Ísafold - 07.01.1885, Síða 4
4
krossasóttar-kynjaður fleðuskapur, — fyrir
slíka kurteisi œtti enginn að fá kross eða
titil.
Skýrslur um súrheysverkun.
Næstliðið sumar sýndi með sorglegri
reynslu siáinanlands og jafnvel fyrir vestan,
að opt er alveg ómögulegt að þurka heyin
óhrakin, og um leið, að nauðsyn væri að
verka þau á annan veg þegar svo ber und-
ir. Mörgum þykir þó, sem von er, enn
þá ísjárvert að súrsa hey, því þeir eru ekki
vissir um að innlend reynsla sanni nytsemi
þess, og af því þeir hafa ekki fengið reglur
til að fara eptir, sem eru byggðar á inn-
lendri reynslu. — Til þess að almenningur
geti sem fyrst sannfærzt um að gjörlegt er
að súrsa hey, sje jeg ekki§ annaðbetra ráð
en að safnað sje skýrslum um allar þær súrs-
unartilraunir, sem gjörðar hafa verið hjer á
landi síðastliðið sumar og gjörðar verða
eptirleiðis, og þær allar eða greinilegur út-
dráttur úr þeim auglýst í blöðunum. Jeg
vil þessvegna leyfa mjer að skora á alla þá,
sem hafa gert tilraunir með súrhey næst-
liðið sumar, að gjöra í vetur greinilegar
skýrslur um tilraunir sínar og árangurinn af
þeim, og senda þær annaðhvort til ritstjóra
Isafoldar eða til mín, eða að auglýsa þær
sjálfir í einhverju blaði. Ef að skýrslurnar
verða margar, sem jeg vona, þá er varla
þörf að auglýsa þær allar eins og þær koma
fyrir, og væri jafnvel betra að auglýsa greini-
legan útdrátt úr þeim með leiðbeinandi at-
hugasemdum. Skýrslurnar ættu að vera
gerðar svo snemma, að þær gætu komið fyrir
almennings sjónir í maímán.; þær þurfa að
vera sem greinilegastar, og taka fram um
flést markverð atriði. I því tilliti vil jeg
benda á fátt eitt, sem skýrslurnar þurfa að
tilgreina.
1. Hvernig tóptin eða gryfjan er, sem súrs-
að var í, og hversu stór ?—
2. Hverskonar gras var súrsað, og hvernig
það var (taða, úthey, há, síðgrési o. s.
frv., hvort það var nýtt eða hrakið,
gegnvott af regni eða ekki o. s. frv.),—
og hversu mikið ?
3. Hvernig látið var niður (hvernig troð-
ið, hversu mikið saltað, í hvað þykkum
lögum; ef grasið var ekki allt eins, var
þá hver tegund látin í lag sjer, eða
hvernig) ?
4. Hvenær var látið niður, hvenær byrgt,
og var þá farið að hitna ?—
5. Varbætt ofan í seinna, og éf svo er, hve-
nær var það gert, hvernig var þá byrgt ?
6. Hvernig var um búið í haust fyrir
veturinn?
7. Hvenær var byrjað að eyða súrheyinu,
!
og hvernig leit það út, var það alstað-
ar eins í gryfjunni, hvernig lyktin og
smekkurinn ?—
8. Hvernig hefir súrheyið reynzt til fóð-
urs, hvernig hver tegund, ef það var
ólíkt upphaflega ?
9. Hvað mun þurfa mörg pund af súr-
heyinu á móti 1 pd. af góðri töðu?
10. Hefir súrheyið verið gefið öðrum skepn-
um en kúm?—
Jeg vil geta þess, að eins nauðsynlegt er
að fá skýrslur frá þeim sem hefir misheppn-
azt tilraunin 1 einhverju, eins og hinum,
sem hefir tekizt vel, því skýrslurnar eiga
einmitt að vera til þess að sýna, hvað það
er, sem þarf að varast, svo að súrsanin tak-
ist vel.
Ólafsdal 14. nóv. 1884.
Torfi Bjarnason.
Hitt og þetta.
• Spænskir málshættir um ástir og hjúskap.
Ast er sjúkdómur, sem maður sækist eptir.
Ástina má höndla með silki-lopa, en verður
ekki rekin burt með hnefahöggum.
Ástin knýr jafnvel asnann gegn um eldinn.
Ástareldurinn endist eigi það, að sjóða megi
við hann egg.
þar sem sáð er ást, vaxa engir þyrnar.
Keiði þeirra, er unnast, er eins og köngur-
lóarvefur.
Á undan hjónahandinu hefir mærin eina tungu
og sjö armleggi; eptir mánaðar hjúskap hefir
hún sjö tungur og einn armlegg.
