Ísafold - 13.08.1884, Síða 1

Ísafold - 13.08.1884, Síða 1
íeruur öt á iuiðvikudagsmorjna. íerí árjanjsins (50 arka) 4 tr.; 5 kr. Borjisl [jrir miíjan júl ISAFOLD. Uppsöjn (skrifl.) bundin vi3 iramóU- gild nema komin sje til útj. Ijrir 1. okt. A'sreióslustola í Isaloláarprenlsm. 1. sal. XI 33. 129. Innlendar frjettir (ný ey við Reykjanes m. fl.) 130. fekking á lögum og rjetti. 132. Athugasemd um útgáfur „Lilju". Hitt og þetta. Anglýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán md„ mvd. og Id. kl. 2—3 Sparisjóður Rvikur opinn hvern mvd og ld. 4—5 Veðurathuganir i Reykjavík, qitir Dr. J. Jónassen Ágúst Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. á nóttu um hád. fm. em. fm. em. M. 6. + 7 + 13 29,6 29>7 O b 0 b F. 7. + 8 + 13 29,8 29.9 A h d 0 d F. 8. + 9 + ‘3 29,9 29,8 A h d 0 d L. 9. -t 9 + 14 3° 29>9 0 d 0 d S. ío. + 9 + 13 2 9.7 20,5 A h d A h d M. II. + 8 + 12 29.7 29,8 Sah d Sa h d í>. 12. + 9 + iú 29>9 29.9 A h b A h b Athgr. Alla umliðna viku hefir verið aust- anátt með mikilli úrkomu; vindur hefir optast verið hægur og opt logn á kveldin. í fyrra dag fór loptþyngdamælir að smá hækka og er nú kominn hátt og bendir á gott veður. í dag, 12., hægur á austan, bjart og fagurt veður. Tekjuskattur í Reykjavik 1884 nemur ept- ir skattaskráuni rúmum 3000 krónum. J>ar af er um 500 kr. eignartekjuskattur, hitt atvinnu- skattur. Af öllu landinu er tekjuskatturinn þ. á. gerður 13 000 kr., í fjárlögunum. Tala tekjuskattgreiðenda i Reykjavík er 114. J>að eru þeir sem hafa eða rjettara sagt höfðu árið 1882 eignartekjur ekki minni en 50 kr. (af annari oign en kaupstaðarhúsum) eða þá meira en 1000 kr. í atvinnutekjur. Skatturinn þ. á. er sem sje miðaður við tekjur skattgreiðenda árið 1882, þ. e. næsta ár á undan niðurjöfnuninni. Tekjur þessara 114 manna hafa þá áminnzt ár numið eptir áætlun skattanefndarinnar ná- lægt 420,000 kr. alls, þar af eignartekjur nálægt 14,000 kr. En frá eignartekjunum dregst ept- ir skattalögunum „umboðskostnaður og leigur af þinglesnum veðskuldum í jörðu“, og frá tekj- um af atvinnu „sá kostnaður, sem varið hefir verið til að reka hana“. J>essi frádráttur hefir numið í Rvík eptir áætlun skattanefndarinnar nálægt 160,000 kr., og kemur það mestá verzl- animar (um 135,000 kr.). í'rír Rvíkurbúar hafa haft 1000 kr. eða það- an af meira í eignartekjur: i’jetur Pjetursson biskup 1500 kr., frú Herdís Benidictsen 1200 kr., og frú Jóhanna Bjarnason 1000 kr. Að öðru leyti oru hjer taldir þeir sem hafa haft 4000 kr. eða þaðan af meira í hroinar árs- tekjur, að frádregnnm kostnaði, hvort heldur af eign eða atvinnu, og í aptari dálkinum tekju- skatturinn; allt í heilum krónum: Reykjavík, miðvikudaginn 13. ágústmán. Árs- Tekju- tekjur skattur Smith konsúll 9649 240 Pjetur Pjetursson biskup . . . 8084 179 W. Fichers verziun 8000 175 Krúger lyfsali 8000 175 P. C. Knudtzons verzlun. . . 8000 175 H. Th..A. Thomsen kaupmaður 7272 145 Jón Pjetursson háyfirdómari 6532 123 Bergur Thorberg landshöfðingi 6000 100 Geir Zoega kaupmaður . . . 5750 95 Sigurður Melsted lector . . . 5548 89 Bernhöft bakari 5000 70 Árni Thorsteinsson landfógeti . 4928 71 Jón forkelsson rektor. . . . 4712 64 Hallgr. Sveinsson dómkirkjupr. 4500 67 Magnús Stephensen yfirdömari 4450 66 * E. Th. Jónassen bæjarfógeti 4112 48 Brydes verzlun 4000 45 Eggers Gunnarssonar verzlun . 4000 45 Matth. Johannessen kaupm. 