Ísafold - 06.08.1884, Blaðsíða 4
128
að vera með. Og það varð; þeir slógust í
förina, ekki svo sem jafnskipaðir samverka-
menn að almenuum framförum þjóðar vorr-
ar, heldur svo sem húsbændur, sem sjálf-
kjörnir frumrjettar-kjósendur til annarar
deildar ríkisþingsins, landþingsins, er áður
var kosið af allri þjóðinni, en nú varð auð-
mannaþing, kosið af auðmönnum.
þannig var stjórnarskrá Friðriks sjöunda
«endurskoðuð» 1866, og hafði þó að vitni
hægrimanna sjálfra aldrei verið misbrúkuð.
Og þetta eignar-rán frá hinni dönsku þjóð
heppnaðist, því þjóðin var sjúk og sljófguð;
hún var þá ékki orðin svo að sjer, að hún
vissi, að með því að nota frelsið öðlast mað-
ur rjettinn til að halda því, öðruvísi ekki.
En smámsaman röknuðum vjer úr dái, og
sáum trega þrungnir afleiðingarnar af því.
sem gerzt hafði.
því hvað var það, sem gerzt hafði ? Tak-
ið vel eptir:
Tæp ellefu hundruð hinir stærstu jarð-
eigendur, hjer um bil einn þrjúhundraðasti
partur af öllum kjósendum landsins,
voru nú orðnir hver um sig jafngildir heilli
sveit, höfðu fengið vald til að ráða kjöri
hjer um bil þriðjungs af landsþinginu og
gátu með samtökum við auðménn í borgun-
um boðið byrginn öllum landslýðnum, traðk-
að vilja nær 2 miljóna manna !—Og aðþeir
ekki láta herfang sitt laust í hendi, að þeim
sje meira í mun að neyta þessa rangláta
valds svo freklega sem föng eru á, það sjest
greinilega á því, að vjer höfum haft eintóm
lendramanna-ráðaneyti síðan 1866, að
stjórnlagabreytingin varð: Frijs-Frijsen-
borg, Holstein-Holsteinborg, Fonnesbech og
Estrúp—ljómandi frægðarnöfn í sögu Dan-
merkur !
Og með hverju hafa lendir menn hjer í
landi gert sig þess maklega, að ráða lögum
og lofum á þingi eptir hinni endurskoð-
uðu stjórnarskrá ? Hugsið yður um, borg-
arar í Kaupmannahöfn, þjer, er forfeður
yðrir ráku burt aðalinn fyrir sakir einveld-
isins fyrir 200 árum, og ógnuðu einveldinu
fyrir 36 árum með »heljartökum örvænting-
arinnar#, ef vjer fengjum eigi frjálsa stjórn-
arskipun ! Hugsið yður um, þjer verka-
menn, er vinnið baki brotnu fyrir daglegu
brauði, og þjer stúdentar, sem eruð svo há-
talaðið um »hina andlegu regin« . . . hverj-
ar eðlilegar og áskapaðar heimiidir hafa
þessir stóreignamenn til að drottna yfir oss?
Eru búgarðar þeirra heimkynni og hjálp-
ræði hinna fögru lista? Listamennirnir þegja
við þeirri spurningu. Eru lendir menn vor-
ir vanir að skara fram úr öðrum 1 fróðleik
og vísindum? Yísindamennirnir brosa.—
Eða hafa lendir menn reist sjer lofköst í
sögu vorra tíma með mikilsverðum fram-
kvæmdum almenningi til heilla og hagsæld-
ar eða með öðrum framaverkum ? Sagan
þegir. — En þá ganga þeir þó að minnsta
kosti sjálfsagt á undan öðrum, á undan hin-
um «lægri» stjettum, með góðu eptirdæmi
hvað siðgæði snertir og því um líkt ? Kirkju-
bækurnar hvísla......
I hálfan mannsaldur hafa nú hægri-
menn, með lendum mönnum í broddi fylk-
ingar, barizt fyrir uppskerunni eptir það
sem sáð var 1866; — en þeir eru ekki lítil-
þægir í því efni. f>eir vilja hripsa til sín,
herja út handa auðmannaþinginu, lands-
þinginu, rjett til að ráða lögum og lofum í
stjórn landsins, með því að skipa ávallt
ráðaneyti konungs sínum mönnum. En
þess má eigi auðið verða að lögum ; svo
mikið varð þó eigi landsdrottnum vorum
ágengt 1866; fólksþingið, það er: þing hinn-
ar dönsku þjóðar, hefir nú öðlazt óbilandi
stoð þar sem er hinn mikli, fjölmenni vinn-
andi lýður, og lætur ekki skjóta sjer skelk
í bringu, svo að augljós tilraun til að skerða
stjórnarskrána í þriðja sinn á löglegan
hátt væri óðs manns æði og ekki annað.
