Ísafold - 24.03.1884, Side 1

Ísafold - 24.03.1884, Side 1
Kinwr úl á miövikndajsiuorjna. Yerð árjanjsins (50 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist Ijrir miíjan júl'mánuö. ISAFOLD. Uppsöjn (sfaifl.) bundin við áramóLó jild nema komin sje I úlg. Ijrir L otl* Aíjreiðslustota i lsatoldarprenlsm. 1. sal. XI 13. Reykjavík, mánudaginn 24. marzmán. 18 84. Vegna póstanna kemur petta blað út í dag í stað þess á miðvikud. 26. marz. Nœsta blað miðvikudag 2. apríl. 49. Innlendar frjettir. 50. Útlendar frjettir. „f>ingloku. 52. A.uglýsingar. I ð U N N. Með pví að almenningr hefir tekið prýðilega undir áskoran okkar um að skrifa sig fyrir kaupum á tímariti þessu, langt fram yfir pað sem við höfðum búizt við, pá látum við pað koma í móti frá okkar hál/u, að við höf- um ritið enn ríflegar úti látið en við höfðum heitið í boðsbréfinu. Við mun- um láta pað verða 40 arkir á ári, í stað 36. Verða pá 20 arkir í hverju bindi, og kostar að eins 2 kr. bindið, sent kaup- endum kostnaðarlaust með strandferðum og landpóstum í 3—4 arka heftum. Af pví að svo langt er liðið á árið, sem nú er að líða, pegar ritið byrjar, samkvcemt pví sem ráð var fyrir gert í boðsbréfinu — fyrsta hepti á að sendast meðfyrstu strandferð í vor—, œtlumstvér ekki til að út komi á pessu ári nema eitt bindi. Eitt l)indi, 20 arkir, á þessu ári, 1884, á 2 kr. Síðan 2 bindi á ári. ÚTG. Reykjavík 24. marz. Brauðareitingar. Holt í Önundar- firði 20. þ. m. síra Janusi Jónssyni áHesti. Staðarbakki s. d. síra Lárusi Eysteinssyni á Helgastöðum. Lausn frá prestskap veitts.d. præpos. hon. síra Ó. E. Johnsén á Stað á Reykja- nesi,— eftir 47 ára prestsþjónustu, alla tíð í sama brauði, nema 3 fyrstu árin (á Breiða- bólstað á Skógarströnd). Fiskitökuskipið euska, gufuskipið Glenwilliam, hafnaði sig hjer 20. þ. m.; kom frá Liverpooi. Hafði meðferðis 250 Bmálestir af kolum fyrir Slimon. þeir eru tveir í fjelagi um fyrirtæki þetta, og heita Cha’s B. Phillips og Lancaster, báðir frá Mostyn nálægt Liverpool. Lan- caster þessi hvað vera eigandi að geysistórri járnnámu, hefir þar t. d. 1500 manna í vinnu að staðaldri. Herra Phillips er sjálfur með skipinu. Ætla þeir, hann og umboðsmaður hans hjer, herra þorlákur kaupm. Ó. Johnson, með skipið beint hjeðan suður í Garð og Leiru undir eins og búið er að afferma kohn, taka þar svo mikið af fiski sem hægt er og halda síðan um kvöldið áður dimmir inn í Hafnarfjörð eða Voga, og hafa nóttina til að koma fiskinum fyrir. Halda þannig áfram þangað til fenginn er nægur farmur 1 skipið, eitthvað á annað hundrað smálestir af fiski. Um mánaðamótin er búizt við að komast af stað hjeðan aptur í síðasta lagi, og skal halda til Grimsby (nálægt Hull, austan á Englandi). Síðan kemur sama skipið aðra ferð kring um 14. apríl. En gangi allt vel, er ráðgert að fá síðan stærra skip til ferða þessara, viðlíka stórt og Laura, póstskipið, og halda áfram fram eftir vorinu meðan nokkur fiskur fæst. Fimm aura vilja þeir gefa fyrir pundið í fiskinum, með höfði og hala, og má það heita ágætt, eptir því verðhruni, sem fisk- urinn hefir orðið fyrir utanlands. Aflahrögð hafa breytzt töluvert til batnaðar hjer við Flóann á skömmum tíma. Suður í Garðsjó töluverður afli hjá sumum í nokkrum róðrum hinum