Ísafold - 10.12.1884, Qupperneq 3
191
unum norður frá er forsetakosningin. Menn
segja, að kosningarnar hafi aldrei verið með
meira kappi sóttar. Hjer má segja, að
hvorki hafi verið sparazt til illra verka nje
góðra, þar sem samveldismenn og sjerveldis-!
menn leiddu saman hesta sína. Um kapp-
ið eitt er nóg að greina, að Blaine, kjör-
biðill samveldismanna, hefir ferðazt á sex |
vikunum síðustu rúmar 2 þúsundir mílna, j
og á hverjum degi flutt 10—29 ræður. Um
öll brögðin af hvorratveggju hálfu, mútugjaf-
irnar, prósessíurnar, róstur og barningar
yrði langar sögur að segja. það mun þó
sannfrjett, að forsetaetni sjerveldismanna,
Gleveland, hafi borið sigurinn úr býtum. I
23 ár hafa hinir haft völdin á höndum, og á
þann tíma kemur það sæmdarafrek í sögu
Bandaríkjanna, að svartir menn fengu lausn
og mannrjettindi. Bn móti hinu verður
ekki borið, að rlki þeirra fór versnandi ár
af ári, er fjárprettir og ágirndarklækir af
öllu tagi gengu húsum hærra, og verstu bóf-
ar sátu í æðstu umboðum og embættum,
sem greinarmunur góðra og illra siða væri
horfinn þar vestra eða einskis metinn.
í lok septembermánaðar varð mikið
manntjón og byggðaspell af vatnagangi og
stórhlaupum í Buenos Ayres, þó vjer vitum
ekki nánara hverju nemur.
Gufubátsmál Isfirðinga,
Vjerísfirðingar höfum nú í næstundanfar-
in ár verið að hugsa um að greiða sam-
göngur í sýslunni með því að fá gufubát sem
gengi vorið og sumarið til og frá um Djúpið
og sýsluna.
En því miður kemur margt á móti að
þessu géti framgengt orðið.
J>að getur þó víst engum dulizt, að sam-
göngur viðunanlegar geta aldrei orðið í
þessari sýslu nema á sjó. |>ví síðan vega-
bóta-löggjöfin frá 15. marz 1861 kom út, er
víst búið að borga hjer í sýslunni til vega-
bóta um 25—30,000 kr. og þó er svo lítið
ljós af því, að þó peningum sje kastað hjer
í vegina manns aldur eptir manns aldur,
vérða þeir aldrei að tilætluðum notum.
þetta leiðir beinlínis af landslaginu, þar sem
sýslan er mestöll eintómir firðir með brött-
um hlíðum, skriðum og lækjum, og háls-
arnir milli flestra fjarðanna ófærir og varla
mögulegt að leggja vegi yfir þá. þetta sýn-
ist benda á, að eitthvað eigi að breyta til,
því allir munu játa, að greiðar samgöngur
sjeu fyrsta skilyrði fyrir þjóðþrifum, og það
fyrsta sem allar menntaðar þjóðir gera sjer
til framfara er að mennta alþýðuna og
greiða allar samgöngur; án þessa eru fram-,
farir kallaðar ómögulegar.
Eins og áður er ávikið, verða allar sam-
göngur hjer að vera á sjó, og eru það. En
þær eru bæði litlar og tilfinnanlega dýrar
og ónotalegar, eins og gefur að skilja, þar
sém ekkert erindi verður rekið, hvort heldur
er smátt eða stórt, sem eitthvað þarf út af
bæ til að framkvæma, nema með því að
manna út bát eða skip frá annari nauðsynja
vinnu og eiga opt á hættu að þéir verði
veðurfastir svo dögum eða jafnvel vikum
skipti, og opt á dýrum stöðum, svo sem
gestgjafahúsunum á ísafirði. Optast er þó
ekki nema einn sem erindið á, en annað-
hvort verður það að vera órekið eða svona
miklu verður til að kosta. Af þessu leiðir
að flestir hugsa um að pota sjer, og eiga
sem minnst saman við aðra menn að sælda.
A því lifir og dafnar vel ófjelagslyndi, sam-
takaleysi og jafnvel tortryggni. þar sem
nú flestir einstaklingar eru fátækir, verður
ekki búizt við framförum, jafnvel hvorki
andlegum nje líkamlegum.
Annað sem líka var ætlað gufubátnum
var að ljetta undir aðdrætti manna. Allir
vöru- og aura-flutningar hjer til og frá um
Djúpið og sýsluna verða að véra á sjó, og
eru þær ferðir opt bæði erviðar og kostnað-
arsamar, og það sem flutt er, mikið, þegar
með er tekið bæði salt og saltfiskur, sem í
flestum árum hefir verið talsvert, og hvað
saltið snertir, þá er það að því leyti mjög
dýrt, að mest af því þarf að sækja þegar
aflabrögðin láta bezt, og róðurinn tapast
við að sækja 4—8 tunnur.
