Ísafold - 30.07.1884, Page 3
123
þjóðkyrkjuna, svo sem að greiða gjöld til
hennar.
Eptir að höf. hefir leitazt við að sanna
(en ekki sannað), meðal annars með dæmi
af hjónabandinu1, að Eeyðf. hafi ekki getað
sagt sig úr þjóðkirkjunni, þá herðir hann á
röksemdaleiðslu sinni (hún þurfti þess sann-
arlega !) með því að benda á afleiðingar :
«Væri þetta sannleikur (o : að hver gæti
sagt sig ur þjóðkirkjunni, sem vildi), þá
væri líklegt, að margur sem illa þolir áminn-
ingar prests síns ... o. s. frv., mundi ekki
verða seinn á sjer að segja sig úr þjóð-
kirkjunni».
það er óneitanlegt, að þetta frelsi (að
mega ganga úr þjóðkirkjunni, trúarbragða-
frelsið) getur verið undirorpið misbrúkun,
eins og frelsi í hverri annari grein; en mis-
brúkun frelsisins er ekkert í samanburði
við hinar góðu afleiðingar þess, nje við þá
spillingu (demoralisation), sem af ófrelsinu
leiðir. Jeg get ekki álitið með þjóðkirkju-
prestinum, að þeir verði margir, sem mis-
brúka frelsi sitt þannig; en hvort sem þeir
verða margir eða fáir, þá er ómögulegt að
koma f veg fyrir misbrúkunina, nema með
því að taka burtu frelsið sjálft.
Presturinn heldur áfram : «f>ví fer samt
betur, að þetta er ekki svo, en sannleikur-
inn er, að nú eru menn ekki neyddir til að
nota sjer þau gæði og rjettindi, sem þjóð-
kirkjan býður og veitir þeim, sem þiggja
vilja, heldur verður það að vera á hvers eins
ábyrgð sjálfs, hvort hann vill missa af þess-
um gæðum og rjettindum». Hjer er annað
tveggja, að höfundurinn segir hið sama, sem
jeg hefi sagt, að hver einn sé frjáls (. . . «nú
eru menn ekki neyddir» . . . «verður það að
vera á hvers eins ábyrgð sjálfs» . .), hvort
hann vill vera í þjóðkirkjunni eða ekki (o :
njóta eða «missa af þessum gæðum og rjett-
indum»), eða hann segir við þá, sem hann
álítur skylduga að vera í þjóðkirkjunni:
«þið þurfið ekki fremur en þið viljið að nota
gæði þau og rjettindi, sem kirkjan býður;
þið getið látið vera að koma til kirkju og
taka sakramenti: nú eruð þið ekki neyddir
til þess; en í þjóðkirkjunni verðið þið að
vera». Jeg fæ ekki skilið þessa setningu
nema á annanhvorn þennan hátt, og eptir
i) Orð höf.: „því að þótt 55. gr. stjórnarslcrár-
inuar leyfi mönnum að stofna fjelög ( sjerhverjum
löglegum tilgangi, án þess leyfi þurfi að sækja til
þess, þá er það eins og að sjerhver má giptast apt-
ur, án þess leyfi þurfi að sækja til þess, en hann
verður að vera laus við sitt fyrra hjónaband“.
fijóðkirkjuprestuiinii' gleymif 46. gr. stjórnarskr.,
þar se'm allir þeir,- er ^stofna fjelög til áð þjóna
Guði með þeim hætti, sem bezt á við sannfæringu“
þeirra, eru fyrirfram _ leystir úr. hjónabandi sínu við
þjóðkirkjuna.
því sem á undan er gengið í greininni hefir
hin fyrri þýðing líklega ekki aðgang. Pin ef
hin síðari þýðing verður að gilda, þá ætla
jeg, að þetta sje miklu frómur að «stofna
mönnum f hættu í andlegum efnum« heldur
en það sem jeg ritaði í Fróða og tek hjer
enn upp :
Sannleikurinn í þessu efni er auðscer, bœði
af eðli hlutarins og einnig af stjórnarskránni,
sá sannleikur, að hverjum manni á Islandi er
frjálst, hvort hann vill vera í þjóðkirkjunni
eða ekki.
þegar þjóðkirkjupresturinn tekur fyrir
skoðun mína á helgisiðareglum þjóðkirkj-
unnar sem leiðbeinandi, en ekki bindandi,
þá byrjar hann á því, að «öllum sem nokk-
urt skynbragð bera á þetta efni, komi án efa
saman um, að þessi lög og venjur hafi bind-
andi gildi hjer á landi eins og hver önnur
lög og gamlar venjur». Ekki er jeg viss um
að öllum komi saman um þetta; líklegt er,
að enn sem komið er sjeu fleiri mót mjer en
með í þessu efni; en í slíkum málum á
fremur að beita ástæðum, heldur en að bera
fyrir sig höfðatöluna. Hann segist eigi «finna
ástæðu til að fara að útlista hið sjerstak-
lega rjettarástand kirkjunnar hjer á landi
að fornu og nýju, með því að það sje greini-
lega útlistað í Kirkjurétti Jóns Pjeturssonar.
