Ísafold


Ísafold - 10.10.1883, Qupperneq 2

Ísafold - 10.10.1883, Qupperneq 2
102 maður útfluttan fisk frá landinu á ári að meðaltali 45 þús. skpd. sem mun láta nærri hin síðari árin, þáfjenast landinu fram und- ir hálfa miljón króna fyrir hverja 10 kr. verðhækkun á skippundinu. Hjer er því ekki um smáræði að tefla. þó er hitt ekki minna um vert, að með þessari nýju aðferð sparast öll sú mikla fyr- irhöfn og sá mikli kostnaður, sem gömlu aðferðinni fylgir, því að þurka og salta fisk- inn, að ógieymdu þvl hversu mjög þar er undir veðráttu komið. það er ekki smáræð- is munur, að þurfa ekki að tefja sig eina stund við það frá róðrum. Og kæmumst vjer svo áður mjög langt um líður svo langt, að komast hjá þessum róðrum líka að meira eða minna leyti, með því að liggja almennt úti á þilskipum við fiskiveiðarnar og hafa gufu- báta til að flytja frá sjer aflann og færa fiskimönnum aptur nauðsynjar sínar, eins og tíðkast í Englandshafi t. a. m., þá verð- ur fiskiútvegur vor vissulega arðsöm atvinna. En það er líklega varlegra að gera sjer ekki of glæsilegar vonir um framtíð landsins að þessu leyti nje öðru, sem er í nokkuð lausu lopti byggt. En hitt er aldrei nema rjett og sjálfsagt, að fagna hverri líklegri viðleitni í þá stefnu, og þar með láta ekki sitt eptir liggja til þess að slík viðleitni blessist, og kunna hverjum manni þakkir fyrir, sem gerir sjer far um að koma oss úr kútnum, úr vesaldómnum og úrræðaleys- inu. þýzkt rit um Njálu. Hið mikla dálæti fræðimanna í öðrum löndum á fornsögum vorum hefir hin síðari árin snúizt fyrir sumum þeirra upp í kapp- samlega viðleitniá að rengja sannleik þeirra margra, þar á meðal höfuðgerseminnar í þeim fríða flokki, Njálu. Helzt verða til þess fákunnandi nýgræðingar, sem lög gjöra ráð fyrir, en eru þess að bíræfnari. Jeg ímynda mjer að almenningi hjer á landi muni þykja nógu fróðlegt að sjá dá- lítið sýnishorn af þeim lofsamlegu tilraun- um, og tek þá til þess bók , er út hefir komið á þessu ári í Berlín, um Njálu, eptir tvo unga vitringa, von K. Eehmann og H. Schnorr von Carolsfeld, mest um mála- sóknirnar í Njálu, og svo þar að auki um sitt hvað annað, t. d. örnefni og staðalýs- ingar; úr þeim kafianum tek jeg þetta sem jeg tilgreini hjer. Bókin er heilmikið rit, töluvert á 3. hundrað bls. í allstoru broti, ogheitir: »Die Njálssage, insbesondere in ihren juristischen Bestandtheilen«. Lesendunum mun gefast á að líta! Hvernig eiga líka menn, sem aldrei hafa stigið fceti sinum á Island, að geta frætt oss um, hvernig til hagar hjer. þar til þarf allt öðru vísi rannsóknir. Sá sem ætlar að rannsaka sögur vorar þarf að koma á sögustaðina sjálfur, og sjá með sínum eigin augum og verja til þess miklum tíma og athygli, skrifa allt upp á staðnum og gera þar þær athugasemdir, er honum þykir þurfa; hann þarf og að skýra frá því, hvað hann hefir sjálfur sjeð og hvað hann kann að þurfa að hafa ept- ir öðrum, og tilgreina þá menn. Hið nauð- synlegasta er að rannsaka með grepti þar er helzt þykir þurfa; það er þegjandi vott- ur, og tekur af öll tvímæli. Öllum ætti að vera Ijóst, að sannanir, sem ekki eru byggðar á slíkum rannsóknum, hafa enga verulega þýðingu. Jeg hefi sjálfur reynslu fyrir því, að hversu ljósa hugmynd sem maður þykist hafa