Ísafold - 30.04.1884, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.04.1884, Blaðsíða 2
70 mennt orð á sjer fyrir grannskygni og sann- leiksást. Hann hneigðist nokkuð að kenn- ingum Easmusar Nielsens í fyrstu, en hvarf brátt frá þeim og fór sinna ferða. Arið 1880 varð hann sjúkur af niðurfalli og náði sjer aldrei aptur, og það rjeð honum nú að fullu. Auk veikindanna rataði hann í aðr- ar raunir, t. d. missti dóttur sína, sem var houum svo hjartfólgin, og þó hann starfaði enn með köflum, voru kraptar hans þrotnir og stæling hugarins farin. Hann vottar í formála þeirrar bókar sem að ofan er nefnd (2. útg.), að í stormum og myrki sorganna hafi hann hvergi fundið styrktarstoð nje birtu nema í einfaldri kristinni trú. Hann ræður öllum til að varpa því akkeri fyr en siðar. Norvbgur.—Eíkisrjetturinn höfirnú lokið við mál stjórnarherranna allra, ellefu. Átta dæmdir frá embætti, en þrír að eins í sektir, 8000 kr. hver. I málskostnað greiði Selmer um 18000 kr.; hinir um 2000 kr. allir sam- tals. Nokkrir auðugir stjórnarliðar hafa skotið saman og greittöllútgjöldin fyrir hönd 8akamannanua. Einn þeirra þriggja, sem ekki voru dæmdir frá embættinu, valdi kon- ungur til að standa fyrir nýju ráðaneyti (Schweigaard), og ljet hina tvo sömuleiðis halda embætti. I viðbót við þá hefir hann snapað saman sjö aðra sömu tegundar. Gert síðan son sinn, Gústaf krónprins, að vísi-konungi í Norvegi. Sem nærri má geta, mælist hið versta fyr- ir þessu ráðlagi, utanlands og innan. Stórsakamál er höfðað gegn tveimur blöð- um í Kristjaníu fyrir djarfmæli gegn kon- ungi frá Björnstjerne Björnson, sem á nú heima í París, en hefir ráðgert að bregða sjer til Kristjaníu til þess að standa þar fyrir máli sínu og bíða hvers sem að hönd- um ber. England.—Frá því var seinast sagt, að Baker hershöfðingi hefði beðið ósigur sök- um bleyði og ódrengskapar Egiptaliðsins, og að Osmar Digma náði á sitt vald Tokar, bænum við strönd Eauðahafsins í suður frá Súakin. Hjer stóð liðsafli Englendinga, og fyrir honum sá hershöfðingi, sem Graham heitir. Hann hjelt suður að Tokar, og mætti hersveitum Osmans þar sem E1 Teb heitir, 29. febrúar, eigi langt frá Tokar, og sló þar í harðan bardaga. Arabar börðust með mikilli hreysti, en urðu loks að hrökkva af stöðvum með allmiklu manntjóni. Eng- lendingar segja, að af þeim hafi fallið 1000 manna, en sjálfir höfðu þeir 28 menn fallna og 142 særða. Setulið Osmans skundaði burt úr bænum, þegar fregnin kom þangað af ósigri hans, en Graham bar bráðar að en Arabar væntu, og þvf fórst það fyrir, sem þeirhöfðu ætlað sjer að vinna, aðdrepa alla kristna menn og egipzka, sem væru í Tokar. Osman hjelt nú sveitum sínum norður til móts við það lið, sem hann hafði í stöðvum í vestur frá Suakin og allnærri fjall-lendinu. Graham setti sveit til gæzlu í bæinn, og hjelt líka norður að Súakin og bjó þar enn lið sitt til funda og sóknar. Hann hafði eitthvað um 5000 manna. Osman hjelt stöð með virkjum og víggörðum, sem Ta- manieb heitir, rúmar fjórar mílur f vestur frá Suakin. Hjer stóð grimmilegasta og mannskæð orusta 13. marz. Osman hafði tvöfalt lið eða þrefalt á við Englendinga. þeir sóttu fram í tveimur þjettfylkingum ferhyrndum, og þar kom í bardaganum, að önnur þeirra hafói nær sundrazt gjörsam- lega fyrir áhlaupi Araba. Hermenn Araba runnu á móti skothríðinni og stórskeytunum og hirtu hvorki um líf nje dauða. þeir höfðu að eins spjótin fyrir sjer og skjöldu sína, en þeir sem áfram komust, hálfbognir eða hlaupandi sumir á höndum sem fótum, heptu byssustingi hinna með skjöldum sín- um, en ráku þá síðan í gegn með kesjunum. I þeim bardaga fjellu af Englendingum 120 manna, en hundrað urðu sárir. I hinna liði stráfall, eða að því Englendingar telja 4000 manna, en tala hinna særðu 6000. Eptir því hafa