Ísafold - 05.09.1883, Blaðsíða 2

Ísafold - 05.09.1883, Blaðsíða 2
86 mannamálið: lög um afnám amtmannaem- bættanna og landritaraembættisins, sem og um stofnun fjórðungsráða, og eiga þau að yera orðin kunnug lesendum þessa blaðs. Til þess að vel færi um það mál, jafn að- gæzluvert, meðal annars vegna hinnar ó- greinilegu og sundurlausu eldri löggjafar um það efni, þurfti það að vera mjög vel undirbúið og þorri þingmanna að vera bú- inn að koma sjer niður á fastri stefnu í því fyrir þing eða á öndverðu þingi, ekki sízt þar sem búast mátti við snörpum andróðri gegn því af stjórnarinnar hendi og frá nokkrum ötulum liðsmönnum hennar á þingi, sem og varð. En það var ekki því líkt. það var verið að hringla með það fram og aptur fram eptir öllu þingi; og þeir höfðu óneitanlega nokkuð til síns máls, sem börðu þvf við, að hið fyrirhugaða nýja fyrirkomulag væri miður vandlega hugsað, meðal annars ekki gert ráð fyrir, hvernig fara ætti með ýms mikilsverð störf amt- manna. En úr því að kunnug eru fyrir fram nú þegar forlög þessara laga, þá er tíminn nógur til að koma með það mál vandlega undirbúið til næsta þings. þá eru tvennbæjarstjórnarlög, á Akureyri og Isafirði, önnur apturganga frá síðasta þingi, og hin ekki annað en eptirrit af þeim. Svo þessi stúfur um slökkvilið á Isafirði. þingið var svo auðsveipið stjórninni að fella úr lögunum, Akureyrarlögunum, kjörgengi kvenna, svo að nú er þeim borgið. þar næst tvenn kirkjumálalög: presta- kosningarnar og svo um brauðaskipunar- breyting í tveimur prófastsdæmum. Að stjórninni verði prestakosningarlögin mýkri í munni eptir þessa uppsuðu, sem þau hafa fengið nú á þingi, mun vallt á að ætla. Dauft var hljóðið í landshöfðingja. Skottulækningalögin, sem svo eru kölluð, eða breytingin á skottulækningatilskipun- inni gömlu frá 1794, voru og uppvakningur frá næsta þingi á undan, en þó svo upp dubbuð, af nefndinni í efri deild, að nú er ó- líklegt, að þau geri stjórninni illt fyrir brjósti. Af þeim 4 launalögum, er þetta þing læt- ur eptir sig liggja, eru þau um eptirlaun prestsekkna líklega allgóð rjettarbót ogverða eflaust staðfest viðstöðulaust, með því að þeim var lítið sem ekkert breytt frá því sem stjórnin bar þau upp ; launabreytingin við sýslumanninn í þingeyjarsýslu lítilræði, sem enginn fæst um : sýslumanninum, sem nú eru, ánöfnuð hin fastákveðnu laun fyrir embættið, 80—90 kr. meira en hann hefir haft; læknaskólalaunalögin líklega vonar- gripur, eins og síðast, þótt niðurfærslan á landlæknislaununum sje minni en þá, ekki nema ofan í 4000 nú (úr 4800), en þá 3600, fyrir þá sök ekki sízt, að fyrirvari frá neðri deild um að lækkunin skyldi ekki ná til landlæknisins sem nú er, samkvæmt þeirri stöðugu grundvallarlegtu þingsins, aðláta engan sem í embætti er, missa neins í af tekjum eínuia viá launal*gabreytingar, var felldur í efri deild, fyrir tilstilli eins hinna konungkjörnu, sem annars er ekki vanur að taka í þann streng, og þrátt fyrir mót- mæli landshöfðingja; og hin fjórðu, um eptirlaun embættismanna og ekkna þeirra, eru, eins og áður er á vikið, dauðadæmd fyrir fram, enda efalaust töluvert ófullkomin að frágangi. þá kemur full tylft af fjárhags- eða fjárráðsmennskulögum. þar af eru fimm ekki annað enn þessi vanalegu og sjálfsögðu búverk þingsins: fjárlög, fjáraukalög og landsreikningalög, og er ekkert sjerlegt um þau að segja annað en þegar hefir verið gert. Sjötta frumvarpinu úr hópnum, lands- reikningsfrumvarpinu fyrir 1880 og 1881, var ólokið, af því að efri deild breytti þeim lítils háttar síðasta þingdaginn : færði niður alþingisreikning eins þingmanns 1881, Jóns Ólafssonar, svo að það mál verður að fitja upp frá rótum á næsta þingi; það þótti tiltækilegra heldur að láta þingið standa hálfum degi lengur, með því að búið var að matbúa í matarkrónuveizluna, þingloka- veizluna, hjá landshöfðingja, og maturinn mátti ekki