Ísafold - 15.08.1883, Blaðsíða 1

Ísafold - 15.08.1883, Blaðsíða 1
Árgangurinn, 32blöð, kostar 3 kr. innanlands, en í Danm., Svíþjóð og Norvegi um 3x/2 kr., í öðium löndum 4 kr. Borgistí júlím. innanlands, erlendis fyrir fram. ISAFOLD. Auglýsingar kosta þetta innlendar \ hver lína : ímeð meginletri \með smáletri.. (með meginletri. með smáletri... aur. .. 10 .. 8 • •15 .. 12 X 19. Reykjavík, miðvikudaginn 15. ágústmán. 83, 73. Innlendar frjettir. 74. Harðærismálið. 75. Fiskisýningin í Lundúnum og hið íslenzka fjárveitingavald. Landsyfirrjettardómur. 76. Meiðyrðamál. Times-brjef Guðbr. Vigfússonar í Fróða. Atkvæðaskrár og atkvæöagreiðsla. Frá alþingi VI._____________________________ Skrifstofa Isafoldar er í Isafold-arprentsinið- ju, við Bakarastiginn, 1. sal.___________________ Alþingisfundir í neðri deild að. jafnaði lrvern rúm- helgan dag á hádegi, og í efri deild kl. I e. m. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I 2. Iðnaðarsýning í Rvík opin hvern dag kl. 4 — 6. íþökubókasafn opið hvern þrd. og ld. 2 3. Landsbókasafnið opið hvern md„ mvd. og ld. 12 - 3. Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd. og ld, 4—5. rs* pessu blaði fylgir, prentað sjer, opið brjef frá meistara Eiríki Magnússyni í Cam- bridge »Til herra Einars Ásmundssonar, alþingism. og ritst. Fróða«. Reykjavík 15. ágúst. Alþingisfundir í neðri deild nú orðnir 46, í efri 40. Dagana 8. og 9. ágúst haldn- ir 4 fundir í neðri deild, í 17 stundir satn- tals ; það var önnur umræða um fjárlögin þrriðja umræða, 11- águst, stoð 10 stundir, tvo fundi. Tala alþingismálanna nú orðin 88. þar af helmingur útkljáð : 24 samþykkt; 21 felld eða tekin aptur. Meðal hinna samþykktu mála eru 17 lagafrumvörp; hitt eru 5 þingsályktanir og 2 dagskrár, önnur út af þingsályktunartillögu, hin út af fyrirspurn. -— Til framhalds kjördœmisfundaskýrsl- unni í síðasta blaði skal þess getið, að afnám amtmannaembættanna og stofnun fjórðungs- ráða í stað amtsráðanna var og samþykkt með öllum (65) atkvæðum á fjölsóttum fundi fyrir báðar Múlasýslur að Höfða á Völlum 2. júní; fundarstjóri Tryggvi alþingismaður Gunnarsson. Sömuleiðis á fundi fyrir Suð- urmúlasýslu a Höskuldsstöðum í Breiðdal 31 v maí. í sambandi þar við var á Höfða-fundinum rætt og samþykkt í einu hljóði með litlum breytingum lagafrv. um breytingu á sveitar- stjórnartilskipun 4. maí 1872, er þeir höfðu samið að undirlagi sýslunefndarfunds Suður- og Norðurmúlasýslu 25. apríl þ. á.: Páll Pálsson, Sigurður Gunnarsson, þorvarður Kjerúlf, og Páll Vigfússon; er þar sérstak- lega haldið fram endurreisn Austfirðinga- fjórðungs hins forna, milli Gunnólfsvíkur og Fúlalæks. Á þessum Höfða-fundi var og samþykkt með öllum atkvæðum stjórnarskrárendur- skoðun í sumar. Kirkjumálið var og rætt talsvert á þess- um Höfðafundi. Lögð fram 2 lfrumv., »um samband þjóðkirkjunnar við hið opinbera«, samþykkt með meiri hluta atkv., þó með nokkrum breytingum; og hitt »um opinbera guðsþjónustu og aðrar kirkjulegar athafnir«, samþykkt að senda það synodus. Á fundi Borgfirðinga var farið fram á breyting á kosningarlögunum til alþingis, meðal annars stungið upp á að hreppsnefnd- ir og sýslunefndir kysu þingmenn, tvöföldum kosningum. Breytingar á embættaskipun aðrar en áð- ur er talið