Ísafold


Ísafold - 02.04.1884, Qupperneq 3

Ísafold - 02.04.1884, Qupperneq 3
55 fjölgað, svo þeir hafa um nokkur ár verið yfir 90, mest 97, að mig minnir;— en nú eru þeir eigi nema 88. Eigi er þó dilaveik- ín, er gekk yfir landið, völd að mannfækkun þeirri, því drottinn hlífði oss við henni svo hún kom hjer eigi, heldur flutti fjölskyldu- maður hjeðan í vor eð var, sem ljet ein- ungis fátt eptir af fólki sínu, en jafnmargt máheita áhinum bæjunum ogáðurvar. Hjer er annars heilsufar manna yfir höfuð allgott. Áður var hjer skyrbjúgsveiki mjög tíð, og notuðu eyjarskeggjar sjer þó engu síður skarfakál en nú, þegar hún er svo að kalla horfin. Sömuleiðis var barnakrampi hj«r tíður, og deyddi hann fjölda ungbarná, helzt liðlega vik'ugömul, og var hann skæð- ur fyrstu árin er jeg var hjer, en nú b«r lítið eða ekkert á honum ; þó er meðferð á börnunum hin sama og áður var, að öðru leyíi en því, að naflaolía er nú höfð, eptfr því er læknir rjeð mjer, og þrifnaðurinn hefir tekið framförum. Úr ýmsum áttum. Seyðisfirði, 15. jaú. 1884. Herra ritstjóri! Með póstinuni, sem fór héðan hinn 10. þessa mánaðar, var mjer eigi unnt að senda »Isafold« eina línu, því hann var farinn áður en jég cíg margir aðrir vissu nokkuð af. Um hina nýju ferðaáætlun póstanna vissi enginn neitt fyr en þessi síðasti póstur var kominn, og margir ekki fyr en hann var einnig farinn, með því hann samkvæmt gamalli venju kom löngu á eptir hinum ákveðna tíma, og stóð svo að eins einn dag við á Seyðisfirði; og á þeim tíma varð að eins fáum kunnugt, að póstur ætti nú að fara þann 10. 1 staðinn fyrir hinn 17. þ. m. það sýnist ekki of mikið heimtað, að breyting þessi á póst- ferðunum hefði verið gjörð almenningi kunn- ug einni póstferð áður en hún byrjaði, til þess að hin fyrsta ferð póstsins eptir hinni nýju áætlun yrði hjer ekki nálega til ónýtis, eins og nú hefir orðið. Menn voru annars hálft í hvoru að búast við, að því hefði verið slegið föstu í ferða- áætlun póstskipanua, að póstskip það, sem færi upp til Islands í þessum mánuði, skyldi koma við á Seyðisfirði og jafnvel fleiri stöð- um fyrir utan Eeykjavík. það hefði komið sjer vel, og var enginn kostnaðarauki, sem neinu hefði numið, og varla heldur nein á- hætta. að því er Seyðisfjörð snertir, þar sem hjer er hið ágætasta skipalægi, fjörður- inn er með öllu skerjalaus, og hafís varla að óttast á þéssu svæði fyr en lengra er komið fram á vetur. Nú sitja menn hjer eins og áður, útilokaðir fra því, að frétta neitt hvað gjörist út í löndum mánuð eptir mánuð. Væri fyrirfram ákveðin póstskips- ganga milli Eeykjavíkur og austurlandsins um þennan tíma ársins, þá myndi fjöldi fiskimanna, sem hjer liggja iðjulausir meira hluta vetrarins, leita tii fiskistöðvanna í Faxaflóa, þar sem svo vel aflast jafnaðar- lega síðara hluta vetrar, og hverfa svo apt- ur hingað í maímánuði, eða um það leyti, sem venjulega er tekið til að afla hjer fyrir alvöru. Árið, sem leið, var fjarri því að vera gott aflaár í Seyðisfirði. Svo sem þegar er orðið kunnugt misheppnaðist síldarveiði Norð- manna stórum hjer á þessum firði, og ann- ars konar fiskafli brást einnig í meira lagi allan seinna part sumarsins. Eptir að langt er komið fram á haust fiskast hjer sjaldan svo að nokkru verulegu nemi, og ekki hefir síðastliðið haust verið undantekning frá þessari aðalreglu. Margir kenna aflaminnk- unina hjer í seinni tíð þvf, að ofsett sje orðið í fiskisvæði sveitarinnar; enda hefir bátatala, sem haldið er út hjer til fiskiveiða aukizt stórkostlega þessi sfðustu ár, og er nú orðin svo mikil, að varla ér að búast við að almenningur afli úr þessu á hinu litla aflasvæði Seyðisfjarðar nærri því eins vel og fyrir fám árum, þegar bátarnir voru meira en helmingi færri en nú. Út af þessu hefir mörgum komið til hugar, að ómissandi sje, að setja fiskibátafjölguninni einhverjar skorður, og sjerstaklega að bægja Færey- ingum, sem þyrpzt hafa hingað á sumrum nú í nokkur ár, frá að reka hér fiskiveiðar í eigin nafni og taka svo með sjer allan afla-arðinn á hverju hausti burt úr landinu. Fólkstala eykst hjer óðum, að