Ísafold - 16.01.1884, Qupperneq 2
10
Með f>órði á Háteig drukknuðu 4 aðrir
af því heimili; alls einn karlmaður eptir
þar.
Af þeim sem drukknuðu_ með þórði á
Hliði, og allir áttu heima á Alptanesi, eru
þessir nafngreindir : Olafur bóndi Bjarnason
í Akrakoti; bræður tveir, kenndir við Báru-
haugseyri, Jón og þorvarður Guðmundssyn-
ir, bjó Jón í Mýrakoti, hinn í Hákoti; enn
fremur Friðfinnur nokkur í Köldukinn.
þetta voru vaskleikamenn alhr, eins og
þegar hefir verið tekið fram, en auk þess
margir þeirra mjög vel nýtir menn og
mikilsverðir í þjóðfjelaginu, svo sem eink-
um formennirnir allir þrír, er voru menn í
broddi lífsins og hinir efnilegustu, hver í
sinni stöðu.
Pjetur kaupmaður Hoffmann var maður
laust fyrir innan þrítugt, nýlega byrjaður á
verzlun, og farnaðist vel. Hann var orð-
lagður dugnaðar- og atorkumaður, og prýði-
lega vel látinn af öllum, sem honum kynnt-
ust. Hann var ættaður frá Búðum, og
hafði verið þar meðal annars hákarlafor-
maður í mörg ár, frá því hann var 16 vetra.
þÓRÐUR bóndi þÓRÐARSON á Hliði var
ættaður úr Biskupstungum, sagður rösk-
leikamaður mesti og vel að sjer um marga
hluti. Hann var kvæntur fyrir mánuði
ekkju Ketils heitins Steingrímssonar á
Hliði.
|>órður Guðmundsson á Háteig rak og
verzlun nokkra á Akranesi og var talinn
með efnilegustu og nýtustu mönnum í því
plássi.
Loks týndist sama dag bátur með tveimur
mönnum á Hvalfirði, áheimleiðúr Beykja-
vík með gjafakorn : Sigurður bóndi á Sandi
Jónsson (bónda í Ferstiklu), og Helgi nokk-
ur vinnumaður frá Botni.
HUGURITSTN MINNIR Á,
EN HÖND OG TUNGA FRAMKVÆMIR.
Eptir Finn Jónsson.
i.
f>að eru sjálfsagt fyrir mörgum engar nýj-
ir lærdómar, sem hjer fara á eptir í línum
þessum; en það stendur nú svo á því, að
jeg get eigi bundizt þess, að koma fram með
þær, af því að jeg hygg að það sjeu ekki
allir sem hafi gert sjer þá ljósa, og aðra
kynni þær að vekja til umhugsunar og at-
hugunar um nytsama hluti og nytsöm mál-
efni, að hugsa um dálítið meira en daglegt
strit og um fleira en dagsins þjáningar.
Oss mönnunum má, eins og flestir vita
og allir mega skilja, skipta á marga vegu,
eptir margs konar meginreglum ; það má
skipta þeim í ríka og fátæka, embættismenn
og embættislausa menn; í sveitabændur,
sjávarbændur, kaupmenn osfrv., osfrv. Jeg
ætla að sleppa öllu þessu og taka eina skipt-
inguna eingöngu, og það er sú er fer eptir
því, hverjar sJcoðatiir og hugmyndir menn
hafa á txmanum, eða tímunum rjettara sagt,
og því sem gerist um leið og þeir líða, og
eptir sambandi manna við þetta og afskipt-
um þeirra af því. f>á verður fyrst fyrir að
skipta mönnunum í tvo aðatóokka, fortíðar-
mennina og framtíðarmennina, sem jeg vil
kalla þá, og benda nöfnin á skoðanir þeirra;
að jeg ekki nefni nútíðarmennina, kemur til
af því, að í þessum skilningi er hjer ræðir
um, eru þeir sama sem framtíðarmennirnir.
Munurinn á þessum flokkum er þessi:
Fortíðarmennirnir eru apturhaldsmenn;
framtiðarmennirnir eru framfaramenn.
Lítum nú á, hvernig þeir koma fram í
ýmislegum málum lífsins, og þá fyrst í
ríkinu (þjóðríkinu).
Fortíðarmennirnir segja: vjer viljum
konungvald, helzt ótakmarkað, en feti
lengra en að hafa það þingbundið með al-
synjunarvaldi förum vjer ekki; þjóðin á ekki
annað að gera, en að heyra, hlýða og hlíta
því, sem þeir æðri gera og vita fyrir hennar
hönd, því að á þjóðmálum hefir þjóðin eigi
vit. Grundvallarlög — þar sem þau eru til
— eiga að vera föst og óbifanleg, þau mega
ekki breytast í þjóðstjórnarstefnu, en held-
ur—eða helzt—þvert á móti: keyrast apt-
ur á bak.