og sjer í lagi á launum embættis- manna og eptirlaunum var farið fram á í 7 kjördæmum. Borgfirðingar vildu fá nýtt læknishjerað, á Akranesi; sömuleiðis Dalamenn. Húnvetn- ingar vildu að tilskipun 5. sept. 1794 um I skottulækningar væri nú þegar úr _ lögum numin, og að dagpeningar lækna væri lækk- aðir um 2 kr., en hin föstu laun þeirra hækk- uð að þvl skapi. Byfirðingar, að afnumdar sjeu aukatekjur lækna. Árnesingum þykja »laun hinna æðri embættismanna óþarflega há, þegar litið er til fátæktar landsins ognú sjerstaklega hins bága árferðis«. Nóg 2000 kr. handa sýslu- mönnum, og það jafnvel þótt sýslur væri sameinaðar, sem sýndist mega um Arnessýslu, Rángárvallasýslu og Vestmanneyjar.» Bund- urinn fól þingmönnum sínum að styðja að því, að óþörf embættislaun yrðu sem fyrst af tekin, og óþörf embœtti niðurlögð sem fyrst, eins og t. d. amtmannaembættin.« Auturskaptfellingar vildu halda fast fram frumvarpinu frá síðasta þingi um' lækna- skólalaunin Byfirðingar og nokkrir fundarmenn í Aust- urskaptafellssýslu vildu afnema með öllu eptirlaun embættismanna, en meiri hlutinn á Skaptfellingafundinum, að alþingi á kvæði í hvert skipti eptirlaun þeirra embættis- manna, er um lausn sæktu. Gullbringu og Kjósarsýslumenn, að eptirlaunalögum ver- aldlegra embættismanna yrði breytt sem næst í líkingu við, eptirlaunalög andlegrar stjettarmanna. Arnesingar á sama máli, og »lýstu jafnframt yfir megnri óánægju út af því, að embættismenn, sem leggjast í óreglu, og gjöra sig sjálfa á miðjum aldri óhæfa til embættis, fá full eptirlaun, og þau stundum hærri en sumir nýtir embættis- menn fá í öll laun«. Arnesingar vildu og að kapillánsár presta væru talin með til eptirlauna og að prestar fengi þau eptir- laun, sem þeim eru á skilin ef þeir vegna heilsubrests verða að sleppa embætti, eins fyrir það, þótt þeir ekki slasist við em- bættisverk. Snæfellingar samþykktu í einu hljóði, að safnaðarfulltrúar skyldu hafa sömu dag- og fæðispeninga sem sýslu- nefndarmenn nú hefðu. þurfamannalöggjöfinni var hreyít í 8 kjör- dæmum, og alstaðar samhuga álit fundar- manna, að hún þyrfti bráðra bóta við. Ey- firðingar voru þó á því, að málið mundi eigi nægilega undirhúið til þess að þingið tæki það til meðferðar að þessu sinni, enda mundi lögunum sjálfum ekki eins ábótavant og framkvæmd þeirra. En Skagfirðingar ósk- uðu að þingið gerði nú þegar breytingar á áminnztri löggjöf í þá stefnu, að auka rjett hreppsnefnda yfir þurfamönnum og gjöra hvorttveggja foreldra óskilgetinna barna jafnskyld til að ala önn fyrir börnumsínum; og geti þau ekki alið önn fyrir þeim, þá skuli framfærslusveitir beggja þeirra ala önn fyr- ir börnunum að sínum helmingi hvor, ef þau eiga ekki sömu framfærslusveit. Frumvarp í þessa átt framlagt á fundinum. Sömul. á Múlasýslnafundinum að Höfða. Snæfell- ingar vildu, að öllum þeim, er flytja búferl- um af landi burt, sje gjört að skyldu að sjá skylduómögum sínum borgið. Breytingum á skattalöggjöf og fjárráðs- mennsku landsins var hreyft í 11 kjör- dæmum: þjóðjarðasölu haldið fram af Húnvetning- um, Suðurþingeyingum og Árnesingum. Uppástungu um að fá kirkjujarðir keyptar var hrundið með atkvæðafjölda á fundi Gull- br. og Kjósarmanna. Árnesingar vildu »aftaka allt tíundarfram- tal, sem stórkostlega