Ísafold - 13.08.1884, Síða 3
131
og’ mesta ráð til þess að fá lögfræðis-
bækur, og auk þess sem þar verða
beinlínis kennd íslenzk lög, og sjeð um
að lögfræðingar fái kunnáttu í þeim.
fað hefur verið að nokkru minnzt
á kunnáttu lögfræðinga í lögum og
rjetti; en ef minnst er á almenning,
þá er fáfræði hans engu siður skaðleg.
Lögfræðingarnir eiga mjög erfitt með
að verða fróðir í fslenzkum lögum ; en
almenningi er enn erfiðara að fá þekk-
ingu á þeim, afþvf að bækurnar vanta.
Lagasafnið fyrir ísland geta menn með
engu móti ætlazt til að almenningur
kaupi, enn fremur er þar margt á út-
lendu máli, og má þvf segja að alveg
sje loku skotið fyrir, að almenningur
fái fróðleik í lögunum. En nú með
því að rjettindi og skyldur manna fara
eptir lögunum, þá er auðsætt, að al-
menningi er árfðandi að fá einhverja
þekkingu á þeiin. Daglega koma ein-
hver atvik, þar sem er gott og stund-
um enda nauðsynlegt, að sjá, hvernig
fyrirmælin eru í þeim.
Ef menn vilja gjöra skipun um
það, er þeir láta eptir sig, þarf að
gjöra erfðaskrá. En við hana er ýmis-
legs að gæta, og ef eigi er farið rjett
að, eins og lögin mæla fyrir, þá má
ónýta hana. Erfingjarnir fara að deila
um hana, málaferlin byrja, báðir máls-
aðilar eyða tfma og fje, og stundum
gjörir arfurinn Htið betur en hrökkva
fyrir málskostnaði. Sama er að segja
um, þá er menn gá eigi vel að þvf að
að hafa erfðaskrána ljósa og skýra,
sem opt getur komið af þvf, að menn
hafa enga fyrirmynd að fara eptir.
J>á er menn gjöra samninga við
aðra, er einnig opt nauðsynlegt að
þekkja lögin, og mundu menn, ef þeir
væru fróðari, bæði gjöra þá betur úr
garði, en sjerstaklega eiga hægra með
að leita rjettar sfns, ef svo fer að við-
skiptamaðurinn vill eigi halda samning-
inn með góðu. Og er óhætt að full-
yrða, að ýmsir menn vegna þess hversu
samningurinn er illa úr garði gerður
treysta sjer eigi til að leita rjettar sfns,
og þó að þeir gjöri það, þá verður
málsaðili að verja ærnu fje til þess að
fá það, sem honum ber, sakir þess
hversu samningurinn er ófullkominn.
Skuld^skipti á íslandi standa auð-
vitað á lágu stigi; menn eiga vanalega
mest undir ráðvendni þess manns, sem
samið er við, en treysta minna á vernd
laganna; og ef svo illa vill til, að þessi
maður reynist ver, en búizt var við,
þá telur maður opt fje sitt sem tapað.
fetta er nú sem stendur mjög illt. En
verra verður það þegar peningar fara
að komast meir f veltu og skuldaskipti
að verða meiri og tíðari, og þegar
vfxlar fara að ganga kaupum og söl-
um o. s. frv., þá getur fáfræðin farið
að verða meir en tilfinnanleg. í út-
löndum hafa atvik komið fyrir, þar
sem menn hafa f hugsunarleysi ritað á
víxil og komizt á vonarvöl fyrir bragð-
ið, og mundi vfst annað eins geta bor-
ið við á íslandi.
En það er eigi einungis eigna-
missir og fjártjón, sem kann að hljót-
ast af fáfræði í lögum og rjetti, heldur
og jafnvel refsingar, bæði fjársektir og
fangelsi. í hegningarlögunum er það
beinlínis tekið fram, að það leysi
mann eigi undan hegningu, þó hann
þekki eigi hegningarlögin; þetta kann
að vera strangt, einkanlega á Islandi,
þar sem menn eiga jafn erfitt með að
afla sjer þekkingarinnar, en það er
samt nauðsynlegt. Hjer getur fáfræðin
þvf komið manni á kaldan klaka, og
er nærri furða, að slíkt skuli eigi koma
optar fyrir. f>að er t. a. m. stundum
leyfilegt, að taka sjer sjálfur rjett, án
þess að leita til dómstólanna, en stund-
um er það óleyfilegt. Ef menn nú
taka sjer rjett sjálfir, þar, sem það er
óleyfilegt, þá er mönnum hegnt, þó að
þeir hafi ætlað, að þetta væri öldungis
rjett. En hverjir vita ljóst takmörkin
milli hins leyfilega og hins óleyfilega?
