Ísafold - 13.08.1884, Side 2

Ísafold - 13.08.1884, Side 2
130 þekking á lögum og rjetti. fað eru vissulega fá lönd, þar sem jafnmikið skiptir i tvö horn um þekking á lögum og rjetti sem á íslandi, og þar sem landsmenn hafa beðið jafn mikið tjón af þvi að þekkja eigi lög og rjett sem á íslandi. Á meðan ísland var sjálfu sjer ráðandi og á íslandi var frjálst þjóð- veldi, lögðu menn stund á lands lög og rjett öðru fremur. Hinn eini em- bættismaður á landinu, auk hjeraðshöfð ingjanna, goðanna, var lögsögumaður- inn, sem átti að segja lögin upp á al- þingi og segja þeim, hvernig lögin væru, er að spurðu. Bændur riðu vel flestir til þings og hlýddu á uppsögn laganna ásamt öðru, er fram fór á þingi. Eptir alþing voru haldin leiðarþing í hjeruð- um, þar sem sagt var frá nýjum lög- um; og bændur jafnvel, t. a. m. eins og Njáll, kenndu öðrum lög. Sögurnar bera þess og ljósan vott, hversu mönn- um hefur þótt kunnátta i lögum mikils varðandi og er auðsjeð, að þá hefur laganámið ekki þótt þurrt eða leiðin- legt. En þetta breyttist þvi miður. Yfir- stjórn landsins fór að láta sig litlu skipta, hversu landsmenn þekktu lögin, og sjest Ijóst af einu dæmi, hvernig tiðarandinn og hugsunarhátturinn varð síðar meir. Eptir að einveldið komst á í Danmörku, 1660, voru þar lögleidd ný stjórnarskipunarlög, konungalögin, er fengu lagagildi 14. nóv. 1665; en þessum mjög mikilsverðu lögum var i fyrstu haldið algjörlega leyndum, og fjekk almenningur ekkert um þau að vita í 44 ár; þau voru auglýst í fyrsta sinn 4. sept. 1709. þ>annig var skoð- unin á lagaþekkingunni á þeim timum. Fáfræðin í lögunum varð jafnmikil bæði hjá æðri og lægri. Menn rugl- uðu saman dönskum og íslenzkum lög- um, og varð sá ruglingur svo mikil), að menn vita eigi enn í dag um ýms lagaboð, hvort þau eru í gildi á íslandi eða eigi. Hvílíkar deilur urðu eigi t. a. m. á siðasta alþingi um það, hvort einkaleyfisskrá þjóðbankans í Kaup- mannahöfn 4. júlí 1818 hefði lagagildi á íslandi eða eigi? Dómararnir fóru að dæma eptir dönskum lögum alveg ranglega, og þetta hefur jafnvel brunn- ið við fram á siðustu tima, og mun enn finnast dæmi til slíks, ef vandlega er leitað. Hver, sem þekkir sögu landsins, veit og, hvílíkar deilur og málaferli þetta hafði í för með sjer, og hvílíkt tjón og eignamissi margur hefur beðið af þessu. fetta er eigi ný umkvörtun. Hinn ágæti lögfræðingur, Páll Vídalín, kvartaði mjög um þetta á sínum dög- um, og þótti „grátlegt til að sjá, hversu margur af þessu liðið hefur margfald- an hrakning11 (Fornyrði lögbókar bls. 400). En hann gat eigi við þetta ráð- ið, og fór fáfræðin i islenzkum lögum öllu fremur vaxandi eptir hans daga. Litlu fyrir miðja 18. öld var farið að heimta af íslendingum, að þeir skyldu taka próf í lögum, en þessi lög er þeir áttu að kunna voru eigi hin íslenzku, heldur eingöngu dönsk lög. Og þessi ákvæði gilda enn þann dag i dag. þ>að er auðvitað að menn fá tölu- verða menntun á því að nema dönsk lög, og laganámið við háskólann i Kaupmannahöfn er mikilsvert að ýmsu leyti; því að dönsk lög hafa mörg verið lögleidd á íslandi alveg ó- breytt og sum með lítilvægum breyt- ingum, en hins vegar eru ýms lög á íslandi, sem eru næsta ólík. Síðan alþingi fjekk löggjafarvald aptur, hafa slík lög farið fjölgandi, og er eigi óliklegt að þau verði fleiri og fleiri eptir