4000 45 Tekjur Fischers-verzlunar voru gerðar alls, að frádregnum kostnaði, 33000 kr., Smiths 25000, P. C. Knudtzons 24000, Thomsens 20000, Bryde 18000, Krúgers lyfsala 13000, Matth. Johannessens 12000. Einn af kaupmönnum, W. Fischer, kærði niðurjöfnunina fyrir yfirskattanefnd, og kom með skjöl og skilríki, er áttu að sýna, að hrein- ar tekjur hans af verzluninni hefðu verið þetta ár, 1882, alls — 1100 kr.. og ætti hann eptir því að greiða 1 kr. (eina krónu) í tekjuskatt, í stað 175 kr., er skattanefndin hafði gert hon- um, eptir 8000 króna hreinum tekjum. Yfir- skattanefndin, þeir herrar M. Stephensen, H. Kr. Friðriksson og L. E. Sveinbjömsson, hjelt þó að 1100 kr. væri í við lágt, tók rögg á sig og setti tekjurnar upp í 1619 kr. 34 aura — hvorki meira nje minna. — Skattur af því 6 kr., og þar við stendur, því yfirskattancfndin er hæstirjettur í þessu máli. f>etta sama ár, 1882, galt herra W. Fischer í tekjuskatt í Kaupmannahöfn 1500 kr., af 50,000 króna árstekjum. í þ. á. skattaskrá fvrir Khöfn eru árstekjur hans 40,000. Nú veit ekki al- menningur betur en að aðalatvinna hans sje einmitt verzlunin í Reykjavík. En hitt vita menn líka, að föðurland hans er Danmörk, en ísland ekki annað en útver, þó sama máli sje raunar að gegna um fleiri kaupmenn vora, án þess að það komi fram i skattgreiðslum þeirra. -Ný ey við Reykjanes. Vitavörðurinn á Reykjauesi, herra Jón Uunnlögsson skipstjóri, hefir skrifað ísafold 1. þ. m.: „Hinn 26. f. m. (júlí) gelck jeg hjer upp á svo kallað Bæjarfell með kíkir og var að skoða sjóinn, mjer til skemmtunar, og sýndist mjer jeg sjá skip norðvestur af Eldey (Melsækken), en sýndist það furðu stórt; dró jeg sundur kík- ir minn, og sá fljótt, að þetta er eyja, stærri en Kldey, á að gizka hjer um bil 3 inílur norð- vestur af Eldey. Hetíjeg skoðað haua á liverj- 18 84. | um degi og er hún allt af með sömu ummerkj- | um og þegar jeg sá hana fyrst. Jetta hafa j einnig sjeð kunnugir menn í Höfnum hjá mjer j í kíkir“. J>að hefir borið opt við áður, að landi liefir skotið upp fyrir Roykjanesi, í eldgosum, sem I liafa verið þar alltíð. forvaldur Thóroddsen ! nefnir (i þ. á. Andvara bls. 41—2) 11 eldgos fyrir Reykjanesi; þar af 5 á 13. öld, og 2 á þessari öld: 13. marz 1830 og 30. maí 1879. í eldgosinu 1422 kom þar upp ey. og sást um nokkurn tima, en hvarf siðan. Greinilegastar sögur eru af Nýey, sem kom upp vorið 1783, nokkru áður en eldgosin miklu byrjuðu við Skaptárgljúfur. j>ar segir Espólin svo frá: „Kom upp nær miðjum mánuðinum (júní) eldr fyrir sunnan Geirfuglasker, ok skaut upp landi, ok ætluðu Danir at setja varða á, ok hugðu sér til nytja, en þat rauk fyrst ok sökk skjótt aptr“. „Eyjar, sem koma upp við gos á mararbotni, eru“, segir |>orv. Thoroddsen, „optast eigi ann- að en gjall og hraunhrúgur, sem hafa tyldrast svo hátt upp, að þær ná upp úr sjónum, en af þvi að þær eru svo lausar í sjer. er brimið fljótt að brjóta þær og jafna yfir“. f>að er líklegt að gerð hafi verið eða verði tilraun til að skoða þessa nýju ey áður en hún hverfur aptur. Sálmabókarnefndin, er skij>uð var af bisk- upi 1878 til að endurbæta messusöngsbók lands- ins, hefir nú lokið við verk sitt að mestu leyti á fundi hjer í Rvík um síðustu mánaðamót. J>að var hinn fjórði fundur, sem nefndin hjelt. Nefndarmenn eru þeir sira Helgi Hálfdánarson prestaskólakennari (formaður), síra Matthías Jochumson, síra Páll Jónsson í Viðvik, síra Stefán Thorarensen á Kálfatjörn, adjunkt Stein- grímur Thorsteinsson og síra Valdimar Briem í Stóra-Núpi. Hinn 7. nefndarmaður var síra Björn sál. Halldórsson í Laufási. Síra Valdi- mar Briem gat ekki tekið þátt í þcssu síðasta fundarlialdi: hann veiktist nýkominn hingað á fundinn og cr nú að eins nýbatnað aptur. f>að mun standa til, að hin nýja sálmabók verði prertuð á næsta ári. Kólerufregn. Sá kvittur var borinn hjcr um bæinn í fyrra dag, eptir kaupskipi, sem kom frá Englandi þá eptir skamma ferð, að kólera væri komin þangað, til Liverpool. En eptir því sem næst verður komizt, er hjcr ckki annar fótur fyrir en það sem frjetzt hafði löngu áður: að skip hafði liafnað sig í Liverpool með kólcruveikum manni innan borðs, sem víða kann við að bera, en var haldið í sóttvamar- banni á hiifninni til þess er öll hætta var af- staðin og eugin veiki borizt á laud.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.