Ísafold - 28.11.1883, Blaðsíða 4

Ísafold - 28.11.1883, Blaðsíða 4
120 J Eg kom heim úr þessari ferð 10. sept. seint um kvöldið. —- þegar jeg hafði lokið við grein þessa, fjekk eg skýrslu frá öðrum merkum .manni ofarlega á Rangárvöllum um vötnin fyrir, austnorðan jökulinn, og er hún í aðalatrið- unum samhljóða því sem áður er sagt; hjer sjest og fyrir fornum vegum frá austri til vesturs, og sýnast hafa legið úr Skaptár- tungum og vestur fyrir norðan jökul. Leiðrjetting. ísaf. X 26, bls. 103, I. dálki: fyrir „vötnin á Landmanna-afrjett“ komi „vötnin upp af Landmanna-afrjett". Auglýsingar. Orðasafn íslenzkt-enskt og enskt - ís- lenzkt með lestraræfingum og málfræði, eptir Jón A. Hjaltalín, innhept 4, 50 a. Islenzka - enska orðasafnið eitt sjer, inn- hept 1, 50 a. Fæst hjá flestum bókasölu- mönnum á landinu. IÐUNN. Mánaðarrit til skemmtunar og fróðleiks. Allar aðrar þjöðir en vjer Islendingar, þœr ex nokkrar bókmenntir eiga, hafa til mik- ið af göðum skáldsögum og öðrum skemmti- ritum, og eru þar gefin út tímarit eingöngu í þeim tilgangi að skemmta mönnum. En vjer íslendingar erum gjörsnauðir af þess konar ritum, og er þó fáum þjóðum meiri þörf á slíkú en oss, þar sem svo lítið er ann- ars um skemmtanir á landi voru. Fyrir þá sök, og af þvi að lestur v and - aðr a skemmtirita er einhver hin bezta, saklausasta og menntunarrikasta skemmtun, þá virðist það varla efamál, að tilraun í slíka átt muni bæta úr verulegri þörf og skorti hjer á landi. pví höfum vjer undirskrifaðir tekið oss saman um að gjöra tilraun til að bceta úr þessum skorti, tilraun til að svala hinni ríku og eðlilegu lestrarfýsn manna á hollan hátt, \ með því að gefa út MÁNAÐABBIT, er inni-1 haldi stuttar skemmtisögur, og ef til vill \ nokkrar œfilýsingar merkra manna, ferðasögu- kafla útlenda 0g annað það, er sönn og mennt- andi skemmtun og fróðleikur sje að. pað er auðvitað, að megin efnisins verða þýðingar af útlendum ritum, og þarf naum- ast að geta þess, að vjer munum velja helzt rit eptir beztu höfunda, og eins viljum vjer, ef þess verður kostur, taka frumsmíði íslenzkra höfunda. Auðvitað munum vjer vanda svo efnisval, málfœri og annan frágang, sem oss er framast auðið. Fái fyrirtceki þetta þær undirtektir al- mennings, að vjer sjáum oss það fœrt, höfum vjer í huga að prýða ritið með myndum. Vjer höfum hugsað að nefna rit þetta IÐ UNNI, og að út komi af því eitt 3 arka hepti (innfest í kápu) á mánuði hverjum, eða alls 36 arkir á ári, með drjúgu letri og vönduðum frágangi að prentun og pappir. peir sem gjörast kaupendur að riti þessu, fá 6 hepti (18 arkir), sem er ætlazt til að verði bindi sjer, fyrir 2 kr., og verður þeim sent hvert hepti með fyrstu ferð, eptir að það kemur út, þeim að kostnaðarlausu. Sölulaun 5. hvert expl., ef minnst 5 eru keypt og skilvislega borguð. BITSTJOBN tímaritsins önnumst vjer með- undirskrifaðir Björn Jónsson, Jón Ólafsson og Steingrímur Thorsteinsson. En KOSTN- AÐABMENN þess verðum við meðundir- meðskrifaðir Björn Jónssonog Kr.Ó.porgríms- son, og biðjum við þá, er gerast vilja áskrif- endur að því, að senda öðrum hvorum okkar boðsbrjef þetta með árituðum nöfnum sínum hið a 11 r a f y r s t a aptur, eigi siðar en með pósti þeim, er hingað kemur í marzmán- uði i vetur, þar eð œtlazt er til, ef áskrifend- ur fást nœgir, að ritið fari að koma út um sumarmál i vor. Beykjavik 27. nóv. 1883. Björn Jónsson. Jón Ólafsson. Kristján Ó. þorgrimsson. Steingrímur Thorsteinsson. Ný prentsmiðja. J>ar eð eg hefi fengið konungsleyfi til að stofna prentsmiðju, og með því að nú eru líka komin öll áhöld til hennar, svo sem spónný, stór og vönd- uð hraðpressa, og miklar birgðir af fjölbreytt- um, móðins leturtegundum — leyfi jeg mjer að