Ísafold - 28.11.1883, Blaðsíða 3

Ísafold - 28.11.1883, Blaðsíða 3
119 steinarnir sjeu undirstöður undan þeim gamla skála. Fyrir austan skurðinn (geilarnar) nokkru neðar en móts við skálastæðið er nefndur Sámsreitur, og þar Sámsþúfa á bakkanum; hjer á Sámur að vera heygður; sagan nefn- ir það ekki, en þetta er einungis munnmæli. Jeg gróf hjer niður rétt til reynslu, fann þar þrenn hundsbein, en engin þeirra eru samt úr gamla Sám; útlit þeirra sýndi það, ogsvo láguþauekki nemarúmapálstungunið- ur. Hjer hefir því verið hundadys-reitur, lík- lega til minningar um Sám eptir munnmæl- unura. Jeg gróf hjer lengra niður, um koll- hæð, fann jafnvel sem óreglulega hleðslu- steina eða eitthvað af tálguðu mógrýti, sem þar er vanalega aðflutt; þar fann. jeg og ösku og gjall, og bæði vott af kinda og stór- gripa beinum; hjer kynni að hafa verið smiðja. það var ekki ómaksins vert að leita hjer að beinum úr Sám, enda var það á móti fornum grafsiðum, að grafa ekki uppáhaldshund með manninum. það má ætla að Gunnar hefir verið heygður að forn- um sið, þar sem hann fjell um 990; sagan segir bls. 370, að þeir ljetu Gunnar sitja uppi í hauginum. það var af sjerstökum ástæðum að atgeirinn var ekki lagður í haug- inn, af því Rannveig vildi það ekki; en auð- sjeð er, að það hefir átt að gera. Högni segir og við ömmu sína bls. 374: að hann ætli að færa atgeirinn föður sínum (nefnil. f hauginn), að hann hafi hann til Valhallar, og beri þar fram á vopnaþingi. þetta er rjett hugsað að heiðnum sið. Gunnarshaugur, sem kallaður hefir ver- ið, er langt austur og upp frá Hlíðar- enda, og langsamlega í hvarfi við bæinn. það er svo sem stekkjarvegur; hann er hóll eða holt fram undir 20 faðma að þvermáli í rótunum; að vestan er á hon- um þunnur jarðvegur, en melar að aust- an; upp á þessu er vörðubrot. Ekki leizt mjer á þennan haug; margan haug hef jeg grafið upp, en engan sjeð þess- um líkan, en til reynslu ætlaði jeg að grafa gegnum kollinn á þessu ; reif jeg þar upp stóran stein, sem var undir vörðu- brotinu, lá hann á klöpp, lengra komst jeg ekki þar niður; enga hleðslu eða mann- virki var þar að finna. það er tómur misskilningur að sagan tiltaki hvar haugur Gunnars hafi verið; þetta mun ekki ann- að en melur og klapparhóll. Um 10 faðma niður frá þessum Gunnarshaug, er stór steinn um mannhæð og þó lengri. Munnmælin segja að undir þessum steini ætti að vera vopn Gunnars, og fullyrt hefir verið að hleðsla væri undir steininum, sem sýna má. Jeg neyddist til að prófa þetta, en hjer var ekkert að finna, steinn- inn liggur á klöpp, og engin hleðsla; jeg hef nóga reynslu fyrir því, að tómum munnmælum er ekki að trúa. það mun verða affarabetra, að trúa vorum góðu og vönduðu sögum. I bæjardyrunum á Hlíðarenda stendur kista mjög gömul, og ákaflega stór, um 3 ál. á lengd; á framhliðinni eru nelgdar gagnskornar fjalir, í góðum gotneskum stíl og dýramyndum til endanna. þetta er kirkja eða hallarhlið með portum og þess- konar skrauti, ágætt verk; eigandi gaf þess- ar fjalir Forngripasafninu; skal hans getið á sínum stað. Síðan fór jeg út að Grjótá og til að spyrja upp Akratungu. þráinsgerði heitir þar, en haugurinn er horfinn. Bóndinn á Heylæk (sem er stutta bæjarleið fyrir utan Hlíðarenda) sagði mjer, að Akratunga hjeti enn f dag.innri hlutinn af túniuu þar, frá skurðinum