Ísafold - 09.01.1884, Blaðsíða 2
6
og þráð einna mest, og með því að halda
þeim fyrir oss fjórðung aldar eptir að sam-
þegnnm vorum í Danmörku voru fengin þau
í hendur ásamt öðru sjálfsforræði, var þjóð-
inni gerður sá hnekkir, að ekki verður tölum
taiinn og seint mun henni úr minni
líða.
Hefði hjer mátt telja enn fremur góð
landbúnaðarlög ný, einhverja verulega um-
bót á fiskiveiðalögum, sjer í lagi um fiski-
veiðar útlendra, og loks eigi hvað sízt nýti-
lega peningastofnun, þá hefði hið nýja lög-
gjafarvald engan veginn þurft að fyrirverða
sig fyrir aðgjörðaleysi í því að hagnýta sjer
stjórnfrelsið um áminnzt tíu ára tímabil.
|>etta framtal tekur að eins yfir helztu
framkvæmdir landstjórnarinnar, sjer í lagi
löggjafarvaldsins ; yfir það, sem helzt ber á
svo sem áþreifanlegum og beinum ávexti
stjórnarbótarinnar.
Hvað hinu líður, því sem stjórnfrelsi á
af sjer að geta óbeinlínis og sem lýsir sjer
einkum í hugsunarhætti þjóðarinnar og
margvíslegu háttemi, þar á meðal afskiptum
alþýðu af landstjórnarmálum, þar um er
vandi að dæma. þar stoðar og eigi að bú-
ast við bráðum þroska, eptir því sem dæm-
in benda til meðal annara þjóða. |>að
virðist svo sem efnalegur vöxtur og við-
gangur töluverður þurfi að fara á undan.
f>ar að stefna og framantaldar framkvæmdir
löggjafarvaldsins einna mest. Enda virð-
ist svo sem nú sje allvíða örari viðreisnar-
hreifing á efnahag manna en áður gerðist,
að fráteknum hinum mikla hnekki af harð-
indunum í hitt eð fyrra.
Annað er það, sem að mætti hyggja:
hver áhrif stjórnarbótin hefir haft á stjórn-
aratferli umboðsvaldsins. Óefað nokkuð til
bóta; en líka óefað langt um miður en
skyldi. Sú varð raunin á fyrir Dönum, er
þeir fengu sína stjórnarbót. f>að er eins og
að láta nýtt vín á gamla belgi, að ætla göml-
um mótstöðumönnum stjórnfrelsisins, sem
eru innlífaðir því andstæðilegum skoðunum
og hugsunarhætti, að ætla slíkum mönnum
að framkvæma hinar nýju stjórnarreglur og
rótfesta í landinu frábreytta stjórnarstefnu
því er þeir hafa áður verið við bundnir. Af
þeim dreggjum súpa Danir enn. Frakk-
ar sömuleiðis til skamms tfma, meðal ann-
ara. Vjer þurfum að hafa góðar gætur
á því atriði.—
f>að stendur hjer skammt á undan, að
vandi sje um það að dæma, hver sje orðinn
ávöxtur stjómarskrárinnar að því er hugs-
unarhátt þjóðarinnar snertir og annað því
um líkt.
Hjer á við að minnast á einn hlut, sem
þetta má nokkuð af marka, en sem því
miður bendir í aðra átt, en óskandi væri.
f>að eru afskipti þjóðar og þings af endur-
skoðun stjórnarskrárinuar.
Hver muu dyljast þess, að hjer hefir ver-
ið slælega að gengið.
Sá hinn mikli og ágæti maður, sem átti
margfalt meiri þátt í stjórnarbót vorri en
nokkur maður annar, hann leit svo á þessa
3tjórnarskrá frá 1874, að hún væri að eins
betra en ekki neitt í bráð, en allsendis ónóg
til frambúðar. f>jóðin var honum samdóma
í þvf sem mörgu öðru þá. Hann gerði sjer
að ’ góðu þetta neyðarúrræði, er til bragðs
var tekið á þingi 1873 : að fela konungi
einum málið á hendur, með því einu órjúf-
anlegu skilyrði meðal annars, að stjórnar-
skráin væri endurskoðuð eigi síðar en á
hinu fjórða löggjafarþingi. Hann lifði og
dó í þeirri öruggri von, að þing og þjóð
mundi eigi skorta þrek nje einurð til að
hagnýta sjer þótta skilyrði afdráttarlaust
og viðstöðulaust.
f>að er öllum kunnugt hvernig sú von
hefir rœtzt.
Svo má að orði kveða, að alls einn þing-
maður (B. Sv.) hafi reynzt fyllilega trúr
verkamaður í þeim víngarði. Hann einn
hreyfði málinu á þingi á rjettum tíma og
ineð fullu og öfiugu fylgi; en árangurslaust.
