Ísafold - 28.11.1883, Blaðsíða 1

Ísafold - 28.11.1883, Blaðsíða 1
Árgangurinn, 32blöð, kostar 3 kr. innanlands, en í Danm., Svíþjóð og Norvegi um 3!/2 kr., í öðrum löndum 4 kr. Borgist í júlím. innanlands, erlendis fyrir fram. ÍSAFOLD. Auglýsingar kosta þetta hver lína : aur# , , ímeð meginletri.. 10 mnlendar I * . Imeo smaletri .. • • 8 jmeð raeginletri.. 15 Iraeð smáletri.... 12 X 30. Reykjavik, laugardaginn 28. nóvembermán. 1883 117. Innl. frjettir. 118. Fornleifarannsókn í Rangárþingi IH. ■120. Auglýsingar. 'Skrifstofa ísafoldar er í ísafoldarprentsmið- ju, við Bakarastiginn, 1. sal. Afgreiðslustofa ísafoldar er á sama stað. Afgreiðslust. ísafoldarprentsmiðju er á s. st. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2. Landsbóka^afnið opið hvern md., mvd. og ld. I—3. Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd. og ld. 4—5. Reykjavík 28. nóv. |>essi 14 lög frá síðasta alþingi hafa ver- ið staðfest af kpnungi, um fram þau sem áður er getið (ísaf. X 27), fjögur hin fyrst töldu 8. okt , hin öll tíu 8. nóv. 7. Fjáraukalög fyrir 1882 og 1883 (ísaf. X 22); ; 8. Lög um breyting á^tilskipun 15. marz 1861 um vegina á Islandi (X 20); 9. Lög um bæjarstjórn á Akureyri; 10. Lög um bæjarstjórn í lsfjarðarkaup- stað; 11. Fjárlög fyrir árin 1884 og 1885 (X 22); 12. Fjárlög fyrir árin 1880 og 1881 ; 13. Lög um að stjórninni veitist heimild til að selja nokkrar þjóðjarðir (X 16); 14. Lög um að meta til dýrleika nokkrar jarðir í Rangárvallasýslu; 15. Lög um að stofna slökkvilið á Isa- firði (X 20); 16. Lög um linun í skatti á ábúð og af- ' notum jarða og á lausafje (X 21); 17. Lög um löggilding nýrra verzlunar- staða (X 16, sbr. X 20); 18. Lög um breyting á 2. og 3. gr. laga 11. febr. 1876 um stofnun lækna- skóla í Reykjavík (X 20); 19. Lög um afnám konungsúrskurðar 20. janúar 1841 (X 20); 20. Lög um breyting á 7. grein laga um laun sýslumanna og bæjarfógeta 14. desbr. 1877 (X 21). jpá eru þrettán eptir óstaðfest. þar af er þegar búið að synja staðfesting- ar á einum: lögum um eptirlaun embættis- manna og ekkna peirra. — Meistari Eiríkur Magnússon í Cam- brigde hefir afsalað sjer þessari merki- legu lánveitingu, sem honum var gefinn kostur á samkvæmt áskorun neðri deildar alþingis, eptir dyggilega viðleitni ýmissa merkismanna á þinginu að spilla fyrir því máli, til sóma þingi og þjóð, eða hitt þó heldur. —Fræðimaðúr einn í Ameríku, Dr. Elmer B. Beynolds frá Washington í Bandarík jum, hefir sent Fornleifafjelaginu hjer gjöf aílmerkilega núna með póstskipinu. |>að eru margs konar smíðisgripir úr steini, eitthvað 700—800, frá frumþjóðum Vestur- heims, svo 3em einkum örvar, spjót, hnífar, hamrar o. fl. Hann hefir sjálfur safnað þessum gripum allflestum á rannsóknarferð- um sínum, einkum í Potomak-dalnum, og hefir hann ritað mjög mikið um fornöld Vesturheims, ogorðinn frægur fyrir. Hann kvað hafa miklar mætur á fornsögum vorum og öðrum fornum fræðum , og mun þessi hugulsemi við oss þaðan sprottin. |>að er efalaust allfróðlegt að hafa hjer steinvopn frá Ameríku til saman- burðar við norræn steinvopn frá fyrri öldum, en af þeim eru til hjer nokkur sýnishorn, gefin frá Danmörku.