Ísafold - 14.05.1884, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.05.1884, Blaðsíða 2
78 Og fyrir þetta verð, sem jeg hefi tilgreint, munu sjaldan fást peningar, heldur að eins ýmsar vörur, t. d. hjá kaupmönnum. Jeg hefi séð svo mikið í skýrslum prest anna, að jeg áht fyllstu nauðsyn að alþingi næst þegar það kemur saman taki málefni þetta til yfirvégunar og setji nefnd til að rannsaka það ; þá gæti menn féngið skýrsl- urnar framlagðar samkvæmt 22.gr stjórn arskrárinnar. Jeg leyfi mjer að benda á, hvort það mundi ekki betra fyrirkomulag, að hrepps- nefndir og sýslunefndir settu verðlagsskrána en amtsráð staðfesti hana, og jeg efast ekki um, að margir prestar mundu láta sjer það vel lynda, því það eru einnig meðal þeirra sannir heiðursmenn, sem ekki vilja hver með öðrum reynast nósæmilegs ávinnings gírugir*. Gjaldþegn. Um brúargerð yfir Ölvesá og um póstvegi. F.ptir þorlák GuðmundsBon alþingismann. „Enginn veit hve nær þessi dagur muni koma“. Svo var það og fyrir skemmstu, að enginn vissi, hve nær þeir dagar mundu koma, að Skjálfandafljót og Elliðaárnar yrðu brúaðar; en þetta næstliðna ár hefir ekki látið sig vera án vitnisburðar, þó vjer ekki tökum það sem árgæzku-ár, sem það þó var, af forsjóninni gefið í sannri þörf. Allir tímar hafa að vísu eitthvað merkilegt að færa, er gefur teikn, ef eptir er tekið, um það, hvort þjóðirnar eru á framfara- eða apturfarabraut í þessu eða hinu. það er hið merkilegasta tímans teikn, að Islendingar sjeu á fram- farabraut, þó hægt fari, í því að bæta sam- göngurnar, að þessi 2 nafnkenndu vatnsföll hafa verið brúuð á árinu 1883; að þessu leyti hefir það ekki látið sig vera án vitnis- burðar, sem framfaraár. Hjer er unnið fleira en eitt; það er ekki einungis gagnið sem af því leiðir, sem þó verður ómetandi. það er annað, sém engu er minna í varið: að hjer með er byrjað, hjer með er fsinn brotinn, hjer með sýnt, að það má brúa ár á voru landi. það sannast hjer sem optar, að hálfnað er verk þá hafið er.—það er ekki hvað minnst undir því komið, þegar byrjað er á einhverjum þjóð- legum fyrirtækjum, að byrjað sje vel og rjett, að fyrstu tilraunirnar heppnist, hvort heldur er t. a. m. að koma upp skólum til alþýðumenntunar, eða bæta samgöngurnar, og þessi tvö atriði, menntun alþýðunnar og að bæta samgöngurnar svo fljótt og vel sem unnt er, munu vafalaust hin þýðingar- mestu verkefni, er liggja fyrir nútíðar- mönnnm, því vanþekking og samgönguleysi eru hin þyngstu þjóðmein vor, eins og margra annara heimsjaðrabúa. það, sem jeg hjer ætlaði að minnast á, er ibrúargerðin yfirOlvesá og aðalpóstvegir; nú j sem stendur veit enginn maður hve nær sá dagur muni koma, að þingið verði svo stór- hugað, og leifi sjer það frægðarorð, að veita fje til þessa, ef það er meira en skylda þess að brúka svo vérklega landsfje, en mola það ekki niður í launabætur og eptirlaun, eða til annara smámuna, sem enga sjer staði; samt hygg jeg að flestir muni vera vissir um að þetta verði gert, ekki einungis fyr eða síðar, heldur á næsta eða öðru þingi hjer frá. það er fullkunnugt, hverjar til- raunir hafa verið gjörðar til að fá þessu nauðsynjaverki framgengt, og skal jeg því hafa sem minnst við að taka upp sögu máls- ins á þingi eða annarstaðar. þeim mönnum, er þetta mál liggur þyngst á hjarta, er ekki ókunnugt um, hverjir það eru, sem þar hafa lagzt í þjóðgötu framfaranna og strítt á móti straum; en eins og dropinn holar bergið blátt, eins mun straumur framfaranna, framknúður af afli þarfarinnar, sannleikans og rjettlæt- isins, ryðja burtu því sem í veginum stend- ur, hvað sem það svo heitir. Amæla skal jeg engum sjerstaklega, það vinnur ekki málinu gagn.