líkindum meira að tiltölu en á nokkrum öðrum stað á landinu; því kvíða margir fyrir, að hjer verði hið mesta vandræða-ástand, ef fiskafli bregzt stórvægilega í nokkur ár samfleytt, sem þó náttúrlega vel getur komið fyrir. Til að sýna fólksfjölgunina hjer skal jeg geta þess, að fyrir 10 árum, við árslok 1873, voru í Seyðisfirði 300 manns, 1880 529 manns, 1882 688 manns, og nú við árslok 1883 799 manns, og er þetta nálega ein- »öngu þurrabúðarfólk, sem lifir á sjónum. Á sumrum má gjöra ráð fyrir, að fólkstala sje hjer fullkomlega helmingi meiri, nefni- lega eptir að Norðmenn og Færeyingar og vermenn úr öðrum sveitum á Islandi eru komnir; enda eru hjer nú húseignir skatt- skyldar, sem samkvæmt virðing matsmanna kosta um 238 þúsundir króna. En með öllu þessu er Seyðisfjörður kirkjulaus. Sóknarkirkjan að Dvergasteini er fyrst og fremst svo lítil, að hún tekur varla 100 manns, og í annan stað er hún svo algjör- lega af sjer gengin, að í haust varð alveg að hætta við að flytja í henni guðsþjónustu, og hefir í stað kirkju síðan verið notazt við barnaskólahús nýbyggt á Fjarðaröldu, sem sveitin á. Kirkjan er nálega fjelaus sjer til endurbyggingar, og lán það, sem stiptsyfir- völdin segja að fáist úr landssjóði, 4000 kr., hrekkur ekki nærri því, ef koma á hjer upp öðru en vanalegum íslenzkum »messu- hjallio, sem stiptsyfirvöldin raunar virðast myndi gjöra sig fullánægð með, þar sem þau, um leið og þau hafa afsagt að gjöra tilraun til að útvega kirkjunni meira lán, hafa með brjefi til hins þjónanda prests hjer, dags. 18. okt. 1882. mælzt til að hann endurbyggði kirkju þessa »með hinu fengna láni, og þeim öðrum föngum, sem fyrir hendi eru«. Að verða við þessum tilmælum kirkjustjómarinnar hefir ekki þótt hæfilegt, og það allt eins fyrir því, þó meiri hluti presta og safnaðarfulltrúa greiddi atkvæði fyrir því á hjeraðsfundi þessa prófastsdæm- is í haust, að meira lán en þær 4000 krónur, sem lofað hefir verið, yrði ekki veitt úr landssjóði til kirkjubyggingar þessarar. Menn vilja halda dauðahaldi í ríkiskirkjuna en gleyma því um léið, að svo lengi sem ríkiskirkjan lafir uppi, hefir stjórn hennar, landstjórnin, þá skyldu á hendi, að sjá söfn- uðunum fyrir nægilegum guðsþjónustuhús- um öldungis eins og fyrir nægilegri prests- þjónustu. Geti landstjórnin ekki leyst þessa skyldu af hendi, þá játar hún í verk- inu, að ríkiskirkjuhugmyndin er skökk, og að tíminn er kominn til að hún sleppi öll- um afskiptum af trúar- og kristindómsmál- um þjóðarinnar. Svo lengi sem ríkiskirkjan hefir r j e 11 til að gefa fyrirskipanir við- víkjandi kristindómsmálum safnaðanna, hlýtur hún líka að hafa s k y 1 d u til að gjöra hverjum einstökum söfnuði unnt að halda opinbera guðsþjónustu. Að því er snertir meira lán úr landssjóði til kirkju- byggingar hjer, þá ljetu reyndar sumir á hjeraðsfundinum í ljósi, að þeir kynni að hafa mælt með því að það fengizt, ef hinn þjónandi prestur hefði viljað sækja um það með þeirri skuldbinding, að afborgun þess skyldi greidd af tekjum prestakallsins að því leyti sem árstekjur kirkjunnar ekki hrykki til. En að binda þeim, sem eptir- leiðis þjóna þessu prestakalli, slíka byrði á herðar, gat fráfarandi presti ekki dottió í hug, auk þess sem það er í alla staði ó- éðlilegt, að þegar fje skortir til kirkju- bygginga, þá sje það tekið úr vasa presta. það er óhæfilegt, að Seyðisfjörður með þeirri fólkstölu, sem að framan er sýnt að er hjer, sje árum saman kirkjulaus, en líklega hlýt- ur þó svo að vera, þangað til söfnuðurinn sjálfur leggur það fje til, sem við þarf, enda hafa menn nú í huga, að byrja á samskot- um í þessu augnamiði. J. B. Bbú á Grímsá. (Askorun). Fyrir for- göngu hreppsnefndarinnar í Andakýlshreppi er áformað að reyna að koma brú á Grímsá, á almannaleið vetur og sumar, á þeim stað er Svartistokkur er nefndur norður frá Hesti. En með þvl að nefndin hefir ekkert fje til umráða til slíks fyrirtækis, en þorir eigi að fulltreysta svo fljótu fulltingi að hálfu hins opinbera, sem nauðsynlegt væri, til þess að

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.