Ísafold - 22.09.1883, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.09.1883, Blaðsíða 2
 94 ÚTLENDAR FRJETTIR. Khöfn 27. ág. 1883. Hjer í Khöfn haldinn 21. ág. og dag- ana þar á eptir fundur fornfræðinga, þeirra sem stunda fornmenjar, mál og sögu Vesturheimsbyggja, þ. e. að skilja: frumbygðarþjóðanna í þeirri álfu. þ>eir komu frá Vesturálfulöndum og flestum löndum í vorri álfu. Worsaae forseti. Mikið talað um siglingarnar vestur frá íslandi og Grænlandi, um Norðursetu o. fl. Konung vorn gista nú dætur hans, Alexandra og íþyri, ásamt börnum þeirra sumum; einnig Georg konungur frá Grikklandi og drottning hans, og þeirra börn. Og svo er von á keisara- hjónunum frá Pjetursborg. — Þegar menn gá að, að hverjum Yggdrasil Glukksborgarteinungurinn er orðinn í Evrópu, má mörgum koma í hug: Mjór er mikils vísir! Dáinn hjer L. Oppermann, prófessor i þýzku og þýzkum bókmenntum. Enn fremur leikkonan Louise Holst, sem mikið þótti til koma í hennar mennt. jUppreisnartilraunir gerðar í ýmsum setuliðsflokkum Spánarkonungs snemma i þessum mánuði og fram eptir honum. Nú er allt kallað niður bælt, þó sumir ætli annað sannara. Greifinn af Chambord, konungsefni lögerfðamanna áFrakklandi, og semþeir nefndu Hinrik V., andaðist5 25. ágúst eptir langa legu. Menn ætla, að greif- inn af París beitist nú fyrir ríkiskvöð- um Búrboninga, og svo mun fyrir ætl- að í testamenti Hinriks V. Frakkar hafa nýlega unnið nokkur vigi við Hué, fljót sem svo kallast, í Anam, og sent menn til höfuðborgar- innar með kostaboð til friðar. Túdúk keisari í Anam dauður, en um nafn hins nýja keisara fer tvennum sögum, eða fleirum þó. Frakkar efa, að Kín- verjum sje alvara með stríð, þó þeir lofi þegnum sínum að beijast í liði Anamskeisara. þ>að er nú borið aptur, að Cetewayo konungur hafi fallið í bardaganum við þann höfðingja, sem Usibepi heitir. Seinni sögur hafa sagt hann á lífi, og bættþví við, að hann hafi þegar náðræki- lega að hefna sín á óvin sínum. Miklir stormar sagðir frá Minnesota í Ameríku, og mikið tjón af þeim fólki, borgum og byggðum. Edinborg 3. sept. Tuttugu og sjö þúsund og þrjú hundr- uð manns var kóleran búin að drepa alls á Egiptalandi í lok ágústmánaðar. Eldgos voðaleg á Java. Byrjuðu 26. ágúst. £>rjár borgir eða meira eyðzt gjörsamlega. Manntjón kvað skipta mörgum tugum þúsunda, þrjátíu þús- undum að minnsta kosti. FÁEIN ORÐ UM SKÓLAHÚS o. fl. J>að er kunnugt, að hjer í Kjósar- og Gullbringusýslu eru komnir á fót allmargir barnaskólar, sem allir njóta að meira og minna leyti styrks af landssjóði, þó að af skornum skammti sje. 011 þessi skólahús eru reist fyrir fj árframlögur einstakra manna eða sveitarfjelaga, og hefir landstjórnin því engin afskipti haft af því, hvernig hús- in eru úr garði gjörð. Jeg tel það víst, að þeir sem fyrir húsasmíðinni hafa gengizt, hafi gjört þau svo góð, og leyst verk sitt af hendi svo vel, sem kostur var á fyrir það fje sem fyrir hendi var, og þeir sjálf- ir höfðu vit á; en allt um það er ekki vist, að þessi hús fullnægi þeim kröfum, sem heimta má, og heimta ber af slíkum húsum. Land- stjórnin hefir ekkert skilyrði sett fyrir því, að skólarnir fái styrk úr landsjóði, annað en það, að til sje hús, og að sveitarfjelögin styrki skólann af sinni hálfu\ en með því er ekkert eptirlit haft, hvernig skólahúsin sjeu gjörð. En eptirlit með því virðist alls- endis nauðsynlegt, og þarf að vera þannig lagað, að engin hlutdrægni komist þar að. J>að væri því ef til vill heppilegra, að slíkt eptirlit væri eigi falið skólanefndunum, heldur einhverj- um óviðkomandi manni, sem vit hefði á, enda má það ekki heimta af hverri skólanefnd, að hún beri skyn á, hvern- ig skólahús, borð og bekkir o. fl. skuli úr garði gjört, til þess að það svari til þeirra þarfa, sem skólinn