Ísafold - 28.11.1883, Blaðsíða 2

Ísafold - 28.11.1883, Blaðsíða 2
118 FORNLEIFARANNSÓKN í RANGÁRþlNGI 1883. F.ptir SIGURÐ VIGFÚSSON. III. (Síðasta íjrein). En það er annar staður í Njálu, bls. 853, einmitt um þetta sama efni, sem er auðsjá- anlega rangur eða aflagaður; þar er haft hausavíxl á örnefnunum: »ok ofan í Goða- land ok svá ofan um skóga í |>órsmörk«. Hjer ætti að standa: wk ofan um skóga í pórsmörk ok svá ofan í Goðalandn. |>á fer allt mæta vel. En líkt og þetta getur komið fyrir í vorum beztu gögum. Dæmin eru nóg. Skal jeg hjer nefna þegar eitt. Gísla saga Súrssonar, bls.92 : ndóttir Olafs feilans, ■sonar pórðar gellis«. þetta hefir auðsjáan- lega orðið í ógáti eða afiagazt í afskriftinni; enginn getur ætlað, að söguritarinn hafi ekki vitað að þórður gellir var sonur en ekki faðir Olafs feilans, slíkur höfðingi sem hann var, og þessi merka ætt alkunn ; jeg vona og að enginn verði til að fordæma Gísla sögu fyrir þetta; það er heldur ekki svo auðgert verk. Ut úr þessum stað í Njálu hefir verið bú- ið til margt og mikið, sem oflangt yrði hjer upp að telja. Góðfúsir lesarar verðum vjer þó að vera við Njálu; það er mannúð sem hver þarf að sýna öðrum. þessi staður sem hjer er um að ræða í Njálu er ljós vottur þess, að vegurinn hefir legið yfir þórsmörk og ofan í Goðaland, þar sem Sigfússynir riðu þannig er þeir komu þá vanalegu leið að austan fyrir norðan jök- ulinn, þá sömu leið og Flosi hefir riðið, sem jeg hefi áður sagt. Jeg skal geta þess, að eptir áð jeg kom heim úr þessari ferð, hefir merkur maður undir Eyjafjöllum gefið mjer skýrslu um að votti fyrir gömlum götuslóðum upp á há- lendinu á Goðalandi; þetta skal jeg taka til greina þegar jeg tala meira um þetta efni. Mjer var eigi bent á þetta þegar jeg var á ferðinni, kom því ekki til hugar að kanna það ; en þetta þyrfti að rannsaka. Ef vjer nú enn fremur viljum athuga alla ferð Flosa í heild sinni austan frá Svínafelli og vestur fyrir jökul og út á þrí- hyrningshálsa. Austur að Svínafelli hefijeg að vísu aldrei komið, en hitt getur hver sá gjört, sem vanur er að ferðasthjer á Islandi, og það er að gjöra sennilega áœtlun yfir alla ferðina, og með því að mæla alla leiðina á hinum stóra uppdrætti Islands. þetta hef jeg gjört; jeg hef mælt í míluruog farið í alla króka sem jeg gat samkvæmt þeirri leið, sem jeg hygg, að Flosi hafi riðið, og áður er sagt. Eptir þessu verður öll leiðin austan frá Svínafelli og vestur á þríhyrn- ingshálsa rúmar 22 mílur. Gjörum nú, að allur þessi vegur sje um 5 þingmannaleiðir, miklu munar það varla. Frá þessari ferð er sagt svo greinilega hvað tímann áhrærir að ekki er um að villast (bls. 652). »Flosi ljet snemma veita sjer tíðir drottinsdag- inn«; en hjer er ekki rúm til að tala um, hvað langar þær munu hafa verið eða bæna- gjörðirnar. Síðan gengur hann til borðs og segir þá heimamönnum sínum, hvað starfa skyldi meðan hann var í brottu. það var fljótgjört, fólkið allt í kring um hann um morguninn og tíminn ekki nema 7—8 dagar, sem hann var í