Ísafold - 07.01.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 07.01.1885, Blaðsíða 3
3 Jpað ætti enginn að láta sjer blandast hugur um, að dæma þann hlut öðru vísi. f>að er ókunnugt, hver eða hverjir þetta verk hafa framið. f>ví að þó að þjófurinn hafi nefnt til þess tvo aðra nafnkennda f' borgara hjer í bænum, eða segi að þeirhafi keypt sig fyrir ábyrgðarmann, þá er jafn- Ióvíst um þá fyrir því. Sá sem fyrir níðinu varð, hefir reyndar gert sitt til að spilla sínum málstað með því, að auknefna á meiðandi hátt í prentaðri auglýsingu þessa tvo menn, er þjófurinn lýsir sök á hendur. Bn hitt athæfið er sama óhæfan fyrir því. Og þó að prent- smiðjum sjeu engin lög sett í þá átt, þá ættu þær samt að gera sjer að skyldu að afsegja sína liðveizlu til slíkra hluta. Kurteisi og krossasótt. Eitthvað af hnossunum, Eg meina krossunum, Fýsir mig fá. J. Thoroddsen. Hið útvalda ker stjórnarinnar og embætt- islýðsins reykvíkska, Suðri, hafði að geyma skömmu fyrir jólin konungsávarpið sæla, sem drepið var á nýlega í Isafold, út af Kristjánsborgarbrennu, skráð á tveimur tungumálum, dönsku og íslenzku ; það hefði átt að vera á þremur, t. d. færeysku líka; það hefði ekki átt illa við; og þá hefði mátt kyrja: Á þremur tungum það var skráð ! Páeinar athugasemdir til Isafoldar aptan við ávarpið — eða þó raunar áfastar við það, eins og þær hefðu staðið í sjálfu á- varpinu! — bera með sjer, að frumkvöðlum þess eða flutningsmönnum hafa ekki kom- ið vel þessi spaugsyrði, sem Isafold hafði um ávarpið. En laglegra héfði verið fyrir þá, að bera sig að fara hreinlegar að til að fóðra hið' óhöndulega uppátæki sitt. þetta, sem allir vita, að fólksþingisforset- inn tjáði konungi samhryggð sína út af slys- inu, í umboði þingmanna, það gera þeir að sama sem því, að »allir vinstrimenn [allir vinstrimenn í heimi ? eða hvað ?] hafi látið konungi í ljósi hryggð sína yfir því, að höllin væri brunnin#. Ætli danskir vinstrimenn mundu eigi brosa, ef þeir heyrðu slíka vitleysu? Kíkisþingið er einn höfuðþáttur ríkis- valdsins, annar en konungur, og honum jafnhliða; fyrir því þykir hlýða, að þing- forsetai nir sem fulltrúar þess ávarpi konung sjerstaklega við ýms tækifæri, svo sem á tyllidögum eða ef kallað er að honum beri eitthvað annaðhvort til fagnaðar eða harms, svo sem t. d. meðal annars fráfall einhvers ættingja, þótt fjarskyldur sje. þetta er nánast nokkurs konar hirðsiður, og á ekki minnstu vitund skylt við ávörp frá þjóðinni eða frá þjóð og þingi, er aldrei skyldi taka til nema verulegt tilefni sje, og er aldrei gert öðruvísi þar sem skynsemi og »takt« fær að ráða. jpessir íræðarar, sem eru að úthella sínum anda og speki í »Suðra«, geta ekki ætlazt til að vera haldnir ófróðir um þetta. f>eir koma því með það til þess að blekkja fólk, móti betri vitund. |>ar að auki láta þeir þess ógetið, að konungur hafði minnzt á slysið í þingsetningarræð- unni, er hann las upp sjálfur; og var það eitt ærið til þess, að forsetarnir gátu ekki látið það óáhrært, þegar þeir sóttu fund hans næst. Hjer í bænum er sögð sú saga, að þegar einn af hinum meiri háttar embættismönn- um, sem þeir segja að muni vera haldinn þar í greindara lagi, heyrði ávarpsins fyrst getið, þá skopaðist hann mjög að pví. En þegar til kom, skrifaði hann samt undir það, til þess að vera ekki að angra höfund þess og frumkvöðul eða taka sig út úr hóp lagsmanna sinna. þessu svipað nokkuð mun hafa staðið á undirskriftum æði- margra, sem smöluðust á skjalið smátt og smátt í hálfgerðu pukri; — ekki borið við að stefna til almenns fundar til þess að koma sjer saman um málið, sem annars hefði verið sjálfsagður hlutur. Svo þegar ísafold leyfði sjer að henda gaman að þessu uppátæki, þá stenzt hann ekki reiðari. Or- sökin