Ísafold - 10.10.1883, Qupperneq 4
104
Frá alþhyi 1883.
x.
Ísaíold þykist hafa sagt alþingisfi jtdtir í
sumar nokkurn veginn svo greinilega sem
kostur er á, af ekki stærra blaði. 1 öðrum
löndum, þar sem meðalblöð eru tífalt stærri,
af því þar hefir almenningur mátt og vilja
til að kaupa tífalt dýrari blöð en hjer ger-
ist, þar geta þau gert miklu rneira en að
segja frá úrslitum málanna og aðalatriðum
í meðferð þeirra; þau geta enn fremur
haft meðferðis jafnóðum ágrip af ræðum
þingmanna og gert kjósendum þeirra og
almenningi þar með kunnar tillögur þeirra
og alla frammistöðu á þingi. Hjer verður
slíku með engu móti við komið, af greindum
rökum, svo bagalegt sem það er. það er
mjög bagalegt, því að bæði koma alþingis-
tfðindin svo seint, að þá eru frjettirnar
farnar að fyrnast æðimikið, og svo les þau
ekki tíundi hver maður þeirra sem þurfa
að vita og eiga að vita greinilega, hvað
fram fer á þingi, hvað fulltrúar þjóðarinn-
ar hafast þar að hver um sig; eiga að vita
það, af því að þjóðin er húsbóndinn og hef-
ir ekki valdið, sjálfsforræðið, bara upp á
stáss, heldur til að beita því landi og lýð
til nytsemdar 1 bráð og lengd. Vandi fylg-
ir vegsemd hverri.
Bn betra er nokkuð en ekki neitt. Til
þess að bæta hjer úr dálítið ætlar Isafold
að verja fáeinum dálkum til þess að skýra
lauslega frá tillögum þingmanna í sumar í
hinum merkilegri málum, að svo iniklu
leyti sem þess er kostur, en það er því
að eins, að þingmaðurinn hafi annaðhvort
talað í málinu eða þá greitt atkvæði í því
að viðhöfðu nafnakalli.
Ekki er hægt að gera við því, þó þessi
skýrsla verði ef til vill lítið góðgæti þeim,
sem ætlast til eintómrar skemmtunar af
blöðunum. Hún er mjög nytsamleg og
raunar ómissandi, og ætti því að vera þegin
með þökkum, það því fremur sem mikil
fyrirhöfn er að búa hana til.
— f>að mun bezt hlýða að byrja á göfug-
asta málinu, stjómarskrdrbreytingunni.
Flutningsmaður var Benidikt Sveinsson ,
eins og 1881. |>ess þarf ekki að geta, að
hans frammistaða þar var hin skörulegasta.
Nefndin klofnaði í þrennt; voru þeir Grím-
ur Thomsen og Arnljótur Ólafsson einir
síns liðs í sínum minni hlutanum hvor.
Grímur vildi tvískipta stjórnarskránni :
hafa í öðru frumvarpinu, hinu styttra, er
hann kallaði stjórnarskipunarlög I, þær
greinir, er annaðhvort mundu þurfa sam-
þykkis ríkisþingsins, eða sem gjöra stór-
kostlegar breytingar á því stjórnarfyrir-
komulagi, sem nú er, og því kunna að virð-
ast stjórninni ísjárverðar. Með því mundi
vinnast, að þingið ynni ekki alveg fyrir
gíg, ef hið lengra frumvarp yrði staðfest,
þótt hið styttra ekki næði að svo stöddu
samþykki konungs. Arnljótur var og á
því að tiltæklegra væri að skipta frumvarp-
inu í tvennt. Hann vildi í annan stað
hafa skipun hinnar æðstu innlendu stjórn-
ar og samband hennar við konung öðru
vísi en allir hinir í nefndinni; var svo að
heyra, sem hann hneigðist helst að jarls-
hugmyndinni, og að honum þætti stjórnar-
skrárbreytingin annars ekki svo mjög áríðandi.