það sem nú hefir verið gert til að beina
þessu fyrirtæki áleiðis, er þá það, að vet-
urinn 1882 var farið að safna fríviljugum
samskotum og varð í fyrstu góður árangur
af því, hvað loforðin snerti, svo að um 10,000
kr. mun hafa verið lofað. En þegar til
kom að enda, fengust ekki viss nema 7—
8000, sem nú eru til. Að endingin varð
ekki betri, er víst nokkuð að kenna getu-
leysi, nokkuð fortölum þeirra sem þegar
strax fóru að setja sig á móti þessu, og
vöktu upp gamla drauginn, tortryggnina; og
nokkuð af því, að þeir sem lofað höfðu
fóru af landi burt. Svo var sótt um til
alþingis að fá lán eða styrk, og hið heiðr-
aða alþing leit svoleiðis á fyrirtækið, að það
veitti því 3000 kr. styrk fyrir fjárhagstíma-
bilið, 1500 kr. á ári; þar að auki leyfði það
að verja allt að helmingi af vegahótagjaldi
sýslunnar til styrktar fyrirtækinu, og er það
árlega 5—600 kr. þá var skrifað til út-
landa, og spurt um hvað hæfilega stór gufu-
bátur mundi kosta, og hvað þyrfti til að
halda honum úti, og hefir skipsbygginga-
meistari í Skotlandi sent teikningu af nýum
gufubát, sem ér 40 fóta langur, 8 fóta
breiður og 5 fóta djúpur, fér 9 mílur í vakt,
og brennir lþ smálest af kolum á sólarhring,
getur haft 16 menn í káetu, og flutt 16 smáh
í vörum, kemst sjálfur hingað upp sumar-
dag, og kostar hjer komin um 15,000 krón-
ur. þessi bátur er að stærð og fleiru
svo hæfilegur, sem flestir af þeim, sem með
fyrirtækinu eru, óska; en þá var það fje,
sem til var, of lítið, og var því borin upp
sú uppástunga í vetur á sýslufundi, að sýsl-
an tæki lán, 4000 krónur, til hjálpar báts-
kaupunum. Uppástungan var samþykkt
með fárra atkvæða mun.
það sem hefir komið á móti þessu fyrir-
tæki, er þá fyrst það, að hin lofuðu sam-
skot voru svo illa efnd. Annað það, sem
mest hefir þýtt, að svo margir af kaup-
mönnum, embættismönnum og helztu borg-
urum kaupstaðarins og þar í kring og víðar
hafa verið fyrirtækinu mótfallnir. þessir
menn hafa sumir ekki einungis neitað um
að styrkja það sjálfir, heldur varað aðra
við að leggja út í vitleysuna, já, hreint út
sagt, að þetta væri gjört til þess að smala
saman peningum fyrir einhvern, til að gera
sjer gott af, og loks, að þó þetta kæm-
ist í kring og báturinn kæmi, mundi allt
fara á höfuðið, og þá mundi mega fá 15,000
fyrir 300, og þá væri gaman að kaupa. For-
tölur þessara manna og dæmi hafa mikil
áhrif á marga, jafnvel útvalda sýslunefnd-
armenn.
Lán það, sem sýslunefndin í vetur ákvað
að taka, fjekkst ekki, af því að atkvæða-
munurinn fyrir lántökunni var svo lítill; þá
var þessi lánbeiðsla aptur endurnýuð á auka-
sýslufundií sumar.með nægum atkvæðamun;
en nú er farið að kvisast, aö það muni enn
ekki fást, af því að okkar þáverandi danski
sýslumaður hafði ekki munað þau ákvæði
amtmanns, að setja í sýslufundarauglýsing-
una, að um lánið ætti að ánýja, og annað
það, að sýslunefndarmaðurSúðavíkurhrepps,
presturinuí Ogurþingum, er ekki álitinn bú-
settur í hreppnum þó hann hafi þar jörð
til afnota og sje sóknarprestur, en hann
gaf atkvæði með lántökunni, en sem af nefnd-
um ástæðum kvað vera ógilt. þetta kann
rjett að vera. En sje nú þetta svona lagað,
finnst mjer að lánveitingavaldið hafi, eptir
leiðbeining ráðgjafa sinna fjær og nær, fund-
ið þarna títuprjón til að næla fyrir þessa
framfaratilraun okkar; líka hafa máske ein-
hverjir snillingar í og kring um kaupstaðinn
pukrað með að skrifa á móti að lánið feng-
ist, og þá vinna margar hendur ljett verk.
[Meira.]
S.kálavík í október 1884.
Gtunnar HallMrsson.