Ísafold - 16.01.1884, Page 1
Kemur út á miðvikudassniorgna. Verí
árjanjsins (50 arka) 4 kr.; erlendis
5 kr. Borjist Ijrir miBjan júlimánuí,
ÍSAFOLD.
Uppsöjn (skriD.) bundm við áramót, 6
jild nema komin sje lil útj, Ijrir 1. olt.
Aljreiðslustoía i Isaloldarprenlsm. 1. sal.
XI 3.
Reykjavik, miðvikudaginn 16. janúarmán.
18 84.
9. Innlendar frjettir.
10. Hugurinn minnir á,en hönd og tunga framkvæmir.
11. Vegurinn yfir Svínahraun.
12. Skýrsla um mannskaðann á Akranesi Aug-
lýsingar.
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I 2.
Landsbókasafnið opið hvern md„ mvd. og ld. 12—-3.
Niðurjöfnunarskrá á bæjarþingsstofunni í dag síð-
ast kl. 12—2. Kærur fyrir mánaðarlok.
Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd og ld. 4 5
Veðurathuganir í Reykjavík 2. viku janúar
1884. Eptir Dr. J. Jónassen.
1 Hiti (Cels.) LþmSelir | Vindur Veður- far
á nóttu um hád. fm. | em. | fm |em.
M. 9. -r 3 I 28,6 28,7 SV I SV h. h.
F. 10. -F3 -f- 1 28,7 29.1 SV NV h., d.
F. 11. — 8 -r- I 29,6 29.9 SV sv h. d.
L. 12. • 2 + 4 29,8 29,7 s sv h. d., r.
S. 13. + 2 O 29,2 29.5 sv sv h. hv.
M.14. -^-1 0 29,6 29.4 sv sv h. d. h. r.
p. 15. O +1 nr NV 0 h.
Aths. Svo má heita að veðurlag hafi verið með
stirðasta móti alla vikuna; þótt hann hafi
verið hægur að morgni. hefir hann stund-
stundum allt i einu rokið og þá optast og
næstum eingöngu frá suð-vestri með jeljum og
slyddu. Hinn 13. um kv. rokhvass. Snjór
nokkur fallið við og við, en óðar tekið upp
aptur. Hjer í dag (15.) að eins föl.
Reykjavík 15. jan.
— Sameining Valþjófsstaðar-jjresíaáiaZZs
við Assprestakall í Fellum frá fardögum 1884
er fyrirskipuð af landshöfðingja 22. desbr. f.
á. samkvæmt prestakallalögum 27. febr. 1880
og síra Sigurður Gunnarsson skipaður prest-
ur f hinu sameinaða brauði.
Síra Hjörleifi Guttormssyni á Völlum í
Svarfaðardal s. d. veitt lausn frá prestsem-
bætti frá næstu fardögum með 350 kr. eptir-
launum úr landsjóði.
— Vitavörður á Reykjanesi skipaðurí dag
Jón Gunnlaugsson trjesmiður og þilskipa-
formaður í Reykjavík.
— Eptir því sem segir í landshöfðingja-
brjefi í Stjt. 31. des f. á. befir verið varið
17,300 kr. til brítargjörðarinnar á Skjálfanda-
fljót, er lokið var við að mestu í sumar,—af
hinu lögheimilaða 20,000 kr. láni úr lands-
sjóði til þessa fyrirtækis. Lánið átti að vera
vaxtalaust og afborgunarlaust í þrjú ár.
Ejeð befir verið greitt af bendi smátt og
smátt, eptir því sem brúargjörðinni miðaði
áfram, og varð því vafamál, frá bvaða tíma
telja ætti þessi 3 vaxtalausu ár o. s. frv.
Landshöfðingi hefir nú með áminnztu brjefi
skorið svo úr, samkvæmt tillögum amtmanns-
ins fyrir norðan, að tímabil þetta skuli telja
frá síðasta greiðsludegi lánsins úr landssjóði,
en til þess dags skuli greiddir 4 af hundr. í
vöxtu á ári »af hinum ýmsu útborgúnum frá
þeim degi, er hver þeirra átti sjer stað«.
— Stjórnarherrann hefir í brjefi til landsh.
8. nóv. f. á. lýst ógilda hjer á landi prests-
vígslu prestaskólakand. Halldórs Briems,
sem nú er keunari við gagnfræðaskólann á
Möðruvöllum, er framkvæmd var í Ameríku
fyrir nokkrum árum af síra Jóni Bjarnasyni,
sem nú þjónar Dvergasteini.
— Stjórnarherrann hefir sent landshöfð-
ingjanum brjef frá hinum danska konsúl 1
Niðarósi, dags. 12. okt. f. á., þess efnis, að
með því að gufubrætt meðala-lýsi sje nú
komið í óvenju-hátt verð (allt að 300 kr.
tunnan), af því að svo lítið hafi verið búið
til af því árið sem leið, vegna þess að þorsk-
afli hafi verið lítill (í Norvegi) í fyrra og lifr-
in magrari en dæmi sjeu til áður, þá mundi
mikil ábatavon að því fyrir Islendinga að
stunda shka lýsisbræðslu til verzlunar.
