Ísafold - 06.08.1884, Blaðsíða 2
126
þ. m. mun vera einhver tyllidagur til minn-
inga hjá prótestöntum á Englandi, og þann
dag gengu margir þeirra, eða »órangemenn«,
sem þeir nefnast eptir fjelögum sínum á
Englandi og Irlandi, í prósessíu um bygðar-
hverfi Ira, sem Cleator Moor heitir. J>etta
þótti hinum gert til storkunar, og því dróg-
ust þeir saman í flokka og stóðu fyrir að-
komumönnum, er þeir hjeldu aptur til
járnbrautarinnar. Hjer sló þá í grjótkast
og barsmíði, en »órangemennn« tóku líka
til skammbyssna og marghleypinga- og særðu
marga af Irum. Sagt er að 50 manns hafi
örkumlazt til muna, en einn maður hlotið
bana í þeirri viðureign.
Nýlega mikið járnbrautarslys í nánd við
Sheffield, er ás í hleypivjelinni brotnaði
rjett í því er vagnarnir fóru yfir brú nokkra
yfir dæld éða jarðfall(?). Vagnarnir slengd-
ust út af spöngunum og brúnni, og af því
hruni höfðu 16 manns baua eða fleiri, en
30 lestust.
Dauður er Cowley lávarður, 80 ára að
aldri, bróðurson Wellingtons hertoga. Síð-
asta embætti hans var erindarekstur í París
til 1867.
Tálmanir fyrir jarðyrkju hjer á landi og nokkur
ráð við þeim,
ii.
f>að er engin furða, þó að þessar jarða-
bætur gangi svona aflægislega, þar sem öðr-
um er ekki ætlað að gjöra þær í heilum
hreppi eða ef til vill stærra svæði, en ein-
nm sjerstökum manni; en honum er þó ekki
ætlandi að vera hjá öllum í einu. Vorin
hjá oss eru tíðum stutt og heyskapartíminn
er optari mesti parturinn af þeim tíma, sem
menn þessir geta stundað jarðyrkju, svo að
flestir af bændum þeim, er vilja nota þá,
verða að láta sjer lynda að hafa þá um slátt-
inn; ekki er heldur tiltök fyrir jarðyrkju-
mennina að sleppa honum úr jarðabótatím-
anum, því þá yrðu jarðabæturnar litlar sem
einn maður í heilum hreppi eða því heldur
heilli sýslu, gjörði á hverjum einstökum bæ ;
svo er varla við að búast að menn vilji gefa
sig í þenna starfa hjá öðrum, ef þeir fá ekki
atvinnu við hann nema einn eða tvo mán-
uði úr árinu, sízt ef hún er þá einungis við
þúfnasljettur og þeir verða að leggja sjer til
þau verkfæri sem til þeirra þarf og hesta,
því launin verða þá ekki öllu meiri en fyrir
hesta-fóðrunum og verkfæraslitinu; en skást
mun þó fara að jarðyrkjumaðarinn eigi
sjálfur plóghestana því varla verður vinnu-
drjúgt að hann brúki lítt vana eða óvana
hesta til þess á hverjum bæ, sízt á þeim
sem hann dvelur ekki nema einn eða tvo
daga. Mönnum hlýtur nú að skiljast það,
að þéssi tilhögun á jarðabótastörfunum sje
fátækum bændum að mun óþægilegri og
kostnaðarsamari heldur en sú að nota
hverja stundina, já, hvern klukkutímann,
sem kringumstæðurnar leyfa þeim, til að
endurbæta jarðir sínar sjálfir, með heima-
mönnum sínum. f>ó að þessi mismunur sje
hjer ekki sýndur með nokkrum reikningi,
þá er líklegt að allir geti sjeð eigi að síður,
að hann er nokkur, enda er ékki hægt að
sýna reikningslega, hve dýrar jarðabætur
geta orðið bændum, með vondri tilhögun,
og hve ódýrar með hinni rjettu, nl. þeirri,
að brúka iðni og ástundun og reyna að
bæta úr þörfum sínum sjálfir, því »hægra er
hjá sjálfum sjer að taka en sinn bróður að
biðja«.
