Ísafold - 06.08.1884, Blaðsíða 3

Ísafold - 06.08.1884, Blaðsíða 3
127 stíflugarð, eptir að hann hefir einu sinni sjeð það gjört; allt og hið sama er með þúfna- sljettanina, og gjörum vjer þó ráð fyrir að hún sje gjörð með plóg, herfi og öðrum þeim verkfærum, sem til þess eru einkarhentug og ættu því ávallt að brúkast, en það mun helzt vera plógurinn, sem mönnum finnst ekki vera á allra færi að sýsla með, en oss virðist hann ekki vera sú galdravjel, að það sje á engra færi við hann að fást ann- ara en sprenglærðra manna, enda vitum vjer hjer á landi nokkur dæmi til að mönn- um hefir orðið hann að góðum notum, sem þó nær því aldrei höfðu sjeð plægt áður en þeir fóru til þess sjálfir; en nauðsynlegt er þó að sjá rjetta aðferð við það og jafnvel æfa sig í því dálítið hjá þeim, sem kunna plæging, áður menn fara til þess sjálfir; það er því langrjettast fyrir bændur þá er taka mann til þessarar vinnu að láta hann kenna sjer og mönnum sínum hana um leið, svo þeir geti sjálfir bætt úr nauðsyn sinni síðar meir hvað þessu við víkur, ef þeir hafa löngun til, hverjum verkmanni mætti líka vera um það hugað að læra þenna starfa, því hjer eptir ætti sá ekki að teljast fullgildur vinnumaður, sem ekki kann að plægja, með fleiri jarðabótastörfum, því þannig er það alstaðar erlendis, sem vjer þekkjum, og fara vinnumenn þó sjaldan á skóla til að nema þá vinnu ; en Islendingar eru þó ekki það tornæmari en allar aðrar þjóðir, að þeir geti ekki lært svo einföld verk án langrar og kostnaðarsamrar kennslu. Vjer eigum þó margan góðan smiðinn, sem lítillar eða engrar tilsagnar hefir notið í smíðum, en það má heita merkilegt, ef vjer eigum engan þann snilling, sem getur lært að plægja á sama hátt; það er þá furða ef þeir verða allir leiknir í því, sem dvelja á búnaðarskóla í tvö ár og æfa sig þar í þv', ef til vill ekki nema. í 3—4 daga, hversu volaðir sem þeir eru áður. J>að er í stuttu máli sagt, að hver í meðallagi verklaginn maður getur lært að plægja á stuttum tíma, að hann er einfær með það (þarf ekki að tví- eða þrímenna plógnum) eptir að hafa sjeð rjetta aðferð að því og æft sig í að plægja nokkurum sinnum. Einnig er það áreiðanlegt að plóghestarnir þurfa ekki að vera neinir sjerlegir úlfaldagripir fremur en til annarar brúkunar, bara sje farið liðlega með þá (ekki larndir áfram með rótarkylfu eða því líku), ekki þarf heldur að ala þá betur en hesta sem brúkast eiga til ferða- laga, eða annarar vinnu eptir sem áður. Bændur þurfa því hreint ekki að fjölga hrossum eða auka eldi þeirra að mun, þó þeir sljetti blettkorn á hverju ári, og brúki þau til að draga plóginn. það er óskandi að búendur fari nú al- mennt að sýna iðni og atorhu við jarðabæt- ur, fari að nota sína eigin hesta til að ganga fyrir plógnum og herfinu, og kaupi sjer verk- færi þessi sjálfir (en vel getur hjálpast að þrír eða fjórir nágrannar eigi þau saman), og fari að reyna að lœra jarðabótastörfin, en leiti sjer ávalt upplýsinga bæði í búnaðar- ritum og hjá búfræðingum þeim er vjer höf- um, því þeir geta verið mjög þarfir landinu í því að leiðbeina mönnum í þessu efni. Bændurnir ættu að vera svo vel að sjer í jarðræktinni, að þeir þyrftu ekki búfræðing- anna við til annars en segja sjer hvað þeir þyrftu helzt að gjöra, og hverja aðferð þeir ættu að brúka, en sjálfir eiga þeir að kunna verkið, en þéim er ekki ætlandi sem engrar tilsagnar njóta, að vera svo vel að sjer, að þeir þurfi engra leiðbeininga; það er sitt hvað að kunna að vinna það sem maður þarf nauðsynlegast með, eða að vita ætíð hvers helzt þarf; margur getur t. d. stung- ið laglegan skurð en ekki vitað hvar eða hvernig hann skal leggja, og til þess er þá gott að njóta tilsagnar þess sem betur veit, heldur en gjöra það 1 blindni svo að verkið verði ef til vill að engum notum. A þenn- an hátt væru búfræðingar vorir rjett notað- ir og gætu komið landinu