f>egar inn á þing kom, frá nefndinni, sem
ekki var fyr en 13. ágúst, lögðu fáir til máls-
ins : auk umgetinna þriggja nefndarmanna
ekki aðrir en þeir Jakob Guðmundsson og
Jón ólafsson, er báðir voru endurskoðuninni
hlynntir, enda voru flestar greinar í frum-
varpi flutningsmanns og meira hluta nefnd-
arinnar samþykktar ýmist í einu hljóði eða
með tlestöllum atkvæðum, án nafnakalls.
þetta var nú í neðri deild.
I efri deild komst ekki málið á dagskrá
fyr en 4 dögum fyrir þinglok. Var þar sett
í það nefnd, eptir nokkur meðmælingarorð
frá Ben. Kristjánssyni. Lengra komst það
ekki
Verulegasti munur á þessu frumvarpi og
stjórnarskránni eins og hún er nú, er sá, að
inn í það er skotið fullum orðum 2. og 3.
grein stöðulaganua, lítið breyttum, og að
landshöfðingi kemurí stað ráðgjafa og lands-
höfðingja, eptir því sem nú er, nema hvað
konungur hafi sjer við hönd sjerstakan
skrifara fyrir málefni íslands, er afgreiði
hjá honum öll hin sjerstöku málefni lands-
ins og með nafni sínu merki alla konungs-
úrskurði.
Hitt og; þetta.
— Falsacar vörur. það er, sem betur fer,
eUki eins algengt hjer og i öðrum löndum að
falsa vörur í kaupuin og söium, ekki sízt matvæli.
par að lýtur þessi saga. Einu sinni voru fjórar
flngur, sem voru allar ákaflega soltnar. Ein þeirra
kom auga á pilsu, mikið girnilega, og tók þar ó-
spart til matar síns. Hún dó úr garnabólgu, því
að í pilsunni var anilín. Önnur komst í nijöl.
Hún dó úr innanveiki, því að mjölið var blandað
sandi. priðja flugan drakk mjólk. Hún dó af
niðurgangi, því kalk var í mjólkinni. pegar fjórða
flugan sjer afdrif systra sinna, telur hún sjer sömu
forlög vis, og hugsar með sjer, að þaó sje þá bezt
að láta það taka iljótt 'af: fer og steypir sjer niö-
ur í flugnabana, pappírshólk rjóðraðan innan eitr-
uðu lími. En henni var hvergi meint; því flugna-
baninn var líka falsaður,
1 Paris dó i sumar alræmdur drykkjumaður,
sem hafði rítað í bók með mikiili nákvæmui hvern
sopa af ölföngum, er hann hafði drukkið i 50 ár.
f>að voru samtals nokkuö meira en yo,ooo pottar
af víni, 109,500 staup af absint og 219,000 staup
af líkjör. Enda rak ekki elztu kunningja hans
minni til, að þeir hefðu sjeð hann nokkurn tíma
ófullan.
Auglýsingar.
Orðasafn íslenzkt-enskt og enskt - ís-
lenzkt með lestraræfingum og málfræði,
eptir Jón A. Hjaltalín, innhept 4, 50 a.
Islenzka - enska orðasafnið eitt sjer, inn-
hept 1, 50 a. Fæst hjá flestum bókasölu-
mönnum á landinu.
Frímerki.
Brúkuð íslenzk frímerki kaupi jeg fyrir
hæsta verð.
Gef 2 kr. fyrir hundraðið af aura-frí-
merkjum, og 3 kr. fyrir hundraðið af skild-
inga-frímerkjum.
(N. 6366) íl. Hartmann
Valby, Iíjöbenhavn.
Brdðuvi kemur til
kaupmanns Jorláks Ó. Jolinson’s
Nordenskiölds Whisky
°g
hin ágætu grisku vin—.
