Ísafold - 15.08.1883, Blaðsíða 3

Ísafold - 15.08.1883, Blaðsíða 3
75 binda sig í fjárkaup við útlendinga o. s frv., eins og vandi er til, þá er það um sóinan. Fiskisýningin í Lundúnum og hið islenzka fjárveitingavaid. Hjer í höfuðstað íslands sitja nú lög- gjafar landsins og fjárráðamenn, og ræða »um landsins gagn og nanðsynjar«, sem lög gjöra ráð fyrir og skyldan býður. Sjö vitr- ingar hafa setið sveittir við fullan mánuð að ráðsmennskast með reytur landssjóðs um tvö árin næstu. Neðri deild síðan rætt til- lögur þeirra, fjárlaganefndarinnar, í þrjá daga og þrjár nætur, liggur manni við að segja, eða meir. Allt um landsins gagn og nauðsynjar; það er svo sem auðvitað mál. Um það landsins gagn og nauðsynjar, t. d., að borga 3000 kr. á ári fyrir hina umboðslegu endurskoðun, sem fyrir fám ár- um fjekkst gjörð fyrir 1600 kr., og það brúkanlega, líklega nokkurn veginn eins fijótt og vel og nú, að hinum núverandi endurskoðanda alveg ólöstuðum. Um það landsins gagn og nauðsynjar, að bæta 700 kr. launahækkun við póst- meistarann, sem hefir áður með hærri sýslu- mannslaunum, en ólíku vandaminni störf- um að gegna og sem ekki heimta neinn embættisundirbúning, er teljandi sje. Um það landsins gagn og nauðsynjar, að verja 500 eða jafnvel 1000 kr. af skatt- gjöldum landsmanna í styrk til að koma út nýrri postillu, náttúrlega til að bæta úr hinurn sártilfinnanlega postilluskorti í land- inu; og þrátt fyrir það, þótt hin fyrirhug- aða postilluútgáfa sje vitanlega reglulegt og vafalaust gróðafyrirtæki. O. s. frv.; o. s. frv. Annar aðalatvinnuvegur landsbúa, fiski- veiðar, er í mestu bernsku enn, þótt hann hafi verið stundaður frá því er landið byggð- ist, í samanburði við það sem gerist með öðrum þjóðum. Vjer erum nú svo sem eins og farnir að eins að rumska og rakna við því, að hjer megi og hjer þurfi að láta til sín taka um öðru vísi lagaðar fram- kvæmdir og meiri en að undanförnu, með fram keyrðir upp af öðrum þjóðum, sem eru farnar að taka fiskinn frá oss upp í þurum landsteinum, og jafnframt koma oss í stöfun um, hvernig vjer eigum að fara að nota oss hina ótæmandi auðsuppsprettu landsins, sjóinn. Að kenna oss það ómissandi verk, þessa atvinnugrein, sem líklega ber í skauti sínu hlómgun landsins um ókomnar aldir. |>að er það, það er kunnáttan, sem oss brestur mest, annað en fjármagnið. Frá því snemma í vor og þangað til seint l haust, fram í nóvemberbyrjun, stend- ur fiskisýning í Lundúnum, heimssýning, margfalt meiri, fjölbreyttari og fullkomn- ari í alla staði, en gerzt hefir áður nokkurn tíma nokkursstaðar. þar er sýnishorn af hjer um bil öllum hlutum, er á einhvern hátt verður kallað að snerti fiskiveiðar, um allan heim og frá ýmsum öldum, þar á meðal sjerstaklega af flestöllum þeim til- færingum og veiðibrellum, er hafðar eru og hafðar hafa verið til fiskiveiða um víða veröld, með vesölustu skrælingjaþjóðum jafnt sem hinum menntuðustu framfara- þjóðum vorrar aldar. Nærri má geta, að hjer muni ekki vera lítið að læra, ekki sízt fyrir jafnfáfróða heimalninga sem vjer erum Islendingar. Enda þarf ekki þess að geta, að á annari eins sýningu og þetta eiga sjer allar þjóðir, er þvínafni vilja heita, fjölmennt stefnumót. Af grannþjóðum vorum en það að segja, að Norðmenn, sem eru ekki önnur eins fiski- þjóð og vjer að tiltölu við fólksmegin, hafa veitt ríflegan styrk úr ríkissjóði til þess að styðja menn til þess að koma munum á sýninguna og umfram allt til að komast þangað sjálfir, til að sjá og læra, því þar á ríður langt um meir að sínu leyti, auk þess sem mesti fjöldi manns fer þangað algjör- lega af eigin rammleik. Sama er að segja af Svíum. Yegna hins hraparlega ólags á