Ísafold - 05.09.1883, Blaðsíða 3

Ísafold - 05.09.1883, Blaðsíða 3
87 yrðu enn betri tök á að hafa kennsluna mjög ódýra. |>eim, sem þess óska, mun og auð- vitað verða gefinn kostur á kennslu í ein- hverri einni eða fleirum greinum; en sú tilsögn hlýtur, sem nærri má geta, að verða dýrari að því skapi. Svo mun vera til ætlazt, að kennslan standi alla vetrarmánuðina sex, og kennslu- stundir 14—15 á viku. Ætti það að geta orðið nokkurn veginn ígildi annarar gagn- fræðakennslu, svo sem þeirrar á Möðruvöll- um. Og ólíku hægra og sjer í lagi kostnað- arminna er fyrir menn, sem eiga heima hjer í bænum, að færa sjer slíka tilsögn í nyt, heldur en að verða að sleppa algjör- lega vinnu sinni og sækja úr fjarlægum hjer- uðum t. d. til Möðruvalla og sitja þar heil- an vetur. þessi tilraun á og að geta orðið ágætur mælikvarði fyrir því, hversu sönn þörf er á gagnfræðakennslu í höfuðstaðnum og hversu ríkan áhuga almenningur hjer hefir á henni. Yrði það mikil leiðbeining fyrirj þing og stjórn eptirleiðis, er til þess kæmi, að fara að leggja fram fje til hennar úr landsjóði. Frá alþingi. IX Af lögunum frá alþingi, 33 alls, var ekki annað eptir síðast hjer í blaðinu en niðurlagið á broti því úr landbúnaðarlaga- frumvarpinu, er þingið lauk við, og svo fjárhagslög fimm; hið sjötta, reikningslaga- frumvarpið fyrir 1880 og 1881, varóútrætt. Kemur þá hjer fyrst endirinn á lögunum bygging, ábúð og úttekt jarða og síðan ágrip af áminztum fjárhagslögum. Loks nokkrar þingsályktanir. 28. Lög um bygging, ábúð og úttekt jarða. (Niðurl.) 25. gr. Skyldur er leiguliði, þótt eigi sje til skilið, að færa leigur og landskuld á heimiii landsdrottins ókeypis, ef eigi er fjær en þingmannaleið nemi, ella hafi landsdrott- inn umboðsmann, er eigi búi fjær og taki við jarðargjöldum. 26. gr. þá er landsdrottinn vill neyta rjettar síns að byggja leiguliða út af jörðu sinni, áður en byggingartíminn er á enda, skal hann það gjört hafa fyrir jól; en leiguliði skal^af jörðu fara í næstu fardög- um á eptir. Utbygging skal brjefieg vera og við votta, enda sje svo skýrt að kveðið í henni, að leiguliði hafi að vísu að ganga, að hann eigi af jörðu að fara. 27. gr. Nú vill maður fiytja sig af leigu- jörð sinni áður en ábúðartími hans er liðinn, og skal hann hafa sagt jörðu lausri fyrir jól. Skal hann segja landsdrottni eða umboðsmanni hans upp leigumála brjef- lega og við votta. 28. gr. Ef leiguliði segir eigi lausri leigujörð sinni eptir lögum, en flytur sig af henni, geldur hann landsdrottni leigur næsta ár og landskuld. Má landsdrottinn nýta sjer jörð sem hann vill, eða byggja öðrum. Nú hefir leiguliði sagt jörðu lausri í tækan tíma, en flytur sig af henni fyrir fardaga, og bætir hann landsdrottni skaða þann, er jörð bíður af burtför hans, eptir mati óvilhallra manna. 29. gr. Nú hefir landsdrottinn byggt leiguliða löglega út, svo sem fyr er sagt, eða byggingartíminn er á enda, eður svo er ástatt sem segir í 24. grein, og vill leiguliði eigi flytja sig af jörðu, eða beitir þrásetu, og er landsdrottni rjett að krefja utburðar á sína ábyrgð, og fer um það eptir almennum rjettarfarsreglum. ■30. gr. þá er leiguliðaskipti verða á jörðum, skal taka þær út með lögmætri skoðunargjörð, og kostar fráfarandi og viðtakandi hana að sínum helmingi hvor. Úttektarmenn skulu vera tveir, og fer út- tekt fram um fardagaleyti. Skal þá gjöra fráfaranda og viðtakanda aðvart með næg- um fyrirvara, svo og landsdrottni eða um- boðsmanni hans, svo að þeir geti til út- tektar komið. 