Ísafold - 14.05.1884, Blaðsíða 4

Ísafold - 14.05.1884, Blaðsíða 4
80 Tala póstafgreiðslustaða í þessum 27 lönd- um var þá 113,000, með 388,000 embættis- mönnum. Pósttekjurnar námu 720 milj. krónum, kostnaðurinn 628 milj.; afgangur- ur eptir því 92 milj. kr. — Um síðustu ára- mót, 1883 og 84, voru 46 lönd gengin í alls- herjar-póstsambandið og þar með mikið af nýlendum Norðurálfuríkja í öðrum heims- álfum, með 801 miljón manna ; það er hjer um bil allur hinn menntaði heimur. Arið sem leið nam tala venjul. sendibrjefa og spjaldbrjefa 6257 milj., það verða 17 milj. brjefaá dag að meðaltali; þar afí Norðurálfu 4089 milj. eða § af allri tölunni, og er það órækur vottur um menntunaryfirburði þeirr- ar álfu yfir hinar álfurnar. Kemur eptir þessu 4£ sendibrjef á hvern heimsbúa á ári, en 12J brjef á hvert mannsbarn í Norður- álfunni. Brautargöngín gegnum St. Gotthard. — Svo er að heyra sem mjög hafi verið fáför- ult yfir Mundíufjöll á dögum Rómverja. Er svo sagt, að hvergi muni getið um leiðar- skörð yfir fjöllin í rómverskum fornritum. f»ó hefir fundizt rómverskt letur á einum stað í Simplon-skarði frá árinu 196 fyrir Kristsburð, á sama stað sem Napóleon mikli ljet gera akbraut fyrir sig og lið sitt. Eptir að Napóleon var runninn á vaðið var farið að gera vegi yfir fjöllin hingað og þangað smámsaman, og loks járnbrautir. Við fyrstu járnbrautina yfir Mundíufjöll var lokið 1853; hún er kenndvið fjallið Semme- ring. Árið 1867 var Brenner-járnbrautin fullgerð, og 1870 luku Frakkar (og Italir) við járnbrautargöng og járnbrauf gegnum Mont Cenis. þá stóðust eigi Svissar mátið og þjóðverjar. þeir lögðu saman, og Italir með þeim, og tóku til 2 árum síðar (1872) að grafa sjer ný göng gegnum St. Gotthard. f>að er í miðjum Mundíufjöllum, í Sviss; það það erfjallás afar-mikill, og ganga fjallarm- ar út frá honum í ýmsar áttir. Ymsarstór- ár hafa þar upptök sín, og er þar mikið af gljúfrum og fossum. A 14. öld mun hafa verið orðin þjóðleið yfir fjöllin á þessum stað, af Rómferlum. þá var reist þar sæluhús það hið mikla og fræga, er þar hefir staðið síðan og munkar byggja. Á árunum 1828—30 var gerð ak- braut yfir St. Gotthard. Umferðin fór allt af vaxandi: 70,000 manna t. d. árið 1876; þar af þáðu 20,000 gisting í sæluhúsinu ó- keypis. f>ótti því brýna nauðsyn til bera að gera leiðina sem greiðfærasta, enda var á 10 ára fresti, 1882, búið að ,leggja járn- braut byggða á milli í Sviss og Ítalíu, gegn- um fjöllin, 31 mílu á lengd. Hún hafði kostað líf 200 verkmanna, og 150 milj. króna, þar af lengstu jarðgöngin gegnum fjöllin, 2 mílur, 40 milj. kr. (hver þumlung- urí göngunum 74 kr.). A 55 stöðum öðrum hafði orðið að grafa göng gegnum fjöll og hæðir á þessari leið og leggja 200 brýr, all- ar úr járni. Tveimur miljónum punda af dýnamíti hafði verið varið til sprenginga. Fyrir þetta stórvirki má nú komast á_ 2£ sólarhring frá Khöfn suður í Maíland á íta- líu, sem var margra mánaða ferð fyrir 50 árum. AUGLÝSINGAR ! samfeldu mili m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stata frekasl m. öSra lelri eía setning 1 kr. [jrá jmmlnnj dálks-lenjdar. Borgnn úl i hönd Uppboðsauglýsing. Laugardaginn h. 17. p. m. kl. 11 f. m. verður við opinbert uppboð, er haldið verður á bœjarþingsstofunni eptir beiðni forstöðumanns hins sunnlenzka síldveiðafjelags, boðið upp og, ef viðunanlegt boð fcest, selt hastbjóðanda sil niðurrifs, nema kaupandi semji öðruvísi við landeigendur, h ú s það, 30 álna langt og 15 álna breitt, sem nefnt fjelag hefir byggt í Geldinganesi. Skilmálar fyrir sölunni birtast á uppboðinu ; að eins skal geta þess að kaupandi getur fengið, ef hann œskir þess, árs frest með kaupverðið, móti því að hann setji veð fyrir borguninni og borgi t ársvexti af kaupupphæðinni 4j°. Skrifstofu bœjarfógeta í Reykjavik f?