spillast. Matarkrónurnar vita menn eru þessar 2000 kr., sem stjórnin út- vegar konungsúrskurð fyrir á undan hverju þingi að landshöfðingi megi eyða úr lands- sjóði í veizlur handa þingmönnum, til þess að freista, hvort þeir geti ekki fengið á honum matarást einhverjir að minnsta kosti. Af hinum fjárhagsstjómarlögunum fer alls eitt í sparnaðaráttina. En það munar ekki htlu um það; eða hitt þó heldur. það er um að—afnema ferðastyrkinn handa ís- lenzkum stúdentum til Khafnarháskóla. það verður líklega eini ávöxturinn af hinum miklu framkvæmdum hinnar frægu sparn- aðarnefndar, landstjórnarkostnaðarsparnað- arnefndarinnar. það er að segja: hefði frumvarpið komið frá henni. En það var ekki. það kom frá þingm. Borgfirðinga, Dr Gr. Th. Hin fara öllu fremur í hina áttina, það sem það er. þar á meðal að öllum líkind- um fyrst og fremst þjóðjarðasalan, ef litið er nokkuð fram í tímann og sje málið skoð- að eingöngu frá landssjóðsins sjónarmiði. Skyldleika vegna má næst þjóðjarðasölunni nefna lögin um að selja kirkjujörð frá Sauða- felli, eða rjettara sagt um að hafa maka- skipti á henni fyrir hálft Sauðafell. þá kom ein um uppgjöf á skuld til landssjóðs, fram undir 30 þús. kr., er hvílir á jafnaðarsjóðum amtanna fyrir fangelsisbyggingarkostnað. Sömuleiðis um að meta upp dýrleika jarða í Bangárvallasýslu, í því skyni að ljetta á þeiin gjöldum til landssjóðs og annara. Enn fremur um afnám aðflutningsgjalds af skipum, sem landssjóð dregur lítið. Og loks lögin um linun í skatti á ábúð og af- notum jarða og á lausafje árið 1884, um helming, eða sem svarar 17—18 þús. kr., eptir áætlun fjárlaganna. Gagnfræóakensla í Reykjavík. Svo sem kunnugt er, hefir nokkuð verið hugsað um hin síðari árin að koma á fót gagnfræðakenslu hjer í höfuðstaðnum, eink- um síðan norðurland fjekk gagnfræðaskóla fyrir sig á Möðruvöllum. Málinu var og hreyft á þingi í sumar, og komst svo langt, að neðri deild samþykkti þingsályktunar- tillögu frá nefndinni í skólamálinu þess efnis, »að skora á landshöfðingja, að hann leiti áhta rektors hins lærða skóla ásamt áliti kennaranna svo og álita stiptsyfirvald- anna um þær breytingar á skipulagi Reykja- víkurskóla, er að því lúta (meðal annars) að Eeykjavíkurskóli verði gjörður að full- komnum gagnfræðaskóla og lærðúm skóla«. Eins og sjá má á auglýsinguhjer síðar í blaðinu, hafa nú tveir til slíkra hluta mikið líklegir menn, þeir W. G. Spence Paterson, brezkur konsúll hjer á Islandi, og cand. theol. þórhallur Bjarnarson (pró- fasts í Laufási Halldórssonar) tekið sig saman um að reyna að koma á fót gagn- fræðakennsluhjer í'bænum ívetur. Paterson, sem hefir numið íslenzku mikið vel, stórum betur en tíðast er um útlenda menn, hefir áður haldið uppi gagnfræðakennslu heima í ættlandi sínu, Skotlandi, einkum í náttúru- sögu, og kenndi síðan við Elensborgar- skóla, þangað til hann varð að flytja sig hingað til Reykjavíkur til þess að taka við konsúlsembættinu. Hinn er að vfsu ungur maður og lítt revndur, svo almenningi sje kunnugt; en það er víst, að þeir sem til hans þekkja, hafa á honum mjög gott traust. Sjálfsagt taka þeir sjer og aðra til aðstoðar, ef þess gjörist þörf, einkum ef töluvert margir gefa sig fram um að fá hina fyrirhuguðu tilsögn. Kennslukaupið þarf að vera lágt, til þess að sem fæstir þurfi frá að ganga sakir efnaleysis. Yrði það ekki nema svo sem 10—15 a. fyrir hverja kennslustund, mundi það líklega fáum ofvaxið. ug það munu þeir fjelagar treysta sjer til að komast af með, ef þeir, sem kennsluna vilja nota í flestum eða öllum námsgreinum, verða ekki því færri, ekki færri en svo sem 10—20; líklega enn minna ef þeir verða töluvert fteiri. Og vildi bæjarstjómin styrkja fyrir- tækið að meiru en húsláninu, svo sem t. d. með því að leggja til ljós og eldivið, sem virðist .eiga að liggja ekki fjarri, þá

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.