að miklu gagni, þeir geta sjálfir allt að einu búið búum sln- um og verið ráðsmenn hjá ríkum bændum og embættismönnum, eins og tíðkast víða erlendis, og gætu eigi að síður fengið nóg að starfa, þó þeir væru fleiri en þeir eru hjá oss, bara éf þeir reynast dugandi menn. G. Stjórnarbarátta Dana. I. J>að mál er vel rakið, stutt og gagnort, í kosningarávarpi í Morgunblaðinu í sumar. Oss Islendingum er bæði skylt og nytsam- legt að vera þessu máli gagnkunnugir. J>ví setjum vjer hjer meginatriðin úr áminnztri grein : »Landar góðir ! En hvað þjóðin er fljót að gleyma ! Vjer eigum ekki hjer við það, að einn flokkur meðal þjóðarinnar, t. d. hin- ir gömlu hægrimenn, missir trúna á mál- stað sinn og afneitar sínum fegurstu æsku- hugmyndum; en þjóðin sjálf, almenningur — hvað honum, landslýðnum, verður lítið ! fyrir að gleyma því, er rjettindum þjóðar- innar er traðkað eða hún er svipt gæðum og hlunnindum, ef hún finnur ekki til þessa missis eða móðgunar daglega, eins og hins sárasta mótlætis ! En sú þjóð sem gleym- ir því sem fram við hana hefir komið, hún á framtíð sína í veði.—Hvað á að segja um þjóð, sem hefir látið vjela frá sjer hvíió eptir annað kostulegan dýrgrip, frelsi sitt, og gengur þó ekki sjáandi að því, að hún drýg- ir glæp við sjálfa sig og niðja sína, ef hún lætur lengur draga sig á tálar. J>jóðin, sem þannig hagar sjer, það er hin danska þjóð, en sjer í lagi Hafnarlýðuriun. Hvað er það, sem vjer berjumst fyrir? því þarf að svara skýrt og greinilega. . . . J>að er höfuðatriðið, að þessi barátta, sem vjer nú berjumst, það er stjórnarbarátta, barátta fyrir því að varðveita það sem eptir er af frelsi voru, fjörbrot vor til að firrast það glötunardjúp, er vjer höfum þokazt nær og nær alla tíð síðan 1849; því að öll vor nfrels- istíð« hefir verið sífelldur frelsismissir, sífelld skerðing á grundvallarlögum vorum.—J>að er fljótt yfir sögu að fara og hana sorglega. Byltingarárið 1848 kom eins og skrugga úr heiðríkju yfir einvaldsmenn hjer í landi. J>eir höfðu ekki tíma til að búast til öflugrar varnar; frelsismóður hinnar yngri kynslóð- ar varpaði öllum efasemdum og tormerkj- um um koll, Friðrik sjöundi, sem þá var einnig ungur, var þjóð sinni samrýndur og samhuga, og með óumræðilegum fögnuði heyrði lýðurinn heityrðið um fullkomið frelsi í marzmánuði 1848. — En móðurinn rjenaði brátt ; hinar æðri stjettir fóru að verða smeykar um forrjettindi sín, stjórnin sjálf dró úr loforðum sínum, og stjórnarbótin, sem vjer fengum ð. júní 1849, var jafnvel miklu ófrjálslegri heldur en þjóðvinaflokkurinn hafði vonazt eptir og búizt við (ófrjálslegri t. d. heldur en stjórnarskrá Norðmanna, sem var þó fullum mannsaldri eldri); samt sem áður var hún ágæt undirstaða. En hvað lengi stóð hún, júni-stjómar- skráin, sem vjer minntumst fyrir skömmu með hátíðarhaldi; hvað lengi var hún í gildi? í sex ár fjekk Danmörk að njóta hennar. Óvinir stjórnarbótarinnar sváfu ekki, þeir höfðu nú fengið tfma til að átta sig; hún varð að sæta hinum þyngstu búsifjum af ófrelsismönnum hinnar fyrri tíðar, er nú risu upp aptur í algleymingi. Síðan kom- ust »þjóðernis- og frelsismenn« til valda, og stjórnarskrá vor var sherð í fyrsta sinn 1855 til þess að rýma fyrir »alríkis-stjórnarskipun« apturhaldsmanna; vjer ljetum af hendi nokkuð af sjálfsforræði voru til þess að halda í hertogadæmin. Hin næsta árás á stjórnarskrá vora var gerð undir eins að afloknum ófriðnum síð- asta, meðan þjóðin lá í sárum og nálega að- fram komin eptir hin miklu hrakföll. pá hafði hinn gamli hægrimannaflokkur brjóst á að seilast með saurugum höndum í hinn dýrmætasta kjörgrip alþýðu, og vckja nýja stjórnarbaráttu. Og hvers vegna? «Til þess að blíðka. lcnda vwnn (gózeigendur)*; þeir höfðu engin afskipti viljað hafa af stjórnar- máluin að uudanförnu; þeir þurftu endilega

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.