um einhvern stað, að þegar maður kemur þar sjálfur og athugar hann nákvæmlega í sambandi við söguna, vaknar aptur upp nýr skilningur, sem mað- ur þá sannfærist um að sje hinn rjetti. þetta á sjer einkum stað um þá sögustaði, er mönnum hafa sýnzt vafasamir eða jafn- vel rangir. Jeg skal, ef jeg get, í næsta blaði, skýra nokkuð frá rannsókninni í Bangárþingi, er Eornleifafjelagið Ijet gera í sumar og lýsa þar í fám orðum hvernig Njálssaga reyndist mjer. En svo jeg hverfi aptur að aðalefni þessarar greinar, þá set jeg hjer orðrjetta þýðingu á nokkrum klausum úr áminnztu riti, og bæti aptan við nokkrum spurningum eða athugasemdum: »Að því er landfræðilegar villur snertir sem höfundurinn gerir sig sekan í, þá hefir G. Vigfússon þegar getið þess í Prolegomenis sínum við Sturlungu bls. 43—44, að þær sjeu til í Njálu. þannig virðist svo, sem höfundur hennar viti ekkert um, að Hlíð- arendi, þar sem Gunnar átti heima, er fast við þverá, því, að fráteknum einum einasta stað, í einu einasta handriti, B. 98, 56, er þessarar ár hvergi getið í Njálu, heldur er Bangá alltaf nefnd til sem sú á, er sje næst bæ Gunnars, þó að hún sje miklu lengra frá en hin (Kálund I, 208—211. 237—243. 250—255. 11, 410—411.)V því næst er sagt 912 um jþorvald : hann átti eyjar þær, er heita bjarneyjar, þær liggja út á breiðafirði. þaðan hafði hann skreið og mjöl. Bitari Njálu hefir líklega fundið í því er hann hafði fyrir sjer þá sögu, að þorvaldur hafi áttar Bjarneyjar, og hcfir að öðru leyti einnig vitað um hið alkunna fiskiver á Breiðafirði. Að slengja þessu saman er rangt; því að óðal þorvalds er á Meðalfellsströnd, sem er við Hvamms- fjörð, er gengur inn úr Breiðafirði. En á Hvammsfirði eru líka eyjar, er heita sama nafni, og þær átti þorvaldur. Hinar, er fiski- verið var á, eru langt út í Breiðafirði (Ká- lund I, 486—488. 545.)2. En mestar villur hefir ritari Njálu gert í þeim kafia sögunnar, er sagt er frá ferð Elosa heiman að frá Svínafelli til þrlhyrn- ingshálsa3. í fyrstu áætlun sinni í 12440— 5 o gerír Elosi ei ráú fyrir öðru, en að hann ætli sjer vestur yfir Lómagnúpssand, en leiðina, sem fara skyldi, tiltekur hann eigi nákvæmara. Af stað kvaðst hann mundi fara á sunnudaginn þá er 8 vikur eru til vetrar, og ná á þríhyrningshálsa á mánu- daginn; Ketill ljet þá á sjer heyra, að trauðla mundi þeir komast þetta á svo skömmum tíma, og lýsti þá Elosi nákvæm- ar leiðinni. Nú mætti hugsa sjer, af orðum þeim, sem á undan eru gengin — því að það var auðvitað, að hann riði Lóma- gnúpssand — að Flosi mundi fara beina leið frá Svínafelli til |>ríhyrningshálsa, og eyða sem minnstum tíma, að hægt væri, en þó finnur Ketill ekkert að skýringu Flosa, sem á eptir kemur, þó að það hlyti að sýnast enn ómögulegra að komast það á jafn stuttum tíma, eptir þeim krókagötum, sem Flosi virtist hafa í huga. En þó verð- ur þetta mál enn torskildara, ef vjer gæt- nm að ferðalaginu sjálfur. Tíminn, sem Katli þótti þegar of skammur, styttist um góðan mun við ymsar athafnir sem gerðar eru á sjálfan burtfarardaginn. Elosi lætur lesa sjer tíðir4 á suiaiudaginn, sezt síðan til borðs, sagði heimamönnum sínum fyrir verk- um meðan hann væri brottu, og þá loksins er farið á bak. Sleppum nú því, að mikl- um hóp manna, er