Hann vakti það upp aptur á næsta þingi, f
sumar er leið. Og enn fór á sömu leið.
f>orri hinna lögðu eyrun meira eða minna,
leynt eða ljóst, við hinum gömlu Loka-heil-
ræðum frá dögum hins forna, nafntogaða
minnihluta, þeim, að hafa heldur hugann
við ýmislegt annað, sem meira riði á ! ?
Sem meira rfður á en að koma sjálfri
undirstöðunni undir sjálfsforræði þjóðarinn-
ar í viðunanlegt ástand og svo traustar
skorður, sem kostur er á !
f>að er vonandi, að um það liðinn er
annar tugur ára, að þá verði langt á að
minnast slíka fásinnu; að þá verði stjórn-
arskrá vor endurborin fyrir löngu, stórum
fegri og fjörvænlegri en hún er nú.
ÆFIMXNNINGAK.
i. Snobbi Pálsson.
Samkvæmt tilmælum yðar, herra ritstjóri,
læt jeg yður hjer með í tje með sem fæstum
orðumhelztu æfiatriðiverzlunarstjóra Snorra
sál. Pálssonar.
Snorri Pálsson, Jónssonar prests í Viðvík
og Kristínar f>orsteinsdóttur, fæddist á
Möðruvöllum í Hörgárdal 4. febr. 1840.
Hann ólst upp hjá foreldrum sínum, en fór
þó nokkuð fyrir innan tvítugsaldur að verzl-
un á Skagaströnd og dvaldist þar 2 sumur.
Síðan varð hann skrifari hjá amtmanni
Christianson, sem þá var sýslumaður í
Skagafjarðarsýslu, einn vetrartíma, en fór
þaðan að verzlun í Hofsós og dvaldist þar
þangað til hann 24 ára gamall var skipaður
vezlunarstjóri á Siglufirði árið 1864.
Brátt kom þar í ljós hans mikli fram-
kvæmdar- og framfarahugur. Hann gjörð-
ist forvígismaður að ýmsum endurbótum á
þilskipabyggingum og fleiru þar að lútandi,
því hann vildi fyrir hvern mun að innlendir
hefðu atvinnu við þilskipabygginguna, en að
skipin yrðu jafngóð og traust þeim, er frá
útlöndum komu. Hann hvatti menn óatíát-
anlega til iðjusemi og framkvæmda og veitti
jafnvel verðlaun fyrir þess konar þegar því
var að skipta, en tók aptur hart á slóðaskap
og drykkjuslarki, enda varð sveitarfjelag
hans innan skamms sannkölluð fyrirmynd
þeirra er við kauptún liggja, og hagur þess
blómlegur.
Arið 1872 stofnaði Snorri, ásamt nokkr-
um mönnum. er hann fjekk í fylgi með sjer,
sparisjóð á Siglufirði og stýrði honum með-
an hann lifði með þeirri hagsýni og skör-
ungsskap, sem honum var lagið, alveg þókn-
unarlaust, jafnvel þó það væri farið að hafa
töluverð umsvif og fyrirhöfn í för með sjer.
Voru innlög samlagsmanna orðin síðustu
áramótin sem hann lifði nær 16 þús. kr. og
gróði sjóðsins, eður varasjóður, orðinn 922
kr., auk eldfastrar járnhirzlu, er sjóðurinn á
til að geyma í skjöl sín og peninga.
Arið 1880 gekkst Snorri einnig fyrir stofn-
un sjóðs handa »ekkjum drukknaðramanna«,
er upphaflega var í 3 deildum, en nú er að
eins í tveimur: fyrir Fljót og Siglufjörð.
Árstekjur þessa sjóðs eru þær, að menn
hafa sjálfviljuglega undirgengizt að borga 2
hluti árlega af hverju fari til þorskveiða af
óskiptum afla, annan á vorvertíð og hinn á
haustvertíð ; | pott af lýsi af lýsistunnu
hverri er aflast á hákarlaskipin, og af
öðrum höppum af sjó (síldarafla, hvalreka
o. s. fr.). Hefir sjóðurinn þannig myndazt
sumpart af tekjum þessum, og sumpart af
samskotum, að báðar deildir áttu í árslok
1882 um 1060 kr. f>essi litla stofnun er
ljós vottur um það, hverju samtök og fje-
lagsskapur geta komið til leiðar; menn hafa
öldungis ekkert vitað af að greiða árstillagið;
en verði það svipað nú í ár og að undan-
fömu, þá verða tekjur sjóðsins nú þetta ár
að meðtöldum vöxtum nálægt 300 krónur.
Síðan hið eyfirzka skipaábyrgðarfjelag
myndaðist hafði Sorri sál. á hendi forstöðu
fyrir Siglufjarðardeild þess, án nokkursend-
urgjalds fyrir umsjón og skrifstörf við það,
jafnvel þó hann hefði getað átt kost á því
frá stjórn fjelagsins. '/■ Hann mun og hafa