—Fornleifafjelagið hefir afhent Forngripasafninu þessa tilvöldu gjöf frá Dr. Reynolds. — Prestaskólakennari síra Helgi Hálfdán- arson tók sig fram um að minnast nokkuð Lúters á 4-alda-afmceli hans, 10. nóv. ; það var nefnilega ekki gert nokkurt viðvik í þá átt af landstjórnarinnar hálfu, en í öllum öðrum Lútei-s-trúuðum löndum meðal annars lagt fyrir kennimenn að minnast dagsins í kirkjum. Herra Helgi flutti fyrirlestur í latínuskólanum, í alþingissalnum gamla, um ástand kristinnar kirkju fyrir siðbótartím- ann ásamt ágripi af æfi Marteins Lúters. Aheyrendur voru skólapiltar og ýmsir heldri menn bæjarins. Tveim dögum síðar flutti hann ræðu í dómkirkjunni um sama efni. þ>að mun veraí ráði að fyrirlestur þessi verði birtur á prenti. — Stúdentafjelagið hjer í bæn- nm heldur áfram sunnudagaskólakennslu sinni sem það hóf í vor. Bæjarstjórn- in leggur til kennslustofur í barnaskólanum hita, ljós, þvott, allt ókeypis. Skólinn byrj- aði fyrra sunnudag 18. nóvember. |>á voru komnir 110 ; fleirum er eigi hægt að taka við í bráð. Vegna rúmleysis var stúlkum eigi veitt viðtaka og höfðu þó ýmsar farið þess á leit. Af þessum 110 eru ekki fullir 20 utanbæjarmenn, 55 eru sjómenn, 33 iðn- aðarmenn, hinir vinnumenn eða unglingar í foreldrahúsum. Enginn tekinn á skólann yngri en 15 ára. Hjer um bil 70 læra reikn- ing, 30 skript og jafnmargir rjettritun og fullir 40 hvort málanna um sig, en þau eru danska og enska. Eitthvað um 20 stúdent- ar og kandídatar skiptast á um að kenna. Kennslan veitt ókeypis. Fyrir skólanum standa þeir Gestur Pálsson, Indriði Einars- son og þórhallur Bjarnarson. — Alþingistíðindin árið 1883 eru nú fullprentuð. Eptir kostnaðaryfirliti því, sem þar er prentað, eins og vandi er til, er al- þingiskostnaðurinn nokkuð minni en að undanförnu, nefnilega tæplega 30700 kr. eða rjettara sagt hjer um bil 29600 kr., ef frá er talinn prentunarkostnaður á áliti yfir- skoðunarmanna, er ekki mun hafa verið tal- inn með að undanförnu. Er hjer sett til samanburðar yfirlit yfir alþingiskostnaðinn nú og á 4 þingum á undan, síðan 1875, eptir skýrslunum í tíðindunum. 1875 ......................... 31,600 kr. 1877 .......................... 35,400 - 1879 .......................... 31,800 - 1881 .......................... 32,700 - 1883 .......................... 29,600 - — Tiðarfar hefir verið hið hagstæðasta víðast um land fram eptir haustinu lengur eða skemur, en mjög óstillt og stormasamt upp á síðkastið, með mesta móti hjer syðra. — Vegna hins ágæta heyskapar í sumar hefir, sem beturfer, fjárfækkun verið óvenju- lítil í haust víðast um land, einkum nyrðra ; í sumum sveitum hjer um bil hvert lamb á vetur sett. Sjer 1 lagi lítið um fjártöku í kaupstöðum, og geypiverð gefið fyrir. Frá Akureyri og Oddeyri t. a. m. ekki flutt út 1 haust nema 400 tunnur að kjöti, en í fyrra 2210 tunnur; frá Borðeyri 300 tunnur; Húsavík 300 tunnur. A Borðeyri gefið fyr- ir væna sauði frá 24 til 30 kr., geldar ær 16— 20 kr., mylkar 12—16. Úr Húnavatns- sýslu skrifað : »A kjöti er hjer nyrðra afar- hátt verð, og dæmi til að tvævetur sauður hefir verið seldur á 30 kr., en mylkar ær á 17— 19 kr.