Ísafold - 26.11.1884, Qupperneq 3
187
* Hinn 5. sept. þ. á. andaðist á spítala í ] ■ lina-
borg Magnús snikkari fórarinsson, jarðvrkju-
manns frá Stóra-Hrauni. Hann lagðist næst-
liðið vor í brjóstveiki, er hann þjáðist mjög af,
og sem að lokum leiddi hann til bana. Magnús
sál. var hiun mesi atgjörvismaður og lipurmenni;
hann bar sem hetja þjáningar sínar, og var sárt
saknaður, ekki einungis af vandamönnum sínum,
heldur og af öllum er hann þekktu.
jiorleifur jporleifsson, Kolbeinssonar, írá Há-
eyri, ver/lunarmaður á tvítugsaldri, drukknaði
17. oktbr. af norsku kaupskipi á leið fráKhöfn
til Helsingjaeyrar. Skipstjóri var fyrst grun-
aður um að vera valdur að dauöa hans, með
því að þeim hafði áður borið eitthvað á milli
út af sölu á saltfisksfarmi af skipinu hjeðan frá
verzlun forleifs. En í rjettarrannsókn, sem
haldin var yfir skipshöfninni, varð ekki ann-
ars vart en að frásaga skipstjóra um fráfallið
væri sönn. Hún var sú, að jporleifur heiði
sjálfur fleygt sjer fyrir borð og auðsjáanlega
ekki viljað láta bjarga sjer, er reynt var til
þess. Hann ljezt ætla með skipinu út að Hels-
ingjaeyri sjer til skemmtunar og þar á land á
bát. Hann var að sjá eins og hann átti að sjer
og í góðu skapi. Eptir borðun á skipinu, þeg-
ar átti að fara að drekkakaffið, gekkhannupp
á þilfar og henti sjer útbyrðis að vörmu spori.
Aflabrögð. Nú hefir nokkuð á aðra viku
verið allgóður reytingur hjer á Inn-nesjum,
mest af ýsu. Komnir rúmlega 2 hundr. hlutir,
þar sem bezt er. En lítur út fyrir að nú sje
á þrotum. Á Akranesi hefir einnig fiskazt
nokkuð, og í syðri veiðistöðunum (Garði, Leiru
o. s. frv.) sömuleiðis.
t
Utlendar frjettir.
Khöfn 7. nóv. 18S4.
Diilliuörk. »Kristjánsborg brennur!«—
Mönnum hefði orðið bylt við minna í K.-
höfn föstudagskvöldið 3. október; þremur
dögum síðar átti ríkisþingiö að setjast þar
að vinnu, eins og vant er.
Allir upp til handa og fóta og strætin full
í svipan. það leið þó ekki á skömmu, áður
fólki varð kunnugt um eldinn. Hann hafði
kviknað í ofnpípu, frá hraðritarastofu þings-
ins, en hún stóð í sambandi við hitapípur
undir gólfi riddarasalsius, og það var þetta
gólf, sem magnaði eldinn til báls, er numið
var. Menn ætluðu í fyrstu, að auðslökkt
mundi, og ljetu sem minust á bera. Hvað
hjer hefir í fáti farið eða handaskolum, er
bágt að vita; en eptir tvær stundir, eða
minna, hafði eldurinn færzt til fleiri sala,
og af reyknum og eimyrjunni yfir höllinni
var hægt að sjá, er skyggja tók, hvað við
sig var. Að sumum hafi orðið ráðfátt, er
sízt skyldi, og til ýmiss vangætt, t. d. teppu
brenniloptsins, má af mörgu ráða, sem kunn-
ugt er nú orðið.
I efri loptum hallarinnar var litmynda-
safn eptir frægustu meistára, útlenda og
danska, og var mestu kappsmunum beitt til
að bjarga þeim dýrindum. þetta tókst nær
þvi til fulls, en sumt lestist til nokkurra
muna, því menn urðu í flýti að höggva eða
skera uppdrættina úr umbúðunum.
Af bókum konungs vors og bókasafni
þingsins, einnig ýmsum munum, er þau
drottning áttu í höllinni, brann sumt áður
undan yrði komið, þó alls væri í leitað.
En hjer var meira í veði, og svo mikið,
að aldrei hefði mátt bóta bíða, er mynda-
safn Thorvaldsens stóð á næstu grösum
einnar handar, en hinnar »konungsbókhlað-
an mikla«. Myndasafnið var þó í mestri
hættu, því yfir það bar neistaflugið og eim-
yrjuna, enda mundi öll vörn hafa til ónýtis
orðið, ef hvassviðri hefði á staðið. þá
mundi og mjög ósýnt um allan miðhluta
borgarinnar. Safnhúsið eða þak þess vörðu
menn með rennvotum dúkum og tjöldum,
og á þá var vatni þeyst í hrífu, unz eldur-
inn tók að rjena.
Danir ætla nú líka að láta þenna voða
verða sjer að kenningu, og mun sem fyrst
sú ráðstöfun gerð, að reisa þau hús handa
söfnum landsins, hinum merkustu og dýr-
mætustu, og sömuleiðis bókhlöðunni, að því
verði öllu mun óhættara síðar en áður.