Framtíðarmenn segja: ótakmarkað kon-
ungsvald heyrir að eins til liðnum tímum,
tímum ófrelsis og einokunar, menntunarleys-
is og mannúðarskorts. f>að er ósæmandi,
að einn maður hafi rjett yfir lífi og limum
þegna sinna, að hann álíti sig vera »af guðs
náð« kallaðan til þess að hafa einn vit fyrir
mörgum miljónum sálna — allra helzt ef
konungurinn sjálfur skyldi ekki vera með
öllum mjalla, eins og sumir Danakonungar
hafa verið—; enn háskalegri eru konungs-
erfðirnar. Vjer viljum hvorki einvaldan
konung, nje fastan erfðarjett. Vjer viljum
helzt engan konung, vjer viljum þjóðstjórn,
eins og t. a. m. í Bandaríkjunum eða núna
á Frakklandi eða Sviss; þar höfum vjer
dæmin fyrir oss. En vjer vitum, að vjer
verðum fyrst að fá konungvald með frest-
andi synjunarvaldi — eins og nú er þegar í
Svíþjóð og Norvegi—, og svo verðum vjer
að færa oss upp á skaptið, þangað til kon-
ungvaldið sígur í gröfina af sjálfu sjer, og
þjóðin fær að ráða sjer og öllum málum sín-
um sjálf. Hið fræga skáld Frakka, Emile
Zola, hefir sagt, að um miðja næstu öld verði
konungvaldið að mestu horfið í hinum
menntuðu löndum ; og segir hann það ekki
vera neina skáldspá, heldur nauðsynlegt og
hugsunarrjett áframhald og afleíðing við-
burðanna.
Hvorir hafa nú á rjettu máli að standa?
Engum sem hugsar um söguna og gang
tímanna og skilur hann, getur blandast hugur
um, að það er þjóðveldið, sem allt stefnir
að, og það allhörðum fetum.
Lítum á Frakkland.
Byltingin mikla 1789 er fagnaðaratburður,
hið xnesta framfarastig í ríki hinna nýrri
tíma; blóðtakan þá, þótt drjúg væri, varð
hin heilsusamlegasta lækning, ekki að eins
Frakklandi sjálfu, heldur öllum hinum mennt-
aða heimi, ogþangaðmá segja að rekja megi
uppruna alls þess alþýðlegs frelsis, sem vjer
eigum nú. En í óðagotinu og uppnáminu.sem
var á Frökkum um þær mundir og þar á ept-
ir, misstu þeir sjónar um stund á því, sem
annars hefði átt að vera afleiðingin, þjóð-
stjórninni; en eptir orustuna við Sedan 1870
fóru þeir að skilja sjálfa sig, og hvað þeim
var hollast, og það lítur út fyrir, að þar sje
alveg úti um konungvald, þrátt fyrir þann
urmul af æðisgengnum konungssinnum, sem
þar eru enn. I Norvegi sýnir ríkisdómurinn,
sem nú mun dæma allt ráðaneytið »frá kjól
og kalli«, hvað langt þjóðveldið er þar kom-
ið. — |>ótt vjer ekki bendum á fleira en þetta,
þá er það nóg til þess að sýna tíðarandann,
að ónefndum kröfum og kenningum jafnað-
armanna í öllum löndum og þá ekki sízt á
Rússlandi.
Hvort er betra? Lítum aptur til sögunn-
ar, og spyrjum hana. Saga Norvegs segir
oss, að síðan landið fjekk borgaralegt frelsi
1814 hefir það tekið hinum undrunarverð-
ustu framförum í öllu, í andlegum og líkam-
legum efnum, þar allt slíkt lá í dái fyrir þann
tima; spyrjum sögu Dana, og vjer fáum
sama svar; Frakklands, sömuleiðis; að jeg
ekki nema rjett minni á Bandaríkin; og
hvernig gengur ekki til á Rússlandi undir
einveldinu nú? Með öðrum orðum : frelsið
(þjóðfrelsið) er framfarir; því meira sem
það er, því meiri verða framfarimar, og það
er hægt að skilja hvers vegna; orsökin er
sú, að allir, allar stjettir fá að segja til,
hvers hver þarf við í hverri grein, og engin
hefir tök til þess að bæla aðra niður. Bónd-
inn hefir bezt vit á sínum högum, borgar-
inn á sínum osfrv.; frelsið er framfarir, og
þær heimta aptur meira og meira frelsi eptir
því sem þær vaxa, og endirinn hlýtur þann-
ig að verða: þjóðfrelsi, fyr eða síðar, hver-
vetna. J>eir sem að þessu vinna eru fram-
faramenn.
Fortíðarmennirnir eru hjer apturhalds-
mennirnir. Framtíðarmennirnir eru hjer
framfaramennirnir.
Lítum svo t. a. m. á kirkjuna.
J>á koma til greina atriðin um samband
ríkisins og kirkjunnar, eða skilnaður
ríkis og kirkju.
A kirkjan að skilja við ríkið eða ekki ?
Nei, segja fortíðarmennirnir: ríkið og kirkj-
an niðurlægist og veikist, ef þau eru aðskil-
in. J>egar Lúter braut bág við páfa, þá sá
hann þetta af speki sinni, og setti því kirkj-
una í samband við ríkið og undir vemd
þess. J>essu eigum vjer aö halda; það