31. gr. Hreppstjórar eru úttektarmenn. þar sem eigi er nema einn hreppstjóri í hrepp, skal sýslumaður nefna að auki svo marga úttektarmenn, sem hreppsnefnd þurfa þykir. Úttektarmenn þessir skulu eið sverja fyrir sýslumanni. Sjeu Úttektar- menn eigi fieiri en tveir í hrepp, skal hinn þriðja tilnefna til vara, er úttekt gjöri í forföllum annarshvors hinna, eða með þeim, ef þá greinir á. Avallt þar er út- tektarmenn greinir á, skal hinn þriðja til kveðja. Úttektarmenn skulu hafa starfa sinn á hendi eigi skemmri tíma en sex ár. 32. gr. Úttektarmenn skulu bók hafa er borgist af sveitarsjóði og sýslumaður lögildir; skal rita í hana allar úttektir jarða. Eigi er úttekt lokið fyr en svo er gjört. Skulu úttektarmenn því næst rita nöfn sín undir hverja úttekt henni til staðfestingar. þeir, sem við úttekt eru staddir, fráfarandi, viðtakandi og jarðeig- andi, eða umboðsmaður hans, ef hann eigi mætir sjálfur, skulu og rita nöfn sín undir úttekt. Nú skorast þeir undan að rita nöfn sín undir úttekt, og skulu úttektar- menn láta þess við getið f útektabókinni, Skyldir ,eru úttektarmenn að gefa staðfest eptirrit af .úttektum, ef þeir eru þess beiddir, og eiga þeir 50 aura fyrir hverja örk eptirrits. 33. gr. Úttektarmenn skulu taka fyrst út hús þau, er jörðu fylgja og lýsa þeim greinilega, sem og göllum þeim, er á þeim eru. Næst á eptir jarðarhúsum skal taka út önnur mannvirki, þau er jörðu fylgja, svo sem eru túngarðar, vörzlugarðar, mat- jurtagarðar, fjenaðarrjettir, heygarðar, stíflu garðar og annað þess konar. Svo skulu og úttektarmenn skoða innstæðukúgildi jarða. fíjett er, ef landsdrottinn eða viðtakandi krefst þess, að úttektarmenn skoði tún, engi og haga, skóg, eggver og aðrar lands- nytjar. Úttektarmenn skulu lýsa öllu þessu nákvæmlega og kveða á hæfilegt álag fyrir þeim göllum, sem á eru hverju fyrir sig. Ef maður flytur að parti úr jörð, þá er rjett, ef hann eða landsdrottinn óska þess, að úttektarmenn skipti milh aðfaranda og annara, húsum, matjurtagörðum og öðrum mannvirkjum, túnum, engjum, skógi og innstæðukúgildum; beitilandi og hlunnind- um skal einnig skipta, ef hlutaðeigendur koma sjer saman að óska þess. Fráfarandi greiði álag til viðtakanda að aflokinni úttektargjörð. En greiði hann eigi þegar álagið, gjöri úttektarmenn lögtak til lúkningar álaginu í munum þeim, sem fráfarandi á á jörðinni, eptir því sem hann vísar á og fyrir hendi er. Geti viðtakandi sannað, að hann hafi krafizt álags af frá- faranda að lögum, og eigi fengið það eða hluta þess, á landsdrottinn að greiða hon- um það sem vantar, nema að öðruvísi hafi verið um samið. 34. gr. Ef einhver sem hlut á að máli eigi vill hlíta úttekt, sem gjörð er á jörðu, er honum rjett að krefja yfirúttektar. Beiða skal hann sýslumann innan hálfs- mánaðar að nefna fjóra menn til yfirút- tektar, og skulu þeir haga yfirúttekt svo sem segir um úttektir. Yfirúttektarmenn eigi sömu laun fyrir starfa sinn, sem út- tektarmenn, er krefjandi gjaldi, ef álagsupp- hæð eigi er breytt, ella fer um gjaldið sem segir í 30. gr. 29. Lög um samþykkt á landsreikningnum fyrir 1878 og 1879. (Hjer eru að eins sett nokkur helztu atriðin úr þessum landsreikn- ing, eða þar sem mest skilur á reikning og áætlun, í þúsundum króna, í fyrra dálk fjár- veitingin eða áætlunin, í síðara reikningurinn, þ. e. tekjur og gjöld landssjóðsins eins og þau urðu f raun og veru þennan tveggja ára tíma að samtöldu: Tekjur alls...................... 638 831 Gjöld alls....................... 598 715 Afgangur.......................... 