Ísafold - 17.10.1883, Side 2

Ísafold - 17.10.1883, Side 2
106 haekkandi, var með einlægum bungum eða öldum og djúpum lautum á milli; voru sumar þeirra fullar af vatni. Jökullinn var, segir Nordenskiöld 1 skýrslu sinni til vísindafjelagsins í Stokkhólmi, líkastur út- sjónum, ef hann, uppœstur af stormi, stirðn- aði allur og frysi á einni svipstundu. Lengra austur á jökla en þær 7 mílur fóru þeir Nordenskiöld eigi í það sinni, en svo langt sem augað eygði var eigi annað að sjá en endalausa jökulbreiðu. Eigi urðu þeir þar varir við dýr eða fugla nema hrafna tvo, er fylgdu þeim spölkorn upp á jökulinn. þessi för Nordenskiölds 1870 er einhver hin helzta tilraun, er gjörð befir verið til að kanna upplendi Grænlands, allt þangað til nú i sumar (1883), eins og Isafold hefir fyrir skemmstu um getið. þó má ekki láta ógetið jökulgöngu þeirra Kornerups og Jensens sumarið 1878, sem þar er og drepið á. þeir fóru miklu sunnar, á 62° 40’ nbr., voru 3 vikur á leiðinni og komust viðlíka langt og Nordenskiöld 1870; gerði á þá blindbyl og jökullinn þar á ofan hinn ógreiðasti yfirferðar. En því fleiri og merkilegri eru ýms- ar tilraunir sem gjörðar hafa verið til að kanna a/usturströnd Grænlands (þ. e. þá hlið á Grænlandi, er að Islandi snýr), og kynna sjer allt sköpulag og eðli landsins að austanverðu. I þessari litlu grein verð eg að hlaupa yfir sögu Grænlendinga bæði að fornu og nýju, en skal að eins leyfa mjer að drepa á þessi aðalatriði: Eptir að Eiríkur rauði fann Grænland (982) settust landnámsmenn þar að og varð þar bráðum allmikil byggð, og er í sögun- um nefnd Eystribyggð og Vestribyggð. Landsstjórninni var hagað líkt og á íslandi; landsmenn rjeðu sjálfir lögum sínum og lofum og samgöngur voru tíðar milli Grænlands og íslands. Árið 1000 tóku Grænlendingar kristni og settu biskupsstól hjá sjer 1126 að Görðum í Einarsfirði, og áttu við allgóð kjör að búa allt þangað til þeir misstu sjálfsforræði og komust undir Norvegs konung 1261; þá fór þeim að hnigna úr því. Á 14. öld fóru Skrælingjar að áreita nýlendumenn einkum Vestribyggð; þar við hættust harðir vetrar, mannskæðar sótt- ir og það sem verst var, að stjórnin í Nor- vegi einokaði alla verzlun á Grænlandi, en dugði þó eigi sjálf til þess að sjá landinu fyrir nægum aðflutningum; sigling til lands- ins hvarf að mestu leyti, en segja má að hún hætti með öllu og að Grænland detti úr sögunni þegar kemur fram yfir 1460. Á sextándu og seytjándu öld fóru menn í Norvegi og Danmörk að hugsa til Græn- lands. Afreksverk Kolumbusar og þeirra feðga Jóhanns og Sebastíans Kabots höfðu vakið þá. Stjórn Dana og Norðmanna gjörir út menn optar en einu sinni til þess að leita Grænlands af nýju, en þeim verður ekki ágengt og Grænlendingar hafa ekki gagn af því. Árið 1721 fluttist prestur einn af Há- logalandi, Hans Egede að nafni, til Græn- lands, til þess að kristna þar landsfólkið; hann hugði það vera afkomendur Norð- amnna, en hann hitti fyrir Skrælingja eina, en breytti þó eigi fyrirætlan sinni, og bæði hann og Páll sonur hans kenndu Skrælingjum kristni af mikilli alúð, og hefir sú trú haldizt þar við síðan. Skömmu eptir 1750 fór danskur mað- ur, að nafni Wallö, víða um suðurhluta vesturstrandarinnar, er Danir voru þá bún- ir að gleyma, og komst lítið eitt austur fyrir Hvarf á Grænlendi, en allt hans ferðalag og öll hans framganga sætti litlu sem engu athygli dönsku stjórnarinnar og Wallö dó sem niðursetningur heima á fóst- urjörð sinni. það hafði lengi verið ætlun manna í Danmörk og Noregi, að hin forna Eystri- byggð væri á austurströnd Grænlands, en sökum þess, að allar tilraunir að komast að austurströndinni urðu því nær árang- urslausar, fóru flestir að efast um, að »hin eystri byggð« hefði verið fyrir austan Hvarf. Árið 1793 kom út bók eptir H. P. Eggerts, lærðan mann og skarpskyggnan og segir hann, að »hin eystri byggð« hafi verið syðst á vesturströnd landsins þar sem nú er Julianehaab, og frá þeim tíma hafa flestir þeir, sem nokkuð hafa hugsað um Grænland, verið á sama máli sem Egg- erts, og Danir ljetu Grænland liggja milli hluta. Nú leið og beið þangað til árið 1822. f>á var enskur maður, W. Scoresby að nafni, á hvalaveiðum fyrir austan Græn- land og gekk þar á land, seint í júlímán- uði; það var á 70° 30’ norðurbreiddar. þar mátti heita láglendi, en hærra bæði fyrir sunnan og norðan; firðir skárust inn í landið og einn þeirra svo langur, að Seoresby hjelt inn eptir honum 40 mílur enskar, en sá þó hvergi