Ísafold - 09.01.1884, Blaðsíða 1
Kemur úl á mlívibda^iiiorpa. Verð
árgangsins (50 arka) 4 b.;
5 kr. Borjist Ijrir miBjan júl
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifl.) bundm við áramól 6-
gild nema komin sje lil útg. Ijrir 1. okt.
Afgreiðsluslola i Isaloldarprentsm. 1. sal.
XI 2.
Reykjavík, miðvikudaginn 9. janúarman.
18 84.
5. Innl. frjett. Stjórnarskrá tslands (io-ára-afmæli).
6. Æfiminningar. I: Snorri Pálsson.
7. Kvennaskólinn i Húnavatnss. og búnaóarskólinn
á Hólum.
8. Hitt og þetta. Auglýsingar.
Brauð laust: Kirkjubæjarklaustur ’/, . . . 1104
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I 2.
Landsbókasafnið opið hvern md., mvd. og id. 12 3*
Niðurjöfnunarskrá á bæjarþingsstofunni hvern rúm-
helgan dag kl. 12—2.
Póstar fara frá Rvilc 10., 12. og 13. jan.
Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd. og ld. 4—5.
Veðuratlmganir i Reykjavík I. viku janúar
1884. Eptir Dr. J. Jónassen.
Hiti (Cels.) Lþmælir Vindur Veður- far
ánóttu um hád. fm. em. fm.| em.
þ. 1. + 3 + 5 3° 29,9 s. s. h., d.
M. 2. +1 + 4 3° 3° a. 0 h., bj.
F- 3- -2 0 3° 29,8 0 0 bj-
F. 4- -4 -f- 2 3° 29,ó a. a. h„ bj.
L. 5. -1 + 1 29,3 29 a. a. h„ bj.
S. 6. -2 + 1 29,3 29,3 a. a, h„ bj.
M.7. -2 + 1 29,2 28,5 0 a. d„ hv.,r.
í>- 8. -1 + 1 00 ri 28,5 sv. sv. d„ hv.
Aths. Um áramót hjer auð jörð ; snjór fjell
nokkur 6. um kv„ tók allan upp 7. um kv.
„Á nóttu“, þ. e. minnstur hiti á nóttu, Lopt-
þyngdarmælir : enskir þumlungar.—s—sunnan ; a~
austan ; sv.=:suðvestan; o^logn,—bj.=bjartur ; d.
dimmur ; h.=zhægur ; hv.= hvass ; r.=rigning.
Leiðrjetting. í síðasta bl. 2. bls. er nel'nd Jök-
ulsá í Axarfirði, en á að vera Skjálfandafljót. Og
á 3. bls. I. dálki 22 1. stendur '/4 fyrir s/4.
Reykjavík 9. janúar.
— Landsyfirrjettur dæmdi lO.desbr. f. á. í
landamerkjamáli þeirra Friðriks alþingis-
manns Steíánssonar og Sveins bónda Gunn-
arssonar í Borgarey : vísaði málinu frá dómi
í hjeraði, merkjadómi, fyrir þá sök, að
það hafði ekki verið lagt til sátta.
— Hrepþsnefndaroddviti einn í Borgar-
firði, Jónatan nokkur á Hálsum, er fyrir
nokkru síðan orðinn uppvís að töluverðum
sauðaþjófnaði, og annar bóndi með honum í
sömu sveit, Skorradalshrepp.
— Aflalaust af sjó gjörsamlega bæði hjer
á Inn-nesjum, og eins syðra, í Garði og
Leiru, síðan á nýjári, að gæftir tókust apt-
ur hinar beztu,”eptir útsynningana og skak-
viðrin um hátíðirnar.
— Að öðru leyti tiðarfar hagstætt: frosta-
lítið mjög, jörð nóg fyrir fjenað; enda
skepnuhöld hin beztu, hvar sem til spyrzt.
— Dáinn 18. desbr. Jón prófastur Sig-
urðsson Kirkjubæjarklaustursprestur, á
Prestbakka. Drukknaði í Skaptá. Náðist
að vísu með lífi, en var örendur áður mann-
hjálp fengist að koma honum til bæja. Var
fæddur 19. júní 1821. Vfgðist 1852 að
Kálfafelli.
STJÓRNARSKRÁ ÍSLANDS.
5. jan. 1874—5. jan. 1884.
það var tíu-ára-afmæli stjórnarskrár vorr-
ar á laugardaginn að var.
Margir hafa sjálfsagt munað eptir því;
margir ekki, og þeir líklega fieiri.
Ekki er það nú af því, þetta minnisleysi,
að stjórnarskráin sje svo ómerkileg, að henn-
ar gæti hvergi, heldur en hún væri engin til
og hefði aldrei til verið.