Sem vita mátti, var farið í blöðum hægri
manna klökkvilegum orðum um harma kon-
ungs og hirðarinnar, og skorað fast á alla
konungholla menn og þjóðrækna, að skjóta
svo fje saman sem þyrfti, að Kristjánsborg
mætti rísa aptur, sem glæstur fönix, aí
ösku sinni og rústum. Blöðum vinstri-
manna varð það til, að minna menn á,
hvern rjett ríki og þing ætti á lóðinni, og
að það hlyti að vera komið undir samkomu-
lagi þings og stjómar, hvað ráðið yrði til að
veita konungi aptur slíkan salakost til há-
tíðahalda, sem við naut í höllinni brenndu.
Bústað hafa þar ekki átt aðrir konungar en
Friðrik sjöundi. Út af samskotunum hefir
risið mikið blaðaþref með hægri mönnum og
vinstri.
Bíkisþingið hefir fengið húsnæði í her-
mannaskála einum, í Bredgade, og er nú
streita þess nýbyrjuð. I blöðum vinstri-
manna, hinum harðtækari, er gefið í skyn,
að nú skuli til skarar skríða með þeim Est-
rúp. Slíkt hefir heyrzt fyr, og betur færi
á að kveða:
„Hælumz minnst í mali,
metumz heldr at val felldan !“
Af látnum mönnum nefnum vjer Basmus
N ielsen, heimspekinginn. Hann dó eptir lang -
vinnan lasleik 30. sept., hálfáttræður. Hann
mun mörgum kunnur á Islandi, og fléirum
en þeim, sem hafa stundað háskólafræði í
Kaupmannahöfn. Að gáfum til, einkum
eldfjörugri mælsku, bar hann af flestum,
st:u honum voru samtfða. I heimspekinní
þótti hann ekki við eina fjölina felldur, en
þreif þar fast til, sem hann ætlaði feng fólg-
inn. Síðasta stöð hans mun hafa verið sú,
að trú og þekking væru gagnhverf skaut í
vitundarlífi mannsins, og að þau gætu aldei
samstætt átt eptir eðli sínu. Hjer risu
margir til mótmæla, t. d. Bröchner sál., en
svo fimlega sem B. N. hjelt á vopnum
sínum í ritvíginu, þá þótti hann færri lögin
af sjer bera en þurfti eða við var búizt.
Svíþjúð. Hjer eru kosningar nýlega um
garð gengnar til »annarar deildar« þingsins.
I Stokkhólmi voru flestir af frelsismanna
liði, sem kosnir voru. Gallar voru fundnir
á_kosningunum, og er því nú til hæstarjett-
ar skotið, hvort þær skulu gildar metnar.
þýzkalaild. i lok okóberm. fóru fram
nýjar kosningar til ríkisþingsins. það virð-
ist sem þjóðverjar hafi hlýtt orðum Bis-
marcks, er hann svo opt endurtók á'þinginu
í fyrra.að þeir skyldu forðast að kjósa menn
til þings af liði »framfaramanna«. Sá flokk-
ur hefur beðið mestan skaða við kosningarn-
ar, eða misst að svo komnu eigi minna en 78
atkvæði. Vera máþeim áskotnist enn nokk-
að við eptirkosningar, því endurkosið skal í
100 kjördæmum.en ekki því nær, að þeir fái
hlut sinn rjettan. Sósíalistum hefir vegnað
betur, og mestu líkur til, að tala þeirra (13)
aukist drjúgum, þegar allt er komið í kring.
Árið 1881 voru í Berlín kjósendur í þeirra
liði 30,000 að tölu, en r.ú eru þeir 68,000.
Svo er brugðið, að þjóðverjar og Frakkar
leita nú lags og fylgis hvorir við aðra í út-
lendum málum. þessa hefir kennt í egipzka
málinu, og aptur á ný, er þeirhafa komið
sjer saman um öll forspjöll til fuudargerðar
í Berlín (17. þ. m.) um löndin við Kongó
og Níger í Afríku, eða um lög og aðalregl-
ur fyrir útlendar þjóðir, sem sækja þangað
til verzlunar eða bólfestu, eða um þær heim-
ildir á löndum og öðru, sem ýmsir þykjast
þar þegar eiga.
Látnir eru tveir tignir menn þar í landi.
Annar Friðrekur kjörfursti af Hessen, bróðir
Louise Danadrottningar, en hinn Vilhjálmur
hertogi af Brúnsvfk. Eptir hann er borinn
til erfða Ernst Agúst hertogi af Kumberlandi,
tengdason konungs vors. Hann mun vart
hafa hugað, að hjer væri að auðu sæti að
ganga, þó hann hafi talað svo í ávarpi til
landsmanna, og í brjefum til keisarans og
annara höfðingja á þýzkalandi. Vjer vitum
ekki, hvað hann hefir sagt um fráfall kvaða
sinna til ríkis í Hannóver, en hitt er víst,
að Bismarck þykja miklir meinbugir á ráði
hans, og blað kansellerans (»D. Allgem-
Zeit.«) segir, að honum sje vart til annars
trúandi en til fláræðis og fjandskapar gegn
allsherjarríkinu. Hjer mun líka svo til