fáir komist ómarkaðir á burt af þeim fundi. Síðan hefir verið tíðindalaust að kalla á þeim slóðum, en sagt, að Osman láti fyrirberast uppi í fjöllunum og reyni að draga aptur lið að sjer. Annað er bágt að sjá, en að Englendingar eigi enn miklarþrautir af höndum að inna þar syðra, ef þeir vilja sjá sæmd sinni full- borgið. f>eir hafa sent Gordon til Khartum (við Níl); hann hefir að vísu traust borgar- manna, en honum hafa mistekizt útrásir á móti uppreisnarliðinu, fyrir svik og landráð egipzkra foringja. Gordon var í einangri, er seinast heyrðist frá honum í byrjun apríl- mánaðar, og mönnum þykir mjög óvænt um, að hann sleppi úr þeirri kví, nemaEng- lendiugar sendi honum hjálparlið. Ollum kemur saman um, að hjer liggi við sæmd og heiður Englands engu síður en á öðrum stöðum. Látinn er yngsti sonur Viktoríu drottn- ingar, Leópold, hertogi af Albany. Hann dó í Cannes 28. marz, snögglega, eptirbyltu; hafði verið heilsutæpur frá bernsku. Hann varð liðugt þrítugur. Hann var kvæntur furstadótturinni yngri frá Waldeck, systur Hollandsdrottningar. Fbakkland. — Sókn Frakka í Tonkin gengur svc rösklega, sem þeir geta óskað. Bac-Ninh og annan kastala, sem Honghóa heitir, hafa þeir nú á sínu valdi, en Svart- fánaliðið og Kínverjar hafa því nær ekkert viðnám veitt, þeir munu nú hafa náð þeim stöðvum, er þeir þykjast þurfa að hafa til yfirráða og varðgæzlu, og nú ætla þeir að knýja konunginn á knje til samskonar sátt- málagerðar og Túnisjarl hlaut undir að ganga. Höfuðráðin í höndum landstjóra frá Frakklandi. Kínverjar hafa ekki sagt Frökkum strið á hendur, en lið þeirra hefir barizt þar suður frá, og af þeim á bóta- gjald að heimta, 120 miljónir franka, eða þar um bil. Líkast til færast Kínverjar undan hvorutveggja, ófriðnum og borgun- inni, en þá gera Frakkar sig heimakomna og taka einhverjar eyjar þeirra að véði, þar til er greitt verður. Svo er að svo búnu til getið. Stjórn Frakkajhéfir nýlega sent umburð- arbrjef til amtmanna sinna, og beðið þá senda sjer nákvæmar skýrslur um aðgjörð- ir og samtök konungasinna (Orleaninga), blöð þeirra, fundi o. s. frv. jpetta þykir benda til, að stjórninni hafi komið njósnir sem hafi gert hana grunsamari en áður. Fbá Nobðub-Amebíku. — |>au tíðindi urðu í Cineinnati (í Ohio) seinustu dagana í marz, að þar sló í miklar róstur, harðan bardaga með borgarlýðnum og löggæzlulið- inu eða því liði, er þangað var sent frá öðr- um stöðum. Tilefnið var það, að ungur maður, William Werner að nafni, hafði myrt húsbónda sinn, en kviðdómurinn hafði gert það verk að einföldu manndrápi, og maðurinn var að eins dæmdur í 20 ára varð- hald. þetta mátti því meiri óhæfu kalla, er Werner hafði gengizt við að hann hefði drepið til fjár sjö (!) húsbændur sína. það er ein af foráttum þar vestra, sem víða liggja í landi, en hvergi meir en í Ohio, að kviðdómar þiggja mútur og vægja morðingj- um og stórbrotamönnum. í fyrra voru 1500 morð framin í Bandaríkjuntim, en að eins fyrir 93 var hengt með lífláti. Sama dag sem dómurinn var upp kveðinn, föstu- daginn 28. marz, áttu bæjarmenn fund með sjer, og voru þar 10,000 manna saman komnir. I einu hljóði kölluðu menn hjer rjett Guðs og manna fótum troðinn, og var svo ályktað að sækja varðhaldshúsið með mannafla og taka þaðan manninn og tutt- ugu aðra morðingja, sem þar sátu, og veita þeim makleg málagjöld. J>að er kall- að að beita »Lynchs-lögum« í Ameríku. Múgurinn brauzt inn í húsið, en þá hafði Wemer verið komið undan á annan stað. f>eir vildu þá hafa hendur á hinum og leiða þá út til gálga, en varðmönnunum tókst að koma þeim flokki út aptur, Mannsægur- inn óx, og var freistað síðar að bera eld að húsinu, en slökkviliðinu tókst að verja það þá við eyðileggingu. I þrjá daga stóð við-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.