Ísafold - 14.05.1884, Blaðsíða 1
teuur 61 á mlBvikudajsmorgna. Verí
árgangsins (50 arka) 4 kr.; eriendis
5 kr. Borgisi Ijrir miðjan júlúaánuS.
ISAFOLD.
Uppsöjn (skriO.) bundin við áramót 6
gild nema komin sje til nlg. Ijrir L okt
Aljreiísiusloia i Isatoldarpreulsm. i. sal
XI 20.
Reykjavik, miðvikudaginn 14. maimán.
18 84.
77. Innlendar frjettir. Fáein orð um verðlagsskrár.
78. Um brúargerð yfir Ölvesá og um póstvegi.
79. Hitt og þetta.
80. Auglýsingar.
Brauð ný-losnuð: Árnes 8/&....................811
Desjarmýri 10/&.................646 + 300
Klausturhólar 10/&....................641
Sandar í Dýrafirði 7/& . . . . 486 + 200
Tv^rmjrinasnfnið ooið hvern mvd. og ld. kl. I 2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2
útián md„ mvd. og Id. kl. 2—3
Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd og ld. 4—5
Veðurathuganir í Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen
Maí Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt.
ánóttu um hád. fm. em. fn». em.
M. 7. 2 + 6 30 3° A b h 0 b
F. 8. +- 3 + 5 29,9 29,9 0 b N h b
F. 9. — 2 + 5 29.9 29,8 Nah b Na h b
L. 10. — 2 + 6 30 29-9 Nah b N h b
S. 11. -i- I + 6 29.7 29-5 A h d N h b
M. 12. + 2 29.4 29.4 N hv d N hv b
P. 13- O + 3 29.5 29,6 N h d N h b
Athgr. Alla vikuna hefir vindur blásið frá norðri,
opt bráðhvass til djúpanna. Hinn II. brá snöggv-
ast til austanáttar með rigningu, en gekk síðari
part sama dags aptur til norðurs. Snjór hefir fall-
ið talsverður til fjalla.
Reykjavík, 14. maí 1884.
Brauðaveitingar. Selvogsþing veitt
af landshöfðingja 10. maí síra Eggerti Sig-
fússyni á Klausturhólum. — Hjaltastaður
veittur af landsh. sama dag síra Stefáni
Pjeturssyni á Desjarmýri.
Lausn frá prestskap. Síra G. por-
valdi Stefánssyni í Hvammi í Norðurárdal,
sem var veitt Arnes í fyrra sumar, en hefir
ekki komizt þangað sakir veikinda, var 7.
þ. m. véitt lausn frá því brauði eptir beiðni
hans með 230 kr. eptirlaunum (úr landsjóði),
Eyrarbakkaskóli. ísafold er ritað
þannig nýskeð úr Arnessýslu :
Sýslunefnd vor hefir nýlega átt ársfund
sinn, en fátt hefi jeg þaðan frjett. Menn
vonuðu, að hinn fyrirhugaði unglingaskóli á
Eyrarbakka mundi nú eiga að byrja á þessu
ári, en svo er þó ekki. þetta fagra og
nauðsynlega fyrirtæki verður því miður enn
að bíða. Sýslunefndin hefir að undanförnu
verið að smáþoka málinu áfram, hefir reist
skólahús, sett skólanefnd, samið og sam-
þykkt skólaréglugjörð, er hún hafði áður
borið undir áht hreppsnefnda, svo að nú
sýndist ekki annað vera eptir en að byrja
skólahaldið. En það ætlar ekki að verða
»sopið kál, þótt í ausu sje komið«. því að
nú á síðasta sýslunefndarfundi hvað hafa
verið gjörðar alvarlegar tilraunir til aðdreifa
hugum manna frá því fyrirtæki og drepa
það ef unnt væri, sem óhollt og ónauðsynlegt,
en þó helzt barið við hallceri, þó hjer í sýslu
sje nú hin mesta árgæzka bæði til lands og
sjávar. En það tókst þó ekki. Skólanum
var frestað, en hann lifir í voninni; enda
væri æskilegt, að fyrirhöfn og áhuga þeirra
sem erfiðað hafa fyrir málefni þessu, yrði
ekki varið til einskis. það er ólán, þegar
ekkert verður byrjað, sem til framfara horf-
ir; en tvöfalt ólán, þegar góðum fyrirtækj-
um er hnekkt á miðri leið, eptir það búið
er að verja til þeirra fyrirhöfn og fje. En
þetta mun ekki svo til ganga, hvað snertir
skóla vorn á Eyrarbakka. Vjer eigum svo
góða bændur í sýslunefndinni, að af þeim
má vænta styrks og staðfestu í þessu máli
og hafa sumir þeirra sýnt það, enda skilst
þeim vel, að skólinn er ætlaður til alþýðu-
rmnntunar.
