Ísafold


Ísafold - 26.11.1884, Qupperneq 2

Ísafold - 26.11.1884, Qupperneq 2
186 hingað í leið (13. maí), og sömuleiðis Eeykj- arfjörður hjeðan í sömu ferð (6. júní). Póstskipin leggja af stað frá Khöfn hingað 15. janúar, 1. marz, 18. apríl, 5. maí, 28. maí, 13. júní, 1. júlí, 18. júli, 1. ágúst, 29. ágúst, 27. sept. og 8. nóvbr. Póstskipin leggja af stað hjeðan frá Evík til Hafnar 3. febrúar, 22. marz, 6. maí, 1. júní, 1. júlí, 29. júní, 31. júlí, 5. ágúst, 29. ágúst, 24. septbr., 18. okt. og 29. nóvbr. Ferðaáætlun lanilpóstaiina 1885. Fyrstu ferðina fer vestanpóstur frá Bvík 8. jan., norðanp. 9. og austanp. 10. jan. Aðra ferð fara þeir 4., 5. og 6. febrúar. f>riðju ferð 2., 3. og 4. marz. Fjórðu ferð 24., 25. og 26. marz. En 9. janúar leggja póstar af stað til Bvíkur frá Isafirði og Akureyri. Doktorsnafnbót. Hr. kand. í mál- fræði Finnur Jónsson (Borgfirðings) hefir hlotið doktorsnafnbót við Khafnar-háskóla fyrir bók, er hann hefir ritað á dönsku um nokkur hin elztu norsku og íslensku forn- kvæði (Kritiske Studier over en Del af de ældsta norske og islandske Skjaldekvad). Dispútazíu-athöfnin fórfram 6. þ. m. And- mælendur úr flokki háskólakennaranna voru þeir Konráð Gíslason og L. Wimmer, er báðir luku mildu lofsorði á ritgjörðina. Hr. f orvaldur Tliorodilsen er orð- inn brjeflegur heiðursfjelagi (correspender- énde Medlem) í Landfræðingafjelaginu danska, »í viðurkenningar skyni fyrir yðar miklu verðleika að því er kemur til vísinda- legra rannsókna á Islandi«, stendur í kjör- brjefinu, sem er undirskrifað af Friðrik konungsefni sem forseta fjelagsins ásamt öðrum stjórnendum þess (Trap geheime- konferenzráði, Wrisberg aðmirál o. fl.). Að eins þrír aðrir hafa hlotið þessa heiðurs- nafnbót af fjelaginu.—það stóð til, að hr. þorvaldur hjeldi fyrirlestur á fjelaginu 4. desbr. um rannsóknir sínar hjer á laudi. Yerzlunarfrjettir t'rá Khiitn. Verð- lagsskýrsla, dags. 8. nóv. UU sem fyr í litlu géngi, enn þá verðlægri en sagt er frá í síðustu skýrslu. Hjer nú sfðast borgað fyrir hvíta vorull sunnlenzka 56J e.—keypt í Beykjavík á 60 a. og 5 a. að auki í ferða- kostnað!—; vestfirzk vorull 56 til 56J eyrir; norðlenzk nr. 2 seld á 57 til 57J e., en nr 1 haldið í 60 til 61 e. Mislit ull seld á 49 aura ; haustull 52 til 50. Saltfiskur. íslenzkur saltfiskur geng- ur nú lakar út á Spáni aptur, síðan farið var að leyfa aptur innflutning á saltfiski frá Frakklandi án sóttnæmishreinsunar (des- infection), er beitt var í sumar við alla hluti, sem þaðan komu, dautt og lifandi, vegna kólerunnar. Fyrirhugaðir fiskiflutn- ingar hjeðan (þ. e. frá Khöfn) til Spánar hafa því sezt aptur. Hjer í Khöfn hefir síðast verið gefið fyrir bezta sunnlenzkan fisk stóran 50 kr. skppdið, og 40 kr. fyrir nr. 2; en fyrir vestfirzkan stóran 55 til 60, óhnakkakýldan 75 til 72, og hnakkakýldan jagtafisk skóran 68 til 70. Smáfiskur 33 til 35. Ýsa 28. Langa 46 til 50. Rarðfiskur 135 til 140 kr. skippundið. Tólg 32 til 33 a. pundið. Sundmagar 95 til 100 a. pundið. Lýsi. Hákarslýsi tært 44 til 45 kr. tunn- an (210 pd.), dökkt 35 til 42 kr. Æðardúnn 18 til 19 kr. pundið. Sauðakjöt 50 til 52 kr. tunnan (14 lpd.). Sauðargœrur saltaðar 4J til 5 kr. vöndull- inn (2 gærur). Hrogn seljast alls eigi. Haiinyröasýningin íslenzka í Lnnd Únum. Eins og ráð var fyrir gert f Isafold í haust, hefir blaðið fengið með þessari ferð ýtarlega skýrslu um hannyrðasýninguna, sem ekki er rúm fyrir nema ágrip af í þetta sinn. I blaðinu The Quéen, sem er enskt kvennablað, er hefir mikla útbreiðslu og gengur einkum meðal auðfólks og aðals,— kom út grein 4. okt., þar sem lokið var hinu mesta lofsorði á hinar íslenzku