nærri fyrir botn- inn á honum. Yar Scoresby í efa um hvort það væri heldur fjörður eða sund. Gróður var þar allmikill á sumum stöðum og það sáu þeir, að þar höfðu verið Skrælingjar á ferðum fyrir skemmstu. Scoresby fór þar með landi fram frá 69° til 75° n. br. það sem nú var sagt gaf tilefni til þess, að Danastjórn sendi vorið 1828 sjó- liðsforingjann W. A. Graah til Grænlands, og lagði fyrir hann, að kanna austurströnd- ina allt norður að 69°, eða þangað sera Scoresby hafði komizt lengst suður. Graah lagði alla stund á að leysa erind- ið vel af hendi, en komst eigi lengra norð- ur en 65°, kannaði víða firði og annes og komst að þeirri niðurstöðu, að eigi hefði hin forna Eystribyggð verið á því svæði sem hann fór yfir; en skrælingja hitti hann þar eystra sumstaðar á reiki með sjónum fram. Nú koma þjóðverjar til sögunnar. Arið 1869 sendu þeir tvö skip, Germania og Hansa, norður í höf til þess að kanna austurstrendur Grænlands. Fyrirliðinn hjet Eoldewey, en sá Payer, er næstur honum gekk. þeim byrjaði vel allt norður á 74° 19’, en þar varð hafísinn fyrir þeim, og þar skildi með skipunum. Snemma í septemher varð Germania að leggjast í vetursetu lítið eitt norðar (74° 30’), og skammt undan landi, en losnaði eigi þaðan fyr en 22. júlí árið eptir. Meðan skipið lá kyrrt, voru menn sendir á sleðum í ýmsar áttir, og sumir þeirra komust allt norðúr á 77° n. br. Á þessum ferðum sín- um urðu þeir margs vísari, en hvergi sáu þeir þar menn. Gróður var þar fyrir á landi talsverður, og bæði voru þar hrein- dýr, moskusnaut og hvítabirnir; hafa mosk- usnaut eigi sjezt á Grænlandi annarstaðar, en á eyjunum fyrir norðan meginland Ame- ríku eru þau, eins og kunnugt er. Sólin hvarf þeim skipverjum 5. nóvember og sást eigi aptur fyr en að 3 mánuðum liðnum, og allan þann tíma sást ekkert dýr, en með sólunni komu þau aptur. Um jólin var góðviðri og 3° hiti (á B.), en seint í janúar (1870) varð frostið mest, 32°. Á 73° 13’ n. br. varð fjörður mikill fyrir þeim Koldewey. Lagði hann inn á hann og sá þar borgarjaka en engan hellu- ís; því lengra sem inn á fjörðinn kom, tóku menn eptir því, að bæði hlýnaði lopt og lögur; út úr þessum aðalfirði lágu aðrir minni firðir. |>ví lengra sem inn eptir firð- inum kom, því hærri sýndust fjöllin ; það voru tindafjöll eigi ólík Alpafjöllum og víða báru jöklar við himinn, fossar sáust margir, sumir stórir sumir smáir. Nokkrir af skipverjum gengu upp á eitt hátt fjall og sáu engan enda á aðalfirðinum ; hæsta fjallið semþeirsáu taldistþeim vera 14000fetahátt. þegar Germanía var kominn hjer um bil 20 mílurinnáfjörðinn bilaði gufuvjelin.ogþorðu menn þá eigi annað en snúa aptur. Komst þó skip þetta aptur heilu og höldnu til þýzk- alands, en hitt skipið (Hansa) fórst í ísnum um veturnætur 1869. Skipverjar björguðu sjer á hafísjaka og á honum hröktust þeir allan veturinn fyrir stormi og straumum f ýmsar áttir fram með austurströnd Græn- lands, þangað til þeir loksins eptir 200 daga dvöl á ísnum náðu landi og komust tilhinna þýzku kristniboða í Friðriksdal sunnan á Grænlandi, og þá var þeim borgið. þetta, sem hjer er sagt að framan, bendir til þess, að mjög sje lítið um manna- vistir á austurströnd Grænlands. þar hafa að eins fundizt smáhópar af Skrælingjum á reiki, og það sunnarlega. Eigi er mjer kunnugt, að þar hafi heldur fundizt forn- mannarústir, svo teljandi sje, nema þessar sem Brodbeck kristniboði fann 1881, ognefnd- ar eru í áminnztu blaði Isafoldar (X 23). þær rústir voru að vísu 60 álna langar og 15 álna breiðar; en þó svo sje, eru þær einu rústir engin sönnun fyrir því, að þar hafi Austurbyggðin verið. Menn vita af sögun- um, að sekir menn struku vestan úr byggð- og settust að austur í óbyggðum; slíkar menjar geta verið eptir þá ; má og vera, að þar hafi verið veiðimannaskálar, því að forn- menn horfðu eigi f langræði og sóttu veiðina bæði í hinar vestri og eystri óbyggðir. Danir hafa bæði að undanförnu og eink- um nú hin síðustu árin látið kanna forn- mannarústir sunnarlega á vesturströndinni, þar sem heitir Julianehaab, og þær ransóknir sýna, að þar hefir verið mikil byggð, einkum með fram þeim tveim fjörðum, er Islending- ar nefndu Eiríksfjörð og Einarsfjörð, en á grænlenzku heita allt öðrum nöfnum. jpar ætla flestir, að Austurbyggðin hafi verið, en Vesturbyggðin 30 eða 40 mílum norðar sama megin á landinu. Nordenskiöld er á öðru máli, eins og kunnugt er; enþó að þann af-

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.