Ísafold - 09.07.1884, Side 1

Ísafold - 09.07.1884, Side 1
taur úi a iuiðvitudagsiaorjna. ’/erí árgangsins (50 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fjrir miBjan júlimánuð. Dppsögn (skriD.) ■ buodin við áramóí, 5- gild nema komin sje til úlg. fjrir L skí AfgraiÖslustofa í Isafoidarprenlsm. i. sai. ÍSAFOLD. XI 28. Reykjavik, miðvikudaginn 9. júlímán. 18 84. 109. Innl. frjettir. 110. Um súrhev. 111. Um meðferð á kúm og fjósvitjanir. Sum- armorgun (kvæði). 112. Hitt og petta. Auglýsingar. Forngripasafmð opið hvern mvd. og ld. kl. 1 — 2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12 2 útlán md„ rr.vd. og ld. kl. 2—3 Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd og ld. 4—5 Veðuratliugamr í Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen Júlí. Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. ánóttu um hád. fm. em. fm. em. M. 2. + 6 + 12 29,7 29,7 Sa h d 0 b F. 3. + 7 + II 29.9 29.9 s h b S h b U. 4. + 7 + io 29.9 30 s h b 0 b L. 5- + 7 + II 29,8 29,8 0 d 0 b S. 6. + 7 + 13 29.9 20,8 Sa h b S h b M. 7. + 9 + x5 29,9 29.9 Sv h b 0 b í* *. 8. + 9 + 15 29.9 3° 0 b 0 b Athgr. Stilling hefir verið alla umliðna viku, nokkur úrkoma með köflum; einkum var mjög mik- il rigning aðfaranðtt h. 6. Loptþyngdarmælir hefir verið mjög stöðugur síðari part vikunnar. I dag 8. fagurt sólskin og logn. Hinir heiðruðu kaupendur ísafoldar eru beðnir að minnast þess, að, eins og stendur í yfirskriftinni á hverju blaði, á árgangurinn að borgast fyrir 15. júlí. Ollum þeim hinum mörgu, sem fylgdu mín- um elskaða manni, sira G. porvaldi sdl. Ste- fánssyni, til grafar 28. f. m., en sjer í lagi þeim sem mceltu yfir moldum hans, sem voru þeir síra Jónas Guðmundsson á Staðarhrauni, og prófastarnir síra Eiríkur Kíild og Magniis Andrjesson, vottajeg mitt innilegasta þakk- lœti. Munaðamesi 10. júni 1884. Kristín Jónsdóttir. Reykjavík 9. júlí 1884. Útskrifaðír úr latínuskólanum 5. júlí þessir 25 stúdentar, miklu fleiri en nokkurn tíma áður (þeir stjörnumerktu 10 voru utanskólamenn; rómversku tölurnar tákna einkunn, hinar stig) : Sigurður Jónasson ................. I 96 Skúli Skiilason ................... I 94 *Björn Ólafsson ................... I 92 Bjarni Pálsson..................... I 89 *Björn Jónsson,.................... 1 85 *Jón Finnsson ..................... I 84 þorleifur Bjarnason................ I 84 Bjarni Thorsteinsson ............. II 81 *Einar Benidiktson................ II 81 *Kristján Jónsson................. II 81 !!Hálfdán Guðjónsson ............. II 80 Ólafur Magnússon ................. II 77 Axel Tulinius..................... II 75 Magnús Asgeirsson ................ II 75 *Stefán Stefánsson ............... 11 74 Tómas Helgason..........>....... II 73 Sigurður Sigurðsson.... .......... 11 71 Chr. Riis ........................ II 68 Lárus Arnason .................... II 63 Sveinbjörn Egilsson............... II 63 *Arni |>órarinsson .............. III 58 Páll Stephensen ................. III 57 *Halldór Torfason ............... III 45 *Arnór Arnason .................. III 42 Ólafur Stephensón ............... III 42 Bókmemitaljelagsfundur í Rvíkur- deildinni, aðalfundur þ. á., var haldin í gœr. Forseti (Magnús Stephensen) skýrði frá, að deildin treysti sjer ekki til vegna efnaleysis að gefa út þetta ár meira en Tíma- ritið, auk Rithöfundatalsins, sem þegar er út komið, og frá Hafnardeildinni væri von á Skírni og kvæðum Bjarna Thorarensen. Itrekuð uppástunga um að hætta við að gefa út Frjettir frá Islandi var felld. I Ritnefnd Tímaritsins næsta