var ekki sú, að hann væri Isafold ó- samdóma, heldur hitt, að það er í hans augum goðgá, að draga dár að nokkrum hlut, sem hann og hans nótar taka upp á, sjer í lagi frammi fyrir almenningi. Og svo tekur öll »halarófan« lagið eptir, eins og vant er og lög gera ráð fyrir. jpað er líklega hvorki ómaksins vert nje almennilega gustuk, að fara að kryfja vand- lega innihald ávarpsins. Eins og áður er getið í Isafold, var það að eins hallar- skrokkurinn sjálfur, sem brann, eða lítið annað merkilegt; — ein af 5 eða 6 höllum, sem konungur hefir til umráða. J>ar á móti áttu menn, bæði þjóð og konungur, miklu láni að fagna í óláni, því aðdáan- lega láni í óláni, að eldurinn þyrmdi þremur hinum dýrmætustu söfnum, sem til eru í Danmörku, er voru eitt í höllinni sjálfri, en hin tvö rjett að kalla áföst við hana. Hallarbrunann má vel bæta, ef þurfa þykir, sem Vart mun vera. En hvert eitt af þessum söfnum, sem brunnið hefði, þá hefði það verið óbætanlegt tjón. það hefði verið óbætanlegt tjón að missa kon- ungsbókhlöðuna miklu,og óbætanlegur miss- ir að málverkasafninu í Kristjánsborg, hvað þá heldur Thorvaldsens-myndasafninu ; það er óhætt að fullyrða, að betra hefði verið að missa tíu Kristjánsborgir heldur en það safn eitt. — En svo heitt sem ávarpið er, þá er þó ekki vikið þar einu orði að því, að lofa forsjónina fyrir þetta mikla lán í óláni; það er ekki nefnt þar á nafn ! / .... . Avarps-smiðirnir utmála þannig sorg Is- lendinga út af hallarbrunanum : «jpegar þessi sorgarfregn berst og breiðist um land allt, munu hjörtu allra nœr og fjoer gagntakast og hrœrast o. s. frv.» það væri nú nógu fróðlegt að vita, hvern- ig höfundur eða höfundar þessarar kjarn- greinar, sem hjer er auðkenud, mundu vilja lýsa sorg Islendinga, ef konungi vorum bæri margfalt meiri harmur að höndum heldur en missir þessarar einu hallar, sem hann ekki átti og lítið sem ekkert notaði. Ætti sú lýsing að verða í rjettu hlutfalli við þessa, þá sjá allir, að með engu móti mætti taka minna af en svo, að segja að annar- hvor maður á landinu mundi springa af harmi. |>að getur ekki orðið minna, úr því Islendingum verður svona mikið um, er þeir frjetta, að hallarskrokkur, sem allur þorri þeirra hefir aldrei heyrt nefnda fyrri, sje brunninn. Gerum ráð fyrir, rjett til dæmis, að ein- hver sagnaritari síðar meir vildi hagnýta sjer þetta ávarp líkt og Snorri Sturluson segist hafa hagnýtt kvæði þau, er »kveðin voru fyrir sjálfum höfðingjunum eða sonum þeirra«; »tökum vjer þat allt fyrir satt» seg- ir hann, »er í þeim kvæðum finnst um ferð- ir þeirra ok orustur. En þat er háttr skálda, at lofa þann mest, er þá eru þeir fyrir; engi mundi þat þora, at segja sjálfum honum þau verk hans, er allir þeir, er heyrðu, vissu at hjegómi væri ok skrök, ok svá sjálfr hann; þat væri þá háð ok eigi ■ lof». Gerum ráð fyrir, segjum vjer, að ein- hver ókominn sagnaritari beitti þessari frægu reglu hins mikla fyrirrennara síns að því er kemur til þessa ávarps. Frásögn hans mundi þá hljóða hjer um bil á þessa leið: «KrÍ8tján konungur níundi var svo ást- sæll af Islendingum, að einhvérju sinni, er höll ein brann, er hann notaði stöku sinn- um, þá gagntókust og hrœrðust hjörtu þeirra allra fjoer og nœr*. •Minna mátti nú gagn gera !»— kynni ein- hver lesandinn þá að segja. Fræðararnir í «Suðra» reka á endahnút- inn með því spakmæli, að «menn fái sjaldn- ast titla og krossa fyrir að vera kurteisir*. Sjaldnast, segir hann ; það ber þó við, ept- ir því. T. d.: «N. N. allranáðugast sæmd- ur riddarakrossi dannebrogsorðunnar fyrir kurteisi*. Nei, það sjest varla á prenti. En hvað sem því líður, þá er hitt víst, að fyrir þá kurtoisi, sem rjettu nafni má heita i

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.