Ísafold - 05.09.1883, Blaðsíða 1

Ísafold - 05.09.1883, Blaðsíða 1
Argangurinn, 32 blöð, kostar 3 kr. innanlands, en í Danm., Svíþjóð og Norvegi um 3 kr., í öðiiun löndum 4 kr. Borgist í júlím. innanlands, erlendis fyrir fram. ISAFOLD. Auglýsingar kosta þetta hver lína : aur. . . . ímeð meginletri ..10 mnleadar < * . Q (með smaletn .... 8 Útlendar |með meginletri... 15 \með smáletri..........12 X 22. Reykjavik, miðvikudaginn 5. septembermán. 18 8 3. 85. Innl. frjettir. f>inglok II. 86. Gagnfræðakennsla í Reykjavík. ■87. Frá alþingi IX. 88. Auglýsingar. Skrifstofa ísafoldar er í ísafoldarprentsmið- ju, við Bakarastiginn, 1. sal. Afgreiðslustofa ísafoldar er á sama stað. Afgreiðslust. Isafoldarprentsmiðju er á s. st. SíSa't-i Muti 'þeooa cvzejaucjz, oíeLa|oí9, -þ-á 14. &iadi o<j aá [d/oí ■meðtoCdu (§acS Aomút 11. jú'iiJ,iceot ój ez i ia Pöntun á Isafold er að öðru leyti bindandi fyrir heilt ár, frá nýjári til nýjárs : uppsögn við áramót með tveggja mánaða fyrirvara. Brauð laust: Kvíabekkur 28/g 743 -þ 200. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2. Iþökubókasafn opið hvern þrd. og ld. 2—3. Landsbókasafnið opið hvern md., mvd. og ld. 12—3. Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd. og ld. 4—5. Reykjavík 5. sept. Hvammur í Laxárdal er veittur 27. á- gúst síra Magnúsi Jósepssyni á Kvíabekk. Hinn nýi setti kennari við lærða skól- ann, kand. Björn Jensson, á að taka að sjer umsjón við skólann, ef krafizt verður og hafa í laun 2000 kr. Settur 31. júlí, frá 1. okt. Hallærislán úr viðlagasjóði hefir lands- höfðingi veitt Dalasýslu 31. júlí, 10,000 kr., gegn vöxtum og endurborgun á 10 árum, eða á annan hátt, sem síðar kann að verða ákveðið, eptir að alþingi hefir haft málið til meðferðar. Og Húnavatnssýslu 8. á- gúst 6500 kr. lán með sömu kjörum. Til þess að koma upp búnaðarskóla fyrir báðar Múlasýslur hefur landshöfðingi veitt Norðurmúlasýslu 25. ágúst 8500 kr. lán úr viðlagasjóði, samkvæmt niðurlagsgrein fjár- laganna 1882 og 1883, gegn vöxtum og endurborgun á 28 árum. Af þ. á. búnaðarstyrk hefir landshöfð- ingi veitt 16. júlí 1000 kr. til að kosta búfræðing til þess að vera verkstjóri við fióðgarðahleðslu fyrir Safamýri og til þess jafnframt að segja fyrir um stíflu og fram- ræzlu Hróarsholtslækjar. I heiðursgjafir úr styrktarsjóði Christi- ans konungs IX hefir landshöfðingi veitt 23. ágúst fyrir framúrskarandi dugnað í búnaði Einari alþingismanni og umboðs- manni Asmundssyni í Nesi 200 kr.: og Jóni bónda Halldórssyni á Laugabóli í ísa- fjarðarsýslu 120 kr. Til þess að brúa Elhðaárnar hefir lands- höfðingi veitt 16. júlí sýslunefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu 4000 kr. lán úr viðlagasjóði gegn vöxtum og endurborgun á 10 árum. — Camoens kom hjer 30. ágúst frá Skot- landi með ýmsar vörur. Pór aptur 3. þ. m. með 548 hesta. Leiðrjetting. í þingskýrslunni í siðasta blaði fyrsta dálki (samanburðartöflunni) hefir misprentazt fundatalan í efri deild 1883 : 42 fyrir 52. Finglok. 11. Hin rýra uppskera eptir þetta þing er engan veginn að kenna iðjuleysi eða því um líku. því fer fjarri. Að fáeinum þing- mönnum undanskildum, sem ekki er sýni- legt að eigi stórum meira erindi á þing en að skemmta sjer í höfuðstaðnum, munu þingmenn vorir jafnast fyllilega við þing- menn í öðrum löndum að iðni og starfsemi. Mestu atorkumennirnir, sem vinna því hleðst mest á, erfiða að kalla má nótt og dag sumir hverjir. Enda mundi að öðrum kosti þessi örstutti samvistartími þingsins ekki endast til að koma af meiru en rjett að eins búverkunum, þ. e. fjárráðsmennsku- lögunum um hvert tímabil, og kann ske ekki það; að minnsta kosti hafa allt til þessa fjárlögin enzt fast fram í þinglok, og efri deild þó ætlaður optast svo naumur tími til þeirra, sem þingsköpin framast leyfa. það er nú raunar nokkuð óskiljan- legt öðrum út í