Ísafold - 07.01.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 07.01.1885, Blaðsíða 2
Arið 1884 V arð harla tíðindalítið hjer á landi. Tíð- arfarið var margbreytilegt nokkuð, þó með gæfara móti um meira hluta lands. Vetur- inn fyrst vægur og mildur mjög, að fráskild- um nokkurra vikna hrakviðrakafla framan af árinu. Vorið kalt og snjóasamt. Brá þó til hlýinda svo snemma, að grasvöxtur varð góður víðast um land, sumstaðar af- bragðsgóður, einkum nyrðra. Svo varð og nýting ágæt norðanlands, og heyskapur þar fyrir þá sök fyrirtaks-góður; í öðrum lands- fjórðungum miður, þótt út yfir tæki sunn- anlands, þar sem var hin mesta rigningatíð í manna minnum frá því skömmu eptir sláttarbyrjun og fram á vetur. Síðan tóku þar við vetrarhrakviðri og snjókomur mikl- ar, einkum undir árslokin; en tíðarfar norð- anlands stórum betra. Til sjávarins áraði illa, fráleitlega við Isa- fjarðardjúp nema á þilskip, skár við Faxa- flóa, en hvergi vel. Síldveiði Norðmanna (og Islendinga) hjer við land brást nær gjörsamlega; en hvalaveiðar þeirra, við Isa- fjörð, heppnuðust vel. Heilsufar gott almennt. Slysfarir í meira lagi eða mesta lagi, meðal annars hinn minnisstæði mannskaði við Faxaflóa viku eptir nýár: um 30 manna í sjóinn á ein- um degi. Mannflutningar af landi burt litlirsem engir. Af landstjórn fátt frásöguvert. Skipaður Islendingur í landshöfðingjaembættið, Berg- ur Thorberg amtmaður. Tveir útlendingar vegfræðingur og fiskifræðingur, dvöldust hjer meiri part sumars, til framfaraviðleitni fyrir landið, eptir ráðstöfun þings og stjórn- ar, og er vonandi að þess verði nokkur á- vöxtur. Rit-níó og stigamennska. það er vandfarið með vænan grip, þar sem er prentlist og prentfrelsi. Prentlistin hefir verið kölluð einhver hinn kostulegasti ávöxtur hinnar endurfæddu heimsmenntunar, eptir miðaldamyrkrið. Hún er og jafnframt hinn mesti frömuður þessarar menntunar. Prentfrelsið er fjörgjafi prentlistarinnar. An þess er hún eins og kóngsdóttir í álög- um. Hún hefir opt verið í álögum í ýms- um löndum, og það til skamms tíma; er það jafnvel enn á stöku stað. Eins og, sögðu menn, höfuðskepnurnar, t. d. eldur og vatn, eru mannkyninu hinar nytsömustu, ef þeim er haldið í skorðum, eins þarf að marka prentlistinni bás, ef hún á ekki að verða mönnum að hinum mesta voða. f>að þar gert og það var reynt á marga vegu lengi vel. En smámsaman gengu menn úr skugga um, að það var að vinna fyrir gíg. Prentfrelsinu hjeldu engin bönd til hlítar, eða ekki svo, að nokkru væri bættara að öllu samtöldu. það sem er andlegs eðlis að einhverju leyti, því halda engin líkam- leg bönd. Og þó þau haldi, þá gera þau ekki nema illt verra. Doði sá eða andlegur svefn og fáfræði, er fylgir ánauð prentlist- arinnar, er hálfu verri, hálfu skaðvænni, heldur en óknyttir þeir eða ósiðir, er prent- frelsinu hættir við. Blindur er bóklaus maður; og dagblöðin eru daglegt brauð, og verða það ávallt því fremur, sem þjóðin menntast meir. |>ó þau sjeu jafnvel ekkert annað en frjettabluð, þá eru þau til ómetanlegs gagns. þau flytja tíðindi víðsvegar að, utanlands eða innan, fleiri markverð tíðiudi og skilvíslegar en al- géngir gestir eða gangandi. þau gera það í heyranda hljóði, og því dylst aldrei til lengdar, ef þau misherma eitthvað. Og að svo miklu leyti sem þau gefa sig við hug- leiðingum og leiðbeiningum, þá er varla svo lítið í það varið, að eigi sje til mikilla bóta. þó ekki sje annað, þá örfar það menn til umhugsunar um almennings hag og ýmis- legt annað nytsamlegt, miklu fremur en ef þeirra nyti ekki við. En það er vandfarið með vænan grip, þar sem prentfrelsið er. því er það, að þótt prentfrelsi sje fullkomlega viðurkennt og lögum helgað, þá er