Fáein orð um verðlagsskrár.
--»«--
Verðlagsskráin er lög, sem flestum frem-
ur við kemur almenningi, þar sem nálega
öll opinber gjöld alþýðu eru greidd eptir
henni. Undirstaða hennar eru skýrslur,
gefnar bæði af andlegum og veraldlegum
embættismönnum, nefnil. presti og hrepp-
stjóra í hverjum hreppi.
En verðlagsskráin getur því að eins orðið
það sem hún á að vera, þ. e. rjett, að skýrsl-
urnar, sem hún byggist á, sjeu sannar;
annars hlýtur hún að verða skökk og órjett-
lát, annaðhvort fyrir tolltakanda eða gjald-
anda.
Prestar og hreppstjórar eiga að skýra frá
gangverði því, sem tíðkazt hefir í sveitinni,
en ekki hvað þeir vilja láta það vera. því
með kaupum og sölum, sem við gangast
manna á milli leggja menn undirstöðu til
verðlagsskránna, og meðaltal af því verð-
lagi eiga skýrslurnar að sýna.
Hvað mun nú valda hinum mikla mismun,
sem er á verðlaginu í skýrslunum, þar sem
báðir skýra frá sama hlut á sama stað og
sama tíma, og sem optast mun jafnkunnugt
báðum ?
Allir vita, að prestarnir heimta tekjur
sínar eptir verðlagsskránni, og að þær auk-
ast við það, að hún hækkar. þess vegna
geta þeir undir yfirskyni laga og rjettinda
aukið tekjur sínar með því að gefa ósannar
skýrslur (of hátt verð).
En munu nú allir prestar eiga sammerkt
í þessu ? það er eigi auðvelt fyrir almenn-
ing að vita; skýrslur þessar eru huldari en
svo, og það munu hlutaðeigendur vita. En
auðsætt er, að síðan hver sýsla hefir sína
sjerstaka verðlagsskrá, geta prestarnir, ef
þeir veljast saman ágjarnir og sjerdrægnir
f einhverri sýslu, gjört hana sýslubúum ó-
bærilega, og ósanngjörn er hún, ef maður
getur ekki auðveldlega selt fyrir verðlags-
skrárverð móti peningum Iandaura þá, sem
hún verðleggur. En, að hún ekki hækkar
fram úr hófi, er ekki dyggð prestanna að
þakka, því hreppstjórarnir munu draga
hana nokkuð niður, og þó hreppstjóri greini
of lágt verð í skýrslu sinni, þá vita hinir
velæruverðugu, að þ a ð gefur þeim alls
enga heimild til að setja verðlagið hærra en
lög leyfa, þ. e. eins og það tíðkast í
sveitinni.
Sem lítið dæmi vil jeg taka hina nýút-
komnu verðlagsskrá fyrir Kjósar- og Gull-
bringusýslu, eins og hún stendur í Isafold;
en víðar mun vera pottur brotinn; og set jeg
þar gagnvart verðlagsskránni verðlag það,
sem tíðkazt hefir í kaupstað og manna á
milli í sýsiunni árið sem leið:
Vcrðlagsskrá. Gangverð.
Ær . . . . . . 14,31 12,00
Hvít ull . . . 0,69 0,65
Smjör . . . . . 0,80 0,75
Tólg . . . . . . 0,49 0,40
Harðfiskur . . . . 20,62 14,00
Dagsverk . . . . 3,06 3,00
Lambsfóður . . . 4,66 4,00
Gangverð á ull, smjöri og tólg er hjer talið
eins og það var í kaupstað (ull í Kvík); á
hinu eins og það var manna á milli. Kaup-
menn bættu reyndar ullina upp um 5 aura
um nýár í vetur; en það gátu hlutaðeig-
endur þó ekki tekið til greina í skýrslum,
sem þeir gáfu í haust. Tólg hefir géngið
næstliðin 2 haust á 40 a. í Kvík, sem er að-
alverzlunarstaður sýslunnar. Harðfiskur
hefir selzt 12—16 kr. manna á milli vættin;
meðaltal þar af 14 kr.; en verðlagsskrá kem-
ur því upp í nærri 21 kr.!
Saltfisksverðið í verðlagsskránni, 17 kr.
23 a., nemur nærri því sem kaupmenn gáfu
fyrir bezta Spánarfisk — nr. 1 (17 kr. 50 a.);
það er svo gert að meðalverði fyrir alls kon-
ar fisk!