siðum spillandi og í mörg- um greinum óhagkvæmt. I st< u fyrir lausafjártíund komi tollur af útfluttum hross- um og aðfluttri munaðarvöru. Landssjóð- ur bæti prestum tíund og dagsverk, en sjer- stakt kirkjugjald sje ákveðið í stað kirkjutí- undar. Tíund til fátækra falli niður, sem þýðingarlaus«. Borgfirðingar vildu og breyta sköttum í tolla. Skagfirðingar sömuleiðis, að ábúðar og lausafjárskattur sje afnuminn, en í þess stað lagður tollur á allar útfluttar vörur. Eyfirðingar, að í stað ábúðar- og lausafjárskatts sje lagt ef þurfa þykir, út- flutningsgjald sem lausafjárskattinum nem- ur t. d. á ull, kjöt, æðardún, lifandi sauðfje og hesta. Barðstrendingar og Norðurþing- eyingar vildu afnema ábúðarskattinn með öllu; sömul. Gullbringu og Kjósarmenn með 6 atkv. gegn 1; Snæfellingar fyrst um sinn. Rangvellingar afnema lausafjárskattinn. Vestmannaeyingar vildu leggja útflutnings- gjald á sauðfje og sauðakjöt og fá lækkaðan fiskitollinn til Spánar, en »skoruðu á þing- mann sinn að mótmæla kröptuglega toll- greiðslu af kaffl og sykri«. Uppástunga um að leggja skatt á »óþörf hross«, líkt og hunda- skattinn, 5—10 kr., var felld á fundi Gull- br. og Kjósarmanna, og því næst uppást. um útflutningsgjald af hrossum sömul. felld með 6 atkv. gegn 6. Snæfellingar samþykktu í einu hljóði að leggja gjald til fátækra á lausa- kaupmenn, sem verzla á ýmsum höfnum landsins, og á erlenda lausakaupmenn þar að aukitekjuskatt til landssjóðs. þeir vildu og afnema dagsverk til presta. Loks vildu bæði þeir og Barðstrendingar leggja hæfileg- an skatt til landssjóðs á húsmenn og lausa- menn. Harðærismálinu var hreyft sjerstaklega í 5 kjördæmum. Snæfellingar fóru fram á, að þær 10000 kr., er landssjóður lánaði sýsl- unni 1 fyrra, verði með öllu eptir gefnar, þó með því skilyrði, að hreppsnefndir krefji inn lánið hjá lántakendum og ráði síðan, með samþykki sýslunefndar, hverjir skulu verða þess aðnjótandi sem gjafa. í öðru lagi samþykktu Snæfellingar í einu hljóði uppástungu um 12000 kr. lán f viðbót handa sýslunni, »til þess að almenningur ekki þurfi nú í haust að lóga hinum litla fjár- stofni sfnum sjer til viðurværis á næstkom- andi vetri, og það því fremur, sem sýslan hefir verið svipt 4—5000 kr. af gjafapening- um þeim, sem samkv. lhbr. f. á. voru út- hlutaðar og jafnaðar niður millum hreppanna af sýslunefndinni og hrepparnir aptur á milli hreppsbúa, til fjárkaupa vorið 1883«. Dala- menn vildu hafa hallærislánin leigulaus í 5— 10 ár; síðan afborgun á 28 árum. Rang- vellingar meðmæltir uppgjöf á hallærislánum úr landssjóði. Barðstrendingar og Rangvell- ingar vildu að hinum útlendu gefendum hall- ærissamskotanna væri ritað þakkarávarp og Barðstrendingar fólu sjerstaklega þing- manni sínum að »semja fyrir sína, hönd þakkarávarp til landshöfðingjans yfir Islandi (sjerstaklega hins setta) fyrir ráðstöfun hans á hlutdeild þeirri, er hjerað þetta hefir öðlazt af samskotafjenu, og sem auðsjáanlega hefir afstýrt yfirvofandi skorti og hungursneyð«. Banka- og lánstofnunarmálið var gjört að umræðuefni í 5 kjördæmum, og alstaðar óskað bráðra aðgjörða því til framgangs. Skagfirðingar, Eyfirðingar og þingeyingar allir meðmæltir banka; Eyfirðingar og Suð-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.