Ísafold - 30.04.1884, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.04.1884, Blaðsíða 3
71 ureignin með borgarlýðnum og liðinu. Alls fjéllu þar 100 manna, en sárir urðu 200. Bæði ráðhúsið og varðhaldshúsið brunnu til kaldrakola, en skjalabruni og bóka í ráðhús- inu óbætilegur. Allir tóku svo á þessum atburðum, að þeir sem svo mikið spell og tjón unnu, hefðu þó haft rjettinn sinnar handar, og hlytu þeir á að líta þar vestra, sem vildu bæta um lagalöst og óhæfur í Bandaríkjunum. Fiskiverzlunin á Spáni. Eptirfarandi grein þar að lútandi úr norsku blaði frá í vetur er ekki ófróðleg fyrir menn hjer á landi, þótt hún sje rituð frá kaupmanns-sjónarmiði : »Hið gegndarlausa verð á saltfiski árin 1882 og 1883 hefir því miður knúð fram nýja og óvænta samkeppni í þeirri verzlun, sem hefir gert norskri saltfisksverzlun mik- inn skaða og sem lítur út fyrir að muni gera henni enn meiri skaða eptirleiðis. þessi nýi keppinautur er Frakkland, sem af hinu gífurlega verði á saltfiskinum síð- ustu árin tvö hefir látið leiðast til að auka fiskifiota sinn við Newfoundland og Island svo mjög, að í fyrra gengu þar til fiskjar 214 skip [ekki fleiri?], semöfluðuum 164000 skpd, og mun ef til vill fram undir þriðjung þar af hafa verið flutt til Spánar. Afleiðingin af þessu er sú, að þar sem, meðan verðið var lægra, var hægt að koma út öllum fiskinum frá Norvegi, sem nam jafnvel töluvert á 4. hundrað þúsund skip- pundum [frá íslandi flyzt til Spánar milli 20 og 30 þús. skpd.], hefir veitt örðugt að koma út fiskinum frá í fyrra, sem ekki nam meiru en á að gizka 150 þús. skippund- um af þorski og rúmum 40 þús. skpdum af upsa, keilu og löngu. |>að væri nú líklegt, að reynt væri til að hafa við hinum nýja keppinaut með því að vera fyrir neðan hann með verðið. En því miður lítur ekki út fyrir að mikið sje hugs- að um það, eptir því afarverði, sem nú er borgað fyrir fiskinn nýjan, einkum í Lófót, svo að saltfiskurinn verður með því móti hjer um bil eins dýr og í fyrra. þar við bætist nú það hið mjög þýðingar- mikla atriði, að Frakkar, sem hafa grætt vel á fiski sínum síðustu árin, hafa örvazt svo við það, að þar sém þeir gerðu út í fyrra 214 skip, þá hafa þeir nú fært svo út kví- arnar þetta ár, að, þeir gera nú út 400 skip til fiskiveiða við Island og Newfoundland. Atii þeir nú á þessi skip eptir hætti, mundi sá afl nema framt að 330,000 skippundum, og með því að ekki er til annar markaður fyrir þann mikla afla-auka heidur en Spánn, og það einkum aðalmarkaðarnir fyrir norskan [og íslenzkan] fisk : Santande, Bilbao og Barcelona, má búast við að fiskur Frakka hafi miklu meiri áhrif á hina norsku fiski- verzlun þetta ár en nokkurn tíma áður, og þar sem þeir nú hafa flutt til Spánar lík- lega kringum 50,000 skpd, má búast við að það geti orðið helmingi meira næst og þaðan af betur. |>að má að vísu koma út lítilsháttar af hinum norska fiski í sumar áður en franski fiskurinn er til búinn; en aðflutningur af aflanum við Island byrjar býsna snemma, nefnilega í júnímánuði, og frá Newfoundlandi í ágúst, svo það verður skammgóður vermir. !>að er því ætlan manna á Spáni, að verði norskum fiski haldið í gegndarlausu verði í ár, muni hann verða enn þá meiri hornreka á mörkuðum þar víðast en í fyrra, og að verð á fiski hljóti því að fara lækkandi í Norvegi að sama skapi sem franska fisks- ins gætir meir«. Kvennaskólinn í Beykjavík, Forstöðu- kona kvennaskólans í Beykjavík hefir í síðasta bl. Isafoldar sett grein um skólann og sagt þar, að kvennaskólanefndin hafi eigi ætíð borið gæfu til þess, að fjárefnum skólans hafi verið vel og skynsamlega stjórnað; þótt hún eigi taki með berum orð- um fram, hvað hún á við með þessum orð- um, þá gefur hún þó í skyn, að það hafi verið nefndinni eða bréfi hennar 27. sept. 1881 að kenna,að