Hvernig högum vorum mundi háttað nú,
ef vjer hefðum ekki fengið stjórnarskrána,
það er oss ekki auðið að vita. það má spá,
hvernig farið hefði, og er víst um það, að
varla mundi nokkur slík spá hníga að því,
að oss mundi hafa farnazt betur án þessar-
ar stjórnarskrár, þó rýr þyki. Svo er þó
hamingjunni fyrir að þakka.
En vjer gætum gert annað, í stað spá-
dómsins. Vjer gætum borið saman, hvern-
ið nú horfir högum lands vors og hvernig
þá horfði högum þess, er vjer fengum stjórn-
arskrána. Mætti þá gera sjer nokkra hug-
mynd um, að hve miklu leyti umskiptin
eiga rót sína að rekja til stjórnarbótarinn-
ar, beinlínis eða óbeinlínis.
Slíkur samanburður yrði þá nokkurs kon-
ar skilagrein fyrir því, hvernig vjer höfum
varið þessum fyrstu tíu sjálfsforræðisárum
vorum.
En hjer er ekki rúm til að gera slíka
skilagrein öðru vísi en ofur lauslega.
Umskiptin eru því miður naumast eins
glæsileg og landsmenn munu almennt hafa
gert sjer í hugarlund í hátíðarglaumnum, er
þeir áttu að fagna nfrelsiskránni úr föður-
hendi«. Og er það að vísu ekki tiltöku-
mál.
Vjer höfum þó óneitanlega aflað oss ýmissa
nýtilegra rjettarbóta á þessu tímabih.
Fyrst og fremst hefir skattalöggjöf vor
tekið stórvægilegum breytingum, vafalaust
til mikilla bóta, bæði hvað jöfnuð snertir og
ekki síður að afrakstrinum til handa lands-
8J*ÓðÍ.
f>á er eigi lítið varið í hina miklu umbót
á læknaskipuninni. Hjeraðslæknum fjölg-
að um meira en helming. Læknaskóh sett-
ur algjörlega á laggirnar. Auk ýmislegra
annara nytsamlegra heilbrigðisráðstafana.
þótt sitt hvað þyki að hinum miklu launa-
laganýmælum á þessu tímabili, má afdrátt-
arlaust telja þeim einn kost til gildis og
hann mikilsverðan : að þar með er algjör-
lega ráðin bót á því lagaleysi, er áður átti
sjer stað í þeirri grein. Mikil bót er og að
því, að sýslumenn eru settir á föst laun úr
landssjóði. Minna er varið í þessa tilraun,
sem gerð hefir verið til að koma betri skip-
un á launahagi presta; stendur hún enu
mjög til bóta.
Nokkuð hefir verið fengizt við að koma
kirkjulegum málefnum í meiri sjálfsforræðis-
snið en áður var, samkvæmt orðum og auda
stjórnarskrárinnar; þar er mjög inikið eptir
óunnið.
Eina dálitla rjettarbót höfum vjer fengið
langt um fram það, sem aðrar þjóðir hafa
ráðizt í til þessa, þar á meðal nánustu
frændþjóðir vorar, þótt notið hafi sjálfsfor-
ræðis margfalt lengur en vjer. það er kosn-
ingarrjettur kvenna, í hjeraðsmálum.
, Samgöngur hafa tekið eigi all-litlum bót-
um, þótt mikils sje þar á vant, sem vonlegt
er. Póstgöngur auknar töluvert og póstlög
bætt. Vegalög fengin betri en áður. Og
unnið að vegagjörð margfalt meira en áður,
með allríflegu fjárframlagi, en því miður af
of mikluin vanefnum hvað kunnáttu og fyr-
irhyggju snertir. Farið að brúa ár hjer og
hvar, er ekki var hreyft við áðúr. En það
sem hefir gert langmest stakkaskipti í þess-
ari grein eru gufuskipsferðimar umhverfis
landið, er áður uxu svo mjög í augum og
voru ófáanlegar. Verzlunarfrelsi rýmkað;
ljett af óhagkvæmum álögum á verzluninni:
lestagjaldinu.
Loks hefir talsvert verið unnið til bóta
menntun alþýðu í landinu : reistur gagn-
fræðaskólinn á Möðruvöllum; búfræðis-
menntun efld til góðra muna; kvennaskól-
ar og barnaskólar sömuleiðis efldir og
styrktir; heimakennsla barna jafnframt
rifkuð með lögum. Aðal-bókasafni landsins
og jafnframt alþingi reist allveglegt stór-
hýsi.
Yfir höfuð að tala eru fjárforráðin sú
grein-stjórnarbótarinnar, er eigi hefir hvað
sízt borið sýnilegan ávöxt; þau höfðum vjer