því sem fram líða stundir. En hvað hefur námið á dönsku lögun- um að þýða þar? Hjer verðum vjer nú að átta oss á, hvernig ástatt er. Lögfræðisbækur vantar nálega með öllu. þ>að er að vísu til á islenzku nokkrar bækur lög- fræðilegs efnis, t. a. m. Skýringar Páls Vidalins yfir fornyrði lögbókar, Tyro júris eður Barn í lögum eptir Svein Sölvason, rit Magnúsar konferenzráðs Stephensen o. fl.; en bæði eru þessar bækur litlar og nú orðnar svo gamlar og úreltar, að verulegan fróðleik er varla af þeim að hafa. Hin einu is- lenzk rit, sem nú er hægt að fá laga- fróðleik úr, eru Stjórnartíðindin, Al- DÍngistíðindin og Lagasafn fyrir ísland, en það er meira en erfitt, að geta fræðzt af þeim til fullnustu. Til þess Darf nákvæmar rannsóknir og til þess Durfa menn að bera sig saman, og einn að lagfæra, þar sem annar fer villt. íslenzkir lögfræðingar nema dönsk lög i mörg ár við háskólann í Kaup- mannahöfn; við embættaveitingar er eingöngu farið eptir, hvern vitnisburð þeir hafa í þeim, ert hvernig þeir eru að sjer í íslenzkum lögum er eigi verið að spyrja um. þegar menn nú virða fyrir sjer bæði þetta og svo hitt, hverj- ir erfiðleikar eru á því að verða fróðir í islenzkum lögum, er þá undarlegt, þó að margur lögfræðingur sje van- kunnandi í íslenzkum lögum. Hví þarf hann að vera að leggja á sig og læra, úr því að hann hetur tekið prófið við háskólann i Höfn? Hann fær sitt em- bætti eptir sem áður. Hann sjer að við hitt má hjálpast, og að þekkingin á íslenzku lögunum er eigi öldungis nauð- synleg. Hann segir ef til vill: Svona gengur þetta hjá öðrum lögfræðingum og hví getur það þá eigi draslað svona enn þá. Og almenningur segir: f>að hefur mátt una við laganámið danska hingað til, og hví má þá eigi una við það nú og framvegis? J>etta er hugs- unin. En nú liggur nærri að spyija: „Hefur mátt una við lagakunnáttuna, eins og hún hefur verið?“ Sumum þykir þetta svo, en þeim fer líkt eins og bændunum, sem standa i móti jarða- bótunum; þeir þekkja ekki betra á- stand og halda því að óþarfi sje að breyta til. Menn hafa auðvitað unað þessu; en nú eru aðrir tímar, og aðrar kröfur tímans. J>að er eigi unandi við ástandið og mun þetta meira og meir verða tilfinnanlegt. |>að sem einna bezt sannar, að ástandið er eigi viðun- anlegt, eru málaferlin á íslandi, þvi að þar sjest bezt fákænskan, og þar verður að segja, að „það er grátlegt til að sjá, hversu margur af þessu hefur liðið margfaldan hrakning", tjón og eignamissi. Hvílikur skaði er það eigi, er t. a. m. mál ónýtast fyrir handvömm dómara ? Enn fremur má nefna eitt atriði, sem sýnir vel, hversu litil kunnátta er á lögfræðinni á íslandi. J>að er því nær enginn sem ritar lögfrœðisbcckur. Áhugi almennings sást og vel, þegar Jón Pjetursson háyfirdómari hjelt úti Tímariti sínu; þá voru svo fáir kaup- endur að þvi, að ritið varð eigi til ann- ars en eintóms kostnaðar fyrir útgef- anda. Hjer skal nú eigi fara frekara út i þetta, því að flestir betri menn bæði finna hversu oss er ábótavant og hafa sýnt hug á því að bæta úr þessu á- standi. Aptur eru menn nokkuð ósam- jykkir um, hvernig farið skuli að. Sumir vilja fá lögfræðisbækur; en aðrir vilja fá bæði lagaskóla og lögfræðis- bækur, og sýnist það eðlilegast, því að lagaskólinn ætti að verða hið helzta

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.