stjórnaratferli í Danmörku hefir ekki ver- ið veitt neitt fje í því skyni úr ríkissjóði; en þar hafa menn bætt úr skák með samskot- um. En hvað gerum við Islendingar ? Sitjum heima, rænulausir, aðgerðar- lausir. Veitum ef til vill fje til að gefa út post- illur, sem nóg er af undir; mylgrum út launabót á launabót ofan á hverju þingi, til þess og ekki annars, að hlutaúeigandi geti haft einum rjettinum meira í einhverri át- veizlunni, eða veitt einu vínstaupinu meira, bæði þingmönnum og öðrum, og það þegar harðæri er í landi. |>að er ekki úrhættis enn, þó seint sje að vísu, að senda menn á sýninguna í Lund- únum. f>eir gætu þó verið þar eina 2 mán- uði, september og október, enda má það ekki skemur vera. |>að þyrfti að vera tveir eða þrír útvegsbændur og skipasmiðir t. d., og 1 lærður maður að auki og vel fær í enskri tungu og kunnugur þar 1 landi. Vjer eigum landa á Englandi, er væri alla manna bezt þar til kjörinn, og sem ekki þarf af nefna; hann er hverju manns barni kunnur hjer á landi. f>að má búast við, að þetta kostaði nokkur þúsund kr., einkum ef kaupa ætti sýnishorn af veiðarfærum o. fl. á sýningunni, sem er sjálfsagður hlutur og alveg ómiss- andi. En væri því fje illa varið ? f>að er víst um það, að látum vjer ann- að eins tækifæri og þetta ónotað, þá munu aðrar þjóðir og niðjar vorir á næstu öld og um ókomnar aldir jafnan nefna slíkt meðal annars sem óviðjafnanlegt dæmi kararlegs sinnuleysis. Landsyfirrjettardóiaur í málinu: Rjettvísin gegn Guðmundi Jónssyni, Sigurþór Ólafssyni og Mettu Egilsdótt- ur, upp kveðinn 6. ágúst 1883. — Með dómi, sem kveðinn var upp fyrir auka- .rjetti Reykjavíkurkaupstaðar 18. dag nóvembermán. 1882 í máli því, sem hjer er áfrýjað, og sem höfðað hefir verið að boði landshöfðingja gegn hin- um ákærðu, Guðmundi Jónssyni fyrir brot á móti 189. og 190. gr. hegning- arlaganna, og Sigurþór Ólafssyni og Mettu Egilsdúttur fyrir brot gegn 148. gr. sömu laga, voru hin ákærðu dæmd sýkn af ákæru sóknarans í málinu, og málskostnaður, þar með talin málsfærslu- laun til talsmanna hinna ákærðu, f>or- steins málaflutningsmans Jónssonar, Páls málaflutningsmanns Melsteðs, og Indriða endurskoðunarmanns Einarsson- ar, 10 kr. til hvers þeirra, látinn lenda á opinberum sjóði. f>essum dómi er að tilhlutun hins opinbera skotið til yfirdómsins. Tildrög máls þessa eru, að 7. dag á- gústmán. 1881 riðu hin ákærðu ásamt fleiru fólki út sjer til skemmtunar, og var ferðinni heitið upp í svo nefndan Marardal, sem er norðanvert í Hengla- fjöllum í Árnessýslu; lagði fólk þetta leið sína um á Kolviðarhóli, og fór það- an nokkru eptir hádegi, ekki allt í hóp, heldur tvennt og tvennt, Sigurþór og Metta saman, og nokkru seinna Guð- mundur og Kristmann nokkur Jónsson. Kristmann þessi Jónsson fannst síðari hluta dags 7. ágústmán. örendur ná- lægt hinum svo nefnda draugakofa við Húsmúlann, sem svo er nefndur, vest- an í Hengafjöllum, góðan spöl norður frá Kolviðarhóli, og hinn ákærði Guð- mundur Jónsson—eptir því sem upplýst er—sofandi skammt þar frá. Bæjarfó- getinn í Reykjavik hóf þá rannsókn út af þessum atburði, og þegar rannsókn- inni var lokið af hans hendi, var Jón landshöfðingjaritari Jónsson eptir fyrir- mælum landshöfðingja skipaður af amt- manni til að halda rannsókninni áfram, og að þeirri rannsókn aflokinni var mál þetta höfðað og dæmt fyrir auka- rjetti Reykjavíkur af hinum reglulega dómara með þeim úrslitum sem áður segir. Að því nú snertir hinn ákærða Guð- mund Jónsson, þá er það eitt löglega sannað, að hann fannst sofandi ör- skammt frá þeim stað, þar sem Krist- mann heitinn Jónsson fannst örendur,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.