1869. Til þess að skip, sem eru eign hlutafjelags, geti með skrá- setning á Islandi öðlast rjett til að hafa danskt flagg, verður hlutafjelagið að vera háð íslenzkum eða dönskum lögum. Auk þess verður stjórn þess að hafa aðsetur á Islandi eða í Danmörku og vera skipuð fje- lagsmönnum, er fullnægi skilyrðum þeim, er sett eru í tilskipun 25. júní 1869 1. gr. 1. lið »[hafa rjettindi innborinna danskra manna og ekki hafa bólfestu fyrir utan lönd Danaveld- iseða.. .vera orðnir danskirþegnar, með því að vera orðnir heimilisfastir á Islandi eða í Danmörku]. (7. lögin frá alþingi, nefnd í síðasta blaði, voru lög um bæjarstjórn á Isafirði, en ekki á Akureyri, sem búin voru þar á undan, sbr. 16. bl.). Eelld hafa verið þessi frumvörp, auk þeirra er áður eru talin : lfrv. um að selja kirkju- jörðina Selstaði í Seyðisfirði; lfrv. um að selja Rvíkurkaupstað Arnarholtslóð ; lfrv. um brú á Ölfusá ; lfrv. um skipun nefndar til að ræða kirkjumál (lfrv. um sjerstakt kirkjuþing tekið aptur) ; lfrv. um að losast við óhæfa presta; lfrv. um lausasöfnuði innan þjóðkirkjunnar ; lfrv. um hækkun á brenni- vínstollinum o. s. frv. Fjárlaga-nefndin vill enn fremur ekki veita 300 kr. bráðabirgða-uppbót handa Dverga- steinsbrauði sjer á parti; vill ætlaí húsal.styrk handa prestaskólanum ekki 1200, heldur að eins 960; og í ölmösur ekki 600, heldur að eins 400; vill færa laun hins fasta lækna- skólakennara upp f 2200, en ekki 2400; fær- ir upp húsaleigustyrk handa læknaskóla- mönnum í 320, úr 160; lætur dyraverði lat- ínuskólans nægja 900, í stað 1000; vill veita til tímakennslu í latfnuskólanum ekki 1600, heldur að eins 1500, með því að ekki sje »næg ástæða til að losa annan þann kennara, sem umsjón er falin í skólanum, við 10 kennslustundir á viku hverri á móts við það sem aðrir kennarar hafa«; heldur að ekki muni þurfa 1500 í »ýmisleg útgjöld« við lat- ínuskólann, heldur að eins 1200; vill ekki veita 2000 til barnaskóla nema fyrra árið af fjárlagstímabilinu, hið síðaraað eins 1500, með því að rjettast sje að leggja ekki fje úr landssjóði til þeirrar barnakennslu sem lög- boðin er fyrir alla og sje því bezt að minnka barnaskólastyrkinn smátt og smátt, viðsjált að kippa honum burtu allt í einu; vill veita handa alþýðuskólum ekki nema 3500 fyrra árið, en 4000 hið síðara, þar af Flensborg- arskóla 1800 fyrra árið og 1600 hið síðara, en ekkert að sinni handa alþýðuskóla á Eyr- arbakka, með því að hann sje óstofnaður, og vill binda fjárveitingarnar handa öllum þessum skólum, þ. e. kvennaskólum (sem eru ætluð 3000 hvort árið), barnaskólum og alþýðuskólum, þeim skilyrðum, að þeir ekki einungis »njóti einnig annarar tillögu, er eigi sje minni en helmingur á móts við styrkinn úr landsjóði«, heldur enn fremur að þeir standiundirumsjón stipsyfirvaldanna, amts- ráðs eða sýslunefndar; vill veita 500 í stað 400 »til forngripakaupa og áhalda«, og 1000 í stað 800 til rannsóknar á fornleifum hjer á landi; ætlar 45000 til eptirlauna og styrktar- fjár, þar af handa ekkjufrú Valgerði Olafs- dóttur frá Hofi 200 hvort árið ; vill veita til vísindalegra og verklegra fyrirtækja ekki 12000, eins og síðast, heldur 44800, en svo niður hlutað sem hjer segir: 1. Til spítalagjörðar í Reykjavík... 20000 2. Styrkur til þriggja lækna á Seyðis- firði, í Dalasýslu og á Akranesi 800 kr. til hvers um árið............ 4800 3. Styrkur til kennara þorvaldar Thor- oddsens til jarðfræðisrannsókna hjer á landi 1000 hvort árið, og til utanlandsferða 1000 kr. hvort árið 4000 4. Styrkur til gufubáta á ísafjarðar- djúpi og Eaxaflóa, 1500 kr. handa hvorum hvort árið................. 6000 5. Styrkur til kennara Benidikts Grön- dals til að semja þjóðmenningar- sögu Norðurlanda 400 kr. á ári ... 800 6. Styrkur til Stefáns Jóanssonar til að ljúka við sljettunarvjel..... 200 7. Til að útvega laxfróðan mann fráút- löndum ........................... 3000 8. Til annara vísindalegra og verk- legra fyrirtækja.................. 6000 44800 Til óvissra útgjalda segir nefndinsjervirð- ist nóg að veita 4000, í stað 6000, »þegar lit-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.