Ísafold - 09.01.1884, Blaðsíða 3

Ísafold - 09.01.1884, Blaðsíða 3
verið fyrsti frumkvöðull að því að menn al- mennt fóru að verka saltfisk til verzlunar hjer á norðurlandi nú fyrir fáum árum, og að Gránufjelagið tók það mál að sjer til að beina því braut. |>að var eit.t af ábugamál- um hans að koma á þorskveiði á þilskipum hjer norðanlands, og gerði bann tvisvar til- raun til þess á eignum! skipum, en það vildi ekki heppnast, jafnvel þó flestöll önnurfyrir- tæki hans blessuðust vel og bæru nhundrað- faldan ávöxt«. Samt sem áður tók hann norsk skip með norskum skipverjum í þjón- ustu sína sumarið 1881,J er að tilhlutun amtmannsins í Norður- og Austuramtinu bakaði honum málsókn. Hann var að sönnu dæmdur alveg sýkn af lögreglunnar ákærum í hjeraði, en samt sem áður vísaði amtmað- ur máli þessu »frá rjettvísinnar hálfu« (sem sakamdli?!) til landsyfirrjettar, en hefir má- ske apturkallað það þaðan(?) þegar hann tapaði þar sams konar máli við annan mann. Snorri hafði nokkur óbeinlinis áhrif á það, að íslendingar eignuðust hlutdeild í síldar- veiði með »nót« á Eyjafirði sumarið 1880, er verið mun hafa hin fyrsta hluttekt Is- lendinga í þess konar, og árið eptir stofn- uðu þeir, hann og alþingism. Tryggvi Gunn- arsson, báðir saman til sams konar síldar- veiða á Siglufirði, er bar þeim eigendum góðan ávöxt samsumars. þá um haustið kom Snorri sál og á fót öðru fjelagi til síld- arveiða á Siglufirði, sem er al-innlent og ó- háð útlendra áhrifum, og sem nú bfður með tæki sín eptir feng og fje til að vega á móti kostnaði sínum. Arið 1879 stofnaði Snorri f fjelagi við ann- an mann járnþynnusmiðju á Siglufirði og henni samhliða niðursuðu á matvælum. A því fyrirtæki hafði hann miklar mætur; en það hefir átt nokkuð örðugt uppdráttar. þó hefir nú seinni árin dálítið lifnað yfir því, og niðursoðið kindakjöt fengið allgott orð á sig; sömuleiðis ílátin, sem þar hafa verið smíðuð, af því að eins hin þykkasta járn- þynna hefir verið höfð í þau og smíðið verið vandað sem föng voru á. Snorri var að nokkru leyti hvatamaður að því, að fjelagsskapur komst á f Fljótum og Siglufirði til búnaðarlegra framfara árið 1881, og veitti fjelagi þessu höfðinglegagjöf þegar það var stofnað. Snorri sál. var skarpur gáfumaður og menntavinur hinn mesti; varði hann tölu- verðu fje árlega til bókakaupa, ogmá óhætt fullyrða, að hann var mjög fjölhœfur fróð- leiksmaður í leikmanna röð. Sjer í lagi unni hann mjög fögrum og andríkum skáld- skap, enda sendi hann, ásamt Dr. Grfmi Thomsen á Bessastöðum, áskorun f blöðin árið 1879 um samskot til minnisvarða yfir síra Hallgrím sál. Pjetursson. Hann var þingmaður Eyíirðinga 1875— 1879, en var ófáaulegnr til að bjóða sig fram við síðustu kosningu, hvorki þar nje í öðru kjördæmi, er leitaði eptir því. Árið 1865 giptist Snorri Margrjetu Ólafs- dóttur frá Fjöllum í Kelduhverfi og lifði með henni f hinu ástríkasta hjónabandi til dauðadags. þau áttu 7 börn, en að eins 4 af þeim eru á lífi: Eggert og Kristín úr æsku, en Páll og Einar ungir. Snorri andaðist eptir rúma mánaðarlegu 13. febr. næstl. úr taugaveiki, rúmlega 43 ára að aldri. Fráfall hans varð mörgum svipleg og sár sorgarfregn, því hann var sannur bjargvættur, ekki einungis Siglu- fjarðar, heldur og hinna annara nærliggj- andi byggðarlaga, og hafði framúrskarandi áhuga á því, að vinna að heill meðbræðra sinna. Heimili hans var gleðinnar og gest- risninnar heimkynni og höfðiuglyndi hans fágætt við alla, er einhvers þurftu með og leituðu hans, sem og líka að lina neyð manna, hvar sem var, og styrkja góð og nytsöm fyrirtæki, enda var efnahagur hans hinn ákjósanlegasti. f>að er óefað að Snorri sál. var einn af landsins mestu og upp- byggilegustu framfaramönnum, og mundi það enn betur hafa sjezt, ef hann hefði lifað á óafskekktari stað enn Siglufjörður er. E. B. G. Kvennaskólimi í Húnavatnssýslu og