Ísafold - 13.08.1884, Qupperneq 4
132
Athugasemd um útgáfur „Lilju“.
(Leiðrjetting).
Jeg hefi við nánari athugan orðið þess var,
að þar sem gefið er í skyn í grein minni um
þetta efni í síðasta »þjóðólfi«, að ummælun-
um í Eithöfundatalinu um útgáfur »Lilju«
hafi verið breytt frá því sem í handriti
mínu stóð, án míns vilja og vitundar, þá er
þetta ekki rjett. Jeg hafði af vangá litið í
annað handrit hjá mjer af þessum kafla rits-
ins heldur en það sem prentað var eptir.
Handritið, sem jeg ljet prentaeptir, það var
alveg samhljóða því, sem prentað stendur í
Eithöfundatalinu á áminnztum stað, þ. e.
orðið »rjett« vantaði inn í og eins stóð þar
»slðustu« fyrir »fyrstu«.
Mjer þykir illa farið, að jeg hefi haft sak-
lausa fyrir rangri sök í þessu efni, og bið
þá afsaka vangá mína.
Eeykjavík 9. ágúst 1884.
Jón Borgfirðingur.
HITT OG JjETTA.
Til langlífis sjer gerði ameríkskur auðmað-
ur, William King, sem nýlega er dauður, það
ráð fyrir nokkrum árum, að hann hjet lækni
sínum 1000 dollörum, ef hann hjeldi i sjer líf-
inu eitt ár, og lifði hann lengur, skyldi gjaldið
tvöfaldast fyrir hvert ár, |t. e. 2000 annað árið,
4000 hið þriðja, 8000 hið fjórða o. s. frv. þeg-
ar King dó, fjekk læknirinn 75,000 dollara eða
hjer um bil 270,000 kr.; King hafði lifað á 11.
ár eptir að hann gerði lækninum áheitið. Hefði
hann lifað 12 ár, hefði þóknunin orðið meira en
2 miljónir dollara, á 5. miljón, hefði hann lifað
13 o. s. frv., og er óvíst hvað lengi auður Kings
hefði enzt með þvi móti.
það er svipað þessu, sem sagt er frá Kín-
verjum: að þeir gjaldi lækni sínum fyrir þann
tíma, sem þeir eru frískir, en ekkert fyrir þann
tíma, sem þeir eru veikir. þykir það vel gefast,
sem skiljanlegt er.
Lífeyrir Viktoríu Bretadrotningar er 7
miljónir króna á ári. J>ar að auki hefir hún
hjer um hyl 1 milj. kr. i tekjur af óðalsejgn
sinni, hertogadæminu Lancaster. Elzti sonur
hennar, Albert konungsefni, prinz af Wales,
hefir í árstekjur hjer um bil 1,620,000 kr.; kona
hans, Alexandra Kristjánsdóttir Danakonungs,
180,000 kr.; yngri synir Viktoríu drottningar,
hertogarnir af Edinburgh og Connaught, 450,000
kr. hvor; fjórði sonurinn, Leópold hertogi af
Albany, sem andaðist í vor, hafði 370,000 kr.
um árið; móðurbróðir drottningar, hertoginn af
Cambridge, 216,000 kr. auk hershöfðingjal. sinna
— hann er yfirhershöfðingi alls hins enska her-
liðs. Ýmsir aðrir ættingjar og venzlamenn
drottningar hafa stórfje í lífeyri úr ríkissjóði.
Er svo sagt, að að öllu samtöldu muni kon-
ungsfólkið enska kosta landið um 36 miljónir
kr. á ári.
Kristján konungur níundi hefir 1 milj. kr. í
lífeyri; hitt konungsfólkið samtals tæpa '/»milj.
Synt yfir Eyrarsund. Sænskur maður,
Akei að nafni, vann það þrekvirki á Jónsmessu-
dag í sumar, að hann synti yfir Eyrarsund, þar
sem það er mjóst, milli Helsingjaeyrar og Hels-
ingjaborgar. J>að er sögð hálf vika sjávar. það
var talsverð gola og því nokkur öldugangur.
Sundmaður lagði af stað frá Helsingjaeyri kl.
3.40 e. m. Hann var í rauðum sundfötum.
Fjöldi manna hafði þyrpzt saman að horfa á,
þegar hann lagði af stað, og eins var fullt af
bátum með áhorfendum á sundinu. Kl. 6.50
náði hann landi í Svíþjóð, við Helsingjaborg,
Hann fór mest á baksundi, og fjekk sjer hress-
ingu á leiðinni tvisvar, portvín og konjak bland-
að saman. Múgur og margmenni tók á móti
honum, þar sem hann kom á land, og fagnaði
honum með lófaklappi.
AUGLÝSINGAR
i samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a.) hvert orð 15 slata frekast
m. oðru leiri eía setning 1 kr. íjrá þumlung dálks-lengdar. Borgun ál i hönd.