við bæjarvegginn og að öðr- um skurði austast í túninu. þetta þótti mjer góð upplýsing, því þá er mjög á- kveðið, hvernig Gunnar hefir riðið, er hann fór að vígi þeirra Oddkels : »Gunnar ríður um Akratungu þvera ok svá til Geilastofna ok þaðan til Rangár ofan til vaðs hjá Hofi »bl. 244. Ekki er að efa, að Gunnar ríðr þá skemmstu leið til að ná þeim og sem minnstan krók suður á við. Geilastofnar (nú Rjúpnabotnar) ganga vestur í hálsinn fyr- ir austan Markarskarð, og er rjettnefni, þeir eru vik, botnar = geilar, og hæðir á milli = stofnar; það sýnir meðal annars hina miklu nákvæmni og kunnugleik söguritarans, að hann veit að Gunnar ríður um þetta litla svæði Akratungu, því utan hjá henni mátti þó fara, ellegar þá um »móhellurnar« í götunni við vaðið, og þá stöðulinn, sem var sitt hvor- um meginn við ána hjá Hofi, eins og sýnamá. þegar þessu var lokið, fór jeg á stað og ofan það mikla sljettlendi á leið að Berg- þórshvoli. Bærinn stendur neðarlega í Vest- Landeyjum fyrir vestan Affallið. Beint vestur undan Voðmúlastöðum, svo sem nokkur hundruð faðma, var hinn forni »Vörsabær«, þar sem Höskuldur Hvítnesgoði bjó, þar stendur hóll. eða jarðtorfa nokkrar mannhæðir á hæð, en lítil ummáls ; hún er að blása upp. þar í kring er láglendi og sandi orpið. þessi jarðtorfa er eptirleifar af þeirri hæð sem bærinn stóð á; hjer heit- ir enn í dag Gamli-Ossabær (framb.); þetta er í Austur-Landeyjum; erþaðan rúm klukku- stundarreið að Bergþórshvoli. Fyrir vestan túnið á Voðmúlastöðum, og austan Ossabæ, sjest fyrir mjög lágri og niðursokkinni girðingu, ájeggsljettum velli; á þrjávegu verður rakinn garðurinn, sje velað gætt, en á einn veginn sjest hann ekki; hann er á annan veg um eða yfir 100 faðma en á hinn um 60faðma,að því er sjest; þessi girðing heitir enn í dag Höskuldargerði, og er þetta það gerði sem sagan talar um og segir hún hjer kunnuglega frá bl. 572. »þeirfóruþar til er þeir kvámu í Vörsabæ ok biðu þar hjá garði nokkrum. Veður var gott ok sól upp- komin«. Og (Höskuldur) »ferr til gerðisins ok sár niður korninu«. það er auðsætt að þeir Skarphjeðinn hafabeðið undir garð- inum sem vissi frá Vörsabæ. Bergþórshvoll stendur á hól löngum og mjóum ; gengur í hali hólsins vestur undir afbýlið Káragerði. | Fyrir austan bæinn er lægð, og þar fyrir austan og sunnan er Hvollinn ; hann er miklu hærri en hóllinn undir bænum, um 50 fet, og í þvermál á annan veg 50 faðmar; ofan í hann er stór og víð lægð ekki djúp, j þar geta staðið — að nógra skynsamra I manna dómi — 200 hestar, og meir. Úr miðri lægðinni (dalnum) ogheim á mitt bæj-1 arhlaðið er 45 faðmar ; ekki sjest úr miðri | lægðinni heim til bæjarins. Frá Bergþórs- j hvoli og vestur að Káradælu, sem nú er köll- j uð, eru 250 faðmar. þetta er lækur sá sem sagan nefnir og Kári slökkti á sjer eldinn í,! nú er þetta sem tjarnarrennsli. Frá Kára-! dælu og enn í vestur að »Káragróf«, sem heitir svo enn í dag, eru 40 faðmar, hún er lítil gróf sunnan í bæjarhólnum í Kára- gerðl; hvorki Káradæla eða Kára-gróf sjást frá bænum. Jeg get ekki lýst þessu meira hjer, eða gert frekari samanburð við söguna; en skal láta nægja að sinni að lýsa yfir því, að hvert orð er satt i Njálu, bæði um heimreið Flosa, og viðburði brennunnar, að því er sjeð verður af landslagi, örnefnum og kennimerkjum, það er að vonum, þetta