síðustu, bæði á færi, lóðir og í net, en lítið sem ekkert f Njarðvíkum eða inn með Ströndinni. Hjer á Innnesjum róið fyrst almennt þriðjudag 18. þ. m., vestur í Kambsleiru ; fiskuðu þetta frá 7—20 í hlut, af ýsu, á færi, nema einn 50 á lóðir. Daginn eptir 50—60 í hlut, einn 90. Eöstudag 21. varð ónæðissamt vegna veðurs, og urðu margir að hleypa; fengu þó kring um 20 í hlut margir, og það nokkuð af þorski. Sömuleiðis var farið að lifna vel við með afla fyrir austan Fjall: á Eyrarbakka, við Landeyjasand o. s. frv., er síðast frjettist. Undir Jökli að norðanverðu, en ekki sunn- an, var byrjaður góður afli um síðustu mán- aðamót, bæði í Ólafsvík og á Sandi. En við Isafjörð sama fiskileysi og áður. Veðrátta hefír verið sjerlega blíð hjer syðra og líklega um land allt alla Góuna. Síldarafli Norðuianna við ísland 1883 hefir, eptir skýrslu í «Norsk Fiskeritidendex, numið 103,900 tunnum af saltaðri síld. Tunnan er metin á 19 kr. það verða nærri því 2 milj. kr. Skipin, sem veiðina stund- uðu voru 157, með 92 nótlögum og 383 nót- um, en mannafli 1807. Skipin voru lang- flest frá Haugasundi, 116; frá Stafangri 17; frá Björgvin 11. Af Haugasundsskipunum fóru tíu tvívegis ; fjögur týndust. Aflinn varð langmestur áEyjafirði: 64,900 tunnur af saltaðri síld; þar næst á Reyðar- firði 12,700; á Seyðisfirði 8,400; áFáskrúðs- firði 6,900; á Mjóafirði 5000; á Eskifirði 4,750; á Berufirði 700 ; á Reykjarfirði 400; á Norðfirði 200. Arið 1881, mesta aflaárið, var aflinn 168,000 tunnur, metinn rúmlega 2J milj.kr. virði. Skipatala þá 187, og mannafli 1799. Síldin hefir verið í miklu lægra verði 1881 en í fyrra, svo að arðmunurinn hefir orðið minni að tiltölu en aflaupphæðin. Blaðið segir sig vanti skýrslu um hvað hin íslenzku síldarveiðafjelög hafi aflað í fyrra, og eins þessi skip, sem gerð voru út frá Kaupmannahöfn og Randarósi. Verðlagsskrár Sauður Harð- Lambs- H c *o 1884-85: Ær veturg. Hvítull Smjör Tólg Saltfiskur fiskur Dagsverk fóður << Austur-Skaptafellss. 10,70 7,20 70 57 32 »« 12,25 2,13 3,00 47 Vestur- Skaptaf ellss. 9,50 5,92 62 56 36 »« 11,00 1,93 2,69 46 Rangárvallasýsla 8,39 6,66 66 67 38 16,09 17,65 2,18 2,86 50 V estmannaeyj asýsla 9,00 6,50 70 70 45 17,50 18,63 2,25 3,00 53 Arnessýsla 10,84 9,22 67 73 45 16,90 19,05 2,50 3,70 62 Gbr., K.sýsla og Rvík 14,31 11,31 69 80 49 17,23 20,62 3,06 4,66 64 Borgarf j a rðarsýsla 13,26 11,13 69 71 40 14,70 15,54 2,41 3,88 60 Mýrasýsla 13,38 11,28 66 71 42 16,12 16,82 2,69 4,37 61 Snæf. og Hnappad.s. 13,89 11,60 70 74 47 17,66 18,75 2,79 4,84 63 Dalasýsla 14,84 12,51 69 72 46 13,00 14,88 2,69 4,75 61 Barðastrandarsýsla 13,92 11,06 70 77 55 17,09 12,50 2,30 4,41 59 Isafj.sýsla og kaupst. 15,09 13,23 70 92 63 17,39 12,71 3,12 5,38 65 Strandasýsla 14,67 11,13 70 75 40 15,04 12,25 2,17 5,67 60 Húnavatnssýsla 14,49 11,13$ 70 65 41 13,14 11,91$ 2,40$ 4,49 56 Skagafjarðarsýsla 13,37 9,20$ 73 61 38 13,72$ 11,52 2,29$ 4,21 53 Eyjafj.sýslaogkaupst. 13,52$ 9,45 70$ 62 37 15,77 12,28 2,54 4,38$ 56 þingeyjarsýsla 15,01 10,93$ 73 62 36 14,74$ 11,35 2,56 4,64$ 56 N orður- Múlasýsla 15,12$ 11,60 76 70$ 35 13,78 12,28$ 2,77$ 4,37$ 56 Suður- Múlasýsla 15,44 10,95$ 74 75$ 36 14,20$ 13,97 3,10 4,27$ 57

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.