Hér með er öllum, að undanteknum lóðs-
ínum, bannað að fiara út í skip, er hingað
koma firá útlöndum, áðr en lögreglustjórinn
hefir fiengið vissu fiyrir, að engin sóttncem
veiki sé á skípinu.
Hver sem brýtur þetta bann, verðr sektaðr.
Bœjarfiógetinn í Beykjavík hinn 9. ágúst 1884.
E. Tk. Jónassen.
þeir, sem þurfa að láta taka her vatn
handa hrossum eða öðrum skepnum, er útflutt
eru hjeðan, eða fylla t’omar tunnur, sem á að
senda út, með vatni, eiga að taka það úr
pósti þeim, sem er á Lækjartorgi, en mega
ekki taka það úr hinum póstum bcejarins,þar
eð þeir naumlega á sumrin hafa í sjer ncegi-
legt vatn handa bcejarbúum og skipum, er
hjer þurfa að fá neyzluvatn.
Bœjarfógetinn i Bvik h. 6. ágústmán. 1884.
E. Th. Jónassen.
Alþýðu- og gagnfræðaskólinn
í Flensborg.
peir, sem cetla sjer að koma piltum á alþýðu-
og gagnfræðaskólann í Flensborg við Hafnar-
fijörð á komandi vetri, eru beðnir að scekja um
skóla handa peim til undirskrifaðs eða skóla-
nefindarinnar í seinasta lagi fyrir 20. sept.
næstkom.
Flensborg við Hafinarfjörð 11. ág. 1884.
Jón J»órarinsson.
Verzhm Símonar Johnsens selur eptir-
fylgjandi vin firá Kjœr & Sommerfieldt með
niðursettu verði, þannig :
Maraschino di Zaraýtr. \fii. áður 3,00 nú 2,70
Zouder Doornen - \fi. — 3,00 — 2,70
»« - ifl- — 1,70 — 1,53
Anisette - \fil. — 3,00 — 2,70
»« - ifl- — 2,44 — 2,20
Fleur d’Orange ■ ifl- — 1,70 — 1,53
Créme de Traise - ifl. — 1,70 — 1,53
Créme de Bose - ifl- — 1,70 — 1,53
Parfait d’Amour - ifl. — 1,70 — 1,53
Coffy Likör ■ ifl- — 1,70 — 1,53
\ Anker Eödvin med Træ=
20pott. —22,50 — 20,50
Enn fremur alls konar nConservest og
»Syltetöi« með 10j° afslœtti upp og niður.
Det kongelige octroierede Brandassu-
rance Compagni i Kaupmannahöfn tek-
ur ábyrgð á vörum og innbúi (Meubler)
alstaðar á íslandi, og svo húsum nema
í Reykjavíkvið J. P. T. Brydes-verzl-
un í Iteykjavík.
Eortepiano. gallalaust, nokkað brúkuð, er til
sölu hjá manni hjer í Rvík, sem ritstjóri vísar á.
Síðan síðasta auglýsing eru til minnisvarða yfir
Hallgrím Pjetursson ínnkomnar:
frá Kirkjubóls- og Unaðdalssóknum . kr. 50,00
(von á meiru síðar).
— Ási i Fellum.................... — 32,30
— Dvergasteini.................... — 30,00
— Grímsey.........................— 10.00
Alls kr. 122,30
Bessastöðum, 30. júlí 1884.
Grímur Thomsen.
Næstliðið vor var hirt upp hjá Kolviðarhól grá-
skjótt hryssa, altamin, með mark: sneitt fr. vinstra;
má eigandi vitja hennar hingað. Keldum í Mos-
fellssveit 8. ágúst 1884. Guðni Guðnason.
Seint í júni týndist peningabudda á veginum frá
Leirá í Borgarfirði inn á miðja Skarðsheiði. í
henni voru peningar og signet með „E. Torfason“
á. Finnandinn er vinsamlega beðinn að skila henni
til undirskrifaðs móti borgun.
Hæli í Flókadal 28. júlí 1884.
Eiríkur Torfason.
TIL SÖLIJ á afgreiðslustofu ísafoldar:
Gröndals Dýrafræði......................2,25
Gröndals Steinafræði....................1,80
íslandssaga f>orkels Bjarnasonar . . 1,00
Ljóðmæli Gríms Thomsens .... 1,00
Um sauðfjenað, eptir Guðm. Einarss. 0,90
Undirstöðuatriði búfjárræktarinnar,
eptir sama . •......................0,50
Erslevs landafræði, önnur útgáfa . . 1,25
Dönsk lesbók handa byrjöndum (S. H.) 1,00
Páls Melsteðs mannkynssögu-ágrip,
2. útg..............................2,50
Nærsveitamenn eru beðnir að vitja
ísaföldar á afgreiðslustofu hennar, sem er
í ísafoldarprentsmiðju, við bakarastiginn,
1. sal.
Hitstjóri Björn Jónsson, cand. phil.
Frentsmiðja lsafoldar.