er aðalviðburður sögunnar, og hann hefir eink- anlega orðið tilefni til að hún var sett saman. Skáli Njáls hefir staðið þar sem nústend- ur gamli bærinn, þetta mátti sýna þó ekk- ert heföi verið hjer rannsakað með grefti; en jeg skal nú snúa mjer að því í fám orð- um. I húsagarðinum norður af bænum rjett við gaflinn á einu af bæjarhúsunum, ljet jeg grafa niður, á sjöttu al. á dýpt og niður úr öllu því lagi ofan í leir. Fyrst var mold- arlag sem ekkert fannst í um 3 al. á þykkt; þar fyrir neðan byrjaði ákaflegt öskulag um 2 al. á þykkt, það saman stóð í heild sinni af timburösku og rofaösku eða veggjaösku; hjer fann eg eldleikna steina sem auðsjáan- lega voru sprungnir af eldi og enn fremur stórar hellur þunnar, svo eldleiknar, að þær flísuðu sig sundur; leifar af bronze fundust hjer og llka gróf beinaaska, og samanrunnið gjall o. fl. Innan um þetta mikla öskulag voru og flekkir eða sem í bunkum af ein- hverju hvítu efni sem eg að þessu sinni skal ekkert segja um hvað hefir verið; en það mun víst, að það er ekki útbrunnið efni og er nauðsynlegt að það verði prófað til fulls (analyseret). Fyrir neðan allt þetta i eða allra neðst í gröfinni niður á millum J stórra steina, fann eg leifar af beinum úr litlu lambi, og nokkuð af trjeflísum, sem hvorutveggja var óbrunnið. Eg skal ekki tala hjer um þetta efni frekara ; en þegj- andi vottarnir sýna það að hjer hefir verið stórkostleg brenna. þegar hjer er komið sögunni verð eg að mestu leyti að slá í hana botninn, því hvorki leyfir rúm í blaðinu nje tími minn; það sem enn er eptir er langt mál t. d. um Holtsvað, Stórahof, báða bardagana við Rangá, þing- skálaþing og fl. Jeg skal geta þess, að Dr. Kálund segir optar en einu sinni að Holtsvað hafi verið út á þjórsá; en þetta getur ekki átt sjer stað, samkvæmt efni og meiningu sögunnar; þar hjá sjer hann þó sem skynsamur mað- ur að þetta fer ekki vel; líklegt er að hon- um hafi verið talin trú um það fyrra. Eg skal ekki keppa við nokkurn mann um, hvert Holtsvað hefir verið á Fiská eða Rangá; það er mjög þýðingarlaust atriði og hjálpar ekkert sögunni við ; hafi bærinn Holt verið sunnan við Reynifellsöldu, sem eg hygg, verður eðlilegast að vaðið hafi verið þar næst við bæinn og dragi nafn af honum, og fleira má sýna. Kálund segir og, að á þingskálum hafi að sögn verið 100 búðir og Páll alþingismaður í Arkvörn nokkuð á annað hundrað. Ekki skil eg í þessu, strangt tekið fann eg þar ekki nema 37 búðir eða maunvirki; eg leitaði þar þó í fulla 2 daga ásamt merkum manni. það getur ekki verið að Brynjólfur gamli sem þar bjó hafi eyðilagt um 60 eða nær hundrað. A þórnesþingi fann eg 1882 ekki nema um 40 búðir; hjer var þó fjórðungs- þing. Eg get leitt nokkur rök að því, að á alþingisstaðnum voru varla meira en í mesta lagi undir 150 búðir. Á þingskálum geta hafa verið áður en þar var byggt, rúmar 40 búðir, sje taliðþað sem kann að vera undir bænum. I hinni stuttu skýrslu í ísafold X 24 varð í ógáti milli 50 og 60 búðir, á að vera : milli 40 og 50. Um alla þessa rannsókn mun eg skrifa í Árbók Fornleifafjelagsins með nákvæmum samanburði bæði við Njálu og annað. I þessari ferð fjekk eg marga hluti til Forn- gripasafnsins, og skrifaði upp allt sem gam- alt var í þeim kyrkjum sem voru a minni leið.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.