—það þótti sem von var mörg- um af þeim, er hjer áttu mestan hlut að máli, illa til takast, þegar frumvarp þings- ins 1879 visnaði upp í höndum stjórnarinn- ar. það er nú svo, að þeim er búinn bíður, finnst jafnan langt, þeim þjáða, þeim af samgönguleysinu undirokaða, er þetta ekki láandi; en þó getur stundum verið betra að hjálpin dragist nokkuð, én hún komi fyr, og sje þá þe.im annmörkum bundin, aðhjálp- þurfar naumast eða ekki geta undir risið,— Hefði mi frumvarpið orðið að lögum, má telja víst, að verkið hefði verið framkvæmt, og þá lánið orðið sú byrði, er hjeruðin hefðu ekki undir risið með harðæri og fellir, er þá dundi yfir; það má því eins vel skoðast sem heppni, að frumvarpið ekki varð að lögum, enda var það ofurhugi að taka slíkt lán, byggður á hinni brýnu þörf. það verður heldur ekki skoðað öðruvísi en sem ónær- gætni og ósanngirni að þvinga vissa parta af landinu til að taka slík stórlán því til framkvæmdar, sem er rjett skoðað almenn- ings gagn, og sama sem að neita þeim um það sem gera þarf. því mun nú verða svar- að, að hjer sje um meira að ræða en brúa Olvesá ; annar fiskur liggi undir steini, það erþjórsá. það virðist að vera það sjálfsagða þegar kringumstæður leyfa, ef brúarstæði fæst; hjer er ekki verió að fara með nein undirhyggjuráð. I Landssjóður er sá þór, sem á að fara í austurveg og berja á tröllum. þegar sýslu- og sveitarfjelög eru farin að berja á hinum minni tröllum og næturvofum, sem staðið hafa á þjóðvegum, síðan land byggðist, og hindrað ferð og framkvæmdir, ógnað lífi og limum margra, eyðilagt sumar, þá getur það engum dulizt, að hjer fer verulega að slá skugga á þingið í þessu mikilsverða máli; það verður ekki með gildum ástæðum barið við fjeskorti; reynslan er búin að sýna, að hjer má ná ærnu fje án þess að leggja á nýa beina skatta, og enn munu nóg ráð til að ná meiru fje, enda þó af væri ljett ábúðar- eða lausafjárskatti; það stefnir allt að því, að sú skoðun nái festu hjá þjóðinni og þinginu, að landssjóður eigi að kosta aðalpóstvegi um landið, og þar á meðal að brúa hinar stærri ár á þeim leiðum. þingið er komið inn á þessa skoðun, þrátt fyrirhin núgildandi vegalög, og er allt af meir og meir að fjarlægjast þau, eins og þingmaður Borgfirðinga (Gr. Th.) sagði á sama þingi (þingmaðurinn er þar í með), og það má ségja að þetta hafi gengið þegjandi í gegn, það er að styrkja póstvegi í byggðum með því að leggja fje til móts við sýslusjóðinn þeim til endurbóta. þetta hefir þannig myndazt, eins og þegar ein rjettarvenja skapast af sjálfu sjer, af því, að tímans rás og þörfin segir eða rjettara sýnir þegjandi, að svona hlýtur það að vera; það má öllum vera ljóst, að sýsluvegagjaldið í heild sinni og einstökum hjeruðum er ónógt til að gjöra hina mörgu og erfiðu byggðu vegi í stand, og er þó tilfinnanlegt fyrir gjaldendur með af- leiðingum harðæris og öðrum þungum skött- um, er á þeim hvíla. það er mikil bót í máli með kostnaðinn til aðalpóstveganna, að ekki þarf að kosta nema einn veg yfir Kjósar- og Borgarfjarðarsýslur og allt upp í Stafholtstungur. það er því sjálfsagt, að Borgfirðingar muni halda þessu fram og þá þingmaður þeirra gefa því meðhald sitt, og þar á meðal, að Hvítá í Borgarfirði verði á sínum tíma brúuð, og ætla jeg þetta engu minna vert en þó þeir (Borgfirðingar) fengju gufubát á Faxaflóa, enda sýnist að kaup- mannastjettin, sem orðin erallfjölmenn hjer í kringum flóann, ætti að koma því fyrir- tæki á fót. Sama er að segja um Beykjavík og þingmann þess kjördæmis, sem um Borg- firðinga og þingmanu þeirra: allt það, sem bætir samgöngurnar, og þá undir eins eykur viðskiftin við höfuðstað landsins, verður hans gagn og sómi, og hann mun hvorutveggja með þurfa. Bærinn hlýtur því og þingmað- ur hans að hlynna svo að þessu máli, sem unnt er, svo er og um fleiri kjördæmi og þingmenn þeirra, því hjer kemur saman þörf og gagn einstakra hjeraða, við þörf og gagn alls landsins. Jeg skal nú engan veginn

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.