Vísikonsúllinn í Cristiansand sje á sama
máli, eptir því sem hann segist þekkja til
fiskiveiða við Færeyjar og Island, og bjóðist
til að leiðbeina mönnum til að útvega sjer
áhöld til þess, og sjeu þau segir hann frem-
ur ódýr.
þetta er hjer með gert almenningi kunn-
ugt eptir ósk landshöfðingja.
— Eaupstaðurinn að Hólanesi brann til
kaldra kola laust fyrir jólin, eitthvað 3
timburhús, með vörubirgðum og öðrum
lausum munum. Var verzlunin ný-orðin
eign kaupmanns O. P. Möllers, seld honum
af Gránufjelaginu (Tr. Gunnarssyni). Full-
yrt er að mestalltþað sem brann hafi verið
í brunaábyrgð.
— Fróði segir frá, að þrjú hafskip hafi
strandað í haust á Reyðarfirði, eitt þeirra
haustskip Jóns kaupmanns Magnússonar
á Eskifirði.
»Annan og 3. nóv. lögðu nokkur Norð-
mannaskip heimleiðis af Eyjafirði, en þá
gerði dimmviðris-norðanbyl. í þessum byl
hefir spurzt til að 3 norsk skip hafi hleypt
á land til skipbrots, en menn komust af;
eitt á Látrum, annað í Siglufirði og þriðja
á Skaga. |>ess hafa og sjezt merki, að skip
muni hafa brotnað yzt 1 firðinum (Eyjafirði)
og hafa allir menn af því týnzt«. (Fróði).
A Kalmannstjarnar-reka, í svo nefndum
Sandvíkum, hefir rekið rjett nýlega segl af
hafskipi með rá eða öðrum sigluvið. Enn-
fremur lausafregn um, að stýri hafi rekið í
Grindavík. f>að er haft eptir vitaverðinum
á Reykjunesi, að hann hafi sjeð svo til ferða
kaupskipa þeirra þriggja (Nancy, Ida og
Annette), er hjeðan fóru nokkru fyrir jóhn,
að óhugsandi sje að vogrek þotta geti verið
af nokkru þeirra.
— Stórkostlegir skiptapar.
Drukknan 31 manns. 1 góðviðrun-
um fyrstu dagana eptir nýjárið fóru fáein
skip 1 hákarlalegur hjer af nesjunum, og
aflaði eitt þeirra, það er fyrst reyndi fyrir
sjer, afbragðsvel, í tveimur legum hvorri
eptir aðra. f>að var skip Pjeturs kaup-
manns Hoffmanns á Akranesi og var hann
sjálfur fyrir því, enda alvanur og mjög afla-
sæll hákarlaformaður, vestan frá Búðum að
upphafi. Hann fór síðan í þriðju leguna
mánudag 7. jan., við 11. mann, og tvö skip
önnur af Akranesi, formenn Ólafur í Litlateig
Bjarnason og þórður Guðmundsson í Háteig;
en eitt af Alptanesi, formaður þórður bóndi
þórðarson á Hliði. þegar á leið daginn
hvessti mjög á austan-landsunnan, gekk
síðan í suður seint um kvöldið, en loks
í útsuður um nóttina, með miklum ofsa og
dimmviðrisfj úki.
það er skjótast af að segja, að af skipum
þessum öllum fjórum náði einungi seitt landi,
þeir Ólafur á Litlateig og hans fjelagar, á
áliðinni nóttu, nálægt Melum í Melasveit,
fyrir staka mildi.
Hin týndust öll, og komst enginn maður
lífs af.
þegar daginn eptir rak skip þórðar í Há-
teig óbrotið að mestu og líkin sjö með tölu
Belgsholti í Melasveit. Hafa þeir farist í
lendingu eða því sem næst, þá um morgun,
inn í útsynningsrokinu.
Sömuleiðis rak þar bráðlega um sömu
slóðir ýmislegt af Alptanesskipinu, en eng-
inn maður.
þar á móti hafði ekki rekið annað af skipi
Pjeturs Hoffmanns, er síðast spurðist, en
framsiglan. Töldu kunnugir hins mundi
helzt að leita vestan fjarðar, vestur um
Mýrar.
Til ferða þórðar frá Hliði hafði ekkert
sjezt. En til hinna höfðu þeir Ólafur í
Litlateig sjeð það síðast, að þeir sigldu til
lands hvorirtveggju um kvöldið, er stórviðrið
skall á, á undan þeim Ólafi.
þórður á Hhði var við 11. mann, eins og
Pjetur Hoffmann, en 7 á hjá þórði á Háteig.
Alls týndust þar í einu 29 manns, og
það sjerlegt mannval, eins og venjulega ger-
ist til slíkra sjóferða, þar sem lagt er sam-
an úr ýmsum áttum tii þess að manna sem
bezt fáein úrvalsskip í veiðistöðunni, með
því að öðrum er ekki í það leggjandi. A
skipi þórðar á Hhði voru t. d. að sögn fimm
formenn.
þessir eru nafngreindir, er drukknuðu,
með Pjetri Hoffmann; Stefán Geirsson
Bachmann áður í Miklaholti; Georg Thor-
steinsen, heitins sýslumanns í Snæfellsnes-
sýslu, ný orðinn veitingamaður á Akranesi;
Halldór Einarsson á Grund; Sveinn Hoff-
mann, frændi Pjeturs.