húnaðarskólinn á Hólum. Kvenna- skóli Húnvetninga og Skagfirðinga er haldinn í vetur á Ytriey á Skagaströnd f sínu eigin timburhúsi og á jarðarparti sínum. I skólan- um eru 16 námsmeyjar. Kennslukonur eru ungfrú Elín Briera frá Beynistað, og Sigríð- ur frá Djúpadal, sem báðar hafa gott traust á sjer sem kennslukonur. f>að er mál til kornið að fara að hugsa um menntun kvenn- fólksins, svo það geti betur gegnt lífsköllun sinni á eptir sem húsmæður og lagt fyrsta grundvöll til menntunar barna sinna, því spakmælið segir : »til 10 ára skal mögur fyrir móðurknjám«, og lært reglusemi; að hvort verk hafi sinn tíma, og hver hlutur sinn stað, sem stjórn og hlýðni fær bezt til vegar komið. Sumir misskilja þessar skóla- stofnanir, og ætlast til að allt fæðist full- komið; en gætandi eigi þess, að hjer er allt í byrjun og barndómi fyrir reynzluleysi og fjeskort; en þetta verður að laga og efla svo skólarnir geti svarað til þess sem þeim ber að verða með tímanum. |>að er einnig áhugamál Húnvetninga, að búnaðarskólinn á Hólum í Hjaltadal geti samsvarað tilgangi sínum. það var meira en mál til komið, að 3 sýslufjelögin sameinuðu sig um að stofna tjeðan skóla, en Húnvetningar og Eyfirðingar væru eigi í fleiri ár á fundum sínum að setja þau skil- yrði, að þeir vildu stofna skólann ef hinir væru með, eða að 3 sýslufjelögin stofnuðu hann í sameiningu. Samkomulagsfundur- inn að Hólum 26. apríl þ. á. þar sem mættu 2 fulltrúar úr hverri sýslunni fyrir sig, kosnir af sýslunefndunum með fullnaðar- atkvæði, afrjeð að sameina sig um að stofna skólann með því fyrirkomulagi, sem hann nú hefir og samþykktu endurskoðaða reglugjörð skólans, sem áður hafði verið til umræðu á sýslufundum allra sýslnanna. Sömuleiðis gjörði fundurinn samning við búfræðing Jósep Björnsson, sem haldið hafði skólann 1 ár, að taka að sjer með aðstoð kennara verklega og bóklega kennslu á skólanum, og hafa alla forstöðu fyrir skólabúinu, sem afráðið var að setja á stofn ; einnig var honum fal- ið á hendur, að halda nákvæma og greini- lega búreikninga yfir allan tilkostnað til skólabúsins, og afurðir af því, og ber hon- um að ábyrgjast fyrir handvömm allan lif- andi pening búsins, og dauða fjármuni fyrir, að þeir eigi glatist eða skemmist, nema af brúkunarsliti. Búið skal uppskrifast eða takast út í hvers árs fardögum með fl., og skal þá skólastjóri gjöra reikning ráðs- mennsku sinnar. Af því skólastofnunin var svo seint afráðin, gátu eigi orðið á skólan- um í þetta sinn nema 7 námspiltar. Eg hefi sannar sögur af því, að skóla- búskapurinn hefir gengið eptir vonum, sem haldinn er nú á f pörtum af heimajörð- inni Hólum eða hálfri Hólaeigninni með Hofi, og fjekk Jósep búfræðingur af töðu í sumar 370 hesta, en af öllu heimatúninu fjekkst rúml. 600 hestar af töðu, og er þó túnið eigi í fullri rækt, og gæti víst töðu- fallið aukizt með góðri ræktun um 200 hesta eptir stærð túnsins, því eigi skortir þar áburðarefni frá fyrri tímum í stórum öskuhaugum. Yfir höfuð eru Hólar kostajörð engjarnærtækar og liggja viðendurbót með vatnsveitingar ; sumarhagar góðir, vorland gott, hættulítið og skjólasamt; ágæt stein- tegund til byggingaefnis er í svokallaðri Hólabyrðu eða fjalli fyrir sunnan og ofan bœinn, er hin veglega Hólakyrkja var byggð úr, sem stendur þar enn, ög minnir á hina fornu frægð Hólastaðar. Mótak er þar nærtækt og gott. Jörðin er því einkarvel fallin fyrir búnaðarskóla, og þar er mikið ætlunarverk fyrir hendi til umbóta; þar get- ur búskapurinn verið arðberandi, með góðri stjórn og nægri áhöfn og vinnukrapti. Ymsir menn sem ókunnugir voru umræddri skólastofnun voru mótfallnir að skólinn breytti fyrirkomulagi sínu eða hjeldi áfram í vor, vegna afleiðinganna af hallærinu, og vildu heldur að hann í þetta sinn hvíldi sig, því þeir óttuðust að af skólastofnuninni

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.