Ísafold - 17.10.1883, Page 1
Árgangurinn, 32blöð, kostar
3 kr. innanlands, en í Danm.,
Svíþjóð og Norvegi um 3V2
kr., í öðrum löndum 4 kr.
Borgist í júlím. innanlands,
erlendis fyrir fram.
ÍSAFOLD.
Auglýsingar kosta þetta
hver lína : aur
, , , ímeð meginletri.. 10
mnleiidar °
tmeö smaletn.... o
Ímeð meginletri.. 15
með smáletri.... 12
X 27.
Reykjavik, miðvikudaginn
17. októbermán.
1883.
105. Innlendar frjettir. Grænland og Grænlands-
ferðir.
107. Útlendar frjettir.
108. J>orvaldur Jónsson (lcvæði). HittJ og þetta.
Auglýsingar.
Austanpóstur fer frá Rvík 20. okt.
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2.
íþökubókasafn opið hvern þrd. og ld. 2—3.
Landsbókasafnið opið hvern md., mvd. og ld. 12—3.
Norðanpóstur fer frá Rvík 19. okt.
Póstskipið Laura fer af stað frá Rvík 19. okt.
Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd. og ld. 4—5.
Vestanpóstur frá Rvik 20. okt.
Reykjavík 17. okt.
|>essi sex smálög frá alþingi í sumar er
konungur búinn að staðfesta, öll 21. sept.:
1. í’járaukalög fyrir 1878 og 1879;
2. Lögumsamþykktálandsreikningnum fyr-
ir 1878 og 1879;
3. Lög um breyting á opnu brjefi 27. maí
1859 um að ráða útlenda menn á dönsk
skip, sem gjörð eruút frá einhverjumstað
á Islandi;
4. Lög um að eptirstöðvar af byggingar-
kostnaði fangelsa greiðist eigi af jafnað-
arsjóðum amtanna nje af bæjarsjóði
Eeykjavlkur;
5. Lög um breyting á 1. gr. 2. lið í tilskip-
un handa Islandi um skrásetning skipa
25. júní 1869;
6. Lög um afnám aðflutningsgjalds af út-
lendum skipum.
Stjórnarherrann hefir 28. sept. sam-
kvæmt áskorun alþingis í þingsályktun gef-
ið landshöfðingja heimild til að veita allt að
100,000 kr. lán úr viðlagasjóði, einkum
handa þeim sveitabændum,®fþem þurfa að
auka bústofn sinn. Og sömuleiðis heimild
til að veita meistara Eiríki Magnússyni í
Oambridge 5100 kr. lán, á þann hátt. er
neðri deild alþingis hafði farið fram á.
— Síra Helga Sigurðssyni á Melum veitt
lausn frá prestskap 2. okt.
—Markús Asmundarson Johnsen, cand.
pharm., hefir fengið 21. sept. koungsleyfi til
að setja á stofn og halda lyfjabúð á Seyðisfirði.
— Síra Sigurður Jensson í Llatey var 9.
okt. skipaður prófastur í Barðastrandar-
sýslu; var settur í það embætti í fyrra.
— Skólakennari Björn Magnússon Ólsen,
er fór utan 30. júní í sumar og kom aptur
með póstskipinu 15. þ. m., hefir hlotið
doktors-nafnbót við Khafnarháskóla fyrir
ritgjörð um rúnir í íslenzkum fornritum, er
hann varði 21. sept. Úr flokki háskólakenn-
aranna andmæltu þeir Konráð Gíslason og
Wimmer ; úr áheyrendaflokki cand. mag.
Guðmundur |>orláksson.
— Aflabrögð eru að frjetta góð af Eyja-
firði, einkum af síld. Én á Austfjörðum
aflalaust af síld og lítið af þorski. Hjer í
Beykjavík og þarígrenndreytinguraðundan-
förnu, sem nú er að lifna við að góðum mun.
Sven Foyn, hvalveiðamaðurinn norski,
er hjer var við land í sumar, fyrst við Isa-
fjarðardjúp, og síðan á austfjörðum, kom
heim til Túnsbergs í miðjum sept. Hafði
ekki fengið nema 3 hvali allt sumarið, enda
hafði tlminn gengið mestallur til að koma
sjer hjer á laggirnar.
Eimm færeyskar fiskiskútur komu heim
þangað frá austfjörðum fyrstu vikuna af
október með 30 þúsund fiskjar minnst og
38 þús. mest, samtals 170 þús.
— Craigforth, fjárkaupaskip frá Slimon í
Leith, kom hjer 11. okt.; fór aptur 15. okt.
með 2314 fjár, sumt að norðan, hitt flest úr
Arnessýslu. Hafði Coghill keypt og gefið
fyrir 16—20 kr. fullorðna sauði; borgaði
yngra fje betur að tiltölu. Annars kosta
gamlir sauðir hjer langt yfir 20 kr.; meðal-
kindur um eða undir 20 kr. Kjöt minnst
25 a. pdið; 30 a. algengt og jafnvel 35 a.;
dæmi til 40 a. Von á Camoens á hverjum
degi eptir öðrum fjárfarmi.
— Póstskipið »Laura« kom hjer ekki fyr
en 15. okt. að morgni; hafði verið 16 daga
á leiðinni frá Khöfn, hreppt töluverð hrak-
viðri.
— »Thyra«, strandferðaskipið, var komið
til Eæreyja 9. okt. Hafði gengið ferðin á-
gætlega. Var þar með skipinu meðal ann-
ara Tryggvi kaupstjóri og alþm. Gunnars-
son. Hann ráðgerði að fara af skipi í Leith
og til Lundúna, á fiskisýninguna þar.
— Von á nýrri prentsmiðju í Beykjavík.
