Ísafold - 14.05.1884, Blaðsíða 3

Ísafold - 14.05.1884, Blaðsíða 3
79 segja, að þeir 9 þingmenn, sem greiddu at- kvæði með brúargerð yíir Olvesá á síðasta þingi, sjeu í öllu frjálslyndari en hinir, er voru móti því; það mun samt ekki verða sagt, að þessir 9 sjeu til jafnaðar í öllu ó- gætnari eða óhagsýnni í meðferð á landsfje, þegar á fleira er litið ; það gefur hinar beztu vonir um framgang málsins á næsta þingi, að það fjekk 9 atkvæði hrein og bein, og má segja 10, því þingmaður Dalamanna var í orði og anda með málinu, og 2 greiddu ekki atkvæði, líklega af því að þeir hafa þó fund- ið ærnar ástæður með því, enda finna þau allir og mótstöðumenn líka. f>að má því segja, að hjer stæði málið engu ver en þó það hefði fallið með jöfnum atkvæðum. það er því ekki rjett sem blaðið Heimdallur segir («eptir því sem alþingi hefir tekið í brúar- málið, verður ekki von á styrk úr þeirri átt»). Um undirtektir efri deildar hefir maður ekki neitt bókstaflega fyrir sjer, því hjer þurfti ekki að kenna þeim konungkjörnu um: neðri deild sá um að hleypa ekki mál- inu svo langt; én ætlun mín er, að ekki svo fáir þingmenn þar mundu verða með málinu, og það sumir hinna konungkjörnu. Víst er um það, að hinn nú verandi lands- höfðingi var því mjög hlynntur 1879, í þeim búningi. er það var þá í fyrir þinginu, og það er einmitt hans skoðun, að landssjóður eigi að taka að sjer póstvegina í byggðum á sama hátt og fjallvegina (sjá tímarit Bók- menntafjel. I. 159—60). eins og þyrfti með þeim kjörum er þeir nú hafa. Mjer þætti fróðlegt að sjá, ef einhver vildi með góðum og gildum ástæðum hrekja þá skoðun, að landsjóður eigi að kosta alla aðalpóstvegi um landið, og þar á meðal leggja fje til brúargjörðar á þeim vatnsföll- um, er brúuð verða á þeim leiðum. það mun vera einsdæmi um heim allan, að í nokkru landi, þar sem þing er, sem hef- ir fjárveitingarvald, ekki minna en vjer, safni fje í sjóð ár eptir ár, eu láti slík nauð- synjaverk sem brúargerð yfir Olvesá ófram- kvæmd þing eptir þing, en þar á móti lána ekki alllítið fje út til einstakra manna, til að reisa sjervegleg hús o. fl. það verður naumast varið, að þéssiþjóðbúskapurer ekki hásigldur á haföldum heims-framfaranna. Hjer er ekki nema eitt fyrir hendi: ef að hinar stærri ár ekki fást brúaðar af al- mannafje, þá verða menu að sitja og sofa í sömu hlekkjunum og hoppa í sömu höpt- unum sem feður þeirra. Ekki er um að tala: sýslurnar geta ekki tekið slík stórlán. það er verið að hringja þeirri bjöllu, að hjer megi koma ú dragferjum. þær kosti svo lítið. það má segja, ef farið yrði að brúka landsfje til þess, hvort heldur bein- línis eða með láni til hjeraðanna, að ekki verði feigum forðað; það lítur út fyrir, að landssjóður verði ekki í þetta sinn upp jet- inn sem hungurforði, en að verja honum til dragferju, álít jeg að gangi því næst. Hvort er annars betra, að byrjahúsið svo vel, að það standi í 50 ár, eða svo ljelega, an það þurfi að endurbyggjast á hverjum 5 árum, og geta þar til ekki brúkað það nema 3—4 mánuði af árinu. Slíkar ferjur eru ó- veruleg meinabót, og koma hvorki póstum nje öðrum að liði, þegar mest á ríður, en verða þá að liggja uppi og fúna niður undir klaka og krapi. þær mundu og eyða meiru fje á þ parti aldar, en fastabrú kostaði, sem varaði fleiri aldir, ef náttúru-umbrot ekki grönduðu henni. Jeg ætla nú að treysta því, að þeir hátt- virtu herrar og þjóðfulltrúar, sem nú eiga sæti á þingi íslendinga, vilji nú eignast sjálfir, þegar þeir í síðasta sinn á kjörtímanum ganga af þingi, það framfara- og frægðar- orð, heldur en gefa það og geyma öðrum, sem, ef til vill, setjast í sæti þeirra á nýj- um kjörtfma, að hafa greitt atkvæði rneðþví, að landssjóður taki að sjer aðalpóstvegina, og þá þar á meðal að brúa Olvesá. þó að enginn viti nú sem stendur, hve nær sá dagur muni koma, að Olvesá verði brúuð, þá get jeg ekki betur sjeð, en að margt bendi til þess, og gefi beztu vonir um, að bjarma muni upp af þessum degi í lok næsta alþingis. (Kitað á sumardaginn fyrsta 1884), HITT OG J>ETTA. Hvað stríðin kosta.