Enginn selur pessar víntegundir fyrir
heila ísland nema hann.
Til sölu á afgreiðslustofu ísafoldar:
Gröndals Dýrafræði................... 2:25
Gröndals Steinafræði ................ 1:80
íslandssaga þorkels Bjamasonar ...... 1:00
Ljóðmæli Gríms Thomsen .............. 1:00
Um sauðfjenað, eptir Guðm. Einarsson 0:90
U ndirstöðuatriði búf j árræktarinnar,
eptir sama...................... 0:50
Erlevs landafræði, önnur útgáfa...... 1:25
Um notkun manneldis í haiðærum, ept-
ir Dr. J. Hjaltal n (1878)........ 0:30
Dönsk lesbók handabyrjöndum(Svb.H.) 1:00
Öllum þeim sem tekið hafa svo innilegan
þátt í sorg okkar eptir |>orvald son okkar,
bæði með því að fylgja honum til grafar og
I
; á ýmsan annan hátt, vottum við hjermeð
okkar hjartanlegt þakklæti.
Jún Arnason, Katrin þorvaUUduttir.
Friðjþjóí'ssaga.
|>á hina mörgu, sem brjefl. og munnl.
hafa skorað á mig að gefa út apturjrýðingar
mína af Tegners Friðþjófssögu, verð jeg að
biðja að snúa sjer í því efni til herra Bin-
ars þ>órðarsonar prentara. jpegar jeg hætti
viðskiptum við hann 1881, kom okkur ekki
ásamt um skuldaskipti fyr en jeg afhenti
honum forlagsrjett á nefndri þýðingu minni,
ekki þeirri gömlu, heldur henni endurbœttri
og það, að jeg hygg, mjög verulega. En
jeg tilskildi að Einar ljeti prenta kverið
þá um veturinn eptir, ella yrði hann af
forlagsrjettinum; en þrátt fyrir það að jeg
hefi margsinnis minnt hann á þessa skuld-
bindingu, er þýðingin ekki út komin enn.
Verði hún því ekki fullprentuð fyrir miðj-
an vetur næstkomandi, yfir lýsi jeg því
hjer með, að Einar prentari purðarson eigi
alls engan forlagsrjett franiar að nefndri
þýðingu.
Odda 24. sept. 1883.
Matth. Jochumson.
Guðlaugur Guðmundsson
cand. juris
tekur að sjer málfærslu, innheimtan skulda,
ritun kaupbrjefa, skuldabrjefa, samninga,
m. fl. og veitir lagalega leiðbeining þeim,
er þess æskja.
Heima kl. 5 — 7 em. (í húsi Jóns bónda
Ólafssonar við Hlíðarhúsastíg). Bvík %9-
1883.
Til sölu á afgreiðslustofu ísafoldar:
íslenzk garáyrkjubók
eptir
Dr. C. E. Schúbeler,
háskólakennara í Kristjaníu.
Islenzkað og aukið hefir
Móritz Halldórsson-Friðriksson,
læknir Kaupmannahöfn.
Með fjöldamörgum myndum.
Kostar hept 1 kr. 25 a.
Einkunnabækuk handa barnaskólum,
nýjar og með nýju fyrirkomulagi, fást á af-
greiðslustofu ísafoldar. Kosta innbundnar
20 aura.
Einkunnabæktjk handa alþýðuskólum
fást á afgreiðslustofu lsafoldar. Kosta 20
aura.
Bókaskáp vill maður í Reykjavík
fá til kaups, þokkalegan, ekki breiðari en
30 þuml. Nánari vísbending á afgreiðslu-
stofu Isafoldar.
Hin endurtekna útgáfa af danskri lestr-
arbi k (lesbók) Svb. Hallgrímssonar er til
söli í 1 kr. innhept hjá Br. Oddssyni í Rvík.
Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. phil.
Prentuö í ísafoldarprentsmiðju.