ár voru þessir kosnir: Björn Jónsson með 47 atkv., Björn Jensson og Eiríkur Briem með 28 atkv., og Jón Ól- afsson með 22 atkv. Gestur Pálsson fór því fram, að kosning Jóns Ólafssonar mundi vera ógild, af því að hann væri úr fjelaginu vegna ógreiddra tillaga 1 eða 2 ár; en með því að alkunnugt er, að fjölda margir fje- lagar eiga ógreidd tillög um mörg ár og njóta þó atkvæðisrjettar á fundum umtals- laust, varð niðurstaðan sú, að sirma þess- um mótmælum ,ekki, en fela stjóminni að rannsaka málavexti að því er snerti alla þá fjelagsmenn er þannig stæði á um. I stjórn f jelagsins voru þessir kosnir : for- seti Dr. Jón porkelsson rektor með 20 atkv., í stað Magnúsar Stephensen, er mæltist undan kosningu fyrir fram, en hlaut þó all- mörg atkvæði, með því að ýmsir hugðu að hann mundi fáanlegur, ef fast væri eptir sótt; fjehirðir Arni Thorsteinson landfógeti eins og áður, með 36 atkv.; skrifari Bjöm Jónsson ritstjóri með 19 atkv., í stað H. E. Helgesens skólastjóra; bókavörður Kr. Ó. Uorgrímsson bóksali, eins og áður, með 23 atkv. Varaembættismenn urðu hinir sömu og áður, méð 11—13 atkv.: varaforseti Berg- ur Thorberg landshöfðingi, varafjehirðir E. Th. Jónassen bæjarfógeti.varaskrifari Indriði Einarsson revisor, varabókav. Br. Oddsson bókbindari. Tíu nýjir fjelagar voru teknir inn í fje- lagið. Fundurinn var fjölsóttur vel, en fundar- herbergið haft svo lítið, að margir urðu að standa útí eða frá að hverfa, en lítt vært þeim sem inni voru fyrir hita og þrengslum. Búnaðarfjelaírsfuridur sá, er boðaðvar að halda skyldi 7. þ. m., fórst fyrir, af því engir komu á fund nema stjórnin. Synodus var haldin 4. þ. m. þar komu alls 7 prestar og prófastar. Sira Valdeniar Briem í Hrepphólum prjedikaði. Að öðru leyti hafðiþessi samkoma að vandaþað helzt sjer til ágætis, að þar gerðist enginu hlutur frásagnarverður. Ensha yerzhmin nýja hjer í Rvik, þeirra Weidners og hans fjelaga í New- castle, verzlunarstjóri Gunnl. E. Briem, hef- ir fengið farm úr gufuskipi, Percy, 221 smá- lest, er kom hjer 4. þ. m., og fer aptur í dag, með fram undir 200 hesta. Skipið kom við í Stykkishólmi í hingaðleiðinni og lagði þar á land nokkuð af nauðsynjavörum, er Egg- ert kaupmaður Gunnarsson, sem einnig kom með skipinu, verzlar með þar. Skips þessa er von aptur fyrir næstu mánaðamót, með meira af vörum og eptir hestum- Slys það, sem varð f vetur á Flat- eyri við Ónundarfjörð, við framsetning há- karlaskips, og sem sagt er frá í lsafold XI 19: að maður varð undir skipinu og beið bana af, votta margir (16) viðstaddir menn brjeflega, að ekki hafi verið að kenna skeyt- ingarleysi, heldur hafi það atvikazt þannig: »Fyrir framsetningunni stóð skipstjóri Sveinn Rósinkranzson, sem um 15 eða 16 ár holir verið við framsetningu hjer, svo að honum verður eigi borið þekkingarleysi á brýn í þeim sökum. þegar nokkuð hafði verið mokað undan þeirri hlið skipsins, er það ekki lá á, valt það yfir, að því, að vatnsæð ein, er rann með kili skipsins, hafði etið sandinn undan honum, svo að það sökk allt í einu niður og valt við það yfir á hina hlið- ina. Stýrimaður, er fyrstur sá, að skipið sökk, kallaði til skipverja að hlaupu út und- an, og hlýddu því allir tafarlaust, nema þessi eini maður, sem að líkindum hefir komið fát á; því víst er það, að hann hefir heyrt til stýrimanns, þar sem hann stóð næstur honum. Nær 10 mínútum eptir að skipið var oltið yfir, var með mannsöfnuði og vogartrjám búið að velta því til baka og ná manninurn, sem þá var ekkert lífsmark með«.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.