A að komast upp i vetur. Éigandi og for-
stöðumaður Sigmundur Guðmundsson, er
áður var yfirprentari í Isafoldarprentsmiðju.
Hefir hann útvegað sjer hraðpressu og önn-
ur áhöld í Edinburgh í sumar.
GRÆNLAND 0G GRÆNLANDSFEROIR.
Eptir
PÁL MELSTED.
LLerra ritstjóri! jþegar jeg hafði lesið
grein yðar í ísafold (X 23) um Grœnlands-
för Nordenskiölds, kom í mig hugur, að
setja saman eitthvað um Grænlandog senda
yður það, engan veginn í því skyni, að jeg
treysti mjer til að leggja orð í með, til þess
að leysa úr þeim spurningum um Græn-
land, sem lærðir menn og landafróðir eru
enn í miklum vafa um, heldur til hins, að
gjöra það lítið, sem í mínu valdi stendur
til þess ásamt yður að vekja athygli landa
vorra á málefni þessu, sem jeg ímynda mjer
að mörgum þyki allmerkilegt.
f>að sæmir eigi að hjer á landi sje þagað
um þetta efni, þegar ganga má að því vak-
andi, að um alla Norðurálfu, og enda víðar,
verður fram eptir vetrinum rætt og ritað
um Grænland, eptir að Nordenskiöld er
heim kominn. Hann er sem menn vita,
víðfrægur maður nú á tímum. þegar hann
talar, leggur öll Európa eyrun við,
Islendingar mega með engu móti sitja
þegjandi hjáþegar aðrir tala um Grænland;
bæði er það, að Islendingar fundu fyrstir
manna Grænland og byggðu það, og svö
hitt, að Grænland er næst Islandi af öllum
löndum; en mikið væri gefandi til, að vjer
værum lausir við það nágrenni.
Grænland er, eins og kunnugt er, afar-
mikið eyland í úthafinu milli Európu að
austan og Ameríku að vestan. Bækurnar
segja, að það sje um 20,000 ferh. mílur á
stærð, en enginn veit það með vissu, því
að mönnum er ókunnugt um bæði hve langt
landið nær til norðurs, og hverja lögun það
hefir að norðanverðu; en hitt er kunnugt,
að norðarlega er Grænland um 200 mílur
á breidd frá vestri til austurs, en mjókkar
eptir því sem til suðurs dregur, og nær
allt suður á 60° n. br. f>annig er suður-
oddi Grænlands—er íslendingar hinir fornu
nefndu Hvarf, en nú er kallað Cap Farvel
— á sömu norðurbreidd sem Kristjanía í
Norvegi, eða Stokkhólmur í Svíþjóð.
Grænland er mjög vogskorið, og ganga
víða langir firðir inn í landið, bæði að aust-
an og að vestan, og ótal margar eyjar eru
með ströndum fram. Landið er hátt og
svipmikið til að sjá; sumstaðar ganga jökl-
arnir fast fram að sjó, eru þar þverhnýpt-
ir og brotna einatt framan af þeim stór
stykki eptir því sem jökulþunginn sígur
fram; þaðan er borgarísinn, sem hingað
kemur til lands; sumstaðar ganga gróður-
lítil nes fram á milli fjarðanna. Helzt er
gróðurins að leita inn í fjarðabotnum, og
er sagt, að þar sje allvíða gott hagkvisti og
jafnvel slægjuland.
Orskammt frá sjó taka jöklarnir við, og
allt til þessa dags vita menn eigi annað en
að Grænland sje allt jöklum þakið hið innra.
Út á þann innlands- eða upplandsjökul
hætta Grænlendingar sjer aldrei, enda er
það eigi árennilegt fyrir botnlausum jökul-
gjám, eða jökulsprungum, og niðri í þeim
eru víða fossandi ár og lækir. Jökullinn
sem hylur Grænland, segja þeir sem til.
þekkja, að sje víðast hvar skriðjökull, og
þess vegna er hann mjög ósljettur og illur
yfirferðar, einkum á útjöðrum.
Aður en Nordenskiöld kom til sögunnar
höfðu Norðurálfumenn tvívegis, að því sem
sagt, erreynt að ganga inn á jöklaogkanna
upplandið. I fyrra sinnið var það danskur
maður Dalager að nafni, um miðja 18. öld.
Hann gekk á jökulinn á 62° 30' n. b., en
komst að eins örskammt og varð áð snúa
aptur sökum skóleysis. Hinn maðurinn
var enskur jöklagarpur, eins og sá sem
hingað kom fyrir nokkrum árum og gekk
yfir Vatnajökul, Watts ; en það fór á sömu
leið fyrir honum sem Dalager, hann lagði
upp á jökla á 69° 30' n. b., en gat eigi kom-
ið þar við sleðum og látið hunda draga þá,
eins og alltítt er norðan á heimsálfunum,
Asíu og Ameríku, og varð að hætta við svo
búið. Hann hjet Whymper. f>að var árið
1867.
Arið 1870 kom Nordenskiöld og með hon-
um nokkrir sænskir náttúrufræðingar til
Grænlands, til þess að kanna upplendið.
Gengu þeir á land á vesturströndinni norð-
ur í Auleitsivik-firði á 68° 30' norðurbreiddar,
því að þar þótti jökullinn lfklegastur til
uppgöngu. En að eigi hafi verið greiðfært
eptir honum, er auðráðið af því, að þeir
fjelagar komust einar 7 mílur danskar á-
fram á 8 dögum, og það með mestuherkjum.
Kenndi Nordenskiöld það raunar með fram
ófullkomnum útbúnaði ogheldur sig mundu
hafa komizt margfalt lengra ef hann hefði
verið í góðu lagi. Voru þeir þá komnir 2000
feta hátt yfir sjávarmál. Jökullinn fór smá-