frá, hvemig á því stendur, að fjárlaganefnd neðri deildar kemst aldrei af með minni tíma en 4—5 vikur, að með- töldum tímanum til að prenta nefndarálitið, og það þrátt fyrir mikla iðni, nefndar- fundi í sumar t. d. hjer um bil á hverjum degi, og þá optast langa. því eins og kunnugt er, hefir landssjóður ekki stórum meira eða margbrotnara umleikis en sumar hinar stærri verzlanir landsins, sem allar annast búskap sinn án þess að halda auk allra sinna verzlunarþjóna sjö valda menn í margar vikur til þess að eins að undirbúa bollaleggingar um hagtæring á afrakstri hans o. s. frv. um nokkurn tíma, og þar sem þar að auki fjárhagsáætlunin virðist vera hjer um bil hin sama upp aptur og aptur ár eptir ár. það htur svo út, sem það sje þessi endalausa bænarolla, er að fjárlaganefndinni streymir á hverju þingi, sem tefur hana mest. En ætli mikils mundi í misst, þótt hún færi nokkuð fljót- ara yfir sumt í þeirri mislitu lest, en hún gerir ? Að tölunni til hefir verið komið af á þessu þingi heldur fleiri en færri lögum en á und- anförnum þingum, eins og sjá má af skýrsl- unni í síðasta blaði. En það má segja, að það sje lítið annað en talan. Svo smávægi- leg eru þau mörg af þeim. Höfuðmáhn ó- kljáð, og það sum hin rnestu.nauðsynjamál landsins, eins og vikið var á síðast. þar við bætist, að hafi nokkurn tíma verið feigð- armark á lögum frá alþingi, þá er það á þeim nú ekki fáum, þessum sem fullgerð voru. það má því geta nærri, að þau muni týna tölunni þegar til stjómarinnar kemur ekki síður en að undanförnu. Enda var þegar á þingi upp kveðinn dauðadómur yfir nokkrum þeirra, af fulltrúa stjórnarinnar, og það jafnvel í hennar skýlausu umboði að því er eitt þeirra snertir að minnsta kosti, sem sje amtmannamálið, þ. e. að segja það mál, er meiri hluta þings og þjóðar þykir ef til vill einna mestu um skipta af þeim málum, er náðu fram að ganga. því nær hin sömu svör hafði landshöfðingi enn fremur um frumvarpið um eptirlaun embættismanna og ekkna þeirra. það er sjálfsagt að vísu, að því fer fjarri, að undirtektir stjómarinnar undir frumvörp þingsins sjeu svo sem óyggjandi mælikvarði fyrir kost og löst á þeim. Hún hefir að undanförnu stundum ekki verið tiltakanlega vönd að viðbárum gegn þeim, ekki horft í að gera þeim sitt hvað að dauðasök, sem í aug- um annara út í frá er harla smávægilegt. En því verður hins vegar ekki neitað, að lagasmíð þingsins hefir stundum verið svo gölluð, og mun vera það nú ekki hvað sízt, að stjórnin gerir ekki annað en skyldu sína þegar hún beitir synjunarvaldinu, er svo stendur á. Orsakirnar eru að nokkru leyti eðlilegar, svo sem t. d. mannfæðin og með fram þar af leiðandi sártilfinnanlegur skort- ur á mönnum af ýmsum stjettum, er sjeu sæmilega vaxnir þeim mikla vanda, sem lagasmíð er og hefir jafnan verið; en að hinu leytinu er tímaskorturinn, hinn heimsku- lega naumt skammtaði þingtími, og ekki sizt það, að stjórn þessa lands, framkvæmdar- stjórnin, leggur þinginu minna og ljelegra lið að lagasmíðinni en dæmi munu til vera í nokkuru landi öðru. Hún gerir satt að segja lítið annað að öllum jafnaði, en að snara endrum og eins á laklega íslenzku ein- hverju dönsku lagaboði. Nægi oss ekki sá forði, er hún flytur oss úr hinu danska nægtabúri, eða verði að sníða það upp að einhverju leyti, sem sjaldnast er vanþörf á, lendir það allt á þinginu, og það á ekki fullum XV þess tíma, er stjórnin hefir til umráóa. Á þessum örstutta tíma verður þingið að gera eitt saman úr garði hin yfirgripsmestu og vandasömustu laganýmæli. Hugsum oss til samanburðar stjórn Gladstones á Eng- landi og parlamentið. Skyldi það vera munur. Lítum vjerþá lauslegayfir lagaskrá þings- ins í þetta sinn, verður fyrir oss fyrst breyt- ingin á landsstjórnarfyrirkomulaginu, amt- úezjpúuz cji jzj-ziz 1 4^.75 a.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.