samt víðast hvar ýmissa ráðaí leitað af löggjafarvaldsins hálfu til þess að afstýra skemmdum af því, meðal annars sjer í lagi að varðveita fyrir því mannhelgi þegnanna. En þótt slík ráð komi að nokkru haldi að vísu og sjeu ómiss- andi, þá verður hitt þó langtum drýgra til frambúðar, að prentfrelsið agi sig sjálft sem allra bezt, eða að almenningsálitið agi það, sem er hið sama. A það framfarastig í þessari grein eru og þær þjóðir komnar, sem lengst hafa prentfrelsisins notið. Vjer Islendingar eru þar á gelgjuskeiði, sem í öðrum efnum mörgum. Allur þorri manna þykist í orði kveðnu hafa andstyggðápersónulegum skömmumeða níðgreinumí blöðum t. a. m. Enfyrirmörg- um, mjög mörgum er þettaekki annað en láta- læti. þeir hafa gaman af skömmunum undir niðri eða í aðra röndina, og þykir þess konar krydd kostur á blöðum eða öðrum ritum, en ekki ókostur. Fýsir eyrun illt að heyra. I stað þess að allt sem meiðir eða smánar einkanlegt mannorð nokkurs manns að minnsta kosti, ætti að metast óalandi og óferjandi hvervetna, og þeim einum til óvirðingar, er slíku koma á framfæri, En jafnframt því sem skoðun manna á slíkum hlutum er áfátt mjög að þessu leyti, þá er og annars vegar opt og tíðum af lítið meira viti dæmt um það, er blaðamenn og aðrir þeir, er það hlutverk hafa öðrum frem- ur, að skipta sjer af almennum málum, leggja maklegan áfellisdóm á það sem mið- ur fer í slíkum efnum fyrir valdsmönnum einkanlega. Með þjóðum á háu mennta- stigi þykir eigi einungis almenningi, heldur jafnvel valdsmönnum sjálfum þesa konar sjálfsagður hlutur,og eru sem kallað er jafn- góðir vinir þeirra, sem ámælin flytja, fyrir því, og taka þau til greina ‘eptir málavöxt- um, vitandi, sem er, að hvorirtveggju þjóna undir sömu merkjum, fyrir almennings heill, enn þótt sinn á hverjum stað. En hjer er það enn algengast,— þótt þar frá sjeu heið- arlegar undantekningar —, að ménntunar- skortur, smásálarskapur eða erfiðir skaps- munir fyrirmuna mönnum að gera greinar- mun á maklegum aðfinningum fyrir frammi- stöðu þeirra í almennum málum og á per- sónulegum meiðyrðum; og virða þá slíkt til fulls fjandskapar. — þetta þarf líka mjög að lagast, og lagast eflaust með tímanum, með vaxandi þjóðmenningu. þessar athugasemdir eiga raunar ekki öðruvísi en nokkuð óbeinlínis undir fyrir- sögn greinar þessarar. þeim þarf ekki að vera ofaukið fyrir þvf. Tilefnið er nokkuð annars kyns, og fyrirsögnin sniðin eptir því. það bar til hjer í bænum eigi alls fyrir löngu, að einn nafnkenndur borgari hjer varð fyrir því, að komið var á gang um hann sögukvitt um mjög óvirðulega með- ferð, er hann hefði átt að vérða fyrir ný- lega. Sem að líkindum ræður, þykir mega ganga að því vísu, að sagan sje hreinn og beinn uppspuni, manninum til óhróðurs. Eigi að síður er henni haldið rækilega á lopti, og loks snúið í ljóð, og bragurinn birtur á prenti og útbýtt víðsvegar. Slík óhæfa, sem þetta er, ef rjett er á litið, þá er hitt þó hálfu verra, að höfundur eða höf- undar bragsins hafa ekki haft drengskap til að ganga undir ábyrgð þá, er athæfi þeirra hlaut að hafa í för með sjer, heldur fengu unglingspilt einn, er svo stóð á fyrir, að ekki átti um hvítt að velkja, þótthann kæm- ist undir manna höndur, með því að hann var margdæmdur fyrir þjófnað,—þeir hafa fengið þjóf þennan til þess að takast á- byrgðina á hendur gagnvart hegningarlög- unum. Meðan mannvíg tíðkuðust hjer á landi, var það órjúfanleg ragla, að lýsa jafnan víg- inu á hendur sjer. Sá þótti maður að minni, er eigi gerði það, og þá var vígið morð. Af sama tagi er stigamennskan. Bit-nið á laun, úr skúmaskoti, er sam kynja glæpur og morð eða stigamennska.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.