- 1884. E. Th. Jónasscn. Með því sótari bœjarins hefir kvartað yfir því, að sumir bcejarbúar eigi vilji láta hreinsa reykháfa í húsum sínum, þegar hann sam- kvæmt erindisbrjefi sínu á að gera það, þá auglýsist það hjer með, að eptir reglumþeim, sem bæjarstjórninog brunamálanefndin hefir samþykkt, á að hreinsa alla reykháfa í hús- um 4 sinnum á ári eða á hverju 3 mánaða millibili, og mega menn því ekki brjóta ámóti þessari fyrirskipun bcejarstjórnarinnar. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 1884. E. Tli. Jónassen. Verzlun Símonar Johnsens selur eptir- fylgjandi vín frá Kjœr & Sommerfeldt með niðursettu verði, þannig : Maraschino di Tiaxapr. kfl Zouder Doornen --»«-- Anisette ---»«-- Fleur d’ Orange Créme de Traise Créme de Rose Parfait d’ Amour Coffy Likör ifl ifl ift ifl ifl ifl ifl m ifl áður3,00 nú 2,70 3,00 1,70 3,00 2,44 1,70 1,70 1,70 1,70 1,70 2,70 1,53 2,10 2,20 1,53 1,53 1,53 1,53 1,53 £ Anker Rödvin med Træ = 20 pott. — 22,50 -20,50 Enn fremur alls konar »Conserves« og nSyltetöú með 10j° afslœtti upp og niður. Brugte Frimærker. Brugte islandske Frimærker kjöbes til höi Pris eller tages i Bytte mod udenlandske Frimærker. Frankerede Breve og Pakker modtages. Carl Hyllested (O. 3151.) 3 Forhaabningsholms Allé. Kjöbenhavn V. Af því, að hjer eru sagnir um, að Jón Ágúst Jónsson söðlasmiður, sem í fyrra fór til Ameriku, muni sá er tekið hafi þann jarpa hest, er hvarf úr Seltjarnarneshreppi sumarið 1882 og haft á honum hestakaup við mann úr Húnavatnssýslu, hvar hann þekktist af auglýsing, þá skal jeg hjer með auglýsa, að nefndur Jón fór ekki suður land- veg til Reykjavíkur, frá þvi um voríð 1882 að hann fluttist að Lxafossi og þar til um vorið eða seint á vetri 1883, að hann fór til Ameríku. Jeg hefi fengið skrifiegan vitnisburð fyrverandi húsbónda J. Á„ herra Siggeirs þórðarsonar á Lax- fossi. það virðist ekki ómögulegt, að lcoma hinum seka t dagsbirtuna, og væri það því hryggilegt, ef sá, sem varð fyrir býttunum, eklci skyldi á allan hátt leit- ast við að komast eptir þessu, svo saklausir menn eru hafðir grunsamir, en hinn seki sleppur, má skc fyrir ódugnað eingöngu, og þá aldir npp þjófar f landinu. Hvítárvöllum 2. apríl 1884. A. Fjeldsted. SAMSÖNGUE. Að öllu forfallalausu verður samsöngur haldinn í dómkirkjunni nœstkomandi laugar- dag og sunnudag (17. og 18. þ. m.) kl. 6 e. m. Inngangurinn kostar 50 aura. Ágóð- inn er ætlaður til að kaupa fyrir nýtt orgel í dómkirkjuna, eins og það fje, sem inn kom við samsönginn um hátíðirnar i vetur. Reykjavík 13. maí 1884. Stéingrímur Johnsen. Björn Kristjánsson. Á næstliðinni vetrarvartið tapaðist í Garðsjó (á svo kölluðum Setum) skipsakkeri, sem átti að vera merkt á leggnum M. f>„ en víst mjög óglöggt. Sá er kynni að finna þetta akkeri, er beðinn að halda þvi til skila tll undirskrifaðs mót fundarlaunum. Halakoti 12. mai 1884. Magnús J>orsteinsson. Höfuðbækur, alls konar, smáar og stórar, strykaðar og óstrykaðar, fást með mjög vægu verði hjá Kr. Ó. þorgrímssyni bóksala. Bænakver-og sálma eptir síra Olaf Indriðason á Kolfreyjustað, 2. útgáfa, nýprentuð, fæst á afgreiðslustofu Isafoldar innb. á 25 a. Ágrip af mannkynssögunni eptir Pál Melsted, 2. útg., nýprent., fæst á afgr.st. Isafoldar, hept á 2 kr. 50 a. TIL SÖLU á afgreiðslustofu ísafoldar: Gröndals Dýrafræði.................2,25 Gröndals Steinafræði...............1,80 íslandssaga porkels Bjarnasonar . . 1,00 Ljóðmæli Gríms Thomsens .... 1,00 Um sauðfjenað, eptir Guðm. Einarss. 0,90 Undirstöðuatriði búfjárræktarinnar, eptir sama.......................0,50 Erslevs landafræði, önnur útgáfa . . 1,25 Dönsk lesbók handa byrjöndum (S. H.) 1,00 Páls Melsteðs mannkynssögu-ágrip, 2. útg...........................2,50 Ahnaiiak hjóðvinafjelagsins 1884 er enn til sölu á afgr.stofu ísaf. 50 a. Um vinda, höfuðþáttur almennrar veður- frœði, fæst á afgr.st. Isafoldar. Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Prentsmiðja ísafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.