En — þégar rjettinn þrýtur, verður valda-
mönnum það fyrir að þrífa til valdsins, og
Estrúps-ráðaneyti hefir þegar framið stjórn-
arskrárbrot að ósekju einu sinni, 1877. pað
mun það varla ráðast í aptur: lögskýr-
inga-sjónhverfingarnar, sem lá við að mundu
umhverfa allri heiðarlegri rjettarmeðvitund
þjóðar vorrar, þær eru nú uppvísar orðnar og
hverjum manni bersýnilegar, og stjórnlaga-
rofsdraumórana og tillögur í þá átt, sem sí og æ
bólar á upp aptur og aptur, virðir nú varla
nokkur maður alvöru-svars. Hinir ramm-
trúuðu hægrimenn hópa sig nú í dauðans
angist, ekki umhverfis hásæti konungs—það
viljum vjer allir verja—heldur utan um ráð-
gjafastóla sína, og hóta oss smá-lögleysum,
smá-8tjórnarskrárbrotum með því að gefa út
stjórnartilskipanir í laga stað o. s. frv. Sjá-
um hvernig það fer !
En með öllu þessu háttalagi liggur allt í
lamasessi hjá oss, og þar sem bækiskógar
vorir laufgast og auka nýjum limum á limar
ofan á hverju vori, liggur frelsistrje voru
við visnun í hinni þrautmiklu, sífelldu
stjórnarbaráttu, sem lítill flokkur manna
heldur uppi í gegn oss öllum. Önnur þing-
stjórnarlönd binda enda á stjórnarskrár-heit
sín hvert á fætur öðru; — en engri, ekki
einni af heityrðagreinum stjórnarskrár vorr-
ar hefir orðið framgengt til þessa, ekki þeim
um skipun dómsvaldsins, um skipun kirkju-
mála, um jarðeignafrelsi o. s. frv.; meira að
segja: það er ekki búið að koma sjer niður á,
hvernig á að fara að reyna að verja vort
litla land gegn árásum annara þjóða. Oim-
ur lönd berjast áfpam eptir einsýnnr frain-
farabraut; vjer verðum að berjast eins og
líf liggi við til þess að oss reki ekki aptur
á bak, og sjerhver viðleitni til verulegrar og
stöðugrar einingar rekur sig á «stjórnarfars-
reglur Estrúps».
AUGLYSINGAR
samfeidu máli m. sraáletri kosla i a. (þakkaráv. 3a.) hvert orj 15 slala frekas
m. ö5ru letn effa setning 1 kr. fjrir jramlimj dátks-lengdar. Borgun út í hönd
Verzlun Símonar Johnsens selur eptir-
fylgjandi vin frá Kjcer & Sommerfeldt með
niðursettu verði, þannig:
Maraschino di Zs.xa.pr. \fl.
Zouder Doornen
--1«-
Anisette
—»«—
Fleur d’Orange
Créme de Traise
Créme de Kose
Parfait d’Amour
Coffy Likör
\fl
\fl
ifl
\fl
\fl
\fl
\fl
\fl
ifl
áður 3,00 nú 2,70
— 3,00—2,70
— 1,70 — 1,53
— 3,00—2,70
— 2,44 — 2,20
— 1,70 — 1,53
— 1,70—1,53
— 1,70—1,53
— 1,70—1,53
— 1,70—1,53
| Anker Ködvin med Træ =
20 pott. — 22,50 — 20,50
Enn fremur alls konar nConserves« og
oSyltetöú með 10°/° afslœtti upp og niður.
Hjá Sig. Kristjánssyni i ísafoldarprentsmiðju fæst:
Lækninyabókin eptir dr. J. Jónassen 3,00
Ensk Lestrarbók eptir J. Hjaltalín 3,50
Orðasafn íslenzkt og enskt 1,50
(50 aura kaupbcetir fæst, ef Lestrar-
bókin og Orðasafnið er keypt 1 einu).
Bænakver-og sálma
eptir
síra Ólaf Indriðason á Kolfreyjustað,
2. útgáfa, nýprentuð,
fæst á afgreiðslustofu Isafoldar innb. á 25 a.
Landamerkjalögin
(17. marz 1882), prentuð sjer i lagi, fástá
afgreiðslustofu Isafoldar og hjá bóksölum
víðsvegar um land, (send nú með strandferða-
skipinu) heft fyrir 12 aura, en 10 expl. í
einu fyrir 1 krónu.
TIL SÖLIJ á afgreiðslustofu ísafoldar:
Gröndals Dýrafræði.................2,25
Gröndals Steinafræði...............1,80
íslandssaga þorkels Bjarnasonar . . 1,00
Ljóðmæli Gríms Thomsens .... 1,00
Um sauöfjenað, eptir Guðm. Einarss. 0,90
Undirstöðuatriði búf.árræktarinnar.
eptir sama......................0,50
Erslevs landafræði, önnur útgáfa . . 1,25
Dönsk lesbók handa byrjöndum (S. H.) 1,00
Páls Melsteðs mannkynssögu-ágrip,
2. útg..........................2,50
Kitstjóri Björn Jónsson, cand. pliil.
t ; 'j •' Prrintsmiðja IsafoldaV.