Og hvar geta menn fengið fræðslu í
þeim efnum?
f>að er auðvitað, að eigi má ætl-
ast til af almenningi, að hann viti og
þekki lögin út í æsar; þess má einung-
is búast við af þeim, sem annaðhvort
læra þau í lagaskólum, eða einstökum
mönnum, sem hafa gáfur og kapp til
þess að stunda þau á eigin spýtur.
Hins má aptur á móti óska og vona
að lögfræðisbækur verði ritaðar handa
almenningi, og að almenningur þá færi
sjer þessar bækur í nyt. f>etta er auð-
vitað hægra að tala en gjöra; en orðin
liggja til alls fyrst, og það er ómissandi
að vekja eptirtekt almennings á því,
hversu lagaþekkingin er náuðsynleg.
f>á fyrst, þegar sú skoðun er farin að
komast inn hjá mönnum, þá fyrst vakn-
ar löngunin til þess að fræðast, og þá
fyrst er það, að jafn-þarfleg fyrirtæki
sem Tímarit Jóns Pjeturssonar stranda
eigi fyrir áhugaleysi almennings.
|>að mun þykja nýstárleg og
dirfskufull tillaga, að ætlast til að veitt
sje tilsögn í lögum í latínuskólanum og
í alþýðuskólum. En ef menn hugsa
málið, þá er þó fátt eðlilegra. f>að er
auðvitað eigi bætandi við tölu fræði-
greinanna í skólunum, því að þær
mega eigi vera fleiri en þær eru eða
umfangsmeiri. Ef farið væri að bæta
við þær, yrði lærdómurinn eigi annað
en kák, þar sem lærisveinarnir vissu
að eins eitthvað hrafl af því, sem þeir
ættu að nema, en ekki að neinu gagni,
en það er einmitt aðalatriðið við allan
lærdóm, að geta haft gagn af honum í
lífinu. Hins vegar sýnist svo sem ýms-
ar námsgreinar mættu vel lúta 1 lægra
haldi fyrir lögunum. f>að stoðar eigi
að berja þvi við, að hinar námsgrein-
arnar sjeu allar góðar og gagnlegar, þvi
aðhverjarfræðigreinar eru eigigóðar og
gagnlegar? Sanskrít og rússneska er i
mörgu góðar og gagnlegar. En engum
dettur þó i hug að heimta þær kenndar,
af því að það er almennt viðurkennt,
að þær sje eigi svo gagnlegar fyrir
oss, að annað skuli eigi sitja i fyrir-
rúmi. J>að er þetta, sem er aðalatriðið,
og það sýnist eigi geta verið áhorfs-
mál að dálítil tilsögn i hinum almenn-
ustu setningum lögfræðinnar sje nauð-
synlegri, en margt annað, sem kennt
er, svo framarlega sem menn játa, að
lærdómurinn eigi að vera fyrir lifið.
1 skólunum er lært mikið í málfræði,
mikið i guðfræði, nokkuð, þó lítið sje, i
læknisfræði, en ekki hin minnsta ögn í
lögum; og sjá menn að þetta muni
eigi vera heppilegt. J>að má reyndar
eigi fara fram á mikið, en ef kennd
væri í latínuskólanum lögfræðisbók á
borð við Lisco, ekki fyrirferðarmeiri,
þá væri mikið fengið, og með því væri
stigið eigi lítið stig til þess að auka
þekkingu á lögum á íslandi.
f>að er rjett i þessu máli sem
mörgum öðrum, að betra er að byrgja
brunninn áður en barnið er dottið ofan
í. J>að er undir því komið að menn
verði svo fróðir í lögunum, að þeir
geti fyrir fram búið svo nm hnútana
að auðveldara verði að fá rjetti sínum
framgengt, og þeir, sem rjettinn hafa,
missi hann eigi fyrir tóma fáfræði.
Allir þeir, sem geta, ættu af fremsta
megni að reyna til þess að efla þekk-
ing á lögum og rjetti á Islandi; hún
er eitt af aðalskilyrðunum fyrir framför-
um og velfarnan landsins, og „með lög-
um skal land byggja, en eigi með ó-
lögum eyða“. P.