amtsráð Vestramtsins eigi hefir veitt skólanum þann styrk síðan 1882 sem áður, en fyrir það varð einnig styrkur sá minni, er stofnuniu fjekk útborgaðan af lands- sjóði; enn fremur lætur hún í veðri vaka að skólinn hafi misst styrk frá Vallö Stift af því að nefndin hafi gleymt að sækja um hann eða gert það of seint. Viðvíkjandi því, hvernig á því stendur, að stofnunin missti styrk þann, er hún áð- ur hafði frá Vesturamtinu, þá hefir amt- maðurinn yfir Vesturamtinu í brjefi 21. júlí f. á. skýrt frá, að það hafi verið »sökum hinnar miklu lækkunar á tekjum jafnaðar- sjóðsins, sem leiðir af fækkun lausafjár- hundraðanna f Vesturamtinu undanfarin ár, að amtsráðið hafi eigi sjeð sjer fært, að veita skólanum styrk »(sbr. Stj.tíð. 1882 B, bls. 186), og ér því auðsæít, að nefnd- inni er eigi um það að kenna, nje brjefi hennar 27. sept. 1881, enda hefir það eng- in áhrif haft á upphæð styrks þess, er skól- inn héfir notið fyr eða síðar ; en í öðru til- liti hefir það haft happasæla þýðingu, þó forstöðukonan hafi aðra skoðun á því. Hver orsök er til þess, að skólinn 1882 missti styrk þann, er hann áður hafði frá Vallö Stift, getum vér eigi gert grein fyrir, nema það er að minnsta kosti eigi því að kenna, að nefndin hafi eigi sókt um hann í tæka tíð, því það var gjört 1882, nær því hálfu ári áður en venja var til að styrkur- inn fengist, og síðan ítrekað optar en einu sinni. Eins og forstöðukonan veit vel hafði nefndin fyrir nokkrum árum hug á, að bæta þriðja bekk við skólann og hjelt fund því viðvíkjandi við forstöðukonuna 22. nóv. 1881 ; vjer erum enn á sömu skoðun, að þetta væri æskilegt, og munum leitast við, að fá þessu framgengt, þegar því verður við komið. Að öðru leyti viljum vjer leiða hjá oss, að fara í nokkurt orðakast við konu þá, er vjer höfum fyrir forstöðukonu skólans. Beykjavík 25. apríl 1884. Marta Pjetursdúttir. Kristjana Havstein. þúrunn Jónassen. þóra Pjetursdóttir. Eiríkur Briem. HITT OG |>ETTA. — A fjölsóttum bindindisfundi, sem hald- inn var i Exeter Hall í Lundúnum 21. nóv. f. á. var skýrt svo frá eptir áreiðanlegum gögnum, að hjer um bil 12 þúsund kvenn- mönnum hefði verið refsað árið á undan á Englandi fyrir að láta sjá sig ölvaða á strætum úti. !>essi hroðalegi drykkjuskap- ur meðal kvenna var á þessum fundi með- al annars eignaður því meðfram, að matsal- ar á Englandi mega selja brennivín á flöskum og konum því hægt um vik að fá sjer á flösk- una um leið og þær keyptu sjer til matar handa heimilum á málum. þaö var gert að fundarályktun að skora á þingið að banna með lögum matsólum þessa brennivínssölu á flöskum eða smáílátum. — í Lundúnum eru, eptir skýrslu lögreglu- stjórans þar, SirEdmund Hendersons, 11443 lögregluþjónar. Hefir liðið verið aukið um 1000 manns síðan 1880. I varðhald voru settir þar árið sem leið alls 78,416 menn,þar á meðal 12,434 fyrir ölæði og 14,347 fyrir brot á móti eignarrjetti manna. !>ýfið var samtals 2,867,040 kr. virði; þar af náðist- aptur að eins 1,138,000 eða hvergi nærri helmingur. Undir vögnum urðu og meidd- ust 3860 manna, og 271 biðu bana af. Eitt- hvað um þrettáu þúsund biirn yngri en 10 ára týndust í borginni þetta ár og nær 4þús- und fullorðnir; þar af fundu lögreglumenn aptur 7500 börn og 860 fullorðna, en aðrir hina,nema 12 börn og 200 íullorðna, sem al- drei fundust lifandi, en dauðir 74 fullorðnir, er höfðu ráðið sjer sjálfir bana, flestir líklega. Enn fremur fundust 60 lík, sem enginn kannaðist við. — Eins og kunnugt er, má það heita landsvenja í Bandaríkjunum í Norður-Ame- ríku, að auðmenn getí stórfje til almenn- ingsþarfa, einkum til kirkna, spítala, skóla og bókasafna. Hjer eru taldir nokkrir þeir, er mest hafa gefiið í því skyni, að sjer látn- um, í miljónum króna :

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.