Ísafold


Ísafold - 10.11.1883, Qupperneq 1

Ísafold - 10.11.1883, Qupperneq 1
Árgangurinn, 32 blöð, kostar 3 kr. innanlands, en i Danm., Sviþjóð og Norvegi um 3*/s kr„ i öðrum löndum 4 kr. Borgist í júlím. innanlands, erlendis fyrir fram. ÍSAFOLD. Auglýsingar kosta þetta hver lína : aur (með meginletri.. 10 \með smáletri.... 8 !með meginletri.. 15 með smáletri.... ij X 29. Reykjavík, laugardaginn 10. nóvembermán. 1883. 113. Innl. frjettir. Marteínn Lúther. 115. Fornleifarannsókn í Rangárþingi II. 116. Hitt og þetta. Auglýsingar. Skrifstofa ísafoldar er í ísafoldarprentsmið- ju, við Bakarastiginn, 1. sal. Afgreiðslustofa ísafoldar er á sama stað. Afgreiðslust. ísafoldarprentsmiðju er á s. st. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2. Iþökubókasafn opið hvern þrd. og ld. 2—3. Landsbókasafnið opið hvern md., mvd. og ld. 12—3. Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd. og ld. 4—5. !JEG VEIT M KEHUR BRAÐUMI—H Reykjavík 10. nóv. —fessir hafa sótt um Vatnsfjörð: síra Jón Guttormsson prófastur í Hjarðarholti, síra Páll Pálsson í |>ingmúla, síra Snorri Jónsson í Hítarnesi, síra Stefán prófastur Stephensen í Holti og síra jpórður prófast- ur f>órðarson íEeykholti. Umsóknarfrestur- inn er út runninn. Brauðið er eitt af þeim, sem konungur veitir. —Nú eru brýr komnar á Elliðaárnar, loksins. |>ær eru tvær, sín yfir hvora ána, 20 álna löng önnur, hin 17 álna; hreiddin 4 álnir. Rimlar til beggja hliða 1-| ahn á hæð. Grjótkampar múraðir beggja vegna, er brúarsporðarnir hvíla á, ð álna háir þeim megin sem að ánum veit, og 5 álna breiðir framan, en hálfu breiðari ofan eða meir; skakkinn allur ástreymis. Sigurður Jónsson járnsmiður í Reykjavík hefir smíðað brýrnar sjálfar, en Björn Guðmundsson múrari í Reykjavík staðið fyrir steinsmíðinni. Brýrn- ar voru teknar út laugardag 3. nóv., í hend- ur sýslunefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu. Til þess að standast kostnaðinn hefir lands- höfðingi veitt sýslunefndinni 1200 kr. af vegabótafje og 4000 kr. lán gegn venjuleg- um vöxtum og afborgun á 10 árum. Kostn- aðurinn mun hafa farið töluvert fram úr þessu hvorutveggju. Vantar þó enn nokk- uð til þess að verkið megi heita fullgert. Rimlarnir þurfa t. a. m. að ná miklu lengra upp á kampana. Sömuleiðis eru þeir of gisnir. Enn fremur vantar ofaníburð f brúarsporðana, og svo veg að brúnum beggja vegna; þær eru góðan spöl fyrir neðan þjóðveginn. En ómetanlegt hagræði er samt að þeim eins og þær eru, og sömu not í bráð sem að járnbrúm, sem auðvitað hefðu verið ákjósanlegri, þar með veglegri á að líta og til afspurnar, svona fast við höfuðstaðinn, þar sem mest er mannaferð á landinu, þar á meðal af út- lendingum. — Veðurátta rosasöm í meira lagi að undanförnu lengi. Nú brugðið til vetrar- veðráttu, fannkomu og frosta, vægra þó. — Aflasamt fremur, þá róa gefur, en fiskur smár, mest þyrsklingur. — Laugardag 3. nóv. gerði háskaveður um miðjan dag, og náðu mörg skip, er róið höfðu hjer um slóðir, eigi rjettri lendingu, heldur urðu að hleypa upp á Akranes. Einu barst á háskalega í uppsiglingu, af Álptanesi; formaður Jón í Deild. Stag slitnaði og gekk siglan niður um súðina; lá þegar við að sökkva mundi. þetta var hjer um bil viku sjávar undan Gróttutöngum. í því roki sem var, var engu meðalskipi fært að bjarga, þótt í færi hefði komizt, enda vildi svo heppilega til, að eina skipið, er svo nærri sigldi, að vart yrði við slysið, var áttæring- ur Jóns bónda Ólafssonar í Hlíðarhúsum, eitthvert mesta róðrarskip hjer um sveitir. Hann var sjálfur formaður, og fjekk bjargað hinum, með snarræði og vaskleik, öllum sjö, um það leyti sem skip þeirra var að sökkva. Varð síðan að hleypa upp á Akranes. MARTEINN LÚTHER. 