Til þess höfum vjer að eins tekið til
greina einn ókostinn við þá umræddu tilhög-
un, nl. hve kostnaðarsöm hún er fyrir bænd-
ur; en þeir eru þó fleiri, sem vel er vert að
geta um, svo sem að með henni fást aldrei
hjá almenningi nema litlar og stundum ó-
fullkomnar jarðabætur, einkum þúfnasljett-
ur. Að þær verði einungis litlar eptir einn
mann htt aðstoðaðan eða jafnvel þó þeir
væru tveir í heilli sveit eða sýslu, geta allir
sjeð að er eðlilegt og þarf því ekki að fara
um það fleiri orðum; en hitt getur verið að
mönnum sýnist ekki eins eðlilegt, að jarða-
bæturnar verði ófullkomnarar, þegar aðrir
gjöra þær ekki en þessir sjerstöku menn,
sem einmitt hafa numið þenna starfa; en
þetta vill þó allopt verða þannig, án þess að
það sje óvandvirkni éða kunnáttuleysi þeirra
að kenna; en þetta hefur þó sína eðlilegu or-
sakir eins og hvað annað. f>egar jarðyrkju-
manninum er ætlað að dvelja að eins fáa
daga á hverjum bæ, en láta þó alstaðar
sjást eptir sig nokkrar jarðabætur, hvort
hann fær nokkra hjálp eða ekki, og þó
margar tálmanir kunni að koma í veginn
fyrir að verkið gangi greiðlega, þá er honum
hjer um bil afskammtað að láta verkið vera
svo fullkomið sem þyrfti, og stundum verð-
ur hann að yfirgefa það óbúið og aðrir taka
við sem opt hafa litla hugsun á að verkið
fari vel, eða það er látið öldungis vera að
gjöra það sem til vantar og verkið með því
gjört algjörlega ónýtt. Sje það þúfnasljett-
an, sem honuin er ætlað gjöra, þá er því
fremur eðlilegt, að þær jarðabætur verði
ekki eins vandaðar og skyldi, því fyrst er
það að þær eru ekkert áhlaupaverk fyrir
einn mann eða þó þeir sjeu tveir, og þó þau
verkfæri sjeu höfð sem til þess eru bezt
fallin, nl. plógur, herfi o. s. frv., þá cr ekki
að síður naumast væntandi að harm geti
látið sjá eptir sig eptir örfáa daga töluverða
sljettu og jafnframt að hún verði vönduð
og vel gjörð; svo er annað það, að varla þarf
að búast við að þær sljettur verði frjóvsam-
ar, sem eru gjörðar f því snatri, að það verði
grasi þakin flöt, sem tveimur eða þremur
dögum áður var þúfnamóar. Til þess að
sljetturnar spretti vel, þarf flagið að standa
opið nokkurn tíma áður en það er þakið,
helzt ekki styttri tíma en missiri, til þess
að jörðin geti því betur notið áhrifa loptsins,
sem henni er svo nauðsynlegt til þess að
frjóefni hennar komist á hreifingu og upp-
leysist, jurtunum til nota, og er í því skyni
bezt ad plægja að haustinu og láta svo vera
hreifingarlaust til næsta vors herfa það þá
o. s. frv.; en þessa aðferð er víst torvelt
fyrir þenna sveita- eða sýslujarðbæting að
hafa hjá aimenningi, því þá yrði hann að
vera tvisvar á hverjum bæ, en það er hon-
um ekki ætlandi; nógur er erillinn samt;
þar að auki þyrfti hann helzt, ef hann vildi
fullnægja þessari reglu, að sleppa úr mið-
sumrinu eða hjer um bil meiri hluta hey-
skapartímans frá þúfnasljettaninni, enda er
sá tími mjög óhentur til þess starfa, bæði
végna kringumstæðanna hjá almenningi
sem áður er drepið á, og þess að þær sljett-
ur sem þá eru gjörðar, fara optari illa, því
torfið á þeim skrælnar tíðum upp í stað
þess að gróa og það svo mjög að sljetturnar
verða með öllu ónýtar næsta sumar; menn
ættu því hreint ekki að verja þessum tíma
sumarsins til þúfnasljettana, því hann er til
þess mjög óhentugur, en herða sig heldur
við þær á hinum hentugri tímunum, sem
eru vorin fram í byrjun júlfm. og haustin
hjer um bil frá miðjum septbr.
Vjer höfum nú bent á hina mestu ó-
kosti þessarar tilhögunar, sem nú er farin
að tíðkast allvíða; en rjett mun þá vera
að benda mönnum til hvernig henni verður
útrýmt með annari betri og rjettari tilhög-
un, sem þegar er um getið, nl. að bændur
gjöri mestallar jarðabæturnar sjálfir með
heimamönnum sínum, þegar til þess eru
hentugir tímar og kringumstæðurnar leyfa.
En nokkurum mun sýnast sú mótbára
vera þessu til fyrirstöðu, að almenningur
sje svo fákunnandi í þessu efni, að ómögu-
legt sje að því verði framgengt. En þessu
er þó ekki alveg þannig varið eða þarf ékki
að vera til lengdar, því algeng jarðabóta-
vinna er ekki svo vandasöm, að lengi sje
verið að læra hana, hafi maður einlægan
vilja og stöðuga viðleitni á því. Ollum er
víst kunnugt, sem einhvern tíma hafa vérið
méð að stinga skurð, hve auðlærð vinna
það er; að það er á hvers mannsfæri, sem
hefir vit eða lægni til að vinna algenga
vinnu, að nema þenna starfa, ef hann að
eins sjer rjetta aðferð að því einu eða tveirn-
ur sinnum; eða skyldi sá sem vel kann að
hlaða húsvegg eigi kunna einnig að hlaða