hann- yrðir á sýningunni. Eptir það fór hin ís- lenzka sýning að vekja mikla eptirtekt og seldist þá mikið af munum, og voru sendir kaupendum er sýningunni var lokið (var lokað 30. okt.), tPantanir hafa komið svo miklar, að allar konur á Islandi, er band spinna, vandaða sokka prjona og vetlinga, og vaðmál vinna, mega senda allt, er pcer komast yfir að gjörat. það var þó ekki nema með mestu eptirgangsmunum, að dómnefnd Allsherjar- heilsusýningarinnar fjekkst til að skoða sýnisgripina frá íslandi, og dæmdi loks épt- ir ríflegan umhugsunartíma íslenzku vinn- unni bronzemedalíu-verðlaun. þetta þótti forstöðukonu sýningarinnar, frú Sigríði Magnússon í Cambridge, órjettlátur dómur, f samanburði við það sem annara landa vinna fjekk, og neitaði að taka við verð- laununum fyrir Islands hönd. Spunnust úr þvf miklar brjefaskriptir milli frú Sigríð- ar og skrifara dómnefndastjórnarinnar, þar sem frú Sigríður varði sitt mál með svo miklu fylgi og röggsemi, að dómnefnd- in settist aptur á rökstóla áður lauk, ónýtti sinn fyrra dóm ogveitti hinniíslenzku vinnu hina luestu viðurkenningu, er völ var á (diploma), beint eptir þvf sem frú Sigríður fór fram á; hún krafðisfr þess »sem rjettar blátt áfram, en alls ekki sem ívilnunar«. — |>essi síðustu úrslit málsins gerðust um það leyti sem póstskipið var að leggja af stað frá Skotlandi, og náði þar að eins í það hraðfrjett þess innihalds. Verðlaunin hlutu þessir sýnendur. Fyrir vetlinga : Guðrún O. Sæmundsen (Valþjófsstað), Margrjet Daníelsdóttir (á Hólmum), Margrjet Egilsdóttir (Beykjavík) Martha Stephensen, Bagnheiður Daníels- dóttir og þórunn Stephensen. Fyrir sokka : Guðrún O. Sæmundsen, Guðrún M. Stephensen, Margrjet Gísla- dóttir, og 4. éinhver, sem ekki hafði sagt til nafns síns. Fyrir vaðmál: Arnbjörg á Klaustri, Krist- ín Blöndal (Kornsá), Marfa Einarsdóttir (Valþjófstað), María þorvaldsdóttir, Sigríður Kjerúlf og Sophía Einarsdóttír. Meiftyrðamál. Eins og getið var f ísa- fold í sumar, kom þá út á prent hjá Einari þórðarsyni níðrit um einn sýslumann hjer syðra, Stefán Bjarnarson í Arnessýslu, eptir mann, sem fór til Ameríku samdægurs, Sig- urð nokkurn Magnússon frá Skúmstöðum nál. Eyrarbakka. Samkvæmt prentfrélsis- lögunum hlaut því prentarinn að bera á- byrgðina fyrir ritið, er nefndist »páttur um lögmannínn í Gerðiskoti og athcefi hans ým- islegU, og var dæmdur í bæjarþingsrjetti Beykjavíkur 20. þ. m. í 4 mánaða einfalt fangelsi, 15 kr. málskostnað og 20 kr. sekt fyrir óþarfa drátt á málinu, en ritið allt í heild sinni og hvert einstakt orð þess dæmt dáutt og marklaust. Skipströnd. Graigforth, sauðakaupa- skip Slimons, er fór frá Borðeyri snemma í október með 3200 lifandi fjár, strandaði í þeirri ferð við Skotland norðanvert og brotn- aði svo, að ekki er bætandi. Menn kom- ust allir af, en fátt af fjenu. Kaupskipið Amoy, eign Bryde stórkaup- manns, rak upp á Holtsfjöru undir Eyja- fjöllum í ofsaveðrinu aðfaranótt hins 15. þ. m. Fór hjeðan 3 dögum áður áleiðis til K,- hafnar, með alfermi af íslenzkum vörum (kjöti o. fl.). Menn komust allir af. Skip- ið var lítt brotið, en engin tök að koma því á flot; hafði rekið langar leiðir upp fyrir flæðarmál. Mannalát. Merkispresturinn síra Brynj- úlfur Jónsson í Vestmannaeyjum andaðist á sóttarsæng 19. þ. m., hátt á sextugs aldri, fæddur 8. sept. 1826. Hantí var sonur Jóns próf. Bergssonar, er síðast var á Hofi í Alptafirði. Hann útskrifaðiíst úr skóla 1848, af prestaskólanum 1850, og vígðist að Beyni- stað 1852. Varð síðan riðstoðarprestur í Vestmannaeyjum og hlauli það brauð fám árum síðar. Hann var á alþyngi 1859 og 1863

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.