10. NÓVEMBER 1483 — 10. NÓVEMBER 1883. í dag eru liðin 400 ár síðan sá mað- ur var f heiminn borinn, í smábæ ein- um á þ>ýzkalandi, er vjer og frænd- þjóðir vorar höfum fremstan á blaði í þeim höfuðkafla mannkynssögunnar, er vjer nefnum nýju söguna. Sá maður, er að dómi ýmissa siðaðra þjóða skipar slíkt öndvegi í sögunni, hlýtur að hafa unnið meira þrekvirki, en að brjóta undir sig borgir og vinna lönd ; hann verður að hafa tekið her- fangi meðvitundarlíf og hugsunarhátt samaldar sinnar og ókominna alda. Slíkt verður um fáa sagt með fyllri rökum en um Martein Lúther. Marteinn Lúther er kominn af um- komulítilli og heiðvirðri bændastjett. í ætt hans hafa verið hraustir menn. glaðlyndir og gæflyndir, greindir vel, en Htt menntaðir. Faðir hans hjet Hans I.úther, en móðir hans Mar- grjet, og bjuggu þau í Eisleben í Sax- landi, er þeim fæddist þessi sonur, 10. nóvember 1483. Næsta dag, á Mar- teinsmessu, var sveinninn vatni ausinn, og hlaut hann nafn dýrðlingsins Mar- teins frá Tours og var skírður Martin eða Morten. Um aldamótin, sem þá fóru í hönd, mátti segja að allra veðra væri von í norðurálfu heims. Nýjar uppgötvanir höfðu tekið að breyta hugsunarhætti og lífskjörum manna, hinn andlegi bún- ingur miðaldanna var að kalla lagður fyrir óðal, ferðirnar vestur um haf til hins nýja heims höfðu vfkkað stórum sjóndeildarhringinn, eigi einungis hinn líkamlega, heldur og hinn andlega, sjónarbraut mannlegs anda. Ný vís- indi koma upp; klerkdómurinn sinnti þeim ekki , enda áttu þau rót sína að rekja til Aþenu og Rómaborg- ar. Hinn kaþólski klerkdómur rjeð enn þá mestu við hirðir konung- anna og hjá hinum ómenntaða al- múga, en hann var ekki lengur rjett- borinn og kjörinn til þess að drottna, því að hann bar ekki lengur af sam- tímismönnum sínum í fróðleik og sið- gæði. Á þjóðlífinu voru og margs konar' hreyfingar. Aðalsmenn undu því illa, hve klerkar voru ágengir og ráðrikir. Borgarar, sem þá fyrst fóru að láta til sín taka á jþýzkalandi, vildu fá að sitja við vinnu sína alla virka daga vikunn- ar án þess að tefjast af ótal messum dýrðlinga, sem klerkar töldu helgari daga en hinn 7. dag vikunnar. Bænd- ur tóku að finna til þess að þeir vœru menn eins og hinir, en eigi skynlausar skepnur, og hötuðu kúgara sína jafn- mikið, hvort sem þeir voru klerkar eða aðalsmenn. Trúarlif klerkanna, einkum hinna æðri, var og mjög dauft. par sem eitt- hvert andlegt lff átti sjer stað, hvort heldur það var hjá lærðum eða leik- um, varð vantrúin ofan á, samfaraheið- inni menntun. Hinir ágætustu kenni- feður á miðöldunum höfðu reynt að bæla niður og útrýma hinu náttúrlega eðli mannsins, rjett eins og það væri syndugt og guði fráhverft, og þess vegna var það eðlilegt, að apturkastið yrði svo mikið, að margir tryðu þvf og kenndu, að hinar nátúrlegu hvatir manns væri hið eina, sem nokkurs væri um vert, og eigi væri vert að sinna öðru en þess- um heimi og hans gæðum. Á miðöld- unum gátu menn eigi fundið miðlunar- veg til þess að geta f senn dýrkað guð rjettilega, ogjafnframt lifað ánægjulega í þessum heimi og notið hans gæða. Ymsir höfðu orðið til þess á undan Lúther að reyna að ráða bót á hinum mörgu meinum kristninnar og þjóðlffs- ins, en engum þeirra varð verulega á- gengt, bæði vegna þess, að tími var ekki til kominn, og enginn þessara manna hafði jafnmikla og ágæta hæfi- legleika til að bera sem Lúther. Ætli nokkur, að Lúther hafi geng- ið að því með vakandi augum, hve mikið hann færðist í fang, þegar hann hóf siðabót sfna 31. október 1517, þá er það eigi rjett skilið. Hann hafði þá alls eigi í huga að kollvarpa oki klerk- anna, rýmka frelsi hinna lægri stjetta og glæða fróðleik og menntir. Hann hafði heldur ekki þá þegar f huga að af nema klausturlíf og aðrar villur hinn- ar kaþólsku kirkju. þ>að er þvi herfi- leg blindni hjá sumum hinna beztu manna meðal kaþólskra rithöfunda, að bera Lúther á brýn, að hann hafi hafið Dessa miklu róstu til þess að losast við heiti sfn, sem munkar gangast undir, af þvf að þau hafi verið of strfð holdi hans. þ>að sem Lúther stóð á mestu var að brýna fyrir öðrum það hið sama, sem hann hafði sjálfur reynt í lífi sínu

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.