burtu, sem ráða má af sögunni. A matmálinu hefur ekki þurft að standa1 lengi, konur vakað alla nóttina að búa allt til; sbr. Heiðarvígasögu um her- ferð Barða Guðmundssonar til Borgarfjarð- ar. J>að er auðsætt, að hestarnir hafa ver- ið hafðir í rjett um svartnættið bæði til þess,' a,ð hafa þá til taks, hvað • snemma sem skyldi, og að ríða þeim ekki tunnufull- um, samkvæmt því sem |menn gjöra, þegar mikið skal ríða, láta heldur grípa niður snöggvast. Nú ætla jeg að gjöra, þó jeg ekki þurfi þess tímans . vegna, að Flosi hafi staðið upp þennan morgun og menn hans þegar í elding ; þetta var snemma í 19.viku sumars; því það er líklegt, að hann hafi kunnað málsháttinn : »sjaldan vinnur sofandi maður sigur«, og hann hafi þekkt heilræðin í Hávamálum 57. erindi. Fornmenn voru vanir að fara snemma á fætur þegar þeir ætluðu til víga, sbr.meðal annars Vápnfirðingasögu bls. 25. Nú gjöri jeg ráð fyrir að Flosi og allir þeir hafi verið komnir til ferðar um morguninn kl. 6, fyrri gat það þó verið en látum það vera. Hver hafði 2 hesta til reiðar, og þá valda, mun óhætt að segja það gat orðið þeirra bani að ríða á ónýtum bikkjum. »Flosi bað þá fyrst ekki all-ákaft ríða, en kvað þó hinn veg lúka mundu«. |>. e. að þeir skyldu herða reiðina þegar á liði. »Hann bað alla bíða ef nokk- ur þyrfti áð dveljast«. þetta segir hann til vareygðar sem flokkstjóri, til þess að halda vel saman liðinu; en ekki af því, að hann hafi haft með sjer þá ónytjunga, sem ekki gátu fylgt með ; að slíkum mönnum var honum lítið gagn í þessa hættusömu her- ferð í annan landsfjórðung. Liðið var ekki nærri 100 manns frá Svínafelli, heldur svo sem rnilli 70—80 manns; margir voru vest- ur í Fljótshlíð, sjá Njálu bls. 644—645, og 654. Eg vitna í nýustu og beztu útgáfuna, en menn munu finna það í þeirri gömlu sem ekki hafa þessa; allir eru svo kunnugir sögunni. Nú eru það orð sögunnar bls. 653 að þeir Flosi »kvámu um nónskeið annan dag vik- unnar (mánudaginn) á þríhyrnings hálsa ok bíða til miðs aptans; kvámu þar þá allir nema Ingjaldur frá Keldum«. þetta verður í síðasta lagi nær kl. 4. |>á hefir Flosi haft til allrar ferðarinnar 34 tíma. Nú skal jeg enn fremur gjöra meðalreið, nefnil. að þeir Flosi hafi riðið mílu á kl. stundinn, þ. e. að það jafni sig svo upp, og til þess þarf einungis að fara jafnt og eins og við segjum ljetteða liðugt. Og sje nú allur vegurinn um 25 mílur, sem áður er sagt, þá þarf Flosi 25 tíma einungis til reiðarinnar, og hefir hann þá 9 tíma afgangs til viðstöðu og áningar; jeg gjöri hjer ráð fyrir að vötn hafi ekki hamlað. |>etta er meira en nógur tími, og jafnvel þó vegurinn sje nokkuð lengri en eg hefi til tekið, eða hafi jeg gjört reiðina nokkuð of harða til jafnaðar, þarsem um svo langan veg er að ræða; en hitt er víst, að til viðstöðu þarf Flosi ekki 9 eða 10 tíma, þegar aðalat- riðið fyrir hann var að flýta sjer. Af því sem hjer að framan er sagt, vona eg að það sje auðsætt, að söguritarinn segi hjer bæði rjett og greinilega frá allri þessari ferð og að hann hefir verið landslagi, stöð- um og örnefnum mjög kuunugur. í>ó að þessi vegur sje mjög langur, þá var að sín leýti meiri reið jpórðar kakala, ept- ir kringumstæðum; hann reið með nær 200 manna í einum áfanga af þingvelli og vest- ur að Helgafelli í Breiðafirði, á þreyttum hestum í snjóum og ófærðum i skammdég- inu eða seinast í nóvbr. (Sturl. kap. 174). |>á var ekki minna snarræði Kolbeins unga, því til hans var sent norður að Flugumýri meðan jpórður var þar eystra í Arnes- og Bangárþingi. þá safnar Kolbeinn mönnum og það norður til Eyjafjarðar, en er þó kominn með 600 manna suður í Borgarfjörð áður jpórður ríður vestur um, og fjekk þó þá mestu hríð á Tvídægru, »svá at sjaldan verða slíkar, gengu þá þegar nokkrir menn til heljar af«, segir Sturl. Kolbeinnelti þórð, og var í hælum honum, en þórð bar undan. Nógar reiðsögur þekki eg frá okkar tím- um til samanburðar, sem engan veginn eru lítilsverðar. Eg hefi hlotið að vera nokkuð langorður um þetta atriði, því bæði er mál þetta nýtt og þannig lagað, að annaðhvort var, að hreyfa alls ekki við því, eða þá að taka fram það helzta. Síðan fór jeg vestur yfir Markarfljót og yfir í Fjótshlíð að Hlíðarenda; hann er nær í miðri hlíðinni. Hlíðarendi dregur sjálfsagt nafn af því, að þar lækkar hlíðin að innan frá, og er þannig endinn. Bær- inn stendur hátt og er útsýni hið fegursta, túninu hallar mjög niður, en er þó að miklu leyti sljett. Hvergi hefir Markar- fljót gert eins mikið að verkum í hlíðinni eins og þar; brotið þar allt upp í tún; með- an þar var allt sljettlendi grasi vaxið, hefir þar verið mjög fallegt. Gunnarshólmi, sem enn heitir sama nafni, er stórt svæði sljett og grasi vaxið í suður-útsuður frá Dímon. þaðan er nokkuð langt til að sjá upp til hlíðarinnar, en blasir þó við,—»bleikir akr- ar en slegin tún«.—jpá var Gunnar á rjettri leið austur að Holtsós (líklega þá Arnar- bælisós) eða þá ofan á Landeyjar. Fyrir austan og ofan bæinn á Hlíðarenda er enn sýnt það svæði sem skáli Gunnars hefir staðið, en vesturendi hans er inn- undir húsagarðinum á hinum gamla bæ, en fyrir austan gengur niður eptir túninu djúp- ur skurður, er liggur í smábugum, grasi vaxinn; þetta eru þær geilar er sagan talar um, »ok rakkinn lá á húsum uppi ok teygir hann rakkann á braut í geilarnar meðsjer*. Gat þá vel heyrzt inn í skálann, er hund- urinn kvað við. þetta er ekki lengra en svo. Traðirnar sem sagan talar um hafa legið með fram túngarðinum fyrir ofan og heim að skálanum, og garðurinn myndað þær að sunnan, og að norðan annaðhvort garður sem nú ekki sjest eða þá brekkan er gengur þar með fram og það svo kallað- ar traðir. jpetta fer allt vel eptir sögunni bls. 357. Stórir steinar standa nokkurn veginn í röð, þar sem eystri partur af neðri hliðvegg skálans mun hafa verið. |>ar gróf jeg með fram, fann þar ekki frekari kenni- merki nema smærra grjót; hjer mun allt umrótað, af hinum miklu byggingum er hjer hafa verið á seinni tíð, en líklegt er að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.