En þar kemur vitanlega spurningin um
gildi helgisiðareglanna alls ekki til greina
að öðru en því, að hann telur ritúal Kr. V.
ekki lögleitt hér. Jeg ætla heldur eigi að
þessu sinni að fara lengra út í rannsókn
þessa málefnis, heldur en jeg hef áður farið
í Nf. og Fróða, og skal því að eins svara
með sem fæstum orðum helztu atriðunum í
grein þjóðkirkjuprestsins.
Jeg fæ eigi betur sjeð, en að það sje mót-
sögn í því hjá höf., er hann talar um frelsi
presta og safnaða til að »laga helgisiðina í
smáatriðum«, þrátt fyrir það þó prestar sjeu
með eiði sínum bundnir við hinar »viðteknu
venjur«; en þegar hann fer að tala um frá-
breytni mína, sem sannarlega var fólgin í
smáatriðum einum, þá þykir honum líklegt
að jeg hafi »samvizkunnar vegna skoðað vel
huga minn um það, hvort jeg með eiði
þeim, er jeg vann, er jeg varð prestur, var
ekki bundinn við að halda og gæta þeirra
helgisiða, sem um langan tíma hafa verið
viðteknir í kirkju vorri«.
þjókirkjupresturinn ræður, hverjar hug-
myndir hann gjörir sjer um prestaeiðinn í
þessari grein; en í öllu falli hlýtur hann að
vera annaðhvort bindandi eða ekki bind-
andi; í hvórugu tilfelli kemst að hin 'ein-
kénnilegá meining höf., sem vill sigla milli
skers og báru, álítur leyfilegt að víkja frá
helgisiðareglum (og þá einnig prestaeiðnum),
ef farið er »varlega«, en lætur í ljósi að jeg
hafi með frábreytni minni stofnað andlegri
velferð minni í voða.
þjóðkirkjupresturinn segir, að sjer sje ó-
skiljanlegt, hvernig það hafi getað verið á-
ríðandi fyrir mig samvizkunnar vegna að
fá leyst úr þeirri spurningu, hvort ritúal
Kr. V. sje lögleitt hjer á landi eða ekki.
Jeg hef aldrei beiðzt úrlausnar á þessari
spurningu, heldur á þvf, hvort skilningur
minn á hinni kirkjulegu löggjöf væri rjett-
ur eða ekki; svo að hann hefir alls enga á-
stæðu til að bregða mjer um, að mjer þyki
»frjálslegra að hlýða valdboðnum lögum ein-
valdsdrottna en viðtekinni venju í kirkj-
unni«. Og eins litla ástæðu hefur hann til
að segja, að mjer þyki »frjálslegra að hlýða
harðri skipun yfirboðara mfns, en föðurlegri
ráðleggingu hans og vinsamlegri bón«. Jeg
hafði framsett ástæður mínar fyrir því, að
jeg áliti frábreytni mína við guðsþjónustuna
leyfilega, og þegar yfirboðari minn kvaðst
ekki ætla »að þessu sinni að hreifa við á-
stæðum mínum«, en bað mig að taka upp
aptur hina venjulegu altarisþjónustu, þá
lýsti jeg því meðal annars í svari mínu, að
jeg efaðist um vald kirkjustjórnarinnar til
að skipa mjer án þess að hreifa við ástæð-
um mínum, en tjáði mig fúsan til að láta af
frábreytni minni, ef mjer yrði með rökum
sýnt, að málstaður minn væri rangur. þetta
er tekið skýrt fram í Fróða, og þetta er þó
sannarlega ekki að þykjafrjálslegra að hlýða
harðri skipun o. s. frv.«; þetta er að vilja
fá ástæður gegn ástæðum, en hvorki »bón
nje bræði«, hvorki þá vinsamlegu bón.sem
vill komast undan að leysa úr vandanum,
nje hina hörðu skipun, sem álítur sjer eigi
skylt að taka neinar ástæður til greina.
Um málefnið sjálft, nefnil. hvert gildi
helgisiðareglurnar eigi að hafa samkvæmt
ritningunni og játningarriti hinnar evangel-
isku lútersk kirkju, er lítið í grein þjóð-
kirkjuprestsins.
Hann segir, að dæmið úr Post.gjörn. 15.
»sýni ljóslega tvennt: að postularnir vildu
ekki íþyngja þeim sem til kristni snerust
með því að leggja þeim að óþörfu á herðar
að taka upp nýja helgisiði, en þeir vildu
ekki heldur uppáleggja þeim nein þyngsli
um nauðsyn fram, með því að banna þeim
að halda sínum siðum, ef þeir voru ekki
gagnstæðir trú og siðferði«. Síðari part
setningar þessarar (»en þeir vildu ekki heldur
o. s: frv.) leyfi jeg mjer algjörlega að ve-
féngja, að minnsta kosti að því er heiðingja
snertir, er til kristni snerust; þeim hefir al-
drei dottið í hug, að þeir mættu halda neinu
aí helgisiðum sínum, og þó þeir hefðu viljað
>að, þá hefði postulunum ekki dottið í hug
að leyfa það. En þó þeir hefðu lei/ft bæði
heiðingjum og Gyðingum að halda eiuhverja