— Friðarfjelagið enska (Peace Sociéty) hefir nýskeð gefið út skýrslu um, hvað Englendingar hafa kostað miklu til styrjalda þeirra, er þeir hafa háð hin síð- ustu 50 ár undanfarin. það eru sftmtals 2,135,644,246 pd. sterling eða hjer um bil 38,442,000,000 kr. (38f miljarð króna). þetta sama tímabil hefir umboðsstjórn lands- ins kostað ekki þriðjung á við það, eða hjer um bil 12,800,000,000 kr. Hegning við ofdrykkju. — Kona ein ensk, Jugula að nafni, sem hefir verið kristniboði í Birma í Austur-Indíalöndum, segir svo frá lögum og landsháttum þar í landi, í Efra- Birma, að þvl er ofdrykkju snertir, að fyrsta sinn sem maður gerir sig sekan í ofdrykkju, er farið með hann irm borgarstrætin í pró- sessíu með bumbuslætti. það gera hágöf- ugir embættismenn, sem ganga með gull- búnar regnhlífar, og gullbúnar bumbur. þeir lesa afbrot mannsins upp á gatnamót- um, og lemja hann síðan. Eptir það er hann dreginn fyrir dóm og hýddur þar í annað sinn enn óþyrmilegar, og síðan látinn fara heim til sín. Itreki hanu brotið, er hann látinn sæta sömu útreið aptur og að því búnu rekinn í útlegð. Verðlaun. — Rjett áður en »Laura«, póst- skipið, lagði af stað hingað í vetur frá Khöfn miðsvetrarferðina, afhenti forstöðumaður »hins sameinaða gufuskipafjelags«, Koch konsúll, maskínumeistaranum á skipinu P. V. G. Eriis, sem einnig var maskínu- meistari á »Fönix« þegar hann strandaði, að gjöf dýrindis-gullúr með gullfesti við, í verð- launa-skyni fyrir fádæma hugprýði hans og þrek þegar Fönix fórst (31. jan. 1881). I hinu mikla aftakaveðri daginn áður en skip- ið fórst, lá við að því mundi hvolfa, og reið þá umfram allt á að halda vjelinni í gangi jafnt og stöðugt. Friis var þá bæði sjálfur alltaf við verk sitt niðri í skipina við vjel- ina og tókst sömuleiðis að halda þar að- stoðarmönnum sínum tveimur öruggum við vinnu sína, þótt skipið hallaðist svo mikið, að búast mátti við að því mundi hvolfa al- veg þá og þegar; en auðvitað hefði þá ekki verið nokkurt viðlit fyrir þá sem niðri í skipiuu voru, við vjelina, að bjarga sjer, þótt hinum kynni að hafa tekizt það með einhverju móti. En af því að skrúfunni var stöðugt haldið í hreyfingu, vannst tími til að höggva framsigluna, og rjetti skipið þá við og gat haldið áfram—þangað til það bar upp á sker nóttina eptir. Allsherjar-póstsambandið.-— Síðan allsherj - ar-póstsambandið komst á, hafa brjefavið- skipti og póstgöngur landa á milli aukizt svo undrum sætir. Póstfróðum mönnum hefir talizt svo til, að árið 1878 muni tala póstsendinga um allan heim hafa numið 5285 miljónum, þar af 3260 milj. venjuleg sendibrjef og spjaldbrjef, 717 milj. prent- sendingar og sýnishorn cf varningi, rg 1308 milj. frjettablöð. En einum þremur árum síðan, 1881, var talan orðin 6340 miljónir.— það ár, 1881, voru 27 lönd gengin í alls- herjar-póstsambandið, með 686 milj. íbúa. þegar um það er rætt, að póstgöngur hafa verið bættar á síðasta þingi, þá er það nú að vísu nokkuð meira en á pappírnum; þó eru þessar endurbætur ekki nema hálfverk meðan póstvegir ekki eru betur endurbættir en búið er.—Póstum er skipað að vera hjer í dag og þar á morgun; þeir eiga að fara yfir byggðir og óbyggðir, á sumum stöðum yfir vegarmynd og sumum hreinar vegleys- ur, yfir stór vötn, sem opt geta verið alla- vega ófær, þó þeir upp á líf og dauða með sig og gripi sína brjótist það á ferju eða á ónýtum ís, og er þá opt margra manna lífi stofnað í háska, ferju- og fylgdarmanna og annara er slást í för með. Póstarnir eru vafalaust undir öllum þessum kringumstæð- um þeir verst höldnu menn, af þeim er taka laun sín úr landssjóði, og það er allt annað að vera embættismaður í Reykjavík, þó hann hafi nokkuð að gera, þegar verkahring- urinn er allur innan 4 veggja, en að vera vetrarpóstur enda hvar sem er á landinu. Svo eru einlægar kvartanir hvað póstar sjeu lengi á ferðinni og stundum er póstmeistar- anum um kennt, en sjaldan því er mest veldur: vegaleysi og brúarleysi á stærri og smærri vatnsföllum, enda er ekki við að búast að geta valið úr mönnum í þessa stöðu

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.