hver hefir tvo hesta, gengur í seinna lagi að komast áfram, en þar á ofan býður Flosi þeim, að allir skuli bíða, ef einhverjum þeirra dveljist, þar til bætt sje. Fyrst ríða þeir nú á Kirkjubæ, og fara þar í kirkju5 (126ls), en síðan ríða þeir í þveröfuga átt norður til Fiskivatna6, þá í utsuður á Goðaland, og síðan í vestur, til að ná þríhyrningshálsum; en þó vjer sleppum þvi nú, hvað tíminn er stuttur, mundi sannarlega enginn maðurfara þá leið, ef hann ætlaði frá Svínafelli á þríhyrnings- hálsa. En þrátt íyrir alla þessa króka komast þeir þó þegar um nónskeið á mánu- dag þangað sem þeir ætla sjer». (Bls. 167 —169). »1 128. kap. er skýrt frá því, er Flosi kom áður kvöldaði að Bergþórshvoli með menn sína, og leyndust7 þeir í »dal einum í hválinum« til þess að bíða betra tíma með brennuna. Möbius hefir í orðabók sinni tekið þetta orð fram með rjettu, undir »hóll«, og þótt það undarlegt og reynir til að þýða orðið (ajá »dalr«) með »skógarpetti«. Nú er lið Flosa 100 menn og 200 hesta. f>ví hundrað voru brennumenn saman komn- ir (1243), og Flosi segir (12445) : ekki mun eg lið auka úr þvi sem nú hefir gengit, og allir hafa tvo hesta fyrir sig (12444). Slíkur manna og hestasægur getur jafnilla leynzt í »vallicula in tumulo sita« sem latn. útl. segir (dalverpi í hólinn), og í skógarpetti á hóíi nokkrum, einsog Möbius villtaka það8, auk þessa er enginn slíkur staður til þar í hjeraði; vjer eigum því hjer að skipta við hinn stórkostlega ókunnugleik söguritarans, eins og svo opt vill til9. (Bls. 170). »1 engri íslenzkri sögu lagar sögumað- urinn sig svo mjög eptir lagamönnum sem í Njálu. Hann gerir sjer upp skringilega og það beinlínis óskiljanlega vafninga til þess að koma lagagreinum að. þannig er allt hið undarlega ráðabrugg um dularklæðin í 22. kap. smíðað og rakið, til þess að eins að koma stefnunni fram á tilhlýðilegan hátt. Svo er því og' skrökvað upp, að þórhallur Asgrímsson hafi haft vont fótarmein, til þess að láta brennumálin ganga í mót þeim er klagað höfðu. Eyólfur Bölverksson er uppskrökvuð persóna, o. s. frv. Svo er staða- lýsing landsins öll gerð öfug til þess að Mörð- ur Valgarðsson geti komið fram mrrgflæktu málastappsráðabruggi«. (Bls. 6)10. 1) Hvar kemur sú hugmynd fram í Njálu, að Bangá sje nefnd í sambandi við Hlíðarenda ? Er þess ekki getið þvert á móti, að Gunnar og Kolskeggur riði lang- an veg að vígi þeirra Otkels við Bangá ? (Khafnar útg. 1875 k. 54). Og hafa hinir háttvirtu höfundar enga hugmynd um að ritvilla geti átt sjer stað ? Er það ekki nóg að sannleikurinn stendur í einu hand- ritinu, B ? 2) Hver hefir frætt höfundana á því, að nokkurar eyjar hafi nokkru sinni verið inni á Hvammsfirði, er heiti Bjarneyjar, þvíþeir ættu þó að vita, að Bjarney er allt annað, sem er lítil ey einstök og engar aðrar í nánd? Njála neitar því alls ekki, að þjóstólfur hafi haft einhvern mann með sjer. Hver gerði þorvaldi ómögulegt að eiga Bjarneyjar? 3) Treysta nú höfundarnir sjer til að sanna þetta ? 4) Hve langar tíðir skyldu nú hafa verið sungnar á íslandi árið 1011 ? Hve marg- orður skyldi Flosi hafa verið um morguninn við húskarla sína um athafnir þeirra í fjar- veru sinni ? Líka mun óhætt að fullyrða

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.