« I Múlasýslum gáfu Englend- ingar 22 kr. eða meir fyrir tvævetlinga. Kjötverð á Seyðisfirði 27 a. pundið, á Eski- firði 30 a. — Ftskiafli lítill sem enginn við Isafjarð- ardjúp í haust, einkum upp á síðkastið ; við Strandir aflalaust, við Vatnsnes góður atíi framan af, en síðan tók gæftaleysið fyrir hann ; allgóður afli á Skagafirði, en rýr á Siglufirði og Eyjafirði; sömuleiðis um Aust- firði. — nSildarafli varð nokkur á Eyjafirði í haust, en mjög misjafn, og verða víst all- rnargir þar, sem hafa skaða á þeim útvegi aptur í ár, því kostnaðurjnn er mikill. ,A Siglufirði varð svo sem engjnn síldarafli«. (Úr brjefi að norðan). Við lsafjarðardjúp hefir og síldarafli brugðizt í ár, og mun einnig hafa verið harla rýr á Austfjörðum að öllu samtöldu. |>rettán hvölum hafa þeir náð í haust Norðmennirnir sem hafa bækistöðu við Alptafjörð vestra. Hjer við Faxaflóa er lítið um aflabrögð um þessar mundir, einkum vegna staklegs gæftaleysis. — Verzlunarfrjettir frá Khöfn 'slæmar. Lýsi fallið úr 57—58 kr., sem gefnar voru fyrir það þar í sumar, niður í 47 eða jafn- vel 46 kr., að ílátinu meðtöldu. Fiskur líka að falla í verði. Norðlenzk vorull hvít 64|— 66 a., sunnlenzk og' vestfirzk 61^—62. Hvít haustull þvegin 55, óþvegin 47. Óþvegin vorull hvít 47. Útlend vara hjer um bil með sama verði sem í vor, nema kaffi hækk- að töluvert (um 12 a.) og grjón sömuleiðis. Tilefnið til þess, að lýsið hefir fallið í verði, er sagt að sje það, að síðari part sum- ars kom ákaflega mikið af selslýsi (um 60,000 »föt«) frá New-Foundland til Hamborgar, og var boðið þar fyrir 8 kr.minna en íslenzka lýsið. Blautfiskskaupmennirnir ensku ráðgera að koma hingað á gufuskipi til fiskikaup- anna dagana 7.—9. marz. — Skrifað hingað frá Khöfn[8. nóv.: »Lítið gengur áfram með mdlþrdðinn til íslands en þó heldur í horfið«. — Norskt síldveiðaskip strandaði á Skaga 11. nóvembér; var á heimleið frá Eyjafirði. Menn komust allir (5) af, og voru sendir hingað til Reykjavíkur áleiðis heim til sín með póstskipinu. Skipskrokkurinn seldur við uppboð fyrir 50 kr. Annað síldveiðaskip norskt kvað hafa strandað við Hjeraðssand í októbermánuði. — Póstskipið (Laura) kom hjer 23. nóv., fer naumast aptur fyr en 3.—4. desbr. — Dáinn 25. okt. síra Guðjón Hálfdánar- son, prestur að Saurbæ í Eyjafirði, fæddur 6. júlí 1833, góður kennimaður, mesta ljúf- menni og hinn samvizkusamasti og skyldu- ræknasti maður í sinni köllun. Dáin seint í október ekkjufrú Margrjet Jónsdóttir prests að Möðrufelli, ekkja síra Einars Thorlacius í Saurbæ í Eyjafirði, komin töluvert yfir nírætt. Dáinn nýlega Friðrik Davíðsson, verzlun- arstjóri á Blönduós. Dáinn 21. nóv. þórður Sigurðsson, smið- ur og hreppstjóri á Fiskilæk í Borgarfirði.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.