og sjerstak- lega heilsa barnanna krefur; og þó að gjöra mætti ráð fyrir því, að skóla- nefndirnar sæi einhvern gallann, væri það hugsanlegt, að þær leiddu hjá sjer, að bæta úr honum, ef það þyrfti að kosta nokkrar krónur; en hirðuleysi í því getur, ef til vill, kostað margra barna heilsu eða líf, og þá er spar- semin sannarlega misbrúkuð. Til þess að forða slíku fari, tóku Svíar það ráð, að fela skóla-umsj'ónar- mönnum eptirlit með skólahúsunum 1861, en til þess tima höfðu biskupar og prestar einir gefið allar skýrslur, er að skólum lutu. þessir umsjónar- menn voru optast teknir úr öðru hjer- aði en því, sem skólinn var í, til þess að tryggingin væri sem bezt fyrir ó- hlutdrægum dómi um skólana. Eitt af því, sem þeir áttu að annast, var það, að öll þau skólahús, sem gjörð voru að nýju, væru gjörð eptir þeim reglum, sem settar voru, og taldar nauðsynleg- ar til þess, að skólavistin hefði eigi skaðleg áhrif á heilsu barnanna. Svo er og hvervetna þar sem skólamál eru vel á veg komin, að menn láta sjer mjög annt um allan aðbúnað í skólan- um til að varðveita heilsu barnanna, því að „eigi getur heila sál í vanheilum líkama“. Á þýzkalandi var fyrir nokkrum árum skipuð nefnd til að athuga, hverj- ar varúðarreglur væri nauðsynlegt að taka í þessu tilliti, og skulu hjer tekin fram helztu atriðin úr áliti nefndar þessarar. Skólahúsinu skal velja stað, þar sem þurr er jarðvegur, og skal þess ávallt gætt, að hentugu leiksvæði megi við koma. Eigi skal lægra undir lopt í skólastofunum en 4 álnir, og skal ætla að minnsta kosti 90 kub. feta andrúms- lopt handa hverju barni. |>annig skal t. d. stofa, sem ætluð er 20 börnum, vera að minnsta kosti 15 fet á hverja hlið í ferhyrning, og 4 ál. undir lopt. Svo skal haga borðum og bekkjum, að birtan komi inn á vinstri hlið barnsins, og skulu aldrei vera gluggar nema á eina hlið á hverju herbergi. Svo skal haga herbergjum, að hægt sje á stutt- um tíma að hleypa hreinu lopti inn í kennslustofurnar. Allra þessara varúð- arreglna ber vandlega að gæta; þær miða allar til þess, að koma því til leiðar, að andrúmsloptið í kennslustof- unum sje gott, og nægilega mikið, sem hvorttveggja er Hfsnauðsynlegt fyrir unglingana; en sem því miður er opt litill gaumur gefinn. Um skólaborð og skólabekki ber þessa að gæta. Borðin skulu ekki vera lá- rjett, heldur hallast, og mynda hjer um bil 150 horn við lárjettanflöt; eiga þau að vera svo há, að þeir, sem við þau sitja, þurfi ekki að lúta, er þeir skrifa. Nú eru börn venjulega misstór, þó að á líkum aldri sje, og verður því opt að hafa borðin mishá í sömu kennslustofu, eða þá sætin mishá. þ>að er nauðsyn- legt, að borð, sem unglingar eiga að sitja við einar 4—6 klukkustundir á dag, sjeu ekki svo löguð, að þeir verði að sitja álútir til að sjá það sem á þeim er, eða skrifa við þau, því það er mjög óholl staða fyrir líkamann og ónáttúr- leg. Á bekkjunum er nauðsynlegt að hafa bakrim, til að sjá við því að börn- in sitji ekki hokin, enda þreytast þau langtum minna af að sitja ef þau geta hallað sjer upp við eitthvað. J>ess ber að gæta, að baksláin sje ekki of há, heldur þannig, að hún hvlli mjóhrygg- inn. Vandlega ber þess að gæta, að börn hengi ekki niður fæturna, heldur standi í pá, og er því gott að hafa lausa skemla, misstóra eptir því sem á þarf að halda. þegar unglingurinn skrifar við borð, skal bekkurinn svo settur, að fremri brún hans gangi hjer um bil 2 cm. inn undir fremri borð- brúnina. Af því að það er mikil fyrir- höfn, að flytja bekkina þannig til og frá, hafa verið smíðaðir þannig lagaðir bekkir, að skjóta má setunum fram og aptur eptir vild, og eru bekkirnir sjálfir þá negldir fastir í gólfið. J>ó að þessar bendingar sjeu fáar

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.