40 116 Spítalagjald ................... 12 17 Lestagjald ....................... 72 101 Aðflutningsgjald................. 196 252 Fasteignartekjur.................. 64 79 Viðlagasjóðstekjur................ 45 49 Alþingiskostnaður 1879............ 32 37 Rostnaður til dómgæslu og lög- reglustjórnar .................. 44 130 Læknaskipunarkostnaður............ 80 72 Innstæðufje viðlagasjóðsins var í árslok 1879 678 þús., en útistandandi eptirstöðv- ar af tekjum landssjóðs 27 þús.). 30. Fjáraukalög fyrir árin 1878 og 1879. (Ekki annað en 500 krónurnar handa Feil- berg). 31. Fjáraukalög fyrir 1880 og 1881. (Tæpar 9 þús kr. alls, þar af rúm 5 þús. til póststjórnar og póstflutninga). 32. Fjáraukalög fyrir 1882 og 1883. (Eúm 4 þús. ; þar á meðal 1125 kr. handa hjer- aðslækni Ólafi Sigvaldasyni fyrir þjónustu hans í 5. læknishjeraði í 1J ár; 700 kr. uppgjöf við síra Mattías Jochumsson f Odda á árgjaldinu frá því brauði; og 500 kr. til bókakaupa og áhalda við Möðru- vallaskóla). 33. Fjárlög fyrir árin 1884 og 1885. (Sett hjer að eins nokkur höfuðatriði, þar sem helzt skilur á við núgildandi fjárlög, og til samanburðar samsvarandi liðir úr þeim fyrir árin 1882 og 1883—í fyrra dálkinum fyrra tímabilið, í síðara dálknum síðara; allt í þúsundum króna: Tekjur alls ..................... 853 875 Gjölda alls .................... 804 847 Afgangur ......................... 49 28 Abúðar og lausafjárskattur ....... 94 75 Aukatekjur........................ 28 38 Vitagjald ......................... 7 10 Spítalagjald — útflutningsgjald af fiski og lýsi m. m.............. 50 72 Aðflutningsgjald af áfengum drykkj- um og tóbaki .................. 280 286 Tekjur af póstferðum ............. 20 27 Fasteignartekjur ............... 69 65 Viðlagasjóðstekjur ............... 56 60 Tillag úr ríkissjóði ............ 191 183 Útgjöld við umboðsstjórn, gjald- heimtur m. m................... 349 360 Læknaskipunarkostnaður ............ 80 85 Póststjórnog póstgöngur........... 36 56 Til kirkju- og kennslumála....... 200 207 Til vísindalegra og verklegra fyr- irtækja ........................ 12 15 Til óvissra útgjalda .............. 6 4 Hækkunin á umboðsstjórnarkostnaðin- um er fólgin hjer um bil í 6000 á ári í laun til hreppstjóraj; læknaskipunarkostnaðar- aukinn í styrk til 3 aukalækna: í Dalasýslu og Bæjarhr. f Strandas. 900, á Seyðisfirði m. m. 800, á Akranesi m. m. 700; póst- málakostnaðurinn aukin laun,—póstmeistar- inn 700 kr. launabót á ári—,og auknar póstferðir; brauðauppbót hækkuð upp í 23 þús. úr 20. þingið skipti nú sjálft upp meira hluta styrksins til vísindalegra og verklegra fyrirtækja, öllu nema 6000 kr., nefnil. þorv. Thoroddsen 2000 alls, Bene- dikt Gröndal 1200, til gufubátsferða á Isa- fjarðardjúpi 3000, til eflingar laxveiði og laxræktar 3000, og til Stefáns Jónssonar til að ljúka við sljettunarvjel 200. Enn fremur látið veitingu til óvissra útgjalda, fylgja þessa athugasemd : «Eigi má af þess- um gjaldlið greiða ferðakostnað embættis- manna eða embættismannaefna frá útlönd- um til að taka við embættum hjer á landi«). Af hinum samþyktu 14 þingsályktunum hefir sex verið áður getið. Hinar 8 eru :

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.