Brúðkaupsdagurinn er hinn síðasti áhyggju-
lausi dagurinn, sem maður lifir.
Fyrsta konan er frá guði; önnur frá mönn-
um ; þriðja frá djöflinum.
Byði maðurinn, brennurhálft búið; eyði kon-
an, hrennur það allt.
Tengdamóðirin er heisk, þó hún sje úr sykri.
(Úr Iðunni, 1. hepti 1885).
AUGLÝSINGAR
í samfeldu máli ra. smálelri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a.) hveri orð 15 stala Mast
m. öðru letri eða setoinj 1 kr. [jrii þumlung dálks-lengdar. Borgun út i hönd.
ísafold hefur svo mikið af aðsendu
handriti fyrirliggjandi, að höfundarnir eruheðn-
ir að hafa þolinmæði, þó sumt bíði dálitið.
Oskilakindur seldar í Skorradalshreppi haust
ið 1884: Hvítt gimbrarlamb, mark: blaðstýft apt-
an hægra gagnbitað vinstra; og hvítt geldings-
lamb, mark: tvistýft og bití fr. hægra, sneitt og
biti fr. vinstra.
Grund í Skorradal 15. des. 1884
Pjetur porsteinsson.
Fundinn 3. jan. á Bakarastignum nýlegur
hattur, nokkuð kollhár, harður. Vitja má á
skrifstofu ísaf.. gegn auglýsingargjaldi (35 a.)
Til almennings!
Læknisaðvörun.
f>ess hefir verið óskað, að ég segði álit mitt
um „bitter-essents“, sem hr. C. A. Nissen hefir
búið til og nýlega tekið að selja á tslandi og
kallar Brama-lífs-essents. Ég hefi komizt yfir
eitt glas af vökva þessum. Ég verð að segja,
að nafnið Brama-lífs-essents er mjög vill-
andi, þar eð essents þessi er með öllu ólikr
inum ekta Brama-lífs-elixir frá hr. Mans-
feld-Bullner & Lassen, og því eigi getr
haft þá eiginlegleika, sem ágæta inn egta.
þar eð ég um mörg ár hefi haft tækifæri til, að
sjá áhrif ýmsra bittera, en jafnan komizt að
raun um, að Brama-lífs-elixír frá Mansfeld-
Bullner & Lassen er kostabeztr, get ég
ekki nógsamlega mælt fram með hnnum
einum, umfram öll önnur bitterefni, sem ágætu
meltingarlyfi.
Kaupmannahöfn 30. júlí 1884.
E. J. Melchior,
læknir.
Einkenni ins óekta er nafnið C. A.
NISSEN á glasinu og miðanum.
Einkenni á vorum eina egta Brama-
lífs-elixir eru firmamerki vort á glasinu, og á
merki-skildinum á miðanum sést blátt ljón og
gulihani, og innsigli vort MB & L í grænu
lakki er á tappanum.
Mansfeld-Btillner & Lassen,
sem einir búa til inn verðlaunaða
Brama-lífs-elixir.
KAUPM ANN AHÖFN. [415r.
í næstu fardögum fæstjörðin Ártún i Mos-
fellssveit til ábúðar; en hver sá sem óskar áð
fá jörð þessa til ábúðar, verður að snúa sjer
um það mál til eigandans H. Th. A. Thomsens
í Kaupmannahöfn með einhverri næstu ferð
póstgufuskipsins. Nákvæmari skýrslu um jörð
þessa og ábúð hennar fæst hjá undirskrifuðum
Reykjavík 2/, 1885.
Joh. Hansen.
Frímerki kaupir, býttar og selur (?. Zechmei/er
Núrnberg (Baiern). Brjefaviðskipti á þýzku
frönsku, ensku og itölsku. (H 13486 b).
t Hinn 8. des. f. á. andaðist eptir þunga
og langvinna sjúkdómslegu Jón Magnússon,
hreppstjóri, á Syðra-Skógarnesi, í Mikla-
holtshreppi. Hann var mesti gáfumaður,
virtur og elskaður af öllum, sem nokkuð
þekktu til hans.
Samsöngur verður haldinn í dómkirkjunni
að forfallalausu á sunnudaginn að kemur (11.
jan.). Inngangur kostar 50 aura. Ágóðinn
rennur í orgel-sjóð kyrkjunnar.
Steingrímur Johnscn. Björn Kristjánsson.
yr Einstakir kaupendur Isajoldar í fjar-
lægum hjeruðum eða erlendis geta fengið blaðið
sent til sín með póstum sjer á parti (1 expl.)
frá útg., með því móti að þeir borgi andvirðið
jyrir j'ram; aunars er það ógjörningur.
Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil.
Prentsmiðja Isafoldar.