tilkynna hinum heiðruðu löndum mínum, að jeg tek til starfa við lok þessa mánaðar. Tek jeg þá til prentunar alls konar bækur og bæklinga, er prenta má með latneskum letrum, og líka alls konar lausa- prent, svo sem: eyðublöð, reikninga, veizlukvæði, dansseðla, matseðla, „vísitkort“, plaköt, boðsbrjef; umburðarbrjef, grafljóð, útfararminningar, o. fl. Vegna minna vönduðu verkfæra, og sömuleiðis vegna þess, að jeg í sumar naut tölvverðrar tilsagn- ar og æfinga, í ýmsu ov’ van'lasr n. ta í prentlist- inni, í hinni ágætu prentsmicju háskólans í Edi:a- burgh, vona jeg að geta boðið löndum minum hið bezta prent, er þeir geta átt kost á hjer á landi, með jafngóðum kjörum og aðrir samiðnarrnenn mínir og sömuleiðis að geta leyst prentunina greið- lega af hendi. Prentsmiðjan verður í húsi hr. Skous steinhöggvara við Hlíðarhú astíg hjer í bænum. Reykjavík 26. nóvember 1883. Sigm. Guðmundsson prentari. Hús til sölu með tveimur herbergjum niðri, bæði með ofnum, tveimur loptherbergjum, annað með ofni, kokkhúsi, spískamersi, kjallara, kokk- hússkúr, geymsluskúr úti 6 álnir á hvern veg, kálgarði ásamt góðri lóð, en getur ekki fengist laust fyr en 14. maí 1884 ; lysthaf- endur, sem vilja kaupa, geta samið um kaupin við verzlunarstjóra Jón Ó. V. Jóns- son og Jónj Jónsson prentara ; báðir í Reykjavík. Til kaupmanns Jóels Sigurðssonar kom nú með póstskipinu margs konar varn- ingur, svo sem alls konar hálsbúnaður handa karlmönnum, hattar (Nordenskiölds- og Palandershattar), vetrarbuxur og vetrarvesti, hanzkar, ágæt vín, vindlar o. fl. Með miðs- vetrarferðinni von á alls konar vetrarfatnaði handa karlmönnum. Allt við mjög vægu verði. Brúkuð íslenzk póstfrímerki oj þjónustufrímerki kaupir J. Kyster í Kolding. Til kaupmanns f>orláks Ó. Jolmson’s hafa nú komið ný'jar vörur með póst- skipinu : Overhead-mjöl. Fínt hveiti. Haframjöl. Hálfgrjón. Enskar baunir. Kex. Hvíta-sykur. Átta tegundir af fínu kaffibrauði. Fallegir yfirfrakkar frá 17,30 tþl 25,00 Svarta kyrtlatauið góða, alinin i,qo v Svört kantabönd. Millumverk, átta sortir. Handklæðin billegu 0,25. Hvítir handklútar 0,15 og 0525. Kvennslipsi skrautleg. Eldspýturnar þægilegu komnar aptur. Brjóstsykurinn ljúfi nógur í allan vet- ur. Bráðum verður opnuð ný vindlaMð, þar sem verða seldir ágætir og billeg- ir vindlar, reyktóbak og grísku vín- in. Nordenskiölds-wbisky komið með póst- skipinu. Enn fremur al.ls ':onar leikföng og fleira hentugt í jólagjafir, sem bráú- um verður á boðstólum. Re ‘:javik 26. nóv. 1883. fnn 'akur Ó. Jolmson. Beykjavíkurúígófa biblíunnar (þ. e. öll biblían) bundi ', að tilhlutun biblíufjelags- ins í ágætt cmskt band fæst gegn borgun út í liönd hj;• niskupsskrifa Jóhanni þorsteins- syni í Re'ykjavík fyrir 5 kr. þeir sem vilja nota þetta góða verð, ættu að gera það sem fyrst. Guðlaugur Guðmundsson, cand. juris, í Reykjavík, tekur að sér málfærslu. þar mjer undirskrifuðum var dregið geld- ingslamb í þingvallarjett næstliðinni með mínu klára eyrnamarki, sem er sýlt hægra, stig framan vinstra, skora jeg á þann, sem lambið á og markað hefur sammerkt mjer, að hann gefi sig til kynna, semjivið mig um markið og lambið, þar eð jeg er viss um, að mig vantar það ekki. Eyjum í Kjós 30. okt. 1883. Ólafur Ólafsson. JÖRÐ TIL SÖLU. Hofstaðir í Miklaholtshrepp, 20. 2 hdr. að dýrleika. Jörðin hefir stórt og gott tún og mikið landrými; nær til fjalls ; bezta úti- gangsjörð fyrir sauðfjenað. Jörðinni fylgja 4 ásauðarkúgildi. Landskuld 5 vættir. þeir sem kaupa vilja, snúi sjer til Sveins Sveins. sonar snikkara í